Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OlÉTÓBER 1978 2 1
““ Aðdragandi
stjórnarskiptanna
Ola Ullsten. formaður Þjóðarflokksins, og Henry Allard. forseti
þingsins, kveðjast að loknunt einum af fjölmörgum fundum þeirra í
stjórnarkreppunni.
Thorbjörn Fálldin, formaður
Miðflokksins, tilkynnti sænsku
þjóðinni 5. október s.l. að ekki
væri lengur grundvöllur fyrir
samstarfi borgaraflokkanna
þriggja í ríkisstjórn. Stjórn
Fálldins var mynduð eftir
kosningarnar 1976 þegar
borgarflokkarnir, Miðflokkur-
inn, Hægriflokkurinn og Þjóðar-
flokkurinn, fengu saman meiri-
hluta atkvæða til þings. Við
afsögn Fálldins hófst fyrsta
stjórnarkreppa í landinu síðan
fyrir stríð. Viku síðar, hinn 12.
október, var Ola Ullsten, for-
manni Þjóðarflokksins, falið að
mynda nýja ríkisstjórn Þjóðar-
Gösta Bohman, formaður
Hægriflokksins, var efnahags-
máiaráðherra í stjórn borgara-
flokkanna.
flokksins eins. Fálldin og Olof
Palme, formaður Jafnaðar-
mannaflokksins, höfðu þá til-
kynnt Henry Allard, forseta
þingsins, að flokkar þeirra
myndu veita minnihlutastjórn
Ullstens hlutleysi. Hægri-
flokkurinn og Flokkur vinstri-
manna og kommúnista voru
hins vegar gegn stjórnarmynd-
un Ullstens.
Flokkur Ola Ullsten er
minnstur borgaraflokkanna. í
þingkosningunum 1976 féllu
atkvæði þannig að
Þjóðarflokkurinn (Foikpartiet)
fékk 601.556 atkvæði og 39 menn
kjörna, Hægriflokkurinn
(Moderata samlingspartiet)
fékk 847.672 atkvæði og 55 menn
kjörna, Miðflokkurinn
(Centerpartiet) fékk 1.309.669 og
86 menn kjörna og
Jafnaðarmannaflokkurinn
(Socialdemokraterna) fengu
2.324.603 atkvæði og 152 menn
kjörna en aðrir vinstri flokkar
fengu saman 17 menn kjörna.
Alls sitja 349 menn þing og 175
þarf til að hafa stuðning meiri
hluta þingsins.
Sjónarmið flokkanna
Hægt er að skipta flokkunum
í tvær fylkingar, jafnaðarmenn
annars vegar og borgaraflokk-
ana hins vegar. Flokkur
jafnðarmanna fylgir svipaðri
stefnu og aðrir jafnaðarmanna-
flokkarí Vestur-Evrópu en mun-
ur er á borgaraflokkunum inn-
byrðis. Þeir eru allir fylgjandi
einkarekstri og vilja sem
minnsta miðstýringu.
Þrýstihópar innan flokkanna og
fastir kjósendur þeirra varpa
ljósi á muninn sem er á
flokkunum.
Miðflokkurinn er fyrst og
fremst flokkur bænda og
annarra íbúa strjálbýlisins.
Hann er íhaldsamur í félags-
málum og á móti hlutum eins og
fóstureyðingum, þétt'býli, stór-
iðju og kjarnorku. í efnahags-
málum vill flokkurinn fara
millileið á milli ríkisafskipta og
markaðsákvarðana og er í þeim
skiningi sannkallaður
miðflokkur.
Hægriflokkurinn er
íhaldsamastur borgara-
flokkanna í efnahagsmálum.
Hann vill sem minnst ríkisaf-
skipti og styður jafnan málstað
vinnuveitenda. Hægriflokkurinn
er flokkur iðnrekenda og er á
móti frekari tekjujöfnuði.
Þjóðarflokkurinn er saman-
settur úr tveim ólíkum kjörnum.
