Morgunblaðið - 22.10.1978, Side 1

Morgunblaðið - 22.10.1978, Side 1
64 SÍÐUR Prentsmiðja Morgunblaðsins. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikið tap á skákeinvíginu? Manila. Filipseyjum, 21. október. AP — Reuter FYRRVERANDI forseti skák- sambands Filipseyja sagði í dag, að miklu fé hefði verið varið til einskis með því að halda heims- meistaraeinvígið í skák á Filips- eyjum. 'og er ráðið af þessu að mikill halli hafi orðið á einvígis- haldinu. Kostnaður við einvígið er talinn hafa verið um tvær milljónir dala, eða rúmar sex hundruð milljónir íslenzkra króna. Stjórn Filipseyja greiðir 20 af hundraði kostnaðarins. Jafnframt sagði forsetinn fyrr- verandi, að einvígið hefði vcrið álitshnekkir fyrir skáklistina vegna þeirra deilna sem urðu því samfara. Viktor Korchnoi, áskorandinn í nýafstöðnu heimsmeistaraeinvígi í skák, er nú innlyksa á Filipseyjum og er talið að hann muni þar af leiðandi missa af fyrstu umferðum Ólympíuskákmótsins í Argentínu, en þar hyggst hann tefla fyrir Sviss. Michael Keene, aðstoðarmaður Korchnois skýrði frá því í dag að ókleift væri að fá flugfar fyrir Korchnoi til Sviss fyrir næst- komandi föstudag út á þann flugmiða sem framkvæmdaraðilar einvígisins létu Korchnoi í té. Einnig er óvíst hvort Korchnoi komist til Hong Kong í tæka tíð til að tefla þar fjöltefli eins og til hefur staðið. Korchnoi barst í gær skeyti frá eiginkonu sinni þar sem hún hughreystir hann eftir tapið gegn Anatoly Karpov, en eiginkonu Korchnois og syni þeirra hefur verið meinað að yfirgefa Sovétrík- in þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Líkur eru nú taldar á því, að Karpov heimsmeistari tefli ekki á Ólympíuskákmótinu þar sem heimsmeistaraeinvígið reyndi mjög á hann og á heimleiðinni frá Filipseyjum mun hann hafa nokkurra daga viðdvöl í Singapore sér til hressingar. Ljósm. Mbl. RAX. Hraðinn er sjúk- dómur aldarinnar segir Jóhannes Páll páfi II sem tekur við embætti í dag Fimmbura- fæðing Jerúsalem, 21. okt. Reuter. KONA ól í dag fimmbura, þrjá syni og tvær dætur, á Iladassah-sjúkrahúsinu og líður öllum vel. Fimmburafæðingin er hin þriðja á þessu sjúkra- húsi á sjö árum. Vatíkaninu 21. október — AP JÓHANNES Páll II. páfi hélt í dag fund með yfir þúsund blaðamönnum í Vatíkaninu, og að loknum hinum eiginlega fundi vék páfi frá hefðbundnum venj- um og ræddi óformlega við gesti sína í f jörutíu mínút- ur. Páfi kvaðst meðal ann- ars telja að fjölmiðlum hefði láðst að túlka sjónar- mið kirkjunnar og greina frá málefnum hennar þannig að til skila kæmist, og væri ein orsökin sú að blaðamenn hefðu orðið að lúta í lægra haldi fyrir hraðanum, sem væri sjúk- dómur þessarar aldar. Hann taldi tjáningarfrelsi ómetanlegt en áminnti blaðamenn um að „nota það rétt“ og vitnaði í því sambandi til ummæla Páls postula um að sannleikann ætti að nota til að stuðla að réttlæti og bræðralagi. Margt stórmenni er komið til Rómar til að vera við athöfnina þegar páfi tekur við embætti á morgun. Mikill öryggisviðbúnaður er í borginni, en búizt er við því að yfir 100 þúsund manns verði á torginu fyrir framan Péturskirkj- una þegar athöfnin hefst. Meðal gesta verður forseti Póllands, Henryk Jablonski, sem kom til Rómar í morgun. Fjórum mennta- mönnum, sem mikið hafa starfað innan kaþólsku kirkjunnar í Pól- landi, hefur verið synjað um leyfi til að fara úr landi til að vera viðstaddir þegar hinn pólski páfi tekur við embætti. Engar skýring- ar hafa verið gefnar af hálfu pólskra yfirvalda. Jóhannes Páll II. páfi. Friðamefnd í Líbanon Beirút. Líbanon. 