Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Ekkert lát á lodnuveidinni EKKERT lát er á góðum afla loðnuskipanna. Á föstudag til- kynntu 11 skip um samtals 740 tonn til Loðnunefndar og í gær þegar Mbl. fór í prentun höfðu 12 skip tilkynnt um samtals 7360 tonn. Undir morgun í gær var komið vonzkuveður á loðnumiðun- um, en frá því á föstudagskvöld þar til í gærmorgun höfðu eftirtal- in skip tilkynnt afla: Laugardagur: Gunnar Jónsson 320, Sandafell 350, Stapavík 550, Víkingur 1350, Ársæll 460. Laugardagur: Gísli Árni 630, Eldborg 570, Helga Guðmunds- dóttir 750, Örn 570, Loftur Bald- vinsson 770, Fífill 580, Árni Sigurður 850, Grindvíkingur 850, Arnarnes 400, Dagfari 500, Skírnir 440, Keflvíkingur 450. Vídast ordin ágæt f ærð á ný VEGIR spilltust mjög á fimmtu- dag en vont veður var þá víða um land og t.d. stórhríð í austanverð- um Skagafirði. Að sögn Arnkels Einarssonar hjá Vegaeftirlitinu Gérard Souzay heldur söngnámskeið Franski ljóðasöngvarinn Gérard Souzay heldur söngnámskeið í Reykjavík 22.-24. október. Nám- skeiðið fer fram í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð og er haldið á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík. 21 söngvari kemur fram og syngur á nám- skeiðinu, en auk þess verða um 80 manns áheyrendur. Námskeiðið fer fram milli kl. 14 og 17, sunnudag, mánudag og þriðjudag. var unnið að því á föstudag að opna vegi að nýju og ef veður versnar ekki aftur vcrður væntanlega góð færð víðast hvar á iandinu um helgina. Unnið var að því að moka vestur Hálsa og til Patreksfjarðar og Bíldudals. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði voru ófærar, en verið var að moka Þorskafjarðar- og Breiðadalsheiði. Holtavörðu- heiði var hreinsuð og var orðin greiðfær. Búið var að opna tl Siglufjarðar, en Lágheiði var orðin ófær. Á föstudag átti að moka fyrir Ólafsfjarðarmúla. Öxnadals- heiði var hreinsuð, en fólksbifreið- um var ekki fært um Vaðlaheiði. Ófært var um Axafjarðarheiði, Hólssand og Vopnafjarðarheiði. Minni bifreiðum var þungfært um Melrakkasléttu. Á Austfjörðum var færð yfirleitt ágæt, en þó víða hálka á fjallvegum sem og annars staðar á landinu. Hörpudiskur beint frá Stykkishólmi á Bandaríkjamarkað FLUTNINGASKIPIÐ Bifröst lestaði á föstudag 160—170 lestir af hörpudiski í Stykkishólmi, sem Islenzka útflutningsmiðstöðin og íslenzka umboðssalan hafa selt á Bandarikjamarkað. Útflutnings- verðmæti vörunnar er 250—300 milljónir króna. Það er nýmæli í sambandi við þessa flutninga Bifrastar að skipið nær í hörpudiskinn vestur í Stykkishólm þar sem varan er sett um borð í sérstökum frystigámum. Áður hefur hörpudisknum verið ekið á flutningabílum til Reykja- víkur þar sem hann hefur farið um borð í skip. Það eru fyrirtækin Sigurður Ágústsson og Rækjunes, sem framleitt hafa þennan hörpudisk og verður hann fluttur til Gloucester í Bandaríkjunum. BELTABOR sá sem sést á meðfylgjandi mynd er sá eini sinnar tegundar hér á landi og hefur hann undanfarin fjögur ár að mestu leyti verið notaður í verkefnum fyrir Vita- og hafnamálastjórn vegna sprenginga til hafnargerða. Nú í vikunni var borinn, sem er eign Reinar sf, fenginn til að bora göng fyrir vatnslögn undir veg í Mosfellssveit. í stað þess að grafa veginn upp var mögulegt með bornum að fara undir veginn án þess að raska veginum sjálfum. Er þetta í fyrsta skipti, sem borinn er notaður til þessa, en að