Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 32
Lækkar
hitakostnaðinn
Verzlid
sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
á?£*c£w
V BUÐIN
—^ J
Skipholti 19,
sími 29800
SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
Vertíðarlok í
Vinnslustöðinni
..VÁ. EKKERT SMÁ.“ sagöi hún Katrín
dótturdóttir Binna í Gröf þegar hún opnaði
umslafíið og dró upp „fimm brúna“. Katrín var
svo heppin að salta 10 þúsundustu síldartunn-
una á vertíðinni hjá Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum og hún fékk aukabónus
fyrir, 25 þúsund krónur. Stúlkurnar sem
söltuðu tunnur númer 9999 og 10001 fengu 10
þúsund krónur í verðlaun. Hjá Vinnslustöð-
inni hefur aldrei verið saltað jafn mikið og var
ákveðið að halda upp á vel- heppnaða vertíð á
þennan hátt í vertíðarlokin. Guðmundur
verkstjóri færði stúlkunum umslögin á
miðvikudaginn og vakti koma hans athygli,
því að stúlkurnar eru vanar að fá launaumslög
sín á föstudögum. En gleði stúlknanna varð að
vonum mikil og Guðmundur fékk líka bónus,
rembingskoss á kinnina.
Meirihlutinn vill láta borga sorphreinsun sérstaklega:
„Hundruð milljáia auka-
álögur á borgarbúa”
segir Davíð Oddsson borgarfulltrúi
FRAMKVÆMDARÁÐ Reykja-
víkurborgar hefur samþykkt að
leggja til við borgarráð að
borgarbúar verði framvegis látn-
ir greiða sérstakt gjald fyrir
sorphreinsun, en til þessa hafa
sorphreinsunargjold verið inni-
falin í fasteignagjöldum. Kostn-
aður við sorphreinsun mun áætl-
aður 6—800 milljónir á þessu ári.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins lögðu til í framkvæmda-
ráði að fasteignagjöld yrðu lækkuð
á móti en þessi tillaga var felld af
fulltrúum Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks.
„Hér er nýi borgarstjórnar-
meirihlutinn einfaldlega að leggja
aukaskatt á borgarana," sagði
Davíð Oddsson borgarfulltrúi í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Sagði Davíð að það hefði komið
fram í málflutningi Björgvins
Guðmundssonar forseta borgar-
ráðs að til að byrja með myndu
borgarbúar látnir borga 25% af
kostnaði við sorphreinsun beint en
þetta væri aðeins fyrsta skrefið, og
bein gjöld vegna sorphreinsunar
yrðu smám saman hækkuð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
létu gera sérstaka bókun um þetta
mál í framkvæmdaráði og lýstu
yfir mótmælum sínum. Fulltrúar
Alþýðubandalagsins, Þröstur
Ólafsson og Adda Bára Sigfúsdótt-
ir, munu hafa undirbúið tillögu-
flutning um málið, að sögn Davíðs.
Tillaga samþykkt
í borgarstjórn:
Fólk fær sjálft
að ráða litnum
á gluggat jöldum
BORGARSTJÓRN hefur sam-
þykkt tillögu frá Davíð Oddssyni
þess efnis að fólki í leiguíbúðum
borgarinnar sé heimilt að ráða
sjálft hvernig gluggatjöld það
hefur fyrir skjám á heimilum
sínum.
Þessi einkennilega tillaga er
ekki flutt að tilefnislausu því að í
leiguíbúðum aldraðra í Furugerði
1 var sú kvöð að gluggtjöld yrðu að
vera eins í öllum íbúðum. Var
þessi kvöð sett að kröfu arkitekta
hússins. Einn leigjandanna mun
ekki hafa verið á sama máli og
setti upp gluggatjöld í öðrum lit en
þau voru óðara tekin niður af
ráðamönnum.
Enn einn
bílasali
handtekinn
BÍLASALI einn í Reykjavík
var handtckinn á Keflavíkur-
flugvelli í fyrranótt er hann
var að koma úr skemmtiferð
frá útlöndum. Var hann flutt-
ur í Sfðumúlafangelsið og
hefur hann verið í stöðugum
yfirheyrslum þar siðan.
Grunur leikur á því að þessi
bílasali hafi stundað fjársvik í
bílaviðskiptum og mun mál
hans keimlíkt málum annarra
bílasala, sem handteknir hafa
verið undanfarið grunaðir um
fjársvik.
Þá var annar maður hand-
tekinn í gær vegna rannsóknar
málsins. Hann neitaði í fyrstu
að gefa sig fram við lögregluna
og var þá leitað til sakadóms
Reykjavíkur og óskað eftir
úrskurði um handtöku. Áður en
til þess kom gaf maðurinn sig
fram og var hann einnig fluttur
í Síðumúlafangelsið.
Ekki lá fyrir í gær hvort
óskað verður eftir gæzluvarð-
haldsúrskurðum yfir mönnun-
um tveim.
Vonabaraaðég
fái starfsfrið
— segir Friðrik Ólafsson, nýkjörinn forseti FIDE
fyrsta verk yrði að skipuleggja
sambandið milli Reykjavíkur
og ritaraskrifstofunnar í
Amsterdam og að koma upp
aðstöðu fyrir FIDE í Reykja-
vík.
Mbl. spurði Friðrik út í
ágreining hans og forystu
Skáksambands Islands varð-
„MÉR ER það ljóst. að geysi-
mikið starf er framundan og
að það tekur sinn tíma bæði að
kynna sér þau mál, sem fyrir
liggja ög síðan að samræma
mín stefnumá) annarri starf-
semi Alþjóðaskáksambands-
ins“, sagði Friðrik ólafsson
nýkjörinn forseti FIDE, er
Mbl. ræddi við hann í gær.
„Mér er það ljóst að það er
ekki hægt að gera allt f einu
eða vinna þetta verk á skömm-
um tíma, en ég er staðráðinn í
að verja öllum minum kröft-
um til forsetastarfans og vona
bara að ég fái starfsfrið.“
Friðrik sagði að eitt hans
Friðrik ólafsson og Auður Júlíusdóttir með dætrum sínum Áslaugu
og Bergljóti, á heimili þeirra í gær. Ljósm. MbL RAX.
andi skipan gjaldkerastöðu
Fide.
„Ég hef þegar sagt í samtali
við Mbl. að af minni hálfu átti
þetta aidrei að komast í
hámæli og persónulega harma
ég, að svo skyldi fara.
En það er framtíðin sem
gildir nú. Það er við mörg
vandamál að glíma og enginn
tími til að tefja sig á lítilfjör-
legum ágreiningi, sem heyrir
fortíðinni til og breytir engu nú
til eða frá“.