Morgunblaðið - 19.10.1978, Page 17

Morgunblaðið - 19.10.1978, Page 17
MORGUN BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 17 LáKlendið ætti að verulegu leyti að vera klætt skógi og kjarri Árni Helgason: Byggðasafnið á Akranesi landsins, tel ég nauðsynlegt að gera enn einu sinni stutta grein fyrir því í hverju þessar rannsókn- ir eru fólgnar, enda þótt þar verði aðeins drepið á helstu meginatriði. Megintilgangur gróðurrann- sóknanna hefur frá upphafi verið eftirfarandi: A) Að kortleggja og mæla víðáttu gróðurlendis landsins. B) Að flokka gróðurlendið eftir gróðurfari eða ríkjandi plöntu- tegundum. C) Að kanna ástand gróðurlendis- ins, hvar gróður- og jarðvegs- eyðing ætti sér stað eða sé yfirvofandi. D) Ákvarða beitarþol landsins. Helstu þættir í ákvörðun á beitarþoli eru þessir: af, enda hefur þetta starf verið unnið af fjölda manna af dugnaði og samviskusemi. Það er mjög óvanalegt, ef ekki einsdæmi, að land sé kortlagt í heild til að ákveða beitarþol gróðurlendis þess. Yfirleitt er látið nægja að kortleggja smá svæði og draga síðan ályktanir um gróður og beitarþol stærri svæða út frá þeim. En hér höfum við notið smæðar landsins og ekki síst, að Rannsóknastofnunin og fjárveit- ingavaldið hafa sýnt þessum rannsóknum mikinn áhuga og verið tiltölulega ríflegt í fjárveit- ingum til þeirra. Auk þess hefur verulegs fjár verið aflað til þeirra með styrkjum, hérlendum og erlendum styrkjum. Það hefur verið reynt að skýra sem best og sannast frá þessum niðurstöðum og vonandi lætur enginn sér detta þá firru í hug að ég eða nokkrir aðrir hafi áhuga á því að mála ástandið dekkri litum en efni standa til. Eg vil að lokum taka fram í þessu sambandi, sem raunar er auðsætt, að engum er ljósara en þeim, sem að rannsóknunum standa, að þær eru alls ekki fullkomnar frekar en önnur mann- anna verk. En ég þori að fullyrða, að þær standa að engu að baki samsvarandi gróður- og beitar- þolsrannsóknum í öðrum löndum, og þess vegna ber að leggja þær til grundvallar að nýtingu landsins. UM DAGINN átti ég þess kost að skoða byggðasafnið á Akranesi sem er til húsa í gamla prestsetrinu og nýju húsi að Görðum. Því miður vannst mér ekki tími til að skoða það að verulegu ráði, því bæli er það umfangsmikið og á stóru flæmi. En hitt fer ekki fram hjá neinum að þarna hefir verið unnið stór- virki á þeim árum sem safnað hefir verið munum og skilningur hefir einnig verið geypilegur. Eg var svo heppinn að séra Jón M. Guðjónsson og tengdasonur hans séra Björn voru mínir leiðsögumenn. Eg gleymdi mér hreint við að skoða þessar minjar og það sem á bak við þær eru. Þarna upplukust tímar liðinnna ára sem nú eru að hvera fyrir tæknivæddri öld. Myndirnar og munirnir, flokkun þeirra og niður- röðun er slík að undravert er þegar litið er til þess húsnæðis sem þarna er í boði. Yfir 7000 munum mun þarna hafa verið saman safnað á fáum áratugum og nú hefir safnið sprengt húsakynnin og margir munir eru úti í bæ og vantar því stærri húsakynni. Við hvern mun eru áritaðar skýringar, aldur, þar sem því verður við komið, gefandi skráður og hver notaði og hvernig. Heilbrigðisþjónustan í borgar- firði og hin andlega er þarna í máli og myndum, sjósóknin, erfið- leikarnir meðan engin höfn var, þróunin til fulkominnar tækni allt er þetta stig fyrir stig sett á svið í þessu b.vggðasafni og það fer ekki framhjá neinum hvaða hendur hafa hér unnið svo ómetanlegt starf að það verður aldrei til peninga reiknað. Mikið eiga þeir Akurnesingar fyrrverandi sóknar- presti sínum mikið að þakka, hugsaði ég, og svo munu fleiri sem líta á þessi handarverk og ég er öldungis hissa á þessu stórvirki og veit að þær eru ekki fáar stundirn- ar sem séra Jón hefir lagt safninu, enda fór það ekki framhjá mér hversu annt hann lét sér um hvern hlut og