Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
Pltrfw Útgefandi nXiIníiit* hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aöalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2200.00 kr. á mánuói innanlands.
í lausasölu 110 kr. eintakió.
Nýting en
ekki rányrkja
fiskstofna
Imerkri ræðu, sem
Kristján Ragnarsson, for-
maður Landssambands
íslenzkra útvegsmanna,
flutti við setningu þings þess
sl. miðvikudag, veik hann
m.a. að aflabrögðum og
ástandi fiskstofna. Hann
minnti á fyrri samþykktir
þings útvegsmanna um
aukna fiskvernd og tak-
markanir á þorskveiðum í
því skyni að efla þorskstofn-
inn að nýju og auka kyn-
þroska hluta hans til öryggis
fyrir vexti hans og viðgangi.
Þessar samþykktir hafa
stutt tillögur fiskifræðinga
um að takmarka þorsk-
veiðarnar við 275 þús. lestir
á þessu og næsta ári. Á hinn
bóginn er talið, að þorskafl-
inn verði um 340 þús. lestir á
þessu ári eða svipaður og sl.
ár. Það sem úrslitum ræður í
því sambandi er það, að
sóknin hefur aukizt með
fleiri skuttogurum, þótt afli
hafi minnkað á úthaldsdag.
Þá hefur orðið samdráttur í
bátaaflanum, sem er sér-
staklega tilfinnanlegur á
svæðinu frá Vestmannaeyj-
um til Stykkishólms, þar
sem hann hefur minnkað um
fjórðung á tveim árum.
Eins og fram kemur í
ályktun þings útvegsmanna
hafa þær samdráttar-
aðgerðir, sem beitt hefur
verið að undanförnu með
þorskveiðibanni á ákveðnum
tímabilum, skyndilokun
veiðisvæða og stækkun
möskva í botn- og flotvörp-
um og ekki sízt útfærsla og
friðun landhelginnar í 200
mílur ótvírætt skilað
jákvæðum árangri. En betur
má ef duga skal, og nú ríður
á, að áfram verði haldið með
það verk, sem ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar hóf til
friðunar og hámarks-
nýtingar þorskstofnsins.
Eins og Kristján Ragnarsson
lagði áherzlu á höfum við nú
sérstakt tækifæri til þess að
byggja upp nýjan
hrygningarstofn, því að við
eigum nú í uppvexti tvo mjög
sterka árganga, þ.e. frá
árunum 1973 og 1976. En til
þess að það megi verða er
nauðsynlegt að takmarka
sóknina í þorskstofninn enn
frekar, að áliti fiski-
fræðinga. — „Það er skylda
okkar við komandi kynslóðir
að tryggja vöxt og viðgang
þorskstofnsins, þess fisks,
sem við aðallega byggjum
lífsafkomu okkar á,“ sagði
Kristján Ragnarsson. „Það
gerum við með því að
minnka sóknina í millifisk
og smáfisk í ríkari mæli en
gert hefur verið.“
Það ætti að auðvelda
okkur að ná þessu marki, að
við nýtum ekki karfastofn-
inn sem skyldi. Þannig er
Iræðu Kristjáns Ragnars-
sonar kom fram, að miðað
við núgildandi fiskverð og
rekstrarskilyrði í október er
fiskiskipaflotinn í heild rek-
inn með halla. Bátar á
loðnuveiðum skila rekstrar-
afgangi, hallinn á minni
skuttogurum er óverulegur
yfir heildina, en rekstraraf-
koman misjöfn eftir lands-
hlutum, verulegur hagnaður
á þeim togurum, sem gerðir
eru út frá Vestfjörðum, en
að sama skapi mikill halli á
þeim togurum, sem gerðir
eru út frá Suð-Vesturlandi.
Verulegur halli er á stærri
skuttogurunum og ískyggi-
legur halli á þeim hluta
bátaflotans, sem ekki
stundar loðnuveiðar,
talið, að á þessu ári munum
við fiska innan við helming
þess afla, sem fiskifræðingar
telja að stofninn þoli. Þetta
svigrúm eigum við að nota
til hins ítrasta, jafnframt
því sem enn verður að leggja
áherzlu á betri meðferð
aflans.
eða 11,3% af tekjum.
