Morgunblaðið - 19.10.1978, Page 1
40 SÍÐUR
238. tbl. 65. árg.
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Friðarráðstefnan í Washington;
Lítið gert úr
ágreíningnum
Washington, 18. október. AP.
Reuter.
MJÖG er nú reynt í Washington
að gera lítið úr þeim ágreiningi
sem upp hefur komið í samninga-
viðra'ðum ísraelsmanna og
Egypta. Talsmaður viðræðuaðil-
anna sagði í dag. að engir
óleysanlegir erfiðleikar væru í
samningunum og ekkert vand-
ra'ðaástand. Talsmaðurinn,
Bandaríkjamaðurinn George
Sherman. sagði ennfremur að
viðra'ðurnar hefðu fram til þessa
borið góðan árangur og allir sem
ra'ddust við væru vissir um að öll
vandamál sem koma kynnu upp
mætti auðveldlega leyka.
Að því er heimildir herma hefur
helzti ágreiningurinn verið um
meö hvaða hætti full stjórnmála-
leg viðurkenning Egypta á Israels-
ríki skuii koma til, þegar Israels-
menn draga herlið sitt og land-
nema frá Sínaískaga. Sherman
blaðafulltrúi sagði í dag að aðeins
væri deilt um orðalag en ekki
innihald samkomulagsins.
Einnig mun deilt um gildistíma
samkomulagsins. Israelsmenn
vilja að samkomulagið verði
ótímabundið, én Egyptar vilja, að
sögn heimildarmanna, koma inn
ákvæðum um að það tnegi endur-
skoða að ákveðnum tíma liðnum.
Frá Miðausturlöndum var að
öðru leyti það helzt að frétta í
dag að Sýrlendingar hafa hafið
brottflutning hluta liðs síns frá
Líbanon og er fyrirhugað að
hermenn Saudi-Arabíu, Jórdaníu
og Súdan taki við stöðu þeirra í
gæzlusveitum Arababandalagsins.
Páfí vel-
kominn til
Póllands
Páfagarði, Varsjá, 18. okt.
Reuter.
JÓHANNES Páll páfi 2. verður
velkominn í heimsókn til Pól-
lands hafi hann hug á slikri
heimsókn, að því er háttsettur
embættismaður í pólska stjórn-
arráðinu sagði í dag. Jóhannes
Páll er Pólverji eins og kunnugt
er, en stirt samband hefur verið
milli ríkis og kirkju í landinu.
Páli páfa 6. var neitað um
heimild til að koma til landsins
þegar hann fór þess á leit árið
1966 og hefur starfandi páfi
aldrei komið til Póllands, þrátt
fyrir að kaþólska kirkjan hafi
verið mjög öflug í landinu í meira
en þúsund ár.
Páfagarður bar í dag til baka
sögusagnir um að Jóhannes Páll
páfi 2. hefði verið trúlofaður eða
kvæntur áður en hann gerðist
prestur. Orðrómur hefur verið á
kreiki um að páfi hafi verið
kvæntur en misst konu sína í
þrælkunarbúðum í síðari heims-
styrjöldinni.
Anatoly Karpov eftir að honum hafði verið sagt
að hann hefði sigrað í heimsmeistaraeinvíginu í
skák. Karpov brosir gleitt eins og vænta má.
Viktor Korchnoi áritar sjálfsævisögu sína í gær
fyrir einn vina sinna í Baguioborg á Filipseyjum
eftir að Ijóst varð. að hann hafði tapað einvíginu.
Aukin bjartsýni
í Namibíumálinu
Ullsten lagði fram
ráðherralistann
Stokkhólmi. 18. okt.
K.-á önnu Bjarnadóttur.
fréttaritara Mbl.
OLA Ullsten forsætisráðhera Svía
lagði fram í þinginu í dag ráðherra-
lista sinn og stefnuskrá stjórnar
innar. Ráðherrum fækkar um cinn
frá samsteypustjórn borgaraflokk-
anna eða úr 20 í 19. Helzti
málaflokkur Ullstens f fyrri stjórn
var hjálp til þróunarlandanna og
verður hann nú í höndum utanrikis-
ráðherrans, Hans Blix.
