Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 19
hundruð ferkílómetra hafsvæði og án efa myndu olíuflekkir berast upp að ströndum Islands. Sú litla olíumengun, sem orðið hefur hér við land, ætti að vera mönnum næg sönnun þess hvílík vá er af slíku. Hér er að sjálfsögðu aðeins verið að ræða, það sem hugsanlega gæti gerst, en mönnum er án efa í fersku minni mengunin á Ekofisk svæðinu í Norðursjó. Öll sú athafnasemi á Norður Atlantshafi, sem stefnt getur lífríki hafsins í voða og þá um leið efnahag þeirra þjóða, sem byggja afkomu sína á fiskveið- um, er mál sem gefa verður nánar gætur. I þeirri umræðu, sem fram hefur farið hér á landi að undanförnu um hugsanlega út- færslu Norðmanna við Jan Mayen gætir sums staðar órétt- lætanlegrar bjartsýni um, að sanngirnissjónarmið muni ráða athöfnum og gerðum Norð- manna. Noregur er eitt þeirra landa, sem Islendingar kalla frændþjóð og er það sjálfsagt rétt. Samt vill það brenna við, að hagsmunir Islands eru látnir víkja fyrir hugsjóninni um Norðurlandasamvinnu og frændsemi. íslendingar ættu ekki að gleyma því, að þeir eru frjáls og fullvalda þjóð, með hagsmuni sem oft á tíðum ganga í berhögg við hagsmuni annarra Norðurlandaþjóða og þessu mega Islendingar ekki gleyma, þó að við frændþjóðir sé að eiga. Norðmenn vita fullvel hverjir þeirra efnahagslegu hagsmunir eru og þeir munu ekki láta frændsemina verða sér fjötur um fót í þeim efnum. Nægir hér að benda á veiðar þeirra á norsk-íslenska síldarstofninum þessa dagana. Hér er ekki verið að halda því fram, að samskipti okkar við Norðmenn í þessum málum hafi einkennst af undan- látssemi, en því verður ekki mótmælt að óréttlætanleg bjartsýni hefur hér ráðið miklu um í umfjöllun Islendinga um þetta mál hingað til. Það er vonandi að útfærsla Norðmanna við Jan Mayen í 200 mílur leiði ekki til átaka við Islendinga. I Noregi hafa menn samt varpað fram þeirri spurningu við ís- lendinga, þegar þetta mál hefur borið á góma, hvort nokkur hætta sé á því, ef af þessari útfærslu verður, að Islendingar blandi aftur saman tveimur „óskildum málum“, eins og gerðist í einu þorskastríðinu, „öryggi og efnahagslegum hags- munum." Það sem hér er átt við er það, hvort Islendingar muni nota hótun um úrsögn úr NATO ef til deilna kæmi milli þeirra og Norðmanna vegna Jan Mayen útfærslunnar. Þannig hafa menn spurt í Noregi og sýnir þetta. að sumir Norðmenn eiga von á deilum við Islendinga og má álykta út frá þessu að þessir sömu Norðmenn telji ekki rétt, eins og málum er háttað í dag, að veita íslendingum neinar undanþágur eða ívilnanir hvað snertir lögsögu Jan Mayen. Hér er aðeins um ályktun að ræða og vonandi er hún röng, en það skaðar ekki hagsmuni Islend- inga að þeim séu ljósir allir valkostir þessa máls. I Noregi eru hópar sem þrýsta mjög á um að þessari útfærslu verði hraðað sem mest. Einkum eru þa.ð samtök sjómanna og útgerðarmanna í N-Noregi. A áðurnefndri ráðstefnu í Tromsa benti Werner Kiil framkvæmda- stjóri norska sjómannasam- bandsins í N-Noregi á nauðsyn þess fyrir atvinnulífið í Noregi, að Norðmenn sjálfir nýttu öll sín fiskimið og hvatti hann mjög til útfærslu í kringum Jan Mayen. Norsk stjórnvöld eru ekki síður en íslensk stjórnvöld háð vilja hagsmunasamtaka og þó að þorri norskra ráðamanna kunni að vera Islendingum velviljaðir í þessu máli er aðstaða þeirra erfið og helgast það einkum af eftirfarandi. 1) Hagsmunasamtök útgerðar- manna og sjómanna í Noregi ýta á um útfærslu. 2) Olíuvinnslu- fyrirtæki krefjast útfærslu. 