Eins og áður segir hefur
aflaminnkunin verið mjög
tilfinnanleg á svæðinu frá
Vestmannaeyjum til
Stykkishólms eða um 25% á
tveim árum og víða annars
staðar á bátaútgerðin undir
högg að sækja. Það er því
ástæða til að taka undir þau
orð Kristjáns Ragnarssonar,
að afkomuskilyrði þeirra
báta, sem ekki veiða loðnu,
séu nú óbærileg og verði að
finna lausn á því vandamáli
hið bráðasta, því að heilir
landshlutar eiga afkomu
sína undir því, að hægt verði
að gera út þennan hluta
fiskiskipaflotans með eðli-
legum hætti.
Enginn rekstrar-
grundvöllur fyrir
bátaútgerð
Rey ki aví kurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 18. nóvember,
Ignazio Silone
I grein, sem birtist hér í blaðinu
laugardaginn 21. október sl.,
Hvatir Marx, ræðir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson um hið merka
tímarit andófsmanna úr komm-
únistaríkjunum sem búa útlagar á
Vesturlöndum, Kontinent, og telur
upp marga snjöllustu andans
menn Norðurálfu, sem eigi aðild
að ritstjórn tímaritsins, en lýkur
upptalningu sinni með því að
nefna ítalska rithöfundinn Ignazio
Silone.
Ignazio Silone er einn af merk-
ustu rithöfundum á Vesturlöndum
á þessari öld, skáldsagnahöfundur
og skarpskyggn baráttumaður
gegn fasisma, en síðar kommún-
isma. Það er því rétt að nefna
hann í sömu andrá og aðra
„snjöllustu andans menn Norður-
álfu“, en sá hængur er þó á, að
Silone var látinn, þegar hann var
sagður eiga aðild að ritstjórn
Kontinent. Það er í raun og veru
tímanna tákn og segir mikla sögu
um yfirborðsgárur samtímalífs og
brenglað verðmætamat, að íslend-
ingum skuli ekki enn vera kunnugt
um, að'svo hugrakkur frumkvöðull
frjálshyggju í Evrópu og svo
merkur rithöfundur mikillar og
rótgróinnar menningarþjóðar,
hafi látizt fyrr á þessu ári. Ef
poppstjarna tekur inn eiturpillu er
fréttin lögð undir forsíður síð-
degisblaða um öll Vesturlönd, ef
önnur poppstjarna lætur græðá á
sig nokkra hárbrúska til að hylja
yfirvofandi skalla er það jafnvel
frétt í Morgunblaðinu(I). En þó
Ignazio Silone kveðji þetta líf sem
einn af höfðingjum heimsmenn-
ingar á Vesturlöndum, láta menn
sér fátt um finnast. Og við hér á
Morgunblaðinu gerum okkur jafn-
vel sek um að hafa látið dauða
hans framhjá okkur fara.
Ignazio Silone lézt í sjúkrahúsi í
Genf 78 ára gamall. Hann var
bóndasonur frá Norður-Italíu,
gekk 17 ára gamall í lið með
sósíalistum og barðist gegn fas-
isma frá æskuárum. Hann notaði
umgjörð uppruna síns og æsku í
verk sín, þó að ekki sé hægt að
segja, að þau séu ævisögur í þeim
skilningi, sem við leggjum í orðið.
Hann lýsir þessum uppruna sínum
m.a.. í merkri grein, sem birtist í
íslenzkri þyðingu í bókinni Guðinn
sem brást, en þar tíundar hann
afskipti sín af stjórnmálunj frá
fyrsta fari, rekur það, hvernig
hann gengur kommúnisma á hönd,
sér síðan í gegnum þann hrikalega
blekkingarvef, sem marxisminn
hefur ofið í löndum eins og
Sovétríkjunum og víðar, segir
skilið við marxismann og boðar
ræktun og frelsi einstaklingsins í
frjálsu þjóðfélagi. Líf Ignazio
Silones og störf drógu að sér
athygli allra þeirra, sem létu sig
skipta þróun stjórnmála og menn-
ingar fyrir og um miðbik þessarar
aldar. Hann var í fararbroddi,
rödd hans heyrðist um víða veröld.
