Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
3
Austurstræti 172. hæö símar 26611 — 20100
Fótbrotnaði og
handleggsbrotnaði
TVÍTUGUR Akurnesingur
varð fyrir bíl á Vesturgöt-
unni í fyrrinótt með þeim
afleiðingum að hann
tvíbrotnaði á vinstri fæti og
handleggsbrotnaði.
Maðurinn hugðist fara
inn í bifreið, sem stóð
hinum megin götunnar og
tók ekki eftir bílnum, sem
að kom.
Landsþing FÍB:
Með núverandi skatt-
heimtu á bifreiðaeigend-
ur má setja olíumöl á
2300 km á 10—15 árum
AF TEKJUM ríkissjóðs af um-
ferðinni í ár sem nema 28—33
milljörðum kr.. renna 9,3
milljarðar til vegaframkvæmda
að því er Þór Hagalín sveitar-
stjóri á Eyrarbakka sagði í
framsöguerindi um skattamál
bifreiðaeigcnda á landsþingi FÍB
um helgina.
Landsþingið samþykkti ályktun,
þar sem tekið er fram, „að
núverandi skattheimtu á bifreiða-
eigendur er unnt að leggja olíumöl
á 2300 km vegakerfisins á 10—15
árum. Til að tryggt verði að
yfirboðsþslitlag verði sett á þjóð-
vegi, er nauðsynlegt að Alþingi
aðskilji sérstaklega í vegalögum
fjárframlög vegna yfirborðsslit-
lags á vegi frá öðrum þáttum
vegaframkvæmda, og verði það
gert með mörkuðum tekjum, tekj-
um af núverandi sérsköttun um
ferðarinnar sem ekki renna til
vegasjóðs í dag. Tekið er fram, að
allur hringvegurinn er í ofan-
greindri lengd, svo og vegir til
Húsavíkur, Dalvíkur, Sauðár-
krókrs, Isafjarðar og Snæfells-
ness“.
Bendir landsþing FÍB á arðsemi
vegagerðarframkvæmda, sem
samkvæmt útreikningum vega-
gerðar ríkisins sé langt yfir 100%
á ári varðandi sumar vegafram-
kvæmdir og að endurlagning
vegakerfisins sé „raunhæfasta
byggðastefnan í dag“.
Ennfremur samþykkti lands-
þing FÍB eftirfarandi ályktun:
„Landsþing FÍB 1978 fagnar fram-
kominni þingsályktunartillögu al-
þingismannanna Ólafs G. Einars-
sonar og Jóns Helgasonar um
lagningu bundins slitlags á þjóð-
vegi landsins. Landsþingið bendir
á, að í þjóðvegakerfinu eru nú
Leiðrétting
í BLAÐAUKA Morgunblaðsins í
gær misrituðust myndatextar á
tveimur stöðum:
'í grein um FIDE á bls. 22 er
nafn Gligoric undir mynd af
Rabell-Mendes og öfugt. Undir
mynd á bls. 25, Sólbað til sjós, á
textinn að vera þannig: Baldur
Möller, Guðmundur Arnlaugsson
og Jón Guðmundsson.
Þá féll niður lína á bls. 23 í
yfirliti um skáksvæði innan Fide.
Rétt er þetta þannig:
Svæði 7: Mið-Ameríka, 21 land
10.116 félagsbundnir skákmenn,
svæðaforseti J. Vega Fernandes,
Kúbu.
Svæði 8: Suður-Ameríka, 8 lönd
8.915 félagsbundnir skákmenn,
svæðaforseti R. Camara Brazilíu.
au(;i.ýsin(;asiminn er:
22480
2H««£Mnt»laÍ>ib
þegar víðs vegar um landið um 820
km tilbúnir fyrir bundið slitlag.
Landsþingið bendir sérstaklega á,
að á árinu 1978 verða tekjur
ríkisins af bifreiðum og bifreiða-
umferð milli 28 og 33 milljarðar
króna en til vegagerðar verður
aðeins varið um 9.3 milljörðum
króna. Sé tekið tillit til sann-
gjarnrar þátttöku bifreiðaeigenda
í ríkisrekstrinum og núgildandi
vegaáætlun; verða þannig milli 10
og 13 milljarðar eftir sem er algjör
sérsköttun sem á skilyrðislaust að
renna til vegasjóðs. Með tilvísun í
framangreint er ljóst að ekki þarf
að koma til frekari skattlagning á
bifreiðaeigendur, þótt ráðist verði
í stórauknar vegaframkvæmdir."
GALLERÍ SÚM — Sigurður Eyþórsson listmálari sýnir um
þessar mundir verk sín í Gallerí SÚM við Vatnsstíg 3. Sýningu
Sigurðar lýkur n.k. miðvikudag 25. okt. Sýningin er opin daglega
frá kl. 4—10 og 2—10 um helgina.
Kynna nýtt
efni sem spara
á eldsneyti
KOMIÐ er á markað efni sem auka
mun nýtni eldsneytis bíla, að sögn
framleiðenda, en því er bætt bæði í
vélarolíu og benzfn eftir ákveðnum
reglum.
í frétt frá Bílanausti hf. sem hefur
efni þetta, „Add-A-Tune Chemical
tune up“, þá eiginleika að það
hreinsar og smyr vélarhlutana og
kemur í veg fyrir eða minnkar
gjallmyndun við brennslu, sem eykur
kraft og nýtni eldsneytis. Sparnaður
er mismunandi eftir tegund bíls og
bílstjóra, en að sögn Bílanausts
endast kertin lengur, sjaldnar þarf
að hreinsa blöndung, slit vélar
minnkar og hljóðkútar og púströr
endast lengur.
Vatn, brennisteinn og súrefni, sem
verður að gjalli við brennslu í
sprengihólfi vélarinnar eða eins
konar sýru sem myndar ýmis
skaðleg efni svo sem gúmmí, gljá-
kvoðu, sem stíflar blöndung, brennir
kertin og ventlana dregur úr krafti
vélar og eykur eyðslu eldsneytis og
segir í frétt frá Bílanausti að efnið
muni draga úr þessum áhrifum og
spara eldsneyti um 11—25%, en
yfirleitt sé það um 15% að minnsta
kosti.
MUNIÐ ÚTSYNARKVÖLDIÐ Á HÓTEL SÖGU I KVÖLD
il Aust
Kitzbuhl,
Zell an See,
St. Anton
1 eöa 2 vikur.
Brottför á sunnu-
dögum frá
7. janúar.
Verö frá kr. 132.300-
Okkar
vinsælu
Lundúna-
feróir
Brottför fimmtudaga og
laugardaga.
Nýr áfangi í
yetrarferðum
íslendinga
Miami Beach
Florida
Góðir gististaðir
Brottför:
2/11,23/11,14/12,4/1,
25/1,15/2,8/3, 29/3.
Allt 3ja vikna ferðir.
Verö frá kr. 370.200.-
Kanaríeyjar
Verðin á vetrarferðunum
liggja nú fyrir. Hafið
samband við skrif-
stofuna sem fyrst.