Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 28

Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978, Matthías Bjarnason: Höldum vörð um frelsi einstaklingsins SÍÐUSTU daga hefur nokkuö veriö ritaö í biöö um val Þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndir á AlÞingi. í Þeim frásögnum hefur veriö reynt aö Þyrla upp moldviöri eins og fyrri daginn og hafa andstæðingar okkar sjálfstæöismanna smjattaö mjög á pessu sem stórfelldum ágreiningi í pingflokki okkar. Því miöur hafa einstaka menn, er blöö hafa spurt um pessi mál, gefiö slík svör, Þannig aö Þaö hefur veriö auövelt fyrir miöur velviljaö fólk aö gera meir úr Þessu máli en efni standa til. Ég tel af þessu tilefni rétt að skýra fyrir sjálfstæðisfólki og öðru því fólki, sem heldur vill heyra það sem sannara er í þessu máli sem öðrum, hvernig þetta val fór fram og aðstæður allar frá vali í nefndir á liðnu kjörtímabili. Hér er um að ræða kosningar í alls 24 nefndir, níu í hvorri þingdeild og sex í sameinuðu þingi. Allar þessar nefndir eru skipaðar sjö þingmönnum hver nefnd, nema fjárveitinganefnd, sem mun nú verða skipuð níu þingmönnum, en voru 10 á sl. árum. A síðasta kjörtímabili átti Sjálfstæðisflokkurinn 25 þingmenn en þá voru 4 þeirra ráðherrar, sem ekki áttu sæti í nefndum, þannig að 21 þingmað- ur skipti með sér 73 nefndarsæt- um. Eftir úrslitum síðustu alþingiskosninga eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins 20, sem eðlilegt var að skiptu með sér nefndastörfum, en nú á Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins kost á 49 sætum í nefndir eða 24 nefndasætum færra en fyrir fjórum árum á næstum því sama þingmannafjölda og þá var um að ræða í nefndir. Þegar þingflokkur Sjálf- staeðisflokksins valdi menn í nefndastörfin varð samkomulag um menn í 21 nefnd en við val í 3 nefndir fór fram atkvæða- greiðsla. Þessar nefndir voru: fjárveitinganefnd, utanríkis- nefnd og fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar. Frá því ég kom á þing hefur alltaf verið nokkur togstreita á milli þing- manna einstakra kjördæma um val manna í fjárveitinganefnd. A síðasta þingi voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í þeirri nefnd Steinþór Gestsson, sem var formaður nefndarinnar, en á því miður ekki sæti á Alþingi nú sem aðalmaður. Hinir fulltrúar okkar voru Pálmi Jónsson, Lárus Jónsson og Ellert B. Schram. Sá síðastnefndi hefur verið í nefndinni aðeins eitt þing. Atkvæðagreiðsla fór á þann veg, að þessir þrír þing- menn voru endurkjörnir fulltrú- ar flokksins í þessa nefnd. Fjórði þingmaðurinn, sem sóttist eftir sæti í nefndinni, hafði fylgi helmings þingflokks- ins. Hann sótti þetta mál fyrst og fremst fyrir það kjördæmi sem hann er fulltrúi fyrir en ekki til þess að fullnægja eigin metnaði, enda hafði það kjör- dæmi fulltrúa í fjárveitinga- nefnd áratugum saman. Ég fullyrði að engar deilur eiga sér stað út af þessu vali og vil ég á engan hátt gera upp á milli þessara fjögurra ágætu manna. í utanríkismálanefnd var endurkjörinn Friðjón Þórðar- son, sá eini af fulltrúum flokks- ins, sem nú á sæti á þingi og var í nefndinni á síðasta þingi. Hinn þingmaðurinn, Ragnhildur Helgadóttir, sem kjörin var í nefndina, var fyrsti varamaður flokksins í utanríkisnefnd á síðasta þingi. Varamenn í nefndina voru valdir Geir Hall- grímsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, sem var varamaður í nefndinni á síðasta þingi. En stungið var upp á Albert Guð- mundssyni sem varamanni í nefndina á eftir Geir Hallgríms- syni, en hann neitaði að gefa kost á sér. I fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar voru- kosnir Matthías Á. Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, en hafði áður en hann varð ráðherra verið í þessari nefnd í mörg ár og formaður hennar í nokkur ár. Hinn sem kjörinn var, Ólafur G. Einarsson, var formaður þessar- ar nefndar allt síðasta kjörtíma- bil. Þriðji maðurinn, sem var í kjöri, var Albert Guðmundsson, en hann var í þessari sömu nefnd í efri deild á síðasta kjörtímabili. Við val þingmanna til efri deildar óskuðu tveir þingmenn, Geir Hallgrímsson formaður flokksins og Albert Guðmunds- son, sem báðir voru áður í efri deild, að eiga nú sæti í neðri deild. Tveir þingmenn, Ragn- hildur Helgadóttir og Friðrik Sóphusson, gáfu þá kost á að vera tilnefnd til efri deildar og sá síðarnefndi í sjöunda sæti, sem þýddi að hlutkesti varð milli hans og fjórtánda fulltrúa stjórnarflokkanna, sem þeir unnu. Þegar litið er á skiptingu þeirra nefndarsæta í þingdeild- um, sem flokkurinn átti kost á