Hann varð einna fyrstur til þess
að kasta trúnni og lýsa því,
hvernig goð kommúnismans er
ekki annað en maðksmognar fúa-
spýtur. Menn ættu að kynna sér
rækilega ritgerð hans og ævisögu-
brot í fyrrnefndri bók Guðinn sem
brást, en hún var gefin út í
þýðingu Hersteins Pálssonar 1950.
Það eru engir aukvisar, sem gera
upp við kommúnismann í þeirri
bók, Arthur Koestler, Ignazio
Silone, Richard Wright, André
Gide, Louis Fishcer og brezka
ljóðskáldið Stephen Spender, sem
er, ásamt Robert Graves, höfundi
bókarinnar Eg, Kládíus, í fremstu
röð ljóðskálda á enska tungu.
Ignazio Silone var einn af
stofnendum ítalska kommúnista-
flokksins 1921, en sagði sig úr
flokknum 1930 af ástæðum, sem
hann lýsir í Guðinum sem brást.
Hann þurfti marga hildi að há og
er fullyrt, að líf hans hafi einatt
verið í hættu vegna afskipta hans
af stjórnmálum heima á Ítalíu.
Hann var handtekinn og settur í
fangelsi, en komst frá Ítalíu og bjó
í Sviss um 14 ára skeið. Að stríði
loknu hvarf hann aftur heim, tók
enn þátt í ítölskum stjórnmálum,
blaðamennsku og skrifum um
bókmenntir og menningarmál.
Silone var þekktur af skáldsögum
sínum, leikritum og stjórnmálarit-
gerðum og var allfrjór höfundur í
fremstu röð og virður vel. Segja
má með nokkrum sanni, að verk
hans séu samfelld heild, reist á
persónulegri reynslu og nálgist
einatt að vera skáldsögur í rit-
gerðarformi. Einhverju sinni
komst hann svo að orði, að hann
væri „sósíalisti án flokks, kristinn
maður án kirkju". Segja má að
hann hafi smám saman losað sig
við alla pólitíska afstöðu og
tilheyrt hvorki sérstökum flokki
né stefnu. Velferð meðbræðra
hans í frjálsu þjóðfélagi var
honum nægilegt og verðugt
viðfangsefni.
í ævisögugrein sinni í Guðinum,
sem brást, eru ýmis íhugunarefni
fyrir okkur, sem nú lifum, ekki sízt
ungt fólk. Hann segir t.a.m. m.a. í
V kafla: „Hinar sálfræðilegu
aðferðir, sem af leiðir, að hver
einstakur baráttumaður verður
jafnt og þétt óaðskiljanlegri hluti
heildarinnar, eru af sama toga og
þær, sem beitt er af sumum
trúarfélögum og herforingjaskól-
um, og árangurinn næstum hinn
sami. Hverri fórn var fagnað sem
persónulegu framlagi á fórnarstall
„sameiginlegrar frelsunar" og
leggja verður áherzlu á það, að
böndin, sem tengdu okkur flokkn-
um, urðu jafnt og þétt sterkari,
ekki þrátt fyrir hætturnar og
fórnirnar, sem krafizt var, heldur
einmitt vegna þeirra. Þetta er
skýringin á því, hvers vegna
kommúnisminn hefur haft svo
mikið aðdráttarafl á vissa tegund
ungra karla og kvenna, á mennta-
menn og það ákaflega viðkvæma
og örláta fólk, sem þjáist mest af
sóun borgaralegs þjóðfélags. Hver
sá, sem heldur, að hann geti fengið
hin beztu og alvarlegast hugsandi
ungmenni til þess að snúa baki við
kommúnismanum með því að
ginna þau inn í hlý salarkynni til
að leika ballskák, hefur ákaflega
takmarkaðar og óskynsamlegar
hugmyndir um mannkynið."