sögn Agnars Hallvarðssonar ætti slík borun ekki að þurfa að taka nema einn dag ef undirbúningur er nægilegur. (Ljósm. Emilía). Bændur á Jökuldal hlynntir niðurskurði E^ilsstöðum 21. október, írá Jóhannesi Tómassyni. blaðamanni MorKunblaðsins. UM ÞRJÁTÍU bændur af Jökul- dal sátu síðastliðið föstudags- kvöld fund með fulltrúum Sauð- fjársjúkdómanefndar á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Var þar fjallað um riðuveiki. sem upp hefur komið á Jökuldal og tillögur nefndarinnar um niður- skurð fjár á þessu svæði. Fundur- inn lýsti sig hlynntan niður- skurði á öllu fé á hænum Brú strax í haust ef ekki komi í ljós riðuveiki á öðrum bæjum á svæðinu. segir í ályktun fundarins. Á fundinum greindi Sigurður Sigurðsson, dýralæknir og sér- fræðingur Sauðfjársjúkdóma- nefndar, og Jón Pétursson, héraðs- dýralæknir, frá helztu einkennum riðuveiki og Kjartan Blöndal, framkvæmdastjóri nefndarinnar, kynnti tillögur hennar um niður- skurð og varnaraðgerðir, sem nú eru til athugunar hjá ríkisstjórn- inni. Fjármálaráðherra og land- búnaðarráðherra kynna strax eftir helgi tillögur sínar um fjármögn- un vegna bóta og varnaraðgerð- anna. Fundurinn á Skjöldólfsstöðum ályktaði eftirfarandi: „1. Fundurinn er því hlynntur að strax á þessu hausti verði fram- kvæmdur niðurskurður á öllu fé á bænum Brú á Jökuldal enda komi ekki í Ijós riðuveiki á öðrum bæjum á svæðinu. 2. Settar verði varnarlínur við Jökulsá á Dal og Lagarfljót og varnarlínan við Jökulsá á Fjöllum gerð örugg. 3. Þar sem niðurskurður á fé á einum bænum er mjög viðkvæm aðgerð og mjög óvíst um árangur er það ótvíræð krafa fundarins að þessari aðgerð verði fylgt vel eftir með nákvæmu eftirliti og stöðugri skoðun á fé í öllum hreppum í varnarhólfinu milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Dal. Einnig verði fylgst náið með fé í Hrafn- kelsdal. 4. Fundurinn væntir þess að þessar aðgerðir verði framkvæmd- ar nú þegar því með því eru mestar líkur á að árangur náist.“ Daníel Guðmundsson, oddviti: „ Tekið úr vasan- um áður en nokkuð er komið í hann ” Agreiningur um sam- ráð í ríkisstjórninni ENN EITT missætti er komið upp í ríkisstjórninni, og er það í sambandi við þá samráðsfundi, sem ráðgerðir eru. Fyrsti fundur- inn var í fyrradag og þar lýsti Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, því að ekki væri við hæfi að ræða fjárlagafrumvarpið áður en Alþingi hefði fengið að sjá frumvarpið. Kristján Thorlacius, formaður BSRB. lýsti á fundinum furðu sinni á þessum ummælum fjármálaráðherra, því að þeir aðilar. sem boðaðir hefðu verið á fundinn hefðu þangað komið til þess að fjalla um fjárlagafrum- varpið. I Þjóðviljanum síðastliðinn mið- vikudag er í rammagrein á forsíðu fjallað um þennan samráðsfund, sem haldinn var á föstudag. Þar segir í þriggja dálka fyrirsögn „Samráð á föstudag um fjárlögin“ og síðan segir í fréttinni sjálfri: „Fjármálaráðherra sagþi að vegna mikilla anna við gerð fjárlaga- frumvarpsins og samninga milli flokka hefði ekki gefizt tími enn til þess að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins. En það væri vissulega ætlunin af hálfu ríkis- stjórnarinnar að ræða við sam- ráðsmenn frá aðilum vinnumark- aðarins um meginstefnu fjárlaga- frumvarpsins ...