Morgunblaðið - 19.10.1978, Page 26

Morgunblaðið - 19.10.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 BJARNI Jakobsson, formaður Iðju, ræddi um Sjálfstæðis- flokkinn og launþegasamtökin og í upphafi ræðu sinnar rifjaði hann upp aðdraganda samning- anna í júní 1977 og kvaðst með því sýna fram á hversu vel skipulagðar aðgerðir fengju áorkað og ætti ekki ætíð að fara troðnar slóðir. Bjarni minnti á tilgang Verkalýðsráðs, sem væri að vinna að sameiginlegum hags- muna- og menningarmálum launþega og efla áhrif sjálf- stæðismanna innan launþega- samtakanna. Bjarni sagði að lög og aðgerðir síðustu ríkisstjórnar í febrúar og maí s.l. hafðu haft Bjarni Jakobsson: Tel prófk jörin orðin úrelt lamandi áhrif á fylgi sjálf- stæðismanna innan launþega- samtakanna og átt drýgstan þátt í því mikla fylgistapi, sem flokkurinn hefði orðið fyrir í síðustu kosningum. Þá gerði Bjarni Jakobsson grein fyrir tillögum nefndar er fjallað hefur um að auka tengsl og áhrif Verkalýðsráðs innan flokkáins og er þar m.a. gert ráð fyrir fjölgun fulltrúa í mið- stjórn og þingfiokki í þeim tilfellum sem fjallað er um mál er snerta umbjóðendur Verka- lýðsráðs, rætt er um að fjölga skuli fulltrúum í flokksráði úr 6 í 10 og fjölga skuli fulltrúum á landsfundi. Að síðustu ræddi Bjarni nokk- uð um prófkjör og sagði m.a.: „Það var vart hægt að ræða skipulagsreglur Sjálfstæðis- flokksins eins og málum er komið nú, án þess að minnast á 14. kaflann, 58. gr., sem fjallar £ um prófkjör. Eg vil því í örfáum orðum að lokum lýsa skoðun minni á þeim. Ég tel að megin- framkvæmd þeirra sé fyrir löngu orðin úrelt og því ekki lengur til þess fallin að efla flokkinn, heldur þvert á móti. Flestir vinnandi menn í landinu eru launþegar, og er því mikill meirihluti allra þeirra sem kosið hafa og mun kjósa Sjálf- stæðisflokkinn úr röðum launa- fólks. Tveir ágætismenn úr okkar röðum náðu ekki kjöri til Alþingis í síðustu kosningum. Fyrst svo fór, sem raun varð á, þá er að mínu mati meir en lítið að innan flokksins. Það var aldrei stillt upp glansmyndum af okkar ágætu málsvörum og en'ginn fagurgali hafður í frammi og er það til fyrirmynd- ar. Hefðum við aðeins unnið betur að því að kynna þá fyrir alþjóð, eins og við þekkjum þá, þá hefði ekki farið sem fór.“ Kristján Ottósson: Er réttlætanlegt að bygg- ingamenn f ái hærra kaup en málmiðnaðarmenn? KRISTJÁN Ottósson, formaður Félags blikksmiða, ræddi í ræðu sinni um atvinnumál og gerði hann fyrst að umtalsefni málm- iðnaðinn, sem hann sagði að berðist í bökkum og sagði að blikksmiðjur hefðu sprottið upp og lagst niður strax aftur. Sagði hann að þessar smiðjur hefðu stofnað blikksmiðasveinar með augnabliksgróðasjónarmið fyrir augum en léleg afkoma atvinnu- rekenda þeirra hefði gert þa að verkum að ekki var hægt að greiða almennilegt kaup miðað við aðra iðnaðarmenn í byggingariðnaði. „Þessir nýju atvinnurekendur bjóða í stórverk langt fyrir neðan raunverulegt verð miðað við eðli- legan atvinnureksturskostnað, áhættan hjá þeim er lítil sem engin, því ef illa fer hætta þeir bara og fara aftur að vinna á gömlu smiðjunni. Ef afleiðingin lætur ekki á sér standa. Með þessu eru oft beztu verkun- um kippt frá stærri blikksmiðjum og þær sitja eftir með sinn mannskap í lítt arðbærum verk- um, þær verða að bjóða niður fyrir nýliðana," sagði Kristján. Kristján nefndi einnig aðrar orsakir og taldi t.d. ranga lánveit- ingu eiga sinn þátt, en taldi hana ranga að því leyti að ekki væri