Og Silone segir ennfremur svo í
V kafla: „Dag nokkurn eyddi ég
klukkustundum í að reyna að
skýra fyrir konu, sem var fram-
kvæmdastjóri við útgáfuhring
ríkisins, hvers vegna hún ætti að
minnsta kosti að skammast sín
fyrir þann sífellda ótta, sem
rússneskir rithöfundar lifðu í. Hún
skildi ekki það, sem ég var að
reyna að koma henni í skilning
um.
Ég reyndi að sýna henni fram á
þetta með dæmum. „Frelsi,“ sagði
ég, „er möguleikinn til að efast,
möguleikinn til að skjátlast,
möguleikinn til að leita og gera
tilraunir, möguleikinn til að segja
nei við hvaða yfirvald sem er —
bókmenntalegt, listrænt, heim-
spekilegt, trúarlegt, félagslegt og
jafnvel stjórnmálalegt yfirvald."
„En það,“ tautaði þessi ágæti
embættismaður Sovétmenningar-
innar með hryllingi, „er gagnbylt-
ing.“ Svo bætti hún við, til þess að
reyna að ná sér niðri á mér: „Við
erum fegin því að njóta ekki
frelsisins ykkar, en við höfum
heilsuhæli í staðinn."
Þegar ég benti henni á, að
orðatiltæki hennar „í staðinn"
væri alveg út í hött, „frelsi er ekki
verzlunarvara, sem hægt er að
nota til skipta", og að ég hefði séð
heilsuhæli í öðrum löndum, hló
hún upp í opið geðið á mér.
„Þú ert í skapi til að gera að gamni
þínu við mig í dag,“ sagði hún við
mig. Og mig rak svo í rogastanz
við einlægni hennar að ég þorði
ekki að andmæla henni frekar.
Það var fullkomlega sannfær-
andi að sjá hrifning rússneskrar
æsku á þessum fyrstu árum
sköpunar hins nýja heims, sem við
vonuðum allir, að mundi verða
mannúðlegri en hinn gamli. En
hversu beizk voru ekki vonbrigðin,
þegar árin liðu fram og hin nýja
stjórn festist í sessi, efnahagskerfi
hennar byrjaði að taka á sig mynd
og hernaðarárásum utan frá var
hætt, — vonbrigðin af að sjá ekki
bóla á hinu fyrirheitna lýðræðis-
fyrirkomulagi en verða þess hins
vegar var, að einræðið varð enn
harðsvíraðra en áður.“
Og í þessari merku ritgerð
Silones segist hann hafa skotið
þeirri viðvörun að ítalska
kommúnistaforingjanum Togliatti,
að „síðasti bardaginn verður háður
milli kommúnista og uppgjafa-
kommúnista".
Dario Fo
Menn verða kommúnistar eða
marxistar af ólíkum ástæðum;
sumir vegna biturrar reynslu í
æsku, aðrir af sálfræðilegum
ástæðum, og svo eru þeir, sem
gerast marxistar eða kommúnist-
ar í sama tilgangi og kamelljónið
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
17
Skæruliðaforinginn
Joshua Nkomo á fundi
með fréttamönnum
þar sem hann lýsir
yfir andstöðu skæru-
liða við seinkun kosn-
inga í landinu þar til
20. apríl nk., en þær
áttu upphaflega að
fara fram 31. desem-
ber.
,. DýíR'IAý So“"> ««Cd
.... 'í',lan Mos|cm d
surgeon found hanged m
eell slruRRled Iwlee »„h ^
Ule day brfore h, dmJP
,n^Ml °°ur1 wastold
The inquest at the Du
mag,strates court ls
Meer"|U;-P °< Dr
the predawi
V\ Hn. thi
Ualian eomir
'Uthorof MiMen. Buf
manv othersuicessful
nd supportei togethei
> actress wife Fruncu
' 'he extreme left. was
'l Þaruehutist ln hls
. , maRazine Gente
U*n noosen
Hf f,e)el who died ,n
the h°Urs ,asl Aug 3.
P HaH h'm UprforTu«Lon,S,Ce
,h. Ck lea,,or B,ko
W"""■ and hí* Ueath
nattona, upraar
*"ne” Biho haVf M ™*,nd.'
