Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Róbert T. Arnason: Noregur og Island: öryggismál og efnahagslegir hagsmunir í fyrri grein minni fjallaði ég um öryggismál Norðmanna og á hvern hátt þau snerta Island. I þessari seinni grein verður farið nokkrum orðum um efnahags- lega hagsmuni Norðmanna hvað snertir fisk og fisksölu og olíuvinnslu á hafsbotni og á hvern hátt þessir þættir norskra hagsmuna snerta Island og þá er miðað við ástand mála í $ag. Gengið er út frá þeirri forsendu að sérhvert ríki kapp- kosti, næst á eftir því að vernda sjálfstæði sitt og öryggi, að vernda efnahagslega hagsmuni sína. Hér er ekki ætlunin að gera allsherjarúttekt á efnahagsleg- um hagsmunum Norðmanna, heldur er ætlunin að líta á þrennt: I) fiskveiðar, II) olíuleit og olíuvinnslu og III) sölu fisks og fiskafurða. Það verður ekki annað sagt en að Norðmenn hafi færst mikið í fang með því að færa efnahags- og fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur. Noregur er langt og mjótt land, um 2650 km. Efnahags- og fiskveiðilögsagan er 900.000 km2. Seinni talan sýnir að ekki hafa Norðmenn bætt við yfirráða- svæði sitt neinum smáskika, þar sem Noregur er um 386.000 km2 að stærð. Lögsagan er því rúmlega tvöfalt stærri. Á þessu feikistóra hafsvæði þurfa Norð- menn síðan að halda uppi löggæslu og eftirlits- og öryggis- þjónustu. Eitt af verkefnum norska flotans er að leysa af hendi þessi störf, en í þessum flota eru 97 skip af margvíslegum gerðum og eru þeim ætluð ólík verkefni. Aðeins brot af þessum flota hentar því til að leysa af hendi framangreind verkefni. Norska strandgæslan hefur um þessar mundir 13 skip. Auk þess að gæta lögsögu Noregs þurfa þessi skip að gæta landhelgi Sval- barða. John Otto Johansen ritstjóri Dagblaðsins i Osló benti því réttilega á það á ráðstefnu í Tromso fyrir nokkru, að Norð- menn hefðu sýnt meira kapp en forsjá í útfærslu lögsögunnar. Johansen sagði að eins og ástandið væri í dag, hefðu Norðmenn ekki bolmagn til að gæta í hvívetna hagsmuna sinna á þessu feikistóra hafsvæði, sem þeir nú gera tilkall til. Þessar athugasemdir ritstjór- ans eru réttar, en eins og hann sagði sjálfur eiga Norðmenn í vanda með að skilja þetta, þar sem útfærsla þeirra var svo til árekstralaus og því hefur ekki enn reynt á getu Norðmanna til 2. grein að halda uppi löggæslu og eftirliti í lögsögunni. í framhaldi af þessu sagði Johansen, að Norðmenn ætluðu nú enn að stækka við sig og færa út í 200 mílur kringum Jan Mayen. Við þá útfærslu yrði lögsagan orðin yfir 1 milljón km2 að stærð. sem þú tókst Sendið kort sem munað verður eftir: Fjölskyldumynd, eða skemmtilega augnabliksmynd, sem þið hafið sjálf tekió. Pantið iólakortin a f 1 Ath.: Minnsta pöntun er 10 stk. timanlega o eftir sömu mynd. Verð á korti m/umslagi: Kr. 120 ■ Umboðsmenn um alit land - HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 GLÆSIBÆ S: 82590 AUSTURVER S:36161 Það var drepið á það hér áðan, að útfærsla Norðmanna hefði verið svo til átakalaus. Hags- munir Norðmanna og Sovét- manna á Barentshafi stangast þó á. Vandamálið er hvar norska lögsagan