Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 27 Meat Loaf! • Meat Loaf er svo sannarlega ekki „týpískur" bandarískur rokkari. Meat Loaf, sem er frá Texas, hlaut fyrst almenna athygli sem aöalsöngvari á plötu Ted Nugent „Free For All“. Þar fyrir utan hefur hann komið fram í „Roeky Horror Picture Show“, þar sem hann fór með hlutverk Eddies. Meat Loaf var líka viðriðinn National Lampoon Show ásamt Jim Steinman. Meat Loaf og Steinman tóku svo síðasta ár upp plötuna sem kom út undir heitinu „Bat Out Of Hell“ en Steinman semur þar öll lög og leikur á píanó, en Meat Loaf syngur. Þeim til aðstoðar er svo Todd Rundgren sem stjórnaði upptökunum, hljómsveit Rund- grens, Utepia, og tveir sliðsmanna Bruce Springsteen, Roy Bittan og Max Weinberg. Síðan „Bat Out Of Hell“ kom út á síðasta ári hafa vinsældir Meat Loaf aukist stig af stigi. Fyrst náðu litlu plöturnar, Plötudómur: „You Took The Words Right Out Óf My Mouth" og „Two Out Of Three Ain’t Bad“, vinsældum í Bandaríkjunum. Eftir það varð stóra platan vinsæl þar vestra. „Bat Out Of Hell“ kom út í Bretlandi í janúar á þessu ári. I júní fór Meat Loaf ásamt fylgdar- liði í hljómleikaferð til Bretlands. Á ferðalagi þessu hlaut M'eat Loaf verðskuldaða athygli, en vinsæld- irnar hafa samt setið nokkuð á sér þarlendis. En öðru máli gegnir hérlendis, þó að hér hafi platan sjálf ein séð fyrir því. Lögin á plötunni eru flest athyglffeverð eins og „Bat Out Of Hell“, „Paradise By The Dashboard Light“, „All Revved Up With No Place To Go“, „You Took The Words Right Out Of My Mouth“, og „Two Out Of Three Áin’t Bad“ en þau hafa öll nema titillagið verið gefin út á litlar plötur. Þó að Meat Loaf hafi vegnað vel var hljómsveitin ekki stofnuð fyrr en eftir að platan kom út og Ellen Foley, sú er syngur aðalkven- röddina á plötunni, er ekki í hljómsveitinni, en í hennar stað er Karla Devito, sem er sérlega tilþrifagóð söngkona. Hljómsveitin Meat Loaf, en hljómsveitin stendur undir því nafni jafnt og söngvarinn sjálfur, lét taka upp myndsegulbandsspólu þar sem Meat Loaf fluttu efni af plötunni. Þáttur þessi er um hálftíma á lengd og var frum- sýndur í breska sjónvarpinu í júní síðastliðnum við góðar undir- tektir, og var þá talinn með merkilegri poppþáttum. í þættin- um fara Meat Loaf (sjálfur) og Karla Dev.ito á kostum, sérstak- lega í laginu „Paradise By The Dashboard Light“. Slagbrandur hefur fregnað að þáttur þessi liggi hjá sjónvarpinu enda hafa tveir bútar úr honum birst. Við skulum vona að sjónvarpið sjái sóma sinn í því að sýna þennan margrómaða þátt á meðan hann býðst og vinsældir Meat Loaf hérlendis eru jafn miklar og raun ber vitni. Nh Joel - 52ND Street • Billy Joel er í dag með skærari stjörnum í heimi dægurtónlistarinn- ar, og á það við hér á íslandi eins og annars staðar í heiminum. Joel sló fyrst í gegn árið 1973 með laginu „Piano Man“ sem var hans fyrsta plata fyrir CBS plötuútgáfuna. Áður hafði Billy Joel leikið í tveim hljómsveitum, Hassles og Attila. Hassles gaf út 2 breiðskífur, „Hassles" og „Hour Of The Wolf“, og Attila gaf út eina breiðskífu sem hét „Attila". Eftir hljómsveitabrasið gerðist Joel píanóleikari á bar undir nafninu Bill Martin, en hann heitir fullu nafni William Joseph Martin Joel. 1972 gaf hann út sína fyrstu plötu einn síns liðs, „Cold Spring Harbor", og stofnaði hljómsveit sem lék í sex mánuði. Eftir það hélt Joel aftur út í bar—tónlistina. 1973 kom síðan „Piano Man“ eins og fyrr segir og síðan hefur Billy Joel verið þekktur um allan heim. Stórar plötur sem komið hafa út síðan eru þessar: „Streetlife Serenade“ (1976), „The Stranger" OG NÚ FYRIR SKÖMMU „52nd Street". Á eftir „Piano Man“ varð „The Entertainer" næst vin- sælt, 1974, síðan komu „Say Goodbye To Hollywood", „Just The Way You Are“ og „Movin'Out" en tvö þau síðastnefndu voru mjög vinsæl hérlendis fyrr á þessu ári, líkt og breiðskífan „The Stranger". „52ND STREET,, Það er alltaf vandkvæðum bundið að fjalla um góða plötu, en það á við í þessu dæmi. Á „52nd Street" kemur í sjálfu sér afar lítið nýtt fram í tónlist Joels, en þess í stað er bæði tónlistin, lögin og jafnvel flutningur- inn vandaðri en áður. Hann hefur alltaf verið mikils metinn fyrir efnismikla texta, og á „52nd Street" bregst hann