Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Israei með Silvu Kuznetsov systur sinni, sem sat inni í f jögur ár en fékk þá að fara til ísraels. Maður hennar er enn í fangabúðum í Sovét. undir hælinn Iagt hvort að þeim er hugað. Það eru læknastúdentar eða námsmenn sem hafa gert eitthvað af sér sem eru læknar í búðunum og ekki lagt hart að þeim að hlúa að föngunum. Eg man eftir honum Filcha... hann var góður og hlýðinn fangi og gekk æðrulaus og þegjandi að verkunum dag hvern... svo einn góðan veðurdag hneig hann niður við vinnuna. Verðirnir komu og drösluðu honum inn í sjúkraskýlið. Þar var hann látinn liggja í tvo sólarhringa, umhirðulaus... og svo dó hann bara... Vinnan í búðunum er hins vegar ekki sú þrælavinna sem fólk ímyndar sér. Þetta var ósköp venjuleg verkamanna- vinna, ýmist í byggingarvinnu eða við framleiddum hluta í bíla og svona ýmislegt. En það var bara þetta... að maður fékk aldrei skjólflík í kulda og aldrei nóg að borða og maður gat ekki sofið nema hálfan svefn í mörg ár fyrir kulda og sulti... Við unnura sex daga vikunnar. h'rí þann sjöunda. Hvað ég gerði. Ég lá á teppinu mínu á steingólfinu og reyndi að hugsa. Það hélt í mér lífinu að ég var alltaf að reyna að hugsa. Hugsa um að einhvern tíma tæki þetta enda og ég kæmist kannski heim. Kannski fengi ég heimsókn eftir bara tvö ár, þótt ég hefði fengið refsingu og heimsóknin í fyrra verið tekin af mér. Annað gerði ég nú ekki á frídögunum. Við máttum ekki lesa né skrifa og það var ekkert hobbíherbergi eða neitt slíkt fyrir okkur. En nú er ég kominn til Israels og framtíðin er fyrir mig sjálfan mjög jákvæð, segir hann. — Ætti ég að senda einhver boð með þér til lesenda blaðs þíns myndi ég helzt vilja hvetja þá til að halda áfram að vinna að framgangi mannréttinda og jafnréttis öllum til handa. Ég veit að þið eruð menningar- þjóð og hafið ugglaust fylgzt með baráttu sovézkra Gyðinga og annarra andófsmanna þar. Við fundum það sem sátum inni hversu mikil áhrif þessi barátta á Vesturlöndum hefur haft — þótt hægt og seint hafi miðað og enn sé langt í land að menn njóti þar jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. En ég vildi sem sagt að þessari baráttu yrði haldið áfram enn um hríð — og meðan þörf er á. - h.k. Israel Zalmansson. Myndin var tekin í Tel Aviv fynr fáemum dögum. Ævintýraland barnanna Nú eru komin út á tveim hljómplötum 4 vinsælustu ævintýri Grimmsbræöra Hans og Gréta, Mjallhvít, Rauðhetta og Öskubuska. Flytjendur eru þau Bessi Bjarnason, Margrét Guömundsdóttir, Elfa Gísla- dóttir, Siguröur Sigurjónsson og Gísli Alfreösson sem einnig leikstýrir. Þetta er jólagjöfin fýrir yngri kynslóöina Verö á plötum og kassettum aöeins kr. 8900.- Utgefandi FALKIN N dreifingarsími 84670 rp •pppr grmt •rwT'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.