það var gaman að ganga með honum um safnið. Ósjálfrátt varð mér hugsað heim í Hólminn þar sem búið er að kaupa undir byggðasafn elsta húsið í kauptúninu, Norska húsið, veglegasta húsið á sinni tíð, ímynd stórhugar Árna Thorlaciusar kaupmanns. Hugsanirnar brutust fram. Hvenær verður safnið okkar komið í sama farveg og þeirra á Akranesi og hvenær orðið jafn veglegt og stórt? Og eins: Er ekki hver stund sem tapast í söfnun dýrmæt? Og svo að seinustu: Hvenær eignumst við Snæfell- ingar séra Jón til að drífa söfnunina og safnið áfram? En ég lærði margt af ferðinni á Akranes og þakklátur sneri ég aftur og mikið öfundaði ég Akurnesinga af safninu og séra Jóni. Árni Ilelgason, Stykkishólmi. Ákvörðun á beitarþoli Flokkun gróðurlenda Plöntuval búfjár Gróðurkort - Næringargildi beitargróðurs Flatarmál gróðurlenda Uppskerumagn gróðurlenda Nýtingarstuðull gróðurs Næringarþörf búfjárins Fjöldi beitardaga Frá því að gróðurkortagerðin hófst og fram til þessa dags hefur gróður á um % hlutum landsins verið kortlagður, þar á meðal allt miðhálendi landsins og nær öll önnur viðkvæmustu svæði lands- ins. Gefin hafa verið út 60 kortblöð af hálendinu í mælikvarða 1:40000 og 12 kortblöð af byggðum lands- ins í mælikvarða 1:20000. Auk þess liggur fyrir í handriti fjöldi korta sem ekki hefur gefist tími eða fjármagn til að gefa út, en sem komið hafa að fullum notum við útreikninga á beitarþoli þeirra svæða, sem þau ná yfir. Það skal tekið fram, að á þeim svæðum, sem ekki hafa verið kortlögð enn, hefur verið fylgst með ástaridi og nýtingu gróðurs eins oft og eins ítarlega og unnt hefur verið, og er því fyrir hendi vitneskja um ástand gróðurlendisins í landinu öllu. Enda þótt gróður landsins hafi enn ekki verið kortlagður að fullu og öllu, eigum við Islendingar nú yfir að ráða nákvæmari og víðtæk- ari gróðurkortum af landi okkar en margar aðrar þjóðir geta státað Gróðurkortin, sem sýna víðáttu gróðurlendisins og eðli þess, eru undirstaðan að ákvörðun á beitar- þoli landsins. En eins og upptaln- ingin hér að framan sýnir byggist hún á rannsóknum á fjölda annarra þátta, sem unnið hefur verið að samhliða kortagerðinni. Gildi rannsóknanna Ég taldi skylt að gera lesendum í stuttu máli grein fyrir eðli gróðurrannsóknanna, því að þær hafa verið dregnar inn í umræður um ástand og nýtingu gróðursins. Að rannsóknunum hefur nú verið unnið í nærfellt 20 ár án þess að veruleg gagnrýni hafa komið fram á þær leiðir, sem þar hafa verið farnar. Það er fyrst, þegar rann- sóknirnar fara að gefa heildarsýn yfir ástand gróðurs í landinu, og sú mynd er ekki hagstæð, að gagnrýnin upphefst og haldið er fram fullyrðingum og staðhæfing- um, sem oft ganga alveg í berhögg við niðurstöður rannsóknanna. Aðeins lítill hluti skóglendisins er friðaður, og liðlega fjórðungur er í hraðri afturför. Sameiginleg yfirlýsing Undirritaðir hafa átt í nokkrum ritdeilum að undanförnu varðandi túlkun á ýmsum atriðum á samkomum Billy Grahams, sem sýndar voru á á myndsegulböndum í Neskirkju fyrr í mánuðinum. Sérstaklega var sterkur ágreiningur okkar á milli í sambandi við þýðingu á orðum og söng söngkonunnar Evie Tornquist. Eftir að grein Sigurðar Pálssonar, sem bar yfirskriftina „Velkominn að skerminum Ingólfur Margeirsson" birtist laugardaginn 7. október í Morgunblaðinu, hafði umgetinn Ingólfur símasamband við Sigurð og lýsti sig reiðubúinn að horfa á myndsegulbandsupptökuna ásamt Sigurði og ennfremur að löggiltur skjalaþýðandi í sænsku þýddi textann, og að hann yrði birtur við hlið frásagnar Ingólfs af sama atburði eins og Sigurður hafði óskað eftir í grein sinni. í byrjun næstu viku horfum við svo í sameiningu á myndsegulbandið og var þáttur Evie Tornquist tekinn upp á kasettu og sendur löggiltum skjalaþýðanda í sænsku, Árna Gunnarssyni. Til