Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÖVEMBER 1978 3 Aukin efnahags- og atvinnumálasam- vinna Norðurlanda EFNAHAGS- og atvinnumál voru aðalumræðuefni á forsætisráð- herra fundi Norðurlanda, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 9. nóvember síðastliðinn. í öllum löndunum hefur verið viðleitni til að tryggja fulla atvinnu, halda verðbólgu í skef jum'og koma í veg fyrir að halli yrði á viðskiptum við útlönd. Forsætisráðherrarnir voru sammála um að leggj bæri áherzlu á að áframhaldandi samstarf yrði milli landanna um gjaldeyrismál og skipti á upplýsingum og sjónarmiðum með tilliti til stefnunnar í gjaldeyrismálum. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær, þar sem skýrt er frá niðurstöðum fundar ráðherranna, segir m.a. að lögð hafi verið fram tillaga um ráðstefnu í Ósló í apríl 1979, þar sem fulltrúar launþega, vinnuveit- enda og stjórnvalda hittust. Slík ráðstefna hefur áður verið haldin í Kaupmannahöfn, en nú er ráðgert að bjóða fulltrúum fleiri Evrópulanda til ráðstefnunnar í Ósló. Ráðherrarnir voru sammála um að bæta þyrfti starfsskilyrði at- vinnufyrirtækja og að erfiðleika í efnahagsmálum mætti ekki aðeins rekja til vanda líðandi stundar. „Atvinnurekstur á Norðurlöndum á við vandamál að glíma, er stafa af því, hvernig hann hefur verið UPP byggður, og tengist þeim breytingum, sem almennt hafa orðið á uppbyggingu atvinnu- rekstrar um heim allan. Þess vegna eru uppi áform um að miðla milli landanna reynslu og upplýsingum um þau atriði, sem geta stuðlað að skynsamlegri aðlögun að alþjóðlegri þróun þegar fram líða stundir." Síðan segir í tilkynningu ráðherranna: „A Norðurlandaráðs- fundinum í Ósló 1978 kom fram mikill áhugi á efnahagsmálum. Með hliðsjón af því ákvað ráðherranefnd Norðurlanda að láta semja skýrslu um efnahags- ástandið á alþjóðavettvangi og einnig var ákveðið að reyna að efla samræminguna í efnahagsstefnu Norðurlanda, m.a. í þeim tilgangi að treysta grundvöllinn fyrir norrænum áhrifum á þróun alþjóðlegra efnahagsmála. Búizt er við því að skýrslan frá fjármála og efnahagsráðherrum liggi fyrir á fundi Norðurlandaráðs í febrúar 1979. Forsætisráðherrar Norður- landa lögðu áherzlu á hve mikil- vægt þeir telja þetta starf. Norðurlöndin, sem eru hvert fyrir sig litlar efnahagslegar einingar, mundu einnig hafa hag af samvinnu á alþjóðamörkuðum. Forsætisráðherrarnir fögnuðu því, að norrænu samstarfsráðherrarn- ir hafa skipað starfshóp, sem á að vinna að því á næsta ári að semja yfirlit yfir það eftir hvaða leiðum stuðla megi að samnorrænum útflutningi." Þá ræddu ráðherrarnir byggða- þróun og vandamál í sambandi við hana, sem eru af sama toga í öllum löndunum. Þeir ræddu um auknar rannsóknir og hvers konar tækni- þróun og hvernig unnt væri að samhæfa krafta í því efni. Var samstarfs- og menntamálaráð- herrum falið að vinna saman að auknu samstarfi á þessum sviðum. Fundinn sátu Anker Jörgensen, Danmörku, Kalevi Sorsa, Finn- landi, Ólafur Jóhannesson, íslandi, og Oddvar Nordli, Noregi. Frá Svíþjóð sat fundinn Bertil Hans- son, samstarfsráðherra. Danski fjármálaráðherrann