Ullsten átti erfitt með að finna
réttan mann í embætti iðnaðarráð-
herra, sem var áður Nils Gasling, en
leysti vandann með að fela embættið
Erik Huss, sem þegar hafði fengið
embætti orkumálaráðherra. Hinir 6
fulltrúar Þjóðarflokksins sem sátu í
síðustu ríkisstjórn, halda allir em-
bættum sínum. I nýju stjórninni
sitja 6 konur og eru þær færri en von
var á.
Ræða Ullstens í þinginu var stutt.
Hann sagði að til þess að tillögur
stjórnarinnar yrðu að veruleika
þyrftu þær að vera samþykktar af
meirihluta þings. Stjórnin vildi því
byggja stefnu sína á sem breiðustum
grundvelli. Hann nefndi marga
málaflokka sem stjórnin mun vinna
að, t.d. menningar-, heilbrigðis- og
jafnréttismál, en lagði sérstaka
áherzlu á efnahags- og orkumál.
Ekki gaf hann nein ákveðin loforð í
ræðu sinni.
Sjá grein Önnu Bjarnad.
bls. 21.
Pretoríu. 18. október.
AP. Reuter.
Utanríkisráðherrar stóryeld-
anna fimm héldu í dag frá
Pretoríu að loknum viðræðum við
stjórn S-Afríku um framtíð Suð-
vestur-Afríku eða Namibíu.
Liigðu ráðherrarnir ákveðnar
tillögur fyrir Suður Afríkumenn
um málið. en stjórn S-Afríku tók
sér frest til fimmtudags að gefa
ákveðið svar við tillögunum.
Talið er að í viðræðunum hafi
eitthvað miðað í átt til samkomu-
lags og er haft til marks um það
m.a. að Botha forsætisráðherra
S-Afríku boðaði helztu stjórn-
málaleiðtoga í Namihíu til
Pretoríu í kvöld til viðræðna við
stjórn sína.
Ekki hefur verið látið uppi í
smáatriðum hverjar tillögur hinna
vestrænu stórvelda eru, en talið er
að þær miðist við að S-Afríku-
menn haldi kosningar í Namibíu í
desember, eins og þeir höfðu
ráðgert, en völd þess þings sem þá
verður kosið yrðu mjög takmörk-
uð. Síðan yrðu aðrar kosningar á
næsta ári samkvæmt áætlun
Sameinuðu þjóðanna og undir
þeirra eftirliti og í framhaldi af
þeim tækju Namibíumenn völdin í
landi sínu í eigin hendur.
Carter Bandaríkjaforseti hefur
boðið Pieter Botha forsætisráð-
herra S-Afríku til viðræðna í
Washington að því tilskyldu að
tveimur skilyrðum varðandi kosn-
ingarnar í Namibíu verði fullnægt,
en þessi skilyrði eru talin koma
fram í tillögunum, sem S-Afríku-
stjórn veltir nú fyrir sér.
Nifteindasprengjan að
hluta til í framleiðslu
Washington, 18. október. AP, Reuter.
CARTER Bandaríkjaforscti hefur
ákvcðið að framleiðsla skuli hafin á
helztu einingum nifteindasprengj-
unnar svonefndu, þótt enn hafi ekki
verið ákveðið hvort sprengjan skuli
framleidd í endanlegri mynd. Nift-
eindasprengja er kjarnorkuvopn,
sem cr þess eðlis að það veldur litlu
tjóni á mannvirkjum en er á hinn
bóginn mannskætt. Carter ákvað í
aprfl s.1. að fresta frekari þróun
þessa vopns, en sú ákvörðun hefur
nú verið endurskoðuð.