endar og sú sovéska hefst. I bili hafa deiluaðilarnir komið sér saman um „grátt svæði“, sem þeir eru sammála um að vera ósammála um. Þetta ástand mun vara enn um sinn. (Sjá kort). En víkjum nú að fyrirhugaðri útfærslu Norðmanna við Jan Mayen. Þarna rekast á hags- munir Islendinga og Norð- manna. Umræður um þessi mál hafa verið miklar hér, bæði í blöðum og útvarpi og er því óþarft hér, að fara út í almenn þekkingaratriði þessa máls. Lítum á tvo þætti þessa máls, sem snerta íslenska hagsmuni beint; fiskveiðar og olíuvinnslu. Islendingar stunda um þessar mundir miklar veiðar við Jan Mayen og eru horfur á að svo verði í náinni framtíð. Meðan sá nytjafiskur, sem íslendingar veiða, gengur upp að þessari eyju verða íslenskir sjómenn að elta hann þangað. Ef Norðmenn færa út í 200 mílur kringum Jan Mayen er e.t.v. bundinn endi á allar slíkar veiðar. Hér er ekki aðeins um aflamissi að ræða, heldur kemur hér við sögu spurningin um aflakvóta og fiskvernd. Það sem Norðmenn myndu veiða af loðnu við Jan Mayen yrði að draga frá leyfi- legum hámarksafla íslenskra sjómanna, þegar loðnan gengi aftur upp að Islandsströndum. Semji Islendingar hins vegar við Norðmenn um veiðar innan þessara 200 mílna lögsögu við Jan Mayen, verða þeir að láta eitthvað á móti, t.d. veiði- heimildir handa Norðmönnum í íslenskri landhelgi. Það er hæp- ið, eins og málum er háttað í dag, að um slíkt semjist. Hafa verður fiskvernd í huga, ef til útfærslu kemur og þá ekki aðeins með hámarksveiði í huga. Hugsanlegt er að olíu sé að finna á hafsbotninum í kringum Jan Mayen. Sýni olíuleit að þarna séu olíulindir, sem borgar sig að vinna, gefur augaleið að Norðmenn munu hefja vinnslu svo fljótt sem auðið er. Olíuborun og tæknin í kring- um hana gera þetta kleyft i dag, jafnvel á svo norðlægum slóð- um, sem Jan Mayen. Þessari vinnslu fylgir samt mikil áhætta. Hugsum okkur rétt sem snöggvast að í aftakaveðri eyðileggist tveir eða þrír bor- pallar og tugir þúsunda lesta af olíu renni í sjóinn og ekki sé hægt að stöðva lekan í nokkra daga vegna veðurs. Afleiðingar slíkrar mengunar fyrir fiskveið- ar á þessum slóðum eru ófyrir- sjáanlegar. Lífríki sjávarins væri spillt um árabil og ef til vill um alla framtíð en þarna eru uppeldisstöðvar og heim- kynni fjölmargra sjávardýra. Olían myndi breiðast um mörg- Þettilistar Perfekt þéttilistinn dugar þegar annaö bregst. Akarn h.f. Sími 51103. Þakkir Innilegustu þakkir vil ég færa þeim sem geröu mér 85 ára afmælisdaginn 2. nóvember ógleymanlegan. Sérstaklega börnum, tengdabörnum, barnabörn- um og vinum öllum. Guö blessi ykkur alla tíö. Ólöf Fertramsdóttir. Hraðhreinsun Kópa- vogs auglýsir Muniö aö koma meö gluggatjöldin og púöaverin tímanlega fyrir hátíöar. Opiö á laugardögum Hraóhreinsun Kópavogs, Borgarholtsbraut 71, aími 43290. Árshátíð Árshátíö Hestamannafélagsins Gusts veröur haldin í Félagsheimili Kópavogs þann 25. nóv. ’78 og hefst meö Hanastéli kl. 20.00. Verölaunaafhending — Skemmtiatriöi — Miö- næturmatur og dans. Miöapantanir i símum 41206 og 41026 fyrir 24. nov. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.