21. okt. — AP. Reuter. SELIM al-Hoss forsætisráðherra Líbanons skýrði frá því í dag, að ríkisstjórn hans hefði skipað fimm manna nefnd til að ganga frá ítarlegri áætlun um lausn deilumála í landinu. Sagði dr. Hoss að nefndin kæmi saman á mánudag, og fyrirhugað væri að hún legði tillögur sínar fyrir ríkisstjórnina síðar í vikunni. Þessi fimm manna friðarnefnd verður skipuð ráðherrum, og verður al-Hoss formaður hennar. Tillögur nefndarinnar verða svo væntanlega byggðar á samþykkt- um fundar utanríkisráðherra Arabaríkjanna, sem haldinn var í Líbanon síðastliðinn þriðjudag. Þar var meðal annars lagt til að völd ríkisstjórnarinnar yrðu auk- ín, herinn efldur, og sveitir deiluaðila afvopnaðar. Nokkuð kyrrt var í Beirút í nótt, en þó heyrðust stöku sinnum skothvellir og spengingar. Meðal annars sprakk handsprengja stutt frá ítalska sendiráðinu í borginni í nótt. Ekkert tjón varð á sendiráð- inu, en þrír öryggisverðir særðust lítillega. Vance í Moskvu Moskvu, 21. okt. — AP. Reuter. CYRUS Vance utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Moskvu þar sem hann hefur viðræður við Andrei Gromyko utan- ríkisráðherra á morgun, sunnudag. Verður þetta framhald svonefndra SALT-viðræðna um tak- mörkun vopnabúnaðar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. en talið er að bandarísku fulltrúarnir haldi heim frá Moskvu á þriðjudag. Þeir Gromyko og Anatoly Dobrynin, sendiherra Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, tóku á móti Vance og fylgdarliði hans við komuna til Vnukovo-flug- vallar við Moskvu. I flugstöðinni flutti Vance stutt ávarp, þar sem hann sagðist meðal annars vera mjög ánægður yfir því að SALT-viðræður yrðu nú teknar upp að nýju, því báðum löndunum væri það nauðsyn að lausn fengist á afvopnunarmálunum. Nýjar árás- ir á ZAPU- búðir í Zambíu Lusaka 21. október — AP ÆFUR AF reiði skýrði Joshua Nkomo frá því í Lusaka í dag að Rhodesíuher hefði enn ráðizt á búðir skæruliða í Zambíu. „Ráð- stefna allra aðila að deilunni er hafin og hún íer fram á vígvell- inum,“ sagði Nkomo. Fullyrðing- um Nkomos um nýjar árásir ber saman við fregnir frá Salisbury. sem enn hafa ekki fengizt stað- festar, en þær herma að rhódes- ísku sveitirnar, sem réðust á Schikumba-búðirnar fyrir norðan Lusaka og felldu þar og særðu fjölda manns, hafi gert loftárásir á bækistöðvar ZAPU-hreyfingar- innar norðaustur af Lusaka, í um 150 kílómetra fjarlægð frá landa- mærum Rhódesíu. Nkomo hefur harðlega neitað að taka þátt í ráðstefnu allra þeirra, sem aðild eiga að Rhódesíudeil- unni, en fulitrúar stjórna Banda- ríkjanna og Bretlands hafa heitið Ian Smith því að reyna að fá Joshua Nkomo sem stjórnar skæruhernaði á hendur bráða- birgðastjórnarinnar í Rhódesíu frá Zambíu og Robert Mugabe, sem hefur bækistöðvar í Mósam- bique, til að taka þátt í henni. Krímtatarar fangelsaðir Moskvu. 21. október. Rcuter. FJÖLMARGIR Tatarar sem fóru í óleyfi til fyrri heimkynna á Krím hafa verið handteknir og hús þeirra eyðilögð. að því er andófsmenn skýrðu írá í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.