Ju.if .1 0en,e Publ
lh ,l,<’ arro« indie;
"S-ýctor Dario Fo
fascist parachutist in
Plins Dario Fo lodt
as a f>anca Rame.
144. Belou,
actresjj Wif(.
st fascism y
grXr
S.”a, his ,o»l
íi^rcs,ub5í .«*
hi, comp'ete pern
ÍTpitt. >" <“,-*'V1h'”,ul
from his contemporan« u»
Hecades remarkable tor A
political trimming, cantl(
ihoddiness, includm* tbo^
might have
rlnsest to him. I* was P'
as Orwcll offended left J
as right with tl,?sf .“Jjfes:
ties, refusmg to be hoo&m
however P°\*uca“y
it might be. |>v "p*
fashionablc labeis-_
Silone rang true ir
and in every
as it were. a.
He was born Secondo Tr«n-
ouilli u»S Labour Day. May L
1900 in a small town m thc
and changed his name
later to avoid involvmg bts
family in his poliUcal actmues.
Hc wrote somctimes. too.
“ Pasquini ”.
Altliough not a
birth—his íather was
landowner—it «a*
Eeasants tha
imself when
ca’Jy active at — -
as a socialist and.
earliest days o,
anti-fascist, Tlns
his ..jrouth-
portant
which was
peasant by M
a small
the
t hc associated JgM
he becaine politi- ZmÆ
thc age of 1/. MHð
.„.J. from thc BKWBs ’/JN
of fnscism. an
x*.l» backgroundot Bread and Wine are
_i, ....... -its rural, anaWt, a . Qwn in many langu
traditionál charactcr—was i - • (particularly in Bn
---* throughout his wora, w best loved;
families, and ínctdents iiae great satires of his pol
earthquake that wiped out rnost R He wrote plays
5 his own íamily but was wo. k heyday. and l
í based on symparhy Wttn. a g00d deal. His
I intuitive. long nnderstarKÍing f vy ali a .jniiy .and conn
£
I * 1™>"« £)d„™ (S."ííp?cíi«
1930. W . Thf, í. 1967 (9 added to h>s *
.er motive
German circus
d of Israel
hypnotizes 10:
mr rhysdavies
the land of hij
being íp any vd
1971 hd was aJ
pal prize fr°m 1
Council for h|
contrilfution tol
of Wales. A N
tributor, he waf
America’s m
fiterary prize t
for thc best sb
year. He rece
1968.
Rbys Daviel
dedicated pr<
ing every day i
rt„_ 21 in St Pancrus Hos-
K%idon. foIUwing
l painful íllness. at the agc
kitically dedgnated as «
Ih Chekhov, Rhys Davies
Bhom in 1903.at Cydach
■Éh^e Rhondda Valley rn
"MaS' 1n hU classir ancl
• ■HhUíLI,. !.<•
' .
skiptir um lit, þ.e. til að hylja fyrri
veikleika, glæpi, sem mega ekki
komast upp, og umfram allt: til að
falla inn í umhverfi óvinarins og
halda lífi — á sama hátt og
kamelljónið. Þannig hafa fyrrver-
andi nasistaforingjar orðið
kommúnistaleiðtogar í
Austur-Þýzkalandi, að því er
fregnir herma, og nú hefur verið
upplýst sú ótrúlega staðreynd, að
einn byltingarsinnaðasti rit-
höfundur ítala, maður, sem hefur
varla haldizt við í kommúnista-
flokki Ítalíu vegna þess að hann er
ekki nógu róttækur fyrir hann,
ítalska leikritaskáldið Dario Fo, er
fyrrverandi fasisti og barðist
meira að segja ótilneyddur fyrir
málstað Mussolinis.
Dario Fo er einn af vinsælustu
leikritahöfundum samtímans. Af
þeim verkum, sem leikin hafa
verið eftir hann í Leikfélagi
Reykjavíkur, vita íslendingar
mætavel, að hann kann svo vel til
verka, að fáir standa honum á
sporði í óborganlegri farsagerð.