Knud Heine- sen hóf umræðurnar um efnahags- og atvinnumál. Tillögur Alþýðubandalagsins: Vísitöluhækkunm skert um helming Fjárfestingareftirlit — fjárfestingar- skatt — veltugjald á fyrirtæki — skyldu- sparnað á fyrirtæki og einstaklinga RAGNAR Arnalds menntamálaráðherra boðaði um helmings skerðingu vísitöluhækk- unar launa hinn 1. desember n.k. í ræðu á fundi flokksráðs Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld. Sagði ráðherrann tillögur Alþýðubandalagsins vera þær, að hækkun kaupgjalds hinn 1. desember nk. yrði 6—7%, en sem kunnugt er eiga laun að hækka um rúmlega 14% um næstu mánaðamót. Menntamálaráðherra boðaði einnig víðtæk fjárfestingarhöft í ræðu sinni og lagði til. • Eftirlit með allri fjárfestingu. • Sérstakan fjárfestingarskatt. • Veltugjald á atvinnurekstur. • Skyldusparnað á fyrirtæki. • Skyldusparnað á tekjuháa einstaklinga. • Verðhækkanir einungis leyfðar innan ákveðinna marka á 3 mánaða tímabili. A móti þessum aðgerðum sagði ráðherrann að ætti að koma: • Lækkun á sköttum láglaunafólks t.d. sjúkratrygg- ingagjalds. • Auknar niðurgreiðslur. • Lækkun vaxta á rekstrarlánum atvinnuvega. • Stórauknar félagslegar húsbyggingar. • Átak í byggingu dagvistunarstofnana. • Rétt allra kvenna til fæðingarorlofs. • Bættan aðbúnað á'^innustöðum. • Skipulagða fullorðinsfræðslu. • Úrbætur í slysatryggingum verkafólks og fjölgun veikindadaga. • Verðtryggt orlofsfé. „Þormóður goði” kemur í desember Brey tingarnar kosta rúmar 600 mill jónir kr. NÓTASKIPIÐ Þormóður goði er væntanlegt til landsins í byrjun desember. Skipið, sem áður var togari hefur verið endurbyggt í Kotka í Finnlandi og er kostnaður orðinn rúmar 600 milljónir króna. Skipið mun fá nýtt nafn innan skamms. Að sögn Ólafs Óskarssonar útgerðarmanns hefur endurbygg- ingin gengið samkvæmt áætlun en kostnaður við breytingarnar er orðinn 150 milljón krónum hærri en áætlað var vegna gengisbreyt- inga. Skipt hefur verið um aðalvél í Þormóði, öll spil, öll fiskileitar- tæki, þilfar hefur verið yfirbyggt og lestum breytt. Verður skipið útbúið til snurpu- og flotvörpu- veiða og mun það væntanlega halda fljótlega á loðnuveiðar. Skipstjórar verða Eggert Þor- finnsson og Marius Héðinsson. Þormóður goði var byggður í Þýzkalandi 1958 og gerði Bæjarút- gerð Reykjavíkur togarann út. Ólafur Óskarsson sagði að skipa- smiðirnir í Kotka hefðu látið svo ummælt, að þeir hefðu aldrei fyrr séð svo sterkbyggt skip, ef ísbrjót- ar einir væru undanskildir. Lífiö til beggja Skíða- ferðir til Austurríkis Kitzbúhel Zell-am-See St. Anton 1 eöa 2 vikur Brottför á sunnudögum frá 7. janúar Verö frá kr. 132.300.- vinsælu Lundúna ferðir Brottför fimmtudaga og laugardaga Cticlcar Nyr afangi í vetrarferðum Islendinga Miami Beach Florida Góöir gististaöir Brottför: 23.11., 14.12., 4.1., 25.1., 15.2., 8.3., 29.3. Allt 3ja vikna feröir Kanaríeyjar Veröin á vetrarferöunum liggja nú fyrir. Hafiö samband viö skrif- stofuna sem fyrst. fyrirliggjandi. Austurstræti 17, 2. hæö símar 26611—20100. - ’• '. ^ * '•w; iÉflÍ . ifm -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.