glöggvunar lesendum skal það tekið fram, að frásögn Ingólfs er ekki orðrétt þýðing á texta Evie Tornquists, heldur endursögn á innihaldi ræðu hennar og söng. Við lýsum því jafnframt yfir hér með, að ritdeilum okkar og umræðum er lokið og lesendur geta sjálfir dæmt um fyrirgreindan ágreining. Ingólfur Margeirsson, Sigurður Pálsson. blaðamaður. formaður KFUM. Frásögn Ingólfs Margeirssonar „Nú tilkynnti meðhjálparinn brosleiti, að hin sænskættaða banda- ríkjakona, Evie Tornquist, mundi syngja eitt lag. Svo gekk Evie fram á pall sem lá til hliðar við ræðustólinn rosalega. Hún var klædd í mikinn hvítan kjól, var í leðurstígvélum og hélt á míkrafóni. Ljósa platínuhárið geislaði í sjónvarpsljósunum og hún brosti út að eyrum, svo spékopparnir dqnsuðu í kinnunum. Svo sagði þessi Doris Day kristinboðsins á ensku: „Oh, you known I have loved to be with you all the time.“ og beindi orðum sínum til bláklædda meðhjálparans. Svo sneri hún sér að salnum og sagði á bjagaðri sænsku: „Jag ár so lycklig att vara hár.“ og áfram: „Jag kánner mig so lycklig och helig, att jag vill ta av mig skorna." Ég er svo hamingjusöm og heilög að mig langar til að fara úr skónum). Islenski þulurinn steinþagði undir ræðu Evies. Ungfrúin fór þó ekki úr stígvélunum sínum, heldur hélt áfram að tala úr hjarta sínu. Hún sagðist hafa hitt Jesús á Golgata, og að blóð Guðs og hennar hefði runnið saman. Hún vék einnig að þeirri staðreynd, að blóð Jesús (hún talaði stundum um blóð Jesús og stundum um blóð Guðs) hefði sameinast blóði kristinna manna, og það væri yndislegt. Eftir þessa andlegu og efnislegu blóðgreiningu, tók frökenin lagið og söng • enn einn gospell-sönginn á sænsku." Orðrétt ræða Evie Tornpuists (Eftir orð kynnis, sem þakkar ET fyrir þátttöku hennar.) Það var mér ánægja. — It was my Pleasure, Cliff, you know that. Ég vil líka bara þakka ykkur öllum fyrir þessa dásamlegu samveru okkar þessa viku, með kórmeðlimunum og framkvæmdanefndinni hér og einnig þeim í Noregi sem við hittum um síðustu helgi og — það var næstum — já — heilög stund hér í Mássan. Stundum hefur það verið svo sterkt og svo fagurt og svo heilagt að mig hefur næstum langað til að fara úr skónum, því við vitum að við göngum fram fyrir hásæti Guðs. (Næstu setningar að hluta á nosku:) Sérstök kveðja til allra sem hafa verið með okkur í Noregi og á íslandi. Vona að þið hafið ekki misst neins af sambandinu og þeim, þeim anda sem við höfum skynjað hér i Mássan og að þið hafið líka fengi að lifa þessa unaðslegu stund sem Jesús hefur verið hér (síðasta orðið ógreinilegt). Það er blóð Jesú sem sameinar okkur í dag, alla vikuna, og nú þegar herferðin er á enda — mér finnst við ættum að halda áfram í þessum anda. Við göngum fram sameinuð, allt fólk Guðs hér í Stokkhólmi í öllum sjónvarpsborgunum, og við reynum að ná saman, meira og meira. Því það er blóð Jesú sem gefur okkur þrótt frá degi til dags, við allar kringumstæður, og það mun aldrei glata krafti sínum. (Söngur:) Það blóð, sem Jesús gaf fyrir mig dag einn á Golgata. blóð hans sem gefui mér þrótt frá degi til dags. það mun aldrei glata krafti sfnum. Það sefar sorgina og gefur mér frið. og það ber mig alla tið. Það blóð sem gefur mér þrótt frá degi til dags. það mun aldrei glata krafti sfnum. Þvf það teygir sig upp í hið ha-sta fjall. og það nær niður. niður í hinn djúpa dal. Og það blóð sem gefur okkur þrótt frá degi til dags. það mun aldrei glata krafti sínum. Því það teygir sig upp f fjallið háa og það nær niður. niður f hinn dýpsta dal. Ó. blóð hans sem gefur okkur þrótt frá degi til dags. það mun aldrei glata. ó. það mun aldrei glata. nei. það mun aldrei aldrei glata krafti sínum. (Þýtt. Árni Gunnarsson. löggiltur skjalaþýðandi úr sænsku.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.