3) Norsk stjórnvöld eiga erfitt um vik að veita íslendingum nokkr- ar ívilnanir í lögsögu Jan Mayen, því að þá myndu Sovét- menn krefjast sömu ívilnana fyrir sig í Barentshafi. Rök- semdir Sovétmanna í fiskvéiði- og hafréttarmálum eru nefni- lega afarlikar röksemdum Is- lendinga. Því ber að hafa hugfasta afstöðu Norðmanna í þessu erfiða deilumáli við Sovét- menn í Barentshafi, þegar rætt er um óskir íslendinga varðandi lögsögu Jan Mayen. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru en þó tekin fyrir atriði, sem teljast verða mikil- væg. Lítum þá í örstuttu máli á sölu fisks og fiskafurða. I markaðsmálum rekast víða á norskir og íslenskir hagsmunir og nægir þar að nefna Portúgal og Afríku. Staðreyndir þeirra mála eru kunnar og sýna þær vel hve mikla áherslu ríki leggja á það að vernda efnahagslega hagsmuni sína. Norðmenn hafa sums staðar skákað íslending- um til hliðar og náð undir sig fiskmörkuðum sem Islendingar höfðu ráðið. Heyrst hafa fullyrðingar um það, að við það að ná undir sig þessum mörkuð- um hafi norskir aðilar m.a. notað annarlega viðskiptahætti. Þessir viðskiptahættir hafa ver- ið mjög til umræðu nú seinni ár og þykja alltaf mjög hneykslan- legir. Vinstri pressunni er gjarnt á að fá fyrir brjóstið þegar upp kemst og bandarískir aðilar eiga í hluta, en viðskipta- hættir frændþjóða eru ekki taldir ámælisverðir. Mönnum er vonandi í fersku minni höfðingsskapur Norðmanna í Portúgal. Þar tóku þeir þann hátt að gefa skip, en það er væntanlega hefð sem fengin er frá norskum fornkonungum og sú var tíðin að íslendingar nutu góðs af norsku örlæti og komu margir siglandi heim á norskum konungsgjöfum. Fiskútflutningur er Norð- mönnum ekki síður mikilvægur en Islendingum og á sviði markaðsmála ættu Islendingar einnig að hafa í huga að þeir eru sjálfstæð þjóð, sem gæta verður vel efnahagslegra hagsmuna sinna ekki síður annarra hags- muna. Hér er þá aftur komið að því sem áður hefur verið minnst á, að hugsjónin um norræna samvinnu og frændsemistengsl við Norðurlönd megi ekki verða til þess, að íslendingar gleymi sérhagsmunum sínum, hags- munum sem þjóðin byggir á afkomu sína. 19 COUH rOHBKS TOHTÍMII) HKADTTSHM.M ■ „Tortímid hradlestinni” - þýdd skáldsaga eftir Colin Forbes NÝJASTA bók Colin Forbes er komin út í íslenzkri þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Nefnist hún „Tortímið harðlestinni". Söguþráðurinn er sá, að At- lantic-hraðlestin er á ferð um Evrópu í glórulausu óveðri. Um borð í henni er rússneskur föður- landssvikari — mikilvægur bæði í austri og vestri — hundeltur af útsendurum KGB. Þegar öll önnur ráð þrýtur er ákveðið að tortíma hraðlestinni og öllum sem þar eru innanborðs. „Bók þessi hefur fengið gífur- lega viðurkenningu erlendis og hið þekkta blað Sunday Mirror lýsir því yfir að Colin Forbes ætti engan sér líkan,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda. Útgefandi er Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Fagnar frumvarpi um Félagsmála- skóla alþýðu Sambandsstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambands Íslands fagnar framkomnu frum- varpi til laga um félagsmálaskóla alþýðu og væntir þess að alþingi samþykki frumvarpið, eftir að það hefur verið sent til umfjöllunar og umsagnar til MFA og ASÍ. Teppasýning ídag kl. 13-17 Sýnum m.a. stórkostlegt úrval af handunnum kínverskum mottum, stök gólfteppi og fjölbreytt úrval allskonar teppa. lEPPfíLfíND Grensásvegi 13, símar 83577 — 83430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.