ekki aðdáendum sínum, því textar eins og í „My Life", „Big Shot“ og „Until The Night" standa ekki að baki fyrri textum hans. Á plötunni eru 9 lög, og af þessum lögum eru 6 laganna það góð að þau geta fullkomlega sómt sér á forhlið lítillar plötu og náð þannig vinsæld- um. Óvenjulegasta lagið á plötunni er lagið „My Life“, sem er einna ólíkast því sem hann hefur gert áður. Samt sem áður fer ekki á milli mála að það er Billy Joel—lag. Lagiö er í meðalhraða og sungið afar skýrt eins og honum er lagið. Þar sem enn hefur ekki verið gefin út lítil plata af „52nd Street" er ekki úr vegi að spá að þetta lag komi fyrst út í þeirri mynd. „Honesty, sem er sérlega fallegt með texta sem jaðrar þó við væmni, hefði verið líklegast ef „Just The Way You Are“ hefði ekki komið út á árinu, en „Honesty" er jafnvel betra en það, en bara full keimlíkt. „Until The Night" er lengsta lag plötunnar og líklega ætlað það hlutverk að vera styrkasta stoðin í uppbyggingu efnisins á plötunni, sem það og næstum fullnægir, en ekki alveg þó. Lagið er byggt upp sem „ballaða", rólegt og þrungið. Það má strax hugsa sér t.d. söngvara eins og Scott Walker eða jafnvel Andy Williams taka lagið fyrir. Tvö keimlík, hröð lög koma líka til greina á litla plötu, „Big Shot“ og „Zanzibar". Bæði lögin standa á styrkum grunni góðra texta, sem segja sínar sögur, fullkomlega undir- strikaðar af lögunum og flutningi þeirra. Síðasta lagið sem líklegt er til vinsælda er hið líflega „Half A Mile“, sem er einfaldlega létt popplag. Einkenni Billy Joels, góðir, efnis- miklir og myndrænir textar, sér- hæfður latneskur rokkstíll hans í lagasmíðum auk góðrar raddar, eru öll til staðar á þessari plötu, sem reyndar gefur ekki neitt nýtt. Enn eitt einkenni Joels, lipur og skemmtilegur píanóleikur hans, er aftur á móti ekki eins áberandi á þessari plötu og oft áður. En engu að síður verður enginn Billy Joel-aðdá- andi fyrir vonbrigðum með plötuna, því hún er góð og heilsteypt. HIA Vinsœldalistar raftaverkin gerast enn. Það sannaðist nú í vikunni, er írska Khljómsveitin Boomtown Rats batt enda á einokun diskólag- anna í efsta sæti brezka vinsældalistans. Hvort rotturnar eiga eftir að dvelja lengi í þessu sæti er annað mál, Olivia Newton-John, sem nú siglir hraðbyri upp vinsældalistann, er allt eins vís til að hreppa þetta eftirsóknarverða sæti áður en langt um líður. Á heildina litið er brezki vinsældalistinn með fjölbreyttasta móti þessa vikuna og á honum eru þrjú ný lög. í Bandaríkjunum situr allt við hið sama, að því undanskildu að tvö ný lög eru á þeim lista. Annað þeirra er flutt af Króki lækni og hitt af Barböru og Neil. Þá víkur sögunni til Vestur-Þýzkalands, en síðast er við skildum við það land, voru Smokie í efsta sæti með „Mexican girl“. Svo er reyndar enn og raunar má segja það um þennan lista að flest lögin séu á sama stað eða sviðuðum og í síðustu viku. Þetta er þó ekki við Bay City Rollers, sem eiga miklu fylgi að fagna meðal u'gra Vestur-Þjóðverja. Cars. London 1. ( 2) Rat trap 2. ( 9) Hopelessly devoted 3. ( 4) MacArthur park 4. ( 1) Sandy 5. ( 3) Summer nights 6. ( 7) Darlin’ 7. (14) Instant replay 8. ( -) My best friend’s girl 9. (18) Pretty little angels eyes 10. ( 5) Blame it on the boogie Boomtown Rats. O. Newton-John. Donna Summer. John Travolta. Travolta og Newton-John. Frankie Miller. Dan Hartman. Cars. Showaddywaddy. Jacksons. New York 1- ( ( 1) 6) 2) 3) 5) (16) 7. ( 4) 8. ( 4) 9. (11) 10. (12) 2 3. ( 4. ( 5. ( 6. MacArthur park How much I feel Hot child in the city Kiss you all over Double vision You don’t bring me fl. Ready to take a chance You needed me I just wanna stop Sharing the night together Donna Summer. Ambrosia. Nick Gilder. Exile. Foreigner. Barbara og Neil. Barry Manilow. Anne Murray. Gino Vannelli. Dr. Hook. Bonn 1. (x1) Mexican girl Smokie. 2. ( 2) You are the one J. Travolta og O. Newton-John. 3. ( 3) Summer night city ABBA. 4. ( 4) Substitute Clout. 5. ( 7) Gimme gimme you love Teens. 7. ( -) Wher will I be now Bay City Rollers. 8. ( 6) Dancing in the city Marshall og Hain. 8. ( 6) Dancing in the city Marshall og Hain. 9. ( 9) Summer nights Travoltaog Newton-John. 10. (17) Lovemachine Supermax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.