Hann er í senn frábærlega
skemmtilegur leikritahöfundur og
stórsnjall hugmyndasmiður í
erfiðustu grein leiklistar, fyndinni
farsaádeilu. Enginn erlendur leik-
ritahöfundur hefur náð meiri
vinsældum hér á landi en Dario Fo
og sýningarnar á verkum hans
hafa ekki einungis verið eftir-
minnilegar, heldur ógleymanlegar.
Dario Fo hefur ekki eyðilagt þau
leikverk sín, sem hér hafa verið
sýnd, með ómerkilegu þjóðfélags-
þvaðri eða pólitísku bulli, sem
gengur aftur í fjölda verka nú um
stundir eins og kækur. Hann er
alltof góður höfundur til að láta
sér detta í hug að eyðileggja verk
sín með þeim hætti. En þó
„prédikar" hann eins og honum
sýnist, en með þeim hætti, að
vekur í senn kátínu og umhugsun.
Það hefur ekki farið framhjá
nokkrum manni, sem fylgzt hefur
með rithöfundarferli Dario Fos, að
hann er marxisti og hefur raunar
þótzt vera svo langt til vinstri, að
jafnvel ítalskir kommúnistar hafa
lent í útistöðum við hann vegna
róttækni hans.
En nú hefur það verið afhjúpað
á Ítalíu, að hann er fyrrum fasisti.
Þannig hefur hann farið úr einum
öfgum í aðrar og það þarf engan
frumlegan sálfræðing til að láta
sér detta í hug, hvers vegna hinum
fyrrverandi fasista hafi þótt henta
að hylja sig reykskýi kommúnism-
Mikki mús
fimmtugur
Washington, 18. nóvember. AP.
FORSETAFJÖLSKYLDA Bandaríkjanna hélt samkvæmi til heiðurs
teiknimyndahetjunni Mikka mús í Hvíta húsinu í gær, en í dag eru
liðin 50 ár frá því að frumsýnd var fyrsta teiknimyndin með Mikka í
aðalhlutverkum. Jimmy Carter forseti tók óvænt þátt í samkvæminu,
en til þess hafði um 100 þroskaheftum börnum verið boðið. Ríkti mikil
kátína í austurherbergi Hvíta hússins þegar Mikki birtist, og virtist
forsetinn skemmta sér jafnvel og börnin.
Áður en Mikki mús kom til Hvíta hússins lauk hann 5.000 km
ferðalagi frá Disneylandi, um Bandaríkin, í tilefni afmælisins. Þetta
var i fjórða skiptið sem hann kemur til Hvíta hússins, en í fyrsta sinn
sem heiðursgestur.
Bandaríska sjónvarstöðin NBC mun minnast afmælis Mikka með
sérstakri dagskrá á morgun, sunnudag, og mun Gerald Ford fyrrum
forseti verða meðal þeirra sem munu minnast barnahetjunnar þá.
Gerald Ford fyrrver-
andi Bandaríkjafor-
seti og Mikki mús.
Blaðamenn
vægt dæmdir
London, 18. nóvember. Reuter
TVEIR brezkir blaðamenn sem
voru fundnir sekir um að hafa
brotið reglur um þagnarskyldu
varðandi rikisleyndarmál, fengu
í dag þriggja ára skilorðsbund-
inn dóm fyrir brot sitt.
Grein sem blaðamennirnir
skrifuðu í tímaritið Time í maí
1976 var sögð brot á reglunum um
þagnarskyldu varðandi ríkis-
leyndarmál, en reglur þessar er
mjög umdeildar innan jiings sem
utan í Bretlandi. Þykir úrskurður-
inn í máli blaðamannanna vera
vatn á myllu þeirra sem vilja að
hinar gömlu reglur verði felldar úr
gildi.
ans, þegar búið var að uppræta
þriðja ríki Hitlers og Mussolini
hafði verið hengdur upp á fótun-
um. Samt hefur þessi uppgötvun
komið mönnum í opna skjöldu og á
Ítalíu hefur það vakið athygli, að
Dario Fo skyldi hafa viðurkennt
það fyrir réttinum í Varese, að
hann hefði ekki verið kommúnisti í
seinna stríði og því ekki getað
tekið þátt í fjöldamorðum
kommúnista á Ítalíu í stríðinu,
heldur hefði hann verið í fasista-
sveitum Mussolinis og gengið m.a.
