Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 69 i r _ V ' ' V 'i^oúS'00 3g£g£Sg&- JannaW’" *..,nh®r!w °9 » Þetta er bók fagurkerans á sviði skáldskapar og telst til bókmenntalegra tíðinda. Hér má lesa um Ingvar Ingvarsson og dætur hans, Bjögga í Folaldinu og brúar- mennina í Árvogum, frúna í Miklagerði og leiðina í Munaðarnes, konuna, sem beið eftir bréfi frá Boston, litlu stúlkuna, sem fékk púpu í sálina, postulíns- koppinn á Flatey og slysa- tilburðinn í Kaupmanna- höfn og loks Sigvalda garð- meistara, dásemdina rauð- hærðu og austanstrákinn. Rautt í sárið eru listilega sagðar sögur á fögru kjarn- miklu máli, enda er Jón Helgason landskunnur frá- sagnarsnillingur. •r-j Þorleifur Jónsson dregur hvergi af sér í frásögn sinni. Svið minninga hans spannar allt ísland, 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóðkunna stjórnmálamenn og aðra framámenn, en einkum þó það, sem mestu varðar, alþýðu manna, ís- lenzkan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum við höfuð- f jendurna, krata og templara. Hann er tæpitungulaus og hreinskilinn og rammíslenzk- ur andi litar frásögnina frá upphafi til loka. Skálateigsstrákurinn Þorleif- ur Jónsson er margfróður og afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans verður margs vísari um mannlíf á íslandi á öldinni, sem nú er að líða. ' JÖHANNES STRÁKURINN ÞORLEIFUR JONSSON HELDURSÍNU STRIKI ■ . ' ■" ■ Voru þingmenn meiri skörungar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa alþingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er að finna mannlýsingar 55 alþingis- manna og ráðherra eftir háðfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans einkennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarn- góðu, hnökralausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvað varðar hið bros- lega í fari viðkomandi. Bregð- ur þá fyrir á stundum dálítið meinlegri hæðni. Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess bezta, sem hann lætur eftir sig á prenti. Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 — simi 19400 Þú sparar tugþúsundir króna ef þú lætur endurryðverja bifreiðina reglulega ÞVOTTUR: Að lokum er bifreiðin þrifin að utan jafnt sem innan. Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síðan spraut- uð með vatni, þannig að Tectyl og önnur óhreinindi á lakki skolast burt. 1. SPRAUTUN: Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut- að í öll samskeyti, brot og suöur, en það hefur mjög góða eiginleika til að smjúga inn í staöi þar sem mest hætta er á ryöskemmdum. Þetta efni er einnig sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl. 2. SPRAUTUN: Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti. 3. SPRAUTUN: Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og á alla viðkvæma staði undir bílnum til frekari hlífðar ryðvarnarefninu og til einangrunar. ÞURRKUN: Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni inn í þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif- reiöinni þurrkað með heitum loftblæstri. ÞURRKUN: Eftir nákvæman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft- blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum, sem nauðsynlegt er að framkvæma, til að ná sem bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif- reiðin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er borið á. Verklýsing á ryóvörn ÞVOTTUR: Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem hefur þrýsting allt að 130 kg/cm2). Kemur það í veg fyrir að óhreinindi geti leynst í undirvagni eða hjól- hlífum. BORUN: Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif- reiða. — öllum slíkum götum, sem boruð hafa verið, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt með sérstökum plasttöppum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.