Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
7
HUG-
VEKJA
eftir séra
Jón Auðuns
Til brúökaiipsgleði í
konungshöll er fjölmenni
kallaö saman. í höllinni
ríkir eftirvænting, því aö
brúðkaup sonar síns vill
kóngur gera meö veg-
semd og mikilli rausn.
Konungleg skal veizlan
vera. Veizluglaöur kon-
ungur vill gera mörgum
daginn rhinnisstæöan.
Undirbúningi hirfnar
miklu hátíöar er aö mestu
lokið. Þá kveöur konungur
til þjóna sína og sendir þá
hvern til sinnar áttar og
eiga þeir aö bjóöa gestun-
um til veizlunnar. Fram aö
þessu haföi allt gengiö aö
óskum, en nú syrtir í álinn:
Þjónarnir koma hver af
öörum til hallarinnar og
bera konungi óvæntan
boöskap: Brúökaupsgest-
irnir, sem áttu aö vera,
hafa afsakað sig hver af
öörum. Sumir hyggja aö
fjárhagi sínum, hafa lagt í
kaup á landi og búfé og
geta ekki fariö aö heiman
eins og sakir standa. Aörir
eru nýgiftir og þótt þeir
ætli ekki í brúökaupsferð
til Mallorka eöa Miami
geta þeir ómögulega farið
aö heiman svo aö segja
beint úr eigin brúökaupi!
Og þó* er önnur ennþá
skuggalegri hlið á þeim
boðum, sem þjónarnir
bera: Sumir þeirra gesta,
sem kóngurinn hafði kosiö
til aö samgleöjast sér og
brúöhjónunum, höföu
smánaö þjónana og jafn-
vel drepiö einhverja
þeirra.
Á þessu haföi hann ekki
átt von og nú bregður
hann á annaö ráö: Aftur
sendir hann þjónana út og
nú er öörum boðið til
veizlunnar. Hverjum, sem
á vegi þjónanna veröa
eiga þeir aö bjóöa til
brúökaupsins. Volaöir og
vesælir, sjúkir og hrumir,
aldnir og ungir, örsnauöir
menn og afhrök taka aö
streyma til hallarinnar, unz
brúökaupssalurinn er full-
ur.
Konungur hefur tekiö
gleöi sína aftur, því aö nú
eru þeir komnir, sem
verðugir eru hins mikla
veizlufagnaöar. Og gleöin
er mikil þeirra, sem á
slíkum fagnaöi höföu sízt
átt nokkra von.
Þessi endursögn guö-
spjallsins um brúökaup
konungssonarins er svip-
lítil hjá hinum dýrðlega
sálmi sra Matthíasar út frá
nálega sama efni, en
augljóst er hvaö Jesús vill
meö þessari dæmisögu
segja:
Til
brúð-
kaups
gleði
Brúðkaupssalurinn er
fagnaöarvist í ríki Guös,
hvort sem þaö ríki er á
himni eða jöröu.
Konungurinn er Guö, og
engum getur dulizt, hver
sonurinn er. Þjónarnir,
sem sendir eru til aö bjóða
til brúökaupsgleöinnar,
eru þeir sem Guö hefir um
aldir sent meö boðskap
sinn. Sjálfsagt hefur Jesús
einkum haft í huga spá-
menn þjóöar sinnar og
örlög sumra þeirra, og þá
ekki sízt þann spámann-
inn, sem honum hefir þótt
mestur þeirra allra,
Jeremía, sem þjóö hans
smánaöi og aö lokum
myrti.
Þetta er ekki efni til
grátsöngs yfir þúsunda
ára gömlum harmleikum.
Örlög þeirra, sem Guð
hefur sent á síöari öldum
eru mörg, og þar hafa
„erindrekar Krists á jöröu“
gengiö hvað fastast fram.
Kaþólska kirkjan brenndi
á báli á torginu í Konstanz
hinn göfuga siðbótar-
mann, Jóhann Húss, Þýzk-
ur fursti bjargaði því aö
sama kirkja bruggaöi
Marteini Lúter sömu
banaskál. Kirkjulegur
kaþólskur dómstóll
dæmdi á bálið Meyna frá
Orleans, 16 ára barn. Og
„siðbótarmaöurinn“ Kalvín
fékk dæmdan og brennd-
an á báli í Genf göfug-
mennið, lærdómsmannin
og lækninn Micael
Servetus.
