Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 23 Jámkrossínn (Begonia masoniana) Begóníuaettkvíslin er geysistór og nær yfir nálægt 900 tegundir hvorki meira né minna og að sama skapi er hún fjölskrúðug. Langflestar vaxa þær í hitabeltinu og þaðan kom líka sú teg- und sem nú verður sagt frá. Hún fannst fyrst í Assam í Indlandi — það var fyrir seinni heims- styrjöld. — Englending- ur að nafni Morris Mason, mikill ferðagarp- ur og plöntusafnari fann hana, tók með sér heim og fjölgaði henni í kom á markað bæði í Hollandi og Þýskalandi. Þar vissi enginn að um nýja tegund væri að ræða og héldu að hún væri aðeins nýtt af- brigði, og var nefnd JÁRNKROSSINN (Iron Cross). Nafnið er dregið af lit laufblaðanna, sem eru mjög sérkennileg. Þau eru mosagræn með breiðum dökkbrúnum greinum eða geirum sem kvíslast frá miðju blað- anna meðfram aðaltaug- unum. Þá er áferð blað- anna líka óvenjuleg, en gróðurhúsi á sveitasetri sínu. Mason hefur flutt fjölda nýrra plöntuteg- unda til Englands. Hann gekk úr skugga um að begónía þessi var áður óþekkt tegund svo að hann gaf henni nafnið Begonia masoniana og sendi síðan afar stórar og fallegar plöntur af henni á garðyrkjusýn- ingu í Gent. Þar fékk hún gullpening í verð- laun sem nýung, en plönturnar sem samtals voru með 125 stór lauf- blöð þegar þær fóru á sýninguna komu heim aftur með aðeins 5 blöð, — hinum var öllum stolið á sýningunni, — en begóníu þessari er fjölgað með blaðgræðl- ingum eins og fleirum af þeirri ætt. Eftir sýninguna leið ekki á löngu þar til hún þau eru öll með grófum hrukkum. Þessi begónía er ein- göngu ræktuð vegna blaðfegurðar eins og Kóngabegónía, sem líka er frá Assam. Báðar þurfa þær jafnan og góðan hita, raka mold og rakt loft. Þær mega því ekki vera nálægt ofni. Þá vilja þær bjartan stað en þola þó ekki að standa í sólskini. Þótt mikið af b.löðunum faili um háveturinn má ekki færa þær úr stað, en vökvun skal minnka. Þetta er e.t.v. ekki beinlínis heppileg tegund fyrir byrjendur í blóma- rækt, en gaman fyrir þá sem natnir eru að spreyta sig á henni. Hún hefur oft verið fáanleg hér í blómaverzlunum. H.Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.