í fallhlífasveit hans á N-Italíu.
Mynd hefur verið birt af Dario Fo
þar sem hann er í hermanna-
búningi fastista í stríðinu, tekin
1944. Fyrir réttinum sagðist hann
hafa gengið í þessa frægu fall-
hlífasveit fasista til að eyða
tortryggni í garð föður síns, en
fjölskyldan bjó, að sögn hans, í
einhverju fegursta umhverfi
Evrópu, við Lago Maggiore. Dario
Fo kvaðst hafa verið í sveitum
fasista frá september 1944 — jan.
1945, þegar hann sagðist hafa
gengið í andspyrnuhreyfingu
Lazzarinis. En leiðtogi þessarar
andspyrnuhreyfingar, Giacinto
Lazzarini, hefur lýst því yfir í
samtali við ítalska vikublaðið
Gente, að hann sé undrandi á
yfirlýsingu Dario Fos, af því að
hann hafi aldrei verið í and-
spyrnuhreyfingu hans, né heldur
hafi heimkynni Dario Fos og
foreldra hans nokkurn tíma verið
bækistöðvar andspyrnuhreyfingar
gegn fasistum. Aftur á móti birti
vikuritið samtöl við nokkra fyrr-
verandi félaga Dario Fos í fasista-
herdeildinni og mundu þeir eftir
því, hversu áhugasamur hann
hefði verið, meðan hann var í
þjónustu Mussolinis og gat einn
þessara fyrrverandi félaga Dario
Fos í fasistahreyfingunni þess, að
hann hefði barizt við hlið hans,
þegar fallhlífasveitin gerði árás á
andspyrnusveitir kommúnista við
Cannobio við Lago Maggiore, en í
þeim bardaga börðust fasistar
gegn andspyrnuhreyfingu
kommúnista frá Domodossola,
sem er ein helzta samgönguborg á
þessu svæði á N-Italiu, með
mikilvægri járnbrautarstöð á
leiðinni til Brig í Svisslandi.
Ólíkt hlut-
verk í
harmleik
En hvað sem þessu líður, þá er
augljóst, að hlutverk þessara
tveggja merku ítölsku rithöfunda,
Ignazio Silones og Dario Fos, í
síðustu heimsstyrjöid, voru eins
ólík og verða mátti. Það er því
kannski ekki undarlegt, þó að
pólitískt hlutverk þeirra hafi
einnig orðið ólíkt eftir styrjöldina.
í styrjöldinni var Silone sósíalisti
og harður andstæðingur fasista,
en Dario Fo barðist undir
merkjum Mussolinis með frægri
fasistasveit, m.a. við andspyrnu-
hreyfingu kommúnista. En eftir
stríð verður Ignazio Silone einn
merkasti andstæðingur
kommúnismans í Evrópu, en Dario
Fo aftur á móti kröfuharðastur
allra um marxíska byltingu á
Italíu.
Þessi samanburður segir ekki
ómerka sögu. En hann verður
líklega aldrei efniviður í skemmti-
legan farsa eða merkt ádeiluverk
eftir Dario Fo. En kannski þeir
ættu að gera þessa örlagafléttu að
rannsóknarefni í sálfræði- og
þjóðfélagsvísindum við Háskóla
Islands. Það hlýtur að vera
eftirsóknarvert rannsóknarefni að
komast að raun um, hvers vegna
fyrrverandi kommúnistar hætta
að vera kommúnistar og fyrr-
verandi fasistar gerast byltingar-
sinnaðir marxistar við hentugt
tækifæri. Róttækir leikarar gætu
einnig e.t.v. haldið fund um
fyrirbrigðið og Alþýðubandalagið
sett nefnd í málið, nú þegar
íslenzkir kommúnistar hafa lýst
því yfir að þeir ætli að stjórna
heimsbyltingunni.