lánað nægilega mikið strax í upphafi, að fyrirtækin gætu ekki komið nægilega undir sig fótun- um. Taldi hann að það vantaði hlutlausa ráðgjafa sem aðstoða myndu peningastofnanir við að taka ákvarðanir án pólitískrar íhlutunar. Síðan sagði Kristján: „Eg sagði áðan að blikksmiður- inn hefði farið út í atvinnurekstur af því hann hefði ekki eins hátt kaup og byggingariðnaðarmaður- inn,“ uppmælingaaðallinn." Hvað er nú? Hefur einhver hærra kaup en málmiðnaðarmaðurinn, sem er að rogast með járn í fanginu mestan hluta vinnutímans og hávaði það geigvænlegur að menn eru stór- skaddaðir á heyrn sem í þeirri grein vinna? Já, það eru til menn sem hirða hærra kaup og heita launþegar. Eg væri ekki að nefna þetta ef það væri bara hærra kaup í þeirri merkingu sem hinn almenni laun- þegi leggur í það orð. Þarna er annað og miklu meira á ferðinni og er að verða þjóð- félaginu hættulegra með hverju árinu sem líður. Þarna er á ferðinni eitt stór-kaunið í íslensku þjóðfélagi, verðlagi og atvinnulfífi til stór- kostlegra skaða. Hver þorir að réttlæta það, að byggingariðnaðarmaðurinn eigi að fá margfalt hærra kaup en málmiðanðarmaðurinn, nánast fyrir það eitt að horfa á rafknúið tæki vinna fyrir sig verkið, sem áður var unnið með líkamlegum kröftum, þegar samið var um kaupið." Síðan gerði Kristján Ottósson að tillögu sinni, að gerð yrði ítarleg könnun á „misræmi í uppmælingatöxtum og ákvæðis- vinnu byggingariðnaðarmanna annars vegar og tímakáupi iðnaðarmanna hins vegar." Einnig að kannaður yrði að- stöðumunur atvinnurekstrar málmiðnaðarfyrirtækja og bygg- ingariðnaðarfyrirtækja, sem hann gerði af síðustu að umtalsefni: „Ef við berum saman málmiðn- að og byggingariðnað, þá er sá síðarnefndi ekki háður verðlags- eftirliti nema að hluta til, því húsnæðisverð er háð egtirspurn á hverjum tíma. En mér segja kunnugir, að áætlað kostnaðarverð í útboðum er varða málmiðnað gerð af verkfræðingum séu ávallt of lág með afkomu fyrirtækjanna í huga. Við erum að keppa við erlenda aðila í skipasmíði, blikksmíði og bílaiðnaði. Er stutt við bakið á þessum iðnaði? Ekki hef ég orðið var við það, frekar er gert í því að troða á þeim er reyna að byggja upp íslenskan málmiðnað, og því til staðfestingar nefni ég Sigöldu- virkjun og Járnblendi-verksmiðj- una á Grundartanga. Hvað varðar Sigölduvirkjun, sýndi blikksmiðastéttin að íslenzkir iðnaðarmenn standa framar þeim erlendu, hvað varðar fagmennsku, atorku og heiðar- leika.“ Hér fara á eftir nokkrar af Þeim ályktunum, sem samþykktar voru á ráðstefnu Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins á Hellu 14. og 15. október s.l. en frá nokkrum þeirra hefur Þegar verið skýrt í Mbl. bls 10 Ríkisstjórnin gengur þvert á stefnu verkalýðshreyf- ingarinnar í skattamálum Ráðstefna Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins minnir á, að sjálf- stæði einstaklinganna byggist á efnalegu sjálfstæði þeirra. Það er því mikilvægt að möguleikar fólks Allir lands- menn njóti verðtryggs lífeyrissjóðs Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins leggur áherzlu á, að Alþingi láti eigi dragast lengur að sam- þykkja lög um verðtryggðan líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn. Það er hagsmunamál allrar þjóð- arinnar, að allir njóti sama réttar til elli- og örorkulífeyris á grund- velli ævitekna. Þess sé jafnframt gætt, að óháð ævitekjum, njóti sérhver ákveðins lágmarkslífeyris, sem sé fullmegjandi til viðunandi lífsframfæris. til