Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1978
23
Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson:
Hallabúskapur, verð-
bólguauki og vísitöluleikur
Brugðið á leik með vísitölu
sem spilverk þjóðarinnar
Spilverk
þjóðarinnar
Hér fer á eftir kafli úr
ræðu Þorvalds Garðars
Kristjánssonar (S) í efri
deild Alþingis í gær, er
ræddar voru ráðstafanir
vegna breytinga (lækkun-
ar) á gengi íslenzku
krónunnar.
Gengislækkun
Frumvarp það, sem hér liggur
fyrir, er formleg tilkynning um
ákvörðun Seðlabankans 4. septem-
ber s.i. um breytingu á gengi
íslenzkrar krónu, sem fól í sér
lækkun á gengi krónunnar um
15%. Hér er að finna nauðsynleg
ákvæði um tollafgreiðslu inn-
fluttrar vöru og skil ‘til banka á
gjaldeyri fyrir útfluttar sjávaraf-
urðir, svo sem venja er að setja í
sambandi við gengsilækkanir. Um
þetta er ekkert sérstakt að segja.
Hins vegar er ýmislegt að segja
um tilefni þessa frumvarps, þ.e.
sjálfa gengislækkunina. Þó skal
það ekki dregið í efa, að gengis-
breyting hafi verið nauðsynleg,
frekar getur það orkað tvímælis,
hve breytingin hefði átt að vera
mikil.
Það er oft sagt, að tilkynning
um gengislækkun sé ekki annað en
ákvörðun um að viðurkenna
staðreyndir. Og víst er um það, að
engri ríkisstjórn er ætlandi að
vilja lækka gengið að gamni sínu
eða að ástæðulausu. En samt sem
áður er gengislækkun tilgangslítil
eða skammgóður vermir nema
henni fylgi ráðstafanir til að
treysta hinu nýja gengi. Ef engar
ráðstafanir eru gerðar til að
stöðva eða snúa við þeirri þróun,
sem valdið hefir falli gjaldmiðils-
ins, sækir brátt í sama horf og
áður og ný gengislækkun verður á
næsta leiti. Raunar á ekki að þurfa
að taka þetta fram. En þegar
metið er gildi gengislækkunar
verður þó að hafa hliðsjón af þessu
meginatriði. Spurningin er því sú,
hvort þessi gengislækkun, sem við
nú ræðum, sé unnin fyrir gíg eða
hvort hún er liður í heildarstefnu
til þess að treysta gjaldmiðilinn og
grundvöll efnahagslífsins í land-
inu. Það verður því í þessu
sambandi ekki komizt hjá að líta
eitthvað á gerðir og yfirlýsingar
hv. ríkisstjórnar.
Hliðarráðstafanir
I samstarfsyfirlýsingu ríkis-
stjórnarflokkanna er talað bæði
um skammtímaráðstafanir og
langtímaráðstafanir í efnahags-
málunum. Það er eðlilegt, því að
vandi sá, sem við er að glíma,
verður að sjálfsögðu ekki leystur
nema með margháttuðum
aðgerðum í bráö og lengd. Skamm-
tímaráðstafanir þarf að gera til að
foröa aðsteðjandi vanda og til að
gefa svigrúm til að undirbúa og
koma á langtímaráðstöfunum. Og
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson.
nú höfum við fengið að sjá, hverjar
skammtímaráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar eru. En þegar ráð-
stafanir þessar líta dagsins ljós,
verður manni á aö spyrja hvaða
tilgangi þær eiga að þjóna. Og er
það ekki að ófyrirsynju.
Þegar gengislækkanir hafa verið
gerðar hefir verið leitast við að
gera svonefndar hliðarráðstafanir,
svo að gengislækkanirnar næðu
þeim tilgangi að bæta stöðu
útflutningsatvinnuveganna og við-
skiptastöðu landsins út á við.
Þetta hefir þá verið gert með því
að hafa hemil á kaupgjaldi jafn-
framt því að sérstakar ráðstafanir
hafa verið gerðar til að bæta
hinum lægstlaunuðu það. Og lögð
hefir veriö áherzla á greiðsluhalla-
lausan ríkisb'úskap, til að koma í
veg fyrir þenslu í efnahagskerfinu
og hamla gegn verðbólgu .Slíkar
ráðstafanir hafa miðað að því að
koma í veg fyrir, að með
gengislækkun væri tjaldað til
einnar nætur. Annað mál er það,
að þetta hefir ekki alltaf tekist
sem skyldi. Samt sem áður held ég
að flestir viðurkenni með sjálfum
sér, að slíkar ráðstafanir þurfi að
gera til að gengislækkun nái
tilgangi sínum. En hvað sem öllu
líður þá er mest um vert að stefnt
sé í rétta átt og öll viðleitni beinist
aö því að ná réttu marki, þótt
leiðin kunni að reynast torveld.