„Korchnoi er frábær skák-
maður þrátt fyrir allt”
sagdi Karpov heimsmeistari í lok einvígisins
Baguio, Filipseyjum,
18. október AP, Reuter.
Viktor Korchnoi gaf í morgun 32.
einvígisskákina í einvígi sínu við
Anatoly Karpov án þess að tefla
biðstöðuna frekar. Karpov var
þar með orðinn sigurvegari
cinvígisins og heldur heims-
meistaratitli sínum. Lokastaðan í
einvíginu er 6 vinningar gegn 5,
Karpov í vil. en sá sigraði, er
fyrstur vann 6 skákir.
Korchnoi var í dag mjög
harðorður í garð skipuleggjenda
einvígisins og Sovétmanna og
sakaði þá um ófyrirgefanlega
framkomu í sinn garð. Sagðist
hann áskilja sér allan rétt til þess
að kæra síðustu skákina í einvíg-
inu til Alþjóðaskáksambandsins,
en hún hefði farið fram við
óþolandi aðstæður. Neitaði
Korchnoi síðan að undirrita skjöl
til staðfestingar því að skákinni
væri lokið, þótt hann segðist
viðurkenna að hann gæfi taflið.
Skáksambandið í Sviss hefur lýst
því yfir að það telji rétt að síðasta
skákin í einvíginu verði tefld á ný,
en Korchnoi er nú búsettur í Sviss
sem kunnugt er.
Karpov var að vonum mjög
ánægður með sigurinn í dag. Hann
sagði að þrátt fyrir allt sem á
hefði gengi í samskiptum sínum
og Korchnois væri hann þeirrar
skoðunar að Korchnoi væri frábær
skákmaður. Karpov sendi
Brezhnev forseta Sovétríkjanna
skeyti í dag og þakkaði honum
fyrir veittan stuðning í keppninni
og hét því að vinna ótrauður
áfram að eflingu sovézkrar skák-
listar. I viðtali við sovézk blöð
segir Karpov einnig, að hann telji
sig hafa gert skyldu sína við
föðurlandið með því aö bera sigur
af hólmi í einvíginu.
Það var enski stórmeistarinn
Raymond Keene sem í morgun
hr.ingdi í yfirdómara einvígisins,
Miroslav Filip frá Tékkóslóvakíu,
og tilkynnti honum að Korchnoi
hygðist ekki tefla 32. skákina
frekar. Var einvíginu þar með
lokið og fær Karpov í sinn hlut 350
þúsund Bandaríkjadali en
Korchnoi 200 þúsund.
Þá hafa Bandaríkjamenn nú einn-
ig ákveðið að breyta kjarnaoddum á
nokkrum kjarnorkuvopnum sínum í
Evrópu þannig að hægt verði að
koma nifteindasprengjum fyrir í
þeim. Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag, að
bandalagsþjóðum Bandaríkjanna
hefði verið tilkynnt um þessa
ákvörðun.
Fundur var í kjarnorkuáætlana-
nefnd NATO í Brússel í dag og gaf
Harold Brown varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna þar yfirlit yfir stöð-
una í viðræðum stórveldanna um
gagnkvæma takmörkun kjarnorku-
vopna og skýrði ákvörðun Banda-
ríkjamanna varðandi nifteinda-
sprengjuna.
EBE í mál
við Breta
Brussol. 18. október. Reutcr.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Efnahags-
bandalagsins ákvað í dag að hefja
undirbúning að málsókn gegn Bret-
landi fyrir Evrópudómstólnum vegna
einhliða aðgerða Breta í fiskvéiðimál-
um. Verða Bretar í fyrstu krafðir um
skýringar á einhliða atferli sínu en
fáist ekki viðunandi skýringar mun
málið tekið fyrir dómstólinn, að því er
heimildir í Brússel hermdu í dag.
Danir, en á þeim hafa einhliða aðgerðir
Breta einkum bitnað, hafa ntjög hvatt
til þess að Bretar verði dregnir fyrir
Evrópudómstólinn.