Óþarft er að nema staö-
ar viö þessa glæpi, sem
allir voru drýgöir á mörk-
um miöalda og nýju aldar-
innar svonefndu gegn
þeim þjónum, sem
konungurinn haföi sent til
aö kalla menn til brúö-
kaupsgleði sonar síns.
Guö er ennþá aö senda
þjóna sína, eöa eins og
segir í hinum klassíska
sálmi sra Matthíasar:
„Hann býöur ennþá:
Fariö, laöiö, leiðiö,/ og
leitiö, kallið, biöjiö, þrýst-
iö, neyöiö./ Mitt kærleiks-
djúp á himins víðar hallir,/
í húsi mínu rúmast allir —
allir.
En hann sendir fleiri en
þá, sem venjulega kallast
þjónar hans og leggja út
af örkinni með Ritninguna
í hendi og háskólaguö-
fræöina og alla hennar
„trúfræöi" í huga. Hann
sendir einnig aöra sem
þrátt fyrir yfirvofandi refsi-
vistir við þrælkunarvinnu,
geðveikrahæli, útlegðar-
dóma og ofsóknir heima
fyrir hika ekki viö að hefja
merki mannréttindabar-
áttunnar í austri, vestri og
suöri. Eru ekki þeir, sem
af heilagri hugdirfö og
hreinu hjarta berjast þeirri
baráttu, smánaöir og jafn-
vel drepnir víöa um lönd
enn í dag, þótt trúvillinga-
bálin gömlu séu slokkn-
uö? Viö einangrun, þögn
og gleymsku væru margir
þessir „þjónar" nú aö þola
sína þjáningu, ef Amnesti
fnternational fylgdist ekki
með þjáningum þessa
fólks, þekkti nöfn þess og
sendi hvatningar frjáls-
hyggjumönnum um heim
allan. Þær staöreyndir,
sem þar eru leiddar í Ijós,
hljóta aö koma í hug þeim,
sem heyra eöa lesa frá-
sögn guöspjallsins af
þeirri meðferð, sem
þjónarnir sumir, er báru
konungsboðskap, hlutu.
Sú saga er gömul og samt
er hún ný enn í dag.
En nú er enn eftir annar
meginkjarninn í sögunni
um brúðkaup konungs-
sonarins, og þaö mál á
svo mikið og alvarlegt
erindi viö mig og þig, aö
því verö ég aö fá að gera
nokkur skil í hugvekjunni á
sunnudaginn kemur, ef ég
endist til aö skrifa og
einhver til aö lesa. En aö
lokum langar mig aftur til
aö þenda á einn fegursta
sálm sra Matthíasar í
Sálmabókinni: „Fyrst boö-
ar Guö sitt blessaö náöar-
oröiö“. Hann fékk aö vera
áfram í nýju bókinni, þótt
mörgum sálmum hins
mikla trúarskálds væri
vísað þaöan burt.
nálar
BUÐIN
SKIPHOLTI 19 R.
SÍMI 29800 (5 LÍNUR)
27 ÁR í FARARBRODDI
Stjómunarfélag íslands
Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir
námskeiöi í STJÓRNUN I, dagana
30., 31. okt. og 1. nóv. aö Hótel
Esju. Námskeiðið stendur dag hvern
frá kl. 15—18.45.
Fjallaö veröur um:
— Stjórnskipulag fyrirtækja
— Stjórnunaraöferöir
— Setningu starfsmarkmiöa.
Námskeiðið er ætlaö þeim sem vilja
kynnast nútíma stjórnunarháttum og
stjórnskipulagningu fyrirtækja.
Leiðbeinendur veröa rekstrarhag-
fræöingarnir Hans Kr. Árnason og
Stefán Friöfinnsson.
Allar nánari upplýsingar og skráning
þátttakenda fer fram á skrifstofu
Stjórnunarfélags íslands aö Skip-
holti 37, sími 82930.
Hringiö og biðjið um aö fá sendan
ókeypis kynningarbækling um
Stjórnunarfræöslu SFÍ.
-fremstir í gædum og útliti!
Van Gils gefur tón tískunnar um
gjörvalla Evrópu.
Við bjóðum Van Gils föt og
jakkasett úr grófu tweedefni með
spennandi mögleikum í litum og
samsetningu.
Van Gils, nafn sem tryggir gæðin.
KÓRÓNA BÚÐIRNAR
herr
BANKASTRÆTI 7. SiMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SlMI 15005.