En núverandi hv. ríkisstjórn
kastar fram af sér beizlinu og anar
í þyeröfuga átt. Um leið og gengið
er lækkað, hækkar hún kaupið
nema hjá hinum lægstlaunuðu og
efnir til greiðsluhalla á ríkis-
búskapnum. Ég hygg, að slíkar
ráðstafanir fyrirfinnist hvergi í
raunveruleikanum sem stjórnar-
stefna en séu gott skóladæmi um
verðbólguaukandi aðgerðir. Þetta
eru fyrstu spor hv. ríkisstjórnar í
viðureigninni við verðbólguna.
Nógir voru erfiðleikarnir fyrir. En
ríkisstjórnin byrjar með því að
auka stórum vandann og svo á
síðan að taka til og leysa vandann.
Það lætur að líkum, að hv.
ríkisstjórn hefir samfara þessu
fundið sig knúða til að bregða á
leik og til þess tekið kaupgjalds-
vísitöluna sem eins konar spilverk
þjóðarinnar. Stundum hefir verið
talað um fölsun vísitölunnar, en
allt slíkt tal bliknar við það sem
nú gerist. Með bráðabirgðalögum
hefir verð á sumum vörutegundum
\rerið lækkað með niðurgreiðslum
úr ríkissjóði og afnámi söluskatts
sem svarar til 10%- í vísitölu
verðbóta 1. september s.l. og 1.
desember n.k. Þessi verðlækkun
hefir komið á vörutegundir, sem
vega þungt í vísitölugrundvellin-
um og hafa jafnvel lítt verið til á
markaðnum. Jafnframt hefir svo
vörugjald verið hækkað á öðrum
vörutegundum, svo sem vörum er
hingað til hafa þótt hinar helztu
nauðsynjar fyrir heilbrigði og
menningu þjóðarinnar. Ríkis-
stjórnin bítur svo höfuðið af
skömminni með því að ætla að
afsaka launalækkun hinna lægst-
launuðu með þessu spili á vísi-
töluna.
Og allt þetta sjónarspil kostar
pening. Þessa dagana er þjóðin að
fá smjörþefinn af því. Gjaldseðl-
um er nú dreift um landið. Með
bráðabirgðalögum hefir ríkis-
stjórnin lagt á eignarskattsauka á
áður álagðan eignarskatt þessa árs
og sérstakan tekjuskatt til viðbót-
ar þeim tekjuskatti, sem áður var
álagður á þessu ári. Með þessum
skatti er sérstaklega refsað þeim
fyrirtækjum, sem vel er stjórnað
og þeim launamönnum og sjó-
mönnum, sem mest á sig leggja við
framleiðslustörf þjóðfélagsins.
Afturvirkni þessara refsiaðgerða
er kapituli út af fyrir sig. Enginn
mælir bót því siðferði, sem aðgerð-
ir þessar lýsa. En deilt er um,
hvort aðgerðir þessar séu engu að
síður löglegar. Ríkisstjórnin held-
ur sér við það, að hér sé um
löglegar aðgerðir að ræða, en kæra
sig kollótta um siðferðið.
AIMAGI
Fyrstu lögin frá Alþingi:
Líklegar umræður í
báðum þingdeildum
I gær vóru fundir í háðum
þingdeildum. Komst þá skriður
á þingmál en jafnframt nokkur
hiti í umræður. Fyrstu lögin
vóru afgreidd við sex umræ>ður
(þrjár í hvorri deild)> fækkun á
nefndarmönnum fjárveitinga-
nefndar S.þ. úr 10 í 9. í neðri
deild mælti Gunnlaugur
Stefánsson (A) fyrir frumvarpi
sfnu og fleiri þingmanna
Alþýðuflokks um 18 ára
kosningaaldur (að kosninga-
réttur sé bundinn við 18 ár á
kosningaári) og F'innur Torfi
Stefánsson (A) fyrir frv. þing-
manna Alþýðuflokks til stjórn-
skipunarlaga. þess efnis, að
Alþingi verði ein málstofa. Það
er nýmæli að bræður sitji sama
þing og ekki síður að þeir mæli
sama dag hvor fyrir sínu
frumvarpinu. sem þeir eru þó
báðir ílutningsmenn að.
Þá mælti Olafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, fyrir frv. til
staðfestingar á gerðum bre.vt-
ingum á gengi íslenzkrar krónu,
sem hann kvað hafa verið
lækkað til stuðnings útflutn-
ingsatvinnuvegum. Gerði hann
ítarlega grein fyrir ráðstöfun
gengishagriaðar og ákvæðum
um verðjöfnunarsjóð.
Þá mælti Olafur Ragnar
Grímsson (Ab) fyrir frv. er
hann flytur í efri deild, efnislega
á sömu leið og frv. Alþýðufl.-
manna um 18 ára kosningaald-
ur, sem til umræðu var í neðri
deild.