tekjuöflunar og eignamyndunar séu sem minnst skertir. Það er skylda hins opinbera að haga málum sínum á þann veg, að efnaleg staða og sjálfstæði ein- staklings og þjóðar sé sem bezt vernduð. Stefna hins opinbera í skatta- málum hefur ekki verið á þann veg á undangengnum árum, að þess hafi verið gætt sem skyldi, að hlutdeild hins opinbera af heildar- tekjum þjóðarinnar, væri innan þess ramma, sem eðlilegt má teljast að þjóðin ráði við. Er nú svo komið að hlutdeild þess opinbera er orðin svo mikil að við borð liggur að þjóðin sé að sligast. Núverandi ríkisstjórn hefur gengið þvert á stefnu vérkalýðs- hreyfingarinnar í skattamálum með því að auka verulega beina skattheimtu. Sagt er í öðru orðinu að þetta sé aðeins til bráðabirgða, en í hinu orðinu er greint frá skipun nefndar til endurskoðunar á lögum um tekju- og eignarskatt, sem á að hafa að markmiði að tryggja jöfnuð í ríkisfjármálum á tímabilinu 1. sept. 1978 til 31. des. 1979. Ef umbúðunum er svipt af þessari hugmynd, kemur í ljós að með þessu er boðuð tvöföldun á tekjuskatti álögðum 1979 frá því sem lagt var á 1978. Þetta verður ekki allt lagt á „breiðu bökin". Megin hluti aukinnar skattheimtu Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins minnir á það, að Sjálfstæðismenn hafa haft forystu í húsnæðismálum þjóðarinnar í áratugi. Það hefur verið stefna flokksins að íbúðareign skuli vera í eigu einstaklinga. Sjálfstæður eignaréttur á þessu sviði er hornsteinn frjáls og sjálf- stæðs þjóðfélags. Mæta verður árásum vinstri flokk- anna á þennan helga rétt færist yfir á almenna launþega. Þeir borga sjálfir kostnaðinn af niðurgreiðslu vísitölunnar, sem gerð er til þess að koma í veg fyrir að laun þeirra hækki. Fölsunar- kerfið er í fullum gangi. Það er því skoðun Verkalýðs- ráðs, að gjörbylta þurfi skatta- málastefnu þjóðarinnar. Draga verður úr allri skattheimtu með samsvarandi samdrætti í útgjöld- um og fjárfestingu hins opinbera. Setja verður ákveðin takmörk í þessum efnum, sem eru í eðlilegu samræmi við greiðslugetu ein- staklinga og atvinnuvega. Afnema ber beina skatta af sérhvers einstaklings með djörfung, jafnframt því sem skapa verður fólki nýja og betri möguleika í húsnæðis- málum með nýjum lána- og framkvæmdaformum. — I því sambandi telur Verkalýðsráð að breyta verði lánakjörum vegna húsnæðismála á þann veg, að lán nemi um 80% af kostnaðarverði og séu til 40 ára. Verði það miðað við byggingu eða kaup á fyrstu íbúð viðkomandi lántaka. almennum launatekjum og leggja í þess stað áherzlu á skatta af eyðslu. Gjalda ber varhug við hækkun eignaskatta og fasteigna- gjalda. Verkalýðsráð fordæmir stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum og telur að afturvirkni í skattlagn- ingu, með þeim hætti sem bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir, brjóti í bága við grundvallaratriði stjórnarskrár Islands. Neyta verður allra ráða til að hrinda árás ríkisstjórnarinnar á sjálfstæðan tekju- og eignar- grundvöll landsmanna, og forða þjóðinni frá ófrelsi. Þá ber að heimila lífeyris- sjóðum landsmanna að stuðla að byggingu íbúða á kaup- leigukjörum með svipuðum hætti og tíðkast í nágranna- löndum íslands og að verka- lýðsfélög og lífeyrissjóðir þeirra fái einnig heimild til að byggja húsnæði fyrir ellilíf- eyrisþega sína með aðstöðu fyrir hjúkrun og þeirri hjálp, sem hver einstaklingur þyrfti með. Mæta ber árásum vinstri flokka á eignaréttinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.