Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 15 Úr ferdabók Úlriks Sérstæð sýning stendur nú yfir í Bókasafni Norræna huss- ins. Þar eru til sýnis handskrif- aðar síður úr ferðabók og teikningar, sem fylgja þessari frásögn af mikilli reisu, sem farin hefur verið um Evrópu og Suður-Ameríku. Ferðamaðurinn er arkitekt og skíðakennari, fæddur í Þýskalandi, en auðsjá- anlega orðinn ríkisborgari hér- lendis, þar sem hann ber eftir íslenskum lögum föðurnafn sitt Arthúrsson. Hann mun vera búsettur hérlendis og kona hans mun íslensk, eftir því sem mér skildist á stuttum formála, sem komið hefur verið fyrir við inngang að sýningunni. Ekki man ég eftir að hafa séð sýningu af þessu tagi hér á landi áður og heldur ekki erlendis. Að mínu áliti er það skemmtilegt að kynnast dagbók og teikningum Úlriks Arthúrssonar, og ég held, að það sé ágæt hugmynd, sem hann framkvæmir, að láta Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON póstkort fylgja, þannig að hægt er að sjá hvernig hann fer með fyrirmyndir sínar. En ég held, að það sé ekki löstur á þessum unga manni, að margar af þeim teikningum, sem hann sýnir nú í Norræna húsinu, minna dálítið á teikningr þess fræga meistara DUFY. Þetta er ef til vill heldur mikið sagt, en það er skyldleiki í verkum þessara teiknara, sem leynir sér ekki. Þeta er lífleg sýning, og skrifuðu síðurnar líta mjög vel út. Teikningarnar eru snöggar, en samt yfirvegaðar, en stúndum er eins og vanti það, sem mestu máli skiptir, og þær verða ekki nægilega kraftmikl- ar. Það ér sannast sagna, að þessi sýning ber meir vitni um fjörlegt handbragð en yfirveg- aða og þrauthugsaða meðferð línu. Enda held ég, að hér sé fyrst og fremst um augnabliks- myndir að ræða, en þær hafa margar hverjar sérstakt fjörlegf yfirbragð, sem mundi fara forgörðum með meiri natni og hnitmiðaðri vinnubrögðum. Mér þótti skemmtilegt að líta á þessi reisubókarblöð, og ég vildi gjarnan, að maður fengi oftar að sjá eins léttar sýningar, sem ekki gera nokkurt tilkall til að verða heimslist í þeim eina rétta skilningi. Það væri ekki fráleitt, að til dæmis teiknari Morgunblaðsins, Sigmund, héldi sýningu á sínum bestu verkum, þótt þar sé um að ræða verk af öðrum meiði. Mér datt þetta svona í hug, er ég skoðaði þessa sýningu Úlriks. Hver veit, nema að einhverjir lumi á skemmti- legum hlutum, sem þeim hefur ekki dottið í hug, að væru sýningarefni. Það er aftur á móti mikið á ferð af hlutum, sem varla verða taldir sýningar- efni, en það er önnur saga, sem ekkert erindi á hér. Eins og ég sagði í upphafi, er þetta sérstæð sýning, sem vel er þess virði að líta á. Það er einnig ágæt hugmynd að hafa sýningar í Bókasafni Norræna hússins, og hefur það sannarlega aukið á starfsemi þar. Læt þetta nægja að sinni. Ljóðakver ungs manns „Sýnir“ heitir dálítið ljóðakver eftir Sigurjón Birgi Sigurðsson, sem kom út á dögunum. Höfundur, sem er námsmaður hér í Reykja- vík, samdi ljóðin þegar hann var fimmtán ára og gaf svo út í takmörkuðu upplagi núna á sextánda afmælisdeginum sínum. Kverið er prýtt teikningum eftir „Vision". Letur h.f. fjölritaði. HVAÐ HEITA MARANTZ TÆKIN A STRÆTISI/OGNUNUM ? / nóvembermánuöi auglýsum við fjögur MARANTZ-tæki á strætisvögnum Reykjavikur og Kópavogs. Hver sá sem sendir inn eyðu- blaðið, hér til hliðar, rétt útfyllt á kost á þvi að vinna 300.000 króna vöruúttekt hjá okkur. Dregið verður úr réttum lausnum og vinningur afhentur hinum heppna á Þorláksmessu. Enginn er of ungur, gamall eða ófróður um MARANTZ hljóm- tæki tii að taka þátt i getrauninni, þvi að heiti tækjanna standa skýrum stöfum i auglýsing- unum. Aðeins smáathygli, annað ekki.______________ Siöasti innsendingardagur er 5. desember. leióandi fyrirtæki á sviðt sjónvarps útvarps og btjómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGi 10. SIMAR: 27788,19192,19150 MARANTZ magnarinn heitir:. MARANTZ útvarpsmagnarinn heitir:. MARANTZ plötuspitarinn heitir: MARANTZ kassettutækið heitir: Nafn þátttakanda. Heimiii. Sfmi. Fæðingardagur. Sendist Nesco hf. Laugaveg 10, 101 Reykjavik fyrir 5. desember W78

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.