Harðar umræður urðu um
gengisfrumvarpið og efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar.
Einnig urðu líflegar umræður,
einkum í neðri deild, um 18 ára
kosningaaldur, og fóru skoðanir
þingmanna þar í einn farveg um
efnisatriði, þótt margir minntu
á samkomulag þingflokka og
ákvörðun Alþingis um nýja
stjórnarskrárnefnd sem skipuð
verður næstu daga, og á að skila
samræmdum tillögum um
starfshætti Alþingis og öll mál,
sem snerta kosningar og jöfnun
atkvæðisréttar innan 2ja ára.
Það er nýmæli að bræður sitji sama þing hérlendis og nýlunda að
þeir mæli samdægurs fyrir teimur frumvörpum (jómfrúrræður) í
sömu þingdeildinni. betta gerðist þó í gær er Gunnlaugur
Stefánsson (A) mælti fyrir frv. um 18 ára kosningaaldur og Finnur
Torfi Stefánsson (A) fyrir frv. til stjórnskipunarlaga um að Alþingi
verði ein málstofa.
Greiðsluhalli
ríkissjóðs
En þrátt fyrir þessa skatt-
heimtu ríkisstjórnarinnar ætlar
hún að skila ríkissjóði með
greiðsluhalla í árslok. Borið er við,
að ekki verði búið að innheimta
alla viðbótarskattana fyrir ára-
mót. Nú endist þeim ekki árið til
að ná jöfnuði á ríkisbúskapnum og
segja að til þess þurfi 16 mánuði.
En dugar það? Dugar yfir höfuð
svona skrípaleikur? Ef við höldum
okkur að gömlum og góðum sið við
almanaksárið þá er það augljóst,
að engum jöfnuði verður komið á
ríkisbúskapinn á næsta ári nema
lagðir verði á gífurlegir nýir
skattar, sem eins og nú horfir
nema að minsta kosti 20 milljörð-
um króna.
Þannig eru þá þeirra fyrstu
spor. Með skammtímaráðstöfun-
um sínum hefir ríkisstjórnin kynt
elda verðbólgubálsins og stefnt
ríkisfjármálunum í öngþveiti.
Þegar hér er komið, á svo að taka
til hendi við langtímaráðstafanir.
í sarnstarfsyfirlýsingu stjórnar-
flokkanna er boðuð ný og breytt
efnahagsstefna, eins og þar stend-
ur. En þegar svara á því, hvað er
nýtt og hvað er breytt, vandast
málið. Það er yfir höfuð harla lítið
bitastætt í þessari samstarfsyfir-
lýsingu.
Gera skal áætlun um hjöðnun
verðbólgunnar í ákveðnum áföng-
um, stendur þar. Hafa menn heyrt
það áður? Stefnt skal að jöfnuði í
viðskiptum við útlönd. Aðhald í
ríkisbúskapnum verði stóraukið og
áherzla verði lögð á jafnvægi í
ríkisfjármálum. Dregið verði úr
verðþenslu. Verðjöfnunarsjóður
fiskiðnaðarins verði efldur. Skatt-
eftirlit verði hert. Þarinig mætti
halda áfram að telja upp úr
samstarfsyfirlýsingunni. En hér
er talið upp það, sem allir
stjórnmálaflokkar eu sammála
um. En menn greinir á um leiðir
til að ná slíkum markmiðum, sem
hér eru sett fram. En um leiðirnar
eða aðferðir til að framkvæma
stefnuna segir yfirleitt ekkert í
þessari samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanná. Frá þessu eru
undantekningar. Tekið er þannig
skýrt fram, að ekki skuli koma til
framkvæmda 8. gr. hinnar nýju
verðlagslöggjafar, sem sett var á
síðasta þingi. Samkvæmt þessari
lagagrein skal verðlag vera frjálst,
þegar samkeppni er nægileg til að
ti'yKftja æskilega verðmyndun og
sanngjarnt verðlag. Það er
kannske engin tilviljun, að í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar eru nú bein
ákvæði um að afmá það sem
Ólafur Jóhannesson gerði bezt í
fyrrverandi ríkisstjórn sem við-
skiptaráðherra. Þefta er raunar
ekki meira undrunarefni en margt
annað, sem varðar stefnumörkun
núverandi hv. ríkisstjórnar, ef um
stefnumörkun er þá hægt að tala.
Víst er um það, að minsta kosti, að
skammtímaráðstafanir hv. ríkis-
stjórnar stuðla ekki að því að
gengislækkunin, sem við hér ræð-
um, nái tilgangi sínum. Þvert á
móti stuðla ráðstafanirnar til
lengdar að meiri verðbólgu með
öllum hennar fylgifiskum. Ný
gengislækkun er því á næsta leiti
og vandinn, sem þarf að leysa með
langtímaráðstöfunum, meiri en
nokkru sinni fyrr.