“ Morgunblaðið hefur upplýsingar um, að missætti sé milli ráðherra Alþýðubandalagsins og ráðherra Framsóknarflokksins í þessu máli. Ljóst er, að þegar til fundarins kom, hafði ráðherra Framsóknar- flokksins haft betur í þessu deilumáli, því að fjárlagaf'rum- varpið var ekki rætt á fundinum. Það var „ekki við hæfi“, og því mun Kristján Thorlacius hafa lýst furðu sinni á ummælum fjármála- ráðherra. Samrád á föstu- dag um fjárlögin Af hálfu BSRB og ASI hafa veriA skiptaftir fulltrúar til þess aft hafa samráft vift rikisstjórn- arinnar I samband vift ráOstaf- anir hennar I efnahagsmálum. 1 samtali viO Tómas Arnason, fjármálaráóherra. I gær kom fram aó xtlunin er aft bofta sam- ráftsfulltrua þessara samtaka. svo og fulltrúa atvinnurekenda Ltil funda vift samráftsnefnd rlkisstjórnarinnar nxstkomandi fóstudag. en hún er skipuft ráft- herrunum Tómasi Arnasyni, Kjartani Jóhannssyni og Svav- ari Gestssyni. Fjármálarðftherra sagfti aft vegna náikilla anna vift gerft fjárlagafrumvarpsins og samn- inga milli flokka heffti ekki gef- isttlmienn til þess aft hafa sam- ráftviftaftila vinnumarkaftarins En þaft væri vissulega ætlunin af hálfu rlkisstjórnarinnar aft ræfta vift samráftsmenn frá aftil- um vinnumarkaftarins um meginstefnu fjárlagafrum- varpsins. Auftvitaft værí ekki hægt aft ræfta um írumvarpift I eínstökum atriftum en sjálfsagt væri aft fjalla um megmatrifti eins og þau er luta aft þvi hvern ig beita skuli fjárlögum I bar- áttunni gegn verftbólgunni ekh — VIÐ ATTUM von á verðjöfnunargjaldinu 15. þessa mánaðar, en það er enn ekki komið, hins vegar fáum við nú aðra sendingu frá ríkisstjórninni. viðbótarskatta, sem menn hér í Hrunamannahreppi eru lítið hrifnir aí. sagði Daníel Guðmundsson, oddviti og bóndi í Efra-Seli, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Daníels búa nú 490 íbúar í Ilrunamannahreppi og er þeim gert að greiða samtals 7V4 milljón króna í viðbótarskatta, sem gerir 15.300 krónur að meðaltali á hvern íbúa í hreppnum. — Rúmlega helmingur af þessu verðjöfnunargjaldi, sem talað er um að ríkið greiði okkur, fer í að greiða þessa skatta, þannig að farið er að taka úr vasanum áður en nokkuð er komið í hann, sagði Daníel. — Þetta kemur ákaflega illa við menn, bændur eru yfirleitt skilamenn og þeir reiknuðu alls ekki með þessu. Það er þessi sérstaki skattur á atvinnurek- endur, sem þeir hafa mest við að athuga, en 62 bændur í Hruna- mannahreppi fá þennan skatt, að meðaltali 60 þúsund krónur hver. — Þetta kemur óneitanlega til að hafa áhrif á sveitarfélögin líka og reikna má með að innheimtur hjá þeim verði erfiðari. Þetta kemur á sama tíma og verið er að ræða um að veita bændum einhver „vandræðalán" og mörgum finnst að aðrir hafi breiðari bök en við bændurnir. Meðan bændur fá ekki verðjöfnunargjaldið og eru ekki búnir að fá greitt fyrir sauðfé síðan í haust og afurðir frá í fyrra hafa margir ekki aðra möguleika til að greiða skattinn 1. nóvember en taka vaxtaaukalán til að standa í skilum, sagði Daníel Guðmund- son að lokum. 13 stunda maraþondans í Klúbbnum Maraþondanskeppni verður haldin í Veitingahúsinu Klúbbnum í dag og samkvæmt áætlun á hún að standa í 13 klukkustundir. 34 ungmenni taka þátt í keppninni og þau taka fyrstu sporin í keppninni klukkan 13, en klukkan 01 í nótt tilkynnir Heiðar Ástvaldsson, danskennari og formaður dóm- nefndar, hver hafa orðið hlut- skörpust og hljóta titilinn maraþondansdrottning og -kóngur 1978. Verða þau verðlaunuð með blómum og bikurum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.