Morgunblaðið - 11.10.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.10.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 25 félk í fréttum + Ilermennirnir bera hann á milli sín. — ósærðan með öllu? Ilér er um að ræða einn hinna ísraelsku landncma sem höfðu búið um sig á vesturbakka Jórdanárinnar. Samkvæmt samkomulaginu milli ísraels og Esyptalands í Camp David á döKunum. eiga allir ísraelsku landnemarnir á vesturbakkan- um að flytjast þaðan. Voru hermenn sendir á vettvang til þess að sjá um framkvæmd þessa atriðis samkomulagsins. Um 100 harðsnúnir landnemar sem neituðu að yfirgefa lendur sínar bjuggust til varnar — án þess þó að beita skotvopnum. — Og hermennirnir höfðu og fengið um þaö fyrirmæli að beita ekki skotvopnum — þannig forðuðust báðir aðilar að til vopnaviðskipta kæmi. — En hermennirnir fjarlægðu landnemana eigi að síður. með handafli eins og þessi mynd sýnir. *.w , V • jifc. w 25" + EMMY-verðlaun. — í Bandaríkjunum eru árlega veitt verðlaun hinum ýmsu leikþáttum, sem fluttir eru í sjónvarpi. Fyrir nokkru fór afhendingin fram. Emmy-verðlaunin eru sam- bærileg Óskars-verðlaun- unum í kvikmyndaiðnaðin- um. Skemmtiþátturinn „All in the family“ hlaut Emmy-verðlaunin að þessu sinni er kosið var um skemmtiþætti. — Aðalper- sónurnar í þessum þætti eru hjón á heimili, en það er húsfreyjan, sem leikin er af Jena Stapleton, sem hér sést kyssa mótleikara sinn, Carroll O'Connor, á kinn- ina, er tilkynnt var um úrslitin. — Þetta var jafn- framt 30 ára afmælishátíð Emmy-verðlaunanna. + RIDDARALEGUR. Hér kveður Menachem Begin forsætisráð- herra Israels húsfrú Rosalynn Carter á tröppum Hvíta hússins í Washington. — Ridd- aralegur í framkomu kyssir hann á hönd frúarinnar að skilnaði, að loknum hinum stór- pólitíska fundi með Carter forseta og Sadat forseta á dögun- um. Fimmtugur: Erik Sönderholm í Norræna húsinu Fyrir fáeinum árum mátti heyra fólk, sem annars var með öllum mjaila, halda því fram, að tónlist og iðkun hennar hér á landi væri beinlínis ógnun við bókmenntir. Ekki er heldur lengra síðan að sumir bókaútgefendur og bóksalar lýstu þeim ugg sínum, að hljóm- platan útrýmdi bókinni. Frá því að sögur hofust hafa þær systur, bókmennt og tónmennt, notið velgengni hlið við hlið, og engin ástæða að efa, að svo muni áfram verða. Sem betur fer, hafa verið og eru hér á landi ýmsir þeir, sem vita þetta mætavel og unna þeim systrum báðum, án þess að af- brýðisemi hljótist af. Einn þeirra er bókmenntasagnfræðingurinn og málfræðingurinn dr. Erik Sönder- holm, forstjóri Norræna hússins, sem í dag er fimmtugur. Fimmtíu ár éru stutt. augnablik í sögu langlífra lista. Hann hefur á þeim tíma þjónað bæði bók- og tón- menntum, og ólíklega afkastað meiru, þótt hann hefði einbeitt sér eingöngu að annarri „systurinni“ og örugglega afkastað minna, ef orkan hefði farið í að fjandskapast við hina á meöan. Ef hugað er að afrekaskrá afmælisbarnsins, er engu líkara en að það hafi haft 150 ár til að sinna hugðarefnunum. Ég veit að bók- menntamenn kunna að meta og þakka honum störfin á þeirra sviði. Tónlistarmenn gera það á sínu. I þessum októbermánuði einum hefur hann virkjað tónskáld um öll Norðurlönd í tilefni afmælis Norræna hússins, sömuleiðis hóp tónlistarflytjenda. Þar að auki mun hann afreka það, sem öll safnasaga íslands samanlögð getur illa jafnað: Hann opnar nýtt almennt nótna- og hljóðritanasafn í Norræna húsinu! Það nægir því ekki að óska Erik til hsmingju með daginn, heldur með dagana, árin, öll — og getur verið að þau séu ekki nema 50? Þorkell Sigurbjörnsson. Eigið þér ljósmynd eft- ir Hallgrím Einarsson? ERFINGJAR Hallgríms heitins Einarssonar ljósmyndara gáfu og afhentu Akureyrarbæ ljósmynda- tæki hans og ljósmyndaplötusafn fyrr á þessu ári með tilmælum um. að efnt yrði til sýningar á ljósmyndum eftir hann í tilefni 100 ára afmælis hans hinn 20. febrúar 1978. Bæjarstjórn hefir þakkað gjöfina og kosið nefnd til að annast undirbúning sýningar- innar, sem er fyrirhuguð í nóvem- bermánuði n.k. Því vill nefndin nú beina þeim tilmælum til þeirra, sem eiga ljósmyndir eftir Hallgrím, að þeir láti af því vita sem allra fyrst, ef þeir vilja lána þær til sýningarinn- ar, og hafi samband við Harald Sigurgeirsson á skrifstofu Akur- eyrarbæjar, sími 21000, eða heima, sími 23915. Einkum hefir nefndin áhuga á að fá að láni stækkaðar myndir, hvort sem um er að ræða myndir af einstökum mönnum, fjölskyldu- eða hópmyndir, myndir af mannvirkjum, menningarþátt- um, atburðum, landslagi eða öðru. Þess er vænst, að þeir, sem vilja lána myndir, bregðist við fljótt og vel, svo að sýningin geti orðiö sem fjölbreytilegust og tékist sem best. Með þakklæti. Sýningarnefnd. o GROHE BB. BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) GROHE ER ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ NÝTT GROHE = VATN + VELLÍÐAN Aukin þægindi fyrir notandann, ásamt góöri endingu hefur verið markmiO framleiOanda Grohe blöndunartækjanna. Nú eru þeir komnir meO enn eina nýjungina. Einnarhandartæki meö svonefndu „ÞÆGINDABILi". En þaO virkar þannig aO mesti hluti hreifanleika handfangsins (kranans) er á hitastiginu frá 30° til 45° (sjá teikningu). ÞaO er einmitt hitastigiO, sem aO jafnaöi er notaö. Fylgist meö og notiö réttu blöndunartækin. Grohe er brautryöjandi og leiöandi fyrlrtæki, á sviOi blöndunartækja. Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgö, á öllum tækjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.