og skipta varð á milli þing- manna í hvorri deild, þá var um 36 nefndasæti að ræða, 18 í hvorri deild. Sex þingmenn flokksins í efri deild skipta með sér 18 sætum og fjórtán þing- menn í neðri deild skipta með sér aðeins 18 sætum. Þetta gerir það að verkum, að erfiðara var að skipa sæti neðri deildar- manna. Ég dreg ekki í efa, að Albert Guðmundsson hefði verið valinn í fjárhags- og viðskipta- nefnd, ef hann hefði verið áfram í efri deild. í Vísi föstudaginn 13. þ.m. er haft eftir Albert Guðmundssyni orðrétt: „Þetta er líklega í fyrsta sinn, sem fyrsti þingmaður Reykvíkinga telst ekki brúkleg- Gerum ekki mikið úr minniháttar ágreinings- málum ur í störf innan þingflokksins." Hér er alvarlega hallað réttu máli. I fyrsta lagi átti Albert* Guðmundsson kost á vara- mannssæti í utanríkisnefnd. Hann var beðinn um að fara í félagsmálanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, alsherjarnefnd og menntamálanefnd. Þetta tel ég nauðsynlegt að komi fram. Albert Guðmundsson er enginn píslarvottur í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins nema síður sé, ef allt væri tíundað. Ég fyrir mitt leyti hefði gjarnan viljað vinna með honum í nefnd. Frestunin sem varð á kosn- ingu stjórnar þingflokks stafaði af því, að uppi voru áform um að tefla fram við formannskjör á móti þeim þingmanni, sem verið hefur formaður þingflokksins undanfarin ár. Formaður Sjálf- stæðisflokksins lagði til að þessu kjöri yrði frestað á meðan hann kom því til leiðar, að hætt yrði við mótframboð við Gunnar Thoroddsen. Þetta tókst og var Gunnar endurkjörinn formaður án mótatkvæða. Það sem að framan hefur verið sagt um ágreining í þingflokki Sjálfstæðisflokksins getur hver og einn metið að eigin vild. Það er skiljanlegt að andstæðingar flokksins vilji gera sem mest úr því að þar sé ágreiningur. En sjálfstæðisfólk á ekki að kynda undir í þeim efnum til þess eins að skemmta skrattanum. Einn slíkur lætur til sín heyra í Morgunblaðinu sl. fimmtudag og telur ágreining- inn svo mikinn í Sjálfstæðis- flokknum, að „Alþingi er gert óstarfhæft meðan verið er að slátra Albert". Það leynir sér ekki innrætið og matreiðslan úr litlu efni. Vilja forsetar Alþingis játa það að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi gert Alþingi óstarf- hæft? Fimmtudaginn 12. októ- ber óskaði Sjálfstæðisflokkur- inn eftir, að nefndakjöri yrði frestað þann dag og nokkrum klukkustundum síðar var frá því gengið. Þess vegna hefðu nefndakjör getað farið fram strax næsta dag. Höfundur þessarar greinar í Morgunblað- inu er landskunnur flokkaflæk- ingur og hefur alls staðar efnt til illinda og skaðað alla flokka, þar sem hann hefur verið til þessa. Það er hamingja Sjálf- stæðisflokksins að hafa losnað undan því oki að hafa slíka innan dyra. Það skiptir ekki sköpum, hvaða sjálfstæðisþingmenn skipa þessa nefnd eða hina á Alþingi. Hitt er mörg hundruð sinnum meira um vert að sjálfstæðisfólk og allir þeir aðrir sem standa vilja trúan vörð um frelsi einstaklingsins snúi bökum saman, þegar nú er vegið að einstaklingsfrelsi og eignarétti ákafar en nokkru sinni fyrr. Skattránsstefna nú- verandi ríkisstjórnar vinnur markvisst að því að draga úr vinnu og hegna þeim sem leggja á sig erfið og mikil störf. Það eru markmið kommúnista, sem ráða ferðinni í ríkisstjórninni. Hver sá sem fer framúr meðal- mennskunni er settur á svartan lista og honum dæmdar sektir í formi nýrra skatta á tekjur og eignir á árinu 1977 sem búið var áð skattleggja áður. Þar er ekki tekið tillit til hversu hart hefur verið lagt á sig að afla þeirra tekna. Hér er vegið í sama knérunn, það þótti ekki fyrr á árum gæfumerki. Sjálfstæðisfólk um land allt, við skulum treysta bönd sam- heldni til baráttu fyrir frelsi einstaklingsins á grundvelli þeirrar þjóðlegu umbótastefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn býggir starf sitt og tilveru á. Um þessar mundir eru staddir hérlendis nokkrir kínverskir borgarfulltrúar frá Peking, og var mynd þessi tekin í móttöku í ráðherrabústaðnum. Þeir ferðuðust m.a. austur fyrir fjall, heimsóttu ýmis fyrirtæki í Reykjavík. Þeir halda utan á morgun. Ljósm. Rax. Sigurey landar í fyrsta sinn Siglufirði — 20. október — Bv. Sigurey landaði hér í dag fyrsta aflanum af íslandsmiðum en Tog- skip hf. hefur nýlega keypt togar- ann frá Frakklandi og látið gera á honum miklar endurbætur. Togskip gerir einnig út Dagnýju. Þetta er um 500 tonna togari en úr þessari fyrstu veiðiferð kom hann með 70—80 tonn. Reyndist skipið með ágætum. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.