Annars vegar styður þéttbýlis-
og menntafólk hann og hins
vegar fríkirkju- og bindindis-
menn. I kosningabaráttunni
1976 voru helztu slagorð
flokksins: „Sociale reformerutan
socialism" og stendur flokkur-
inn næst Jafnaðarmannaflokkn:
um af borgaraflokkunum. I
efnahagsamálum er
Þjóðarflokkurinn hlynntur al-
mennum ráðstöfunum eins og
t.d. gengisbreytingum þegar
þörf krefur en er á móti
róttækum ráðstöfunum eins og
t.d. millifærslum. í skattamál-
um er flokkurinn varkárari en
jafnaðarmenn og vill fara
skemmra í jöfnunarátt. Félags-
legar umbætur er keppikefli
flokksins og í kosninga-
baráttunni 1976 lagði hann
mikla áherzlu á jafnréttismál,
heilbrigðismál og valddreifingu
(t.d. afnám ríkiseinokunar á
útvarpi og sjónvarpi).
Thorbjörn Fálldin. formaður
Miðflokksins, forsætisráðherra
Svía undanfarin tvö ár.
Stjórn jafnaðarmanna
í 44 ár
Eftir kosningarnar í heims-
kreppunni 1932 myndaði Per
Albin Hansson stjórn Jafnaðar-
mannaflokksins. Næstu 44 árin
sátu jafnaðarmenn einir í ríkis-
stjórn en forsætisráðherraskipti
urðu þrisvar sinnum. Axel
Pehrsson-Bramstorp gegndi
starfi fyrir Hansson á árinu
1936 en Tage Erlander tók við
embætti forsætisráðherra af
Hansson árið 1946. Erlander var
forsætisráðherra landsins sam-
fellt í 23 ár eða til ársins 1969.
Olof Palme tók þá við embætt-
inu og gegndi því fram til ársins
Olof Palme formaður Jafnaðar-
mannaflokksins og fyrrum for
sætisráðherra.
1976 þegar borgaraflokkarnir
unnu í kosningunum samtals
180 þingsæti og þar með meiri
hluta þingsins.
Stefnumál borgaraflokkanna
urðu utangarðs í hinni löngu
stjórnartíð Jafnaðarmanna-
flokksins. Nokkur samvinna var
ávallt með Hægriflokknum og
þjóðarflokknum en Miðflokkur-
inn fór sínar eigin leiðir. Bar-
átta flokkanna til að ná völdum
af jafnaðarmönnum hófst ekki
fyrir alvöru fyrr en árið 1971
þegar Miðflokkurinn gekk til
liðs við Þjóðarflokkinn og
Hægriflokkinn. Hinn 2. nóvem-
ber 1971 héldu formenn flokk-
anna, þeir Gösta Bohman, for-
maður Hægriflokksins, Gunnar
Helén, þáverandi formaður
Þjóðarflokksins, og Thorbjörn
Fálldin sameiginlegan blaða-
mannafund í Uppsölum og lýstu
þar yfir samvinnu milli flokk-
anna þriggja í framtíðinni.
Margir kjósendur Miðflokks-
ins til sveita voru óánægðir með
að sjá Fálldin við sama borð og
formenn hinna flokkanna en þó
jókst fylgi flokkanna samanlagt
í kosningunum 1973. í Kosning-
unum 1976 var eining meðal
flokkanna að öðru leiti en því að
Thorbjörn Fálldin var eini
flokksformaðurinn sem varaði
eindregið við notkun kjarnorku
og tókst flokkunum að ná meiri
hluta atkvæða í þinginu.
Ný stjórn—
og entist ekki heilt
kjörtímabil
Margar skýringar hafa verið
gefnar á falli ríkisstjórnar
Jafnaðarmannaflokksins 1976
eftir 44 ára stjórnartíð. Síðustu
vikurnar fyrir kosningar lagði
Miðflokkurinn mikla áherzlu á
spurninguna um kjarnorkumál
og náði þannig stuðningi
margra sem sem voru á móti
kjarnorku en ekki er talið að
orkumálin ein hafi ráðið úrslit-
um.
I tíð jafnaðarmanna varð
mikill vöxtur í skriffinnsku-
bákninu og þótti mörgum kjós-
endum nóg um og vildu að
linnti. Sú stefna jafnaðarmanna
að stofna launþegasjóði í því
skyni að launþegar tækju smátt
og smátt stjórn fyrirtækja í
eigin hendur og að auka ríkis-
rekstur skerpti bilið milli hægri
og vinstri flokka og gerði
kjósendum auðveldara að greiða
atkvæði samkvæmt því eða með
eða á móti sósíalisma.
