Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
Mynd Kristinn.
Vilhjálmur í keppni við
Grindavík.
„Hefalltafœtlað
méraðhœtta”
TORFÆRUAKSTUR hefur verið
stundaður hér á landi frá árinu
1966 en núna síðustu árin hafa
þessar keppnir fyrst verið auglýst-
ar og almenningi gefinn kostur á
að fyigjast með. Vilhjálmur
Ragnarsson er einn þeirra, sem
tekið hafa þátt í torfærukeppnum
og hefur hann unnið þær allar sem
Flugbjörgunarsveitin Stakkur í
Keflavík hefur haldið frá árinu
1975. Við heimsóttum Vilhjálm og
fjölskyldu hans og spurðum hann
fyrst að því hvernig torfærukeppn-
ir færu fram?
„Keppendur láta skrá sig daginn
fyrir keppni. Það eru ýmsar þrautir
sem keppendur þurfa að fara í
gegnunvt.d. að keyra á mikilli
stika, ofan í forargryfjur upp
moldarbörð og brattar og grýttar
brekkur. Það er síðan gefið fyrir
eftir því hvernig og á hvern hátt
keppandi kemst í gegnum þrautirn-
ar.“
Á hvernig bíl keppir þú?
„Ég hef alltaf verið á Willys en
annars eru alla gerðir af bílum
notaðir í keppnirnar. Það eru
flestir með einhverja aukahluti í
bílnum og gera þá auðvitað allt við
bílinn sjálfir. Ég hef W-8 vél í
bílnum, 283 kúbík, edelbrock-sog-
grein og 650 rúmmetra holly-
pústflækjur. Það fara margar
helgar í vinnu við bílinn og
næturnar jafnvel líka ef eitthvap
sérstakt er framundan."
Er mikið um óhöpp og siys f
torfærunni?
„Ég hef heyrt um eitt slys í
torfæruaksturskeppni sem var á
Hellu í vor. Þá var keyrt á strák
sem að mér skyldist var inni á
brautinni. En öryggiskröfurnar eru
þó nokkrar og þær hafa aukist frá
því í byrjun, t.d. eru bílarnir allir
athugaðir fyrir keppni.
Það eru töluvert um að bílarnir
sjálfir brotni í keppni þá oftast
eitthvað í sambandi við drifið. Ég
hef sjálfur einu sinni lent í því að
hlutur í bílnum hjá mér brotnaði.
Fólk talar hins vegar mikið um að
við eyðileggjum landið með þessari
torfæruaksturskeppni. En þegar
Björgunarsveitin Stakkur tók við
svæðinu þar sem keppnirnar eru
haldnar var það algjörlega órækt-
að. Svo var farið að undrast yfir
því að þeir væru að eyðileggja
gróðurinn. Þá var þetta gróður sem
þeir höfðu sjálfir komið upp þarna
og þeir sá líka í hjólförin eftir
hverja keppni."
Hvernig er kostnaðarhliðin við
svona keppni?
„Það er kostnaðarsamt að taka
þátt í þessu en verðlaunin hafa
numið kostnaöi hjá mér. Það eru
yfirleitt peningaverðlaun, að
minnsta kosti í sandspyrnunni og
torfærunni, en það er alls ekki
hagkvæmt að ætla sér að græða á
því að taka þátt í svona keppni.
Þetta étur sig upp sjálft."
Er mikill almennur áhugi á
torfærunni?
„Ég tel að hann hafi aukist
töluvert og virðist alltaf vera að
aukast. Það er fleira fólk sem sækir
keppni, það er einnig meira skrifað
um hana í blöðunum svo fólk veit
meira hvað er um að vera. Kvart-
míluklúbburinn hefur líka vakið
áhuga fólks á bifreiðaíþróttum.
Fólk fylgist meira með þar sem svo
mikið er talað um klúbbinn."
Iívernig undirbúið þið ykkur
undir keppni?
„Ég hef nú yfirleitt aðeins farið í
eina keppni á ári. Ég hef ekkert æft
fyrir síðustu tvær keppnir, í bæði
skiptin var það í fyrsta sinn að ég
fór út fyrir veg á bíl þau árin.
Annars hef ég heyrt að öku-
maðurinn vegi 80% á móti bílnum
svo það hefur ekki allt að segja að
bílinn sé mjög vel útbúinn.
Þegar við komum á keppnisstað
er bíllinn léttur eins mikið og hægt
er. Blæjan er tekin af, öll aukasæti
tekin úr bílnum svo og glugga-
stykkið. Ef bíllinn er gerður léttari
þá verður hann kraftmeiri miðað
við þyngd og það verður einnig
auðveldara að ráða við hann, hann
verður snarari í snúningum. Það
hefur einnig sýnt sig að kraftmiklir
bílar koma best út úr torfæru-
keppnum.
I keppninni sjálfri verða menn
að temja sér að vera nógu rólcgir
og reyna að losna við örvæntingu.
Það er einnig mikilvægt að stöðva
og virða fyrir sér aðstæður áður en
út í þrautina er lagt og hugsa um
það áður hvað maður ætli að gera
svo ekki þurfi að fara að hugsa um
það á miðri leið, þá hefur keppand-
inn nóg að gera með bílinn."
Að síðustu spurðum við
Vilhjálm hvers vegna hann væri í
þessari íþrótt?
„Það er eingöngu vegna
ánægjunnar. Ég bý til góðan bíl, og
eyði í hann peningum, og vil líka fá
að nota hann. Svo er ég náttúru-
lega líka fæddur með bíladellu.
Fyrst ég fór út í að keppa í þessu,
en nú fer ég aftur til þess að halda
titlinum og sjá hvað ég get gert það
lengi. Annars hef ég alltaf æltað
mér að hætta. Ég ætlaði mér aldrei
að taka þátt í síðustu keppninni en
ég var að hjálpa kunningja mínum
við að undirbúa hans bíl og þá
vaknaði áhuginn aftur. Vinir mínir
og kunningjar voru líka alltaf að
ýta á mig að taka þátt í keppninni
svo það varð úr. Það er ómögulegt
að segja hvað gerist, hvort ég held
áfram eða ekki. Það fer allt eftir
því hverjir verða með í næstu
keppni hvort ég verð aftur meðal
keppenda."
- R.M.N.
Mvnd Kristján.
Vilhjálmur Ragnarsson ásamt Steíaníu konu sinni og syninum
Ragnari.
R O Y A L
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
MASTER 1*1
HYDRAULIC VINDUR
1,7—5,5 tonna
FJÖLHÆGAR • ÁRÆDANLEGAR • ÖFLUGAR
vélaverkstædið véltakh/f
Hvaleyrarbraut 3 Hafnarfiröi sölusími 54315
Skosel Laugavegi 60, sími 21270.