Orð skáldkonunnar Astrid
Lindgren stuttu fyrir
kosningarnar eru talin hafa
haft mikil áhrif á kjósendur.
Skáldkonan gagnrýndi harðlega
stefnu stjórnarinnar í skatta-
málum og skattakerfi hennar.
Hún benti einnig á að í
lýðræðisríki væri eðlilegt að
stjórnarskipti ættu sér stað og
að óeðlilegt væri að einn og sami
flokkurinnn sæti svo lengi við
völd eins og Jafnaðarmanna-
flokkurinn hafði gert.
Miðflokkurinn var sá flokkur
borgaraflokkanna sem jók fylgi
sitt mest í byrjun þessa áratugs.
Vöxtur flokksins hófst samtíða
yfirlýsingu Fálldins um sam-
vinnu flokksins við hina
borgaraflokkana. Þá fyrst varð
möguleikinn á nýrri stjórn án
jafnaðarmanna og nýjum
stjórnarviðhorfum að veruleika.
Fall stjórnar borgaraflokk-
anna eftir tveggja ára stjórnar-
setu og einu ári fyrir nýjar
kosningar hefur vakið mikið
umtal í Svíþjóð. Dr. Bjorn von
Sydov, prófessor í stjórnmála-
fræði, sagði í útvarpi að fall
stjórnarinnar ætti sér eðlilega
skýringu. Hann sagði að í
sænskum stjórnmálum væru
annars vegar flokkar sem keppa
að örum hagvexti, tæknilegum
framförum og iðnvæðingu í
þjóðfélaginu. I þessum hóp væru
Jafnaðarmannaflokkurinn,
Þjóðarflokkurinn og Hægri-
flokkurinn. Munurinn á þessum
flokkum væri fyrst og fremst sá
að jafnaðarmenn stefndu að
auknum tekjujöfnuði en
borgaraflokkarnir gerðu það
ekki. Við hlið, þessara flokka
stæði hins vegar Miðflokkurinn
sem hefði dreifingu valdsins efst
á stefnuskrá sinni og væri á
móti hagvexti, taekniframförum
og nýjungum í þjóðfélaginu
yfirleitt.
Dr. von Sydov sagði að
munurinn á Miðflokknum og
hinum borgaraflokkunum væri
svo mikill að flokkarnir þrír
gætu aldrei unnið saman til
lengdar. Enda varð raunin sú að
ólíkar skoðanir Miðflokksins
annars vegar og Hægriflokksins
og Þjóðarflokksins hins vegar í
kjarnorkumálum urðu fyrstu
borgarastjórn Svía í 44 ár að
falli.
SvíÞ.ióð: flrslit bingkosninganna 1976
Fjöldi atkvæða(í b'ís-) Hlutfall atkvæða (í ý>) Fjöldi þingsæta Hlutfall þingsæta
Hægriflokkurinn 848 15,6 55 15,7
Miðflokkurinn 1310 24,1 86 24,6
Þjóðarflokkurinn 602 11,1 59 11,2
Borgarafl. samtals 2760 50.8 180 51,6
J afnaðarmannaflokkurinn 2325 42,7 152 43,6
Vinstrifl. og komm. 260 4,8 17 4,9
Vinstri fl. samtals 2585 47.5 169 48.4
Samtals 52AZ 98,3 100,0
Svib.ióð: Fylgl flokkanna 1974-78
Sfpt. Sept./Okt . Ag. Sept. Sept
1978 1977 1976 1975 1974
Hægriflokkurinn 17 15,5 17 15,5 15,5
Miðflokkurinn 15,5 20,5 22 25,5 24,5
Þ j ó ðarflokkurinn 11 10,5 12 8,5 8
Borgarafl. samtals 12*2 46^ 2i 2ÍU2 48
J afnaðarmannaflokkurinn 50,5 47 42.5 43,5 44
Vinstrifl. og komm. 4,5 4,5 4.5 4 5,5
Vinstri fl. samtals 22 51.5 47 . 47,5 49.5
Aðrir flokkar 1»5 2 2 3 2r5
Samtals
100
100
100
100
100
Heimild: Skoðanakannanir Dagens Myheter. Stœrð úrtaks:
1000 1974-76; 1500 1977-78.