Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 75 SVART OG HVlTT The Klansman, am. 1974 Leikstjóri: Terence Young. Handrit: Samuel Fuller, Mill- ard Kaufman. Byggt á sögu eftir William Bradford Huie. Kvikmyndataka: Lloyd Ahern, Aldo Tonti. Kynþáttaóeirðir hvítra og svartra hafa verið efniviður í margar og mismunandi myndir og líkt og The Klans- man hafa þær flestar tekið málstað hinna undirokuðu. Efniviðurinn krefst í flestum tilvikum mjög ákveðinnar skoöunar af höfundunum, sem í þessari mynd er svo sterk, að hún þurrkar nánast út alla þersónusköpun. Mynd- in gerist í smábænum Ellen- ton í Alabama, þar sem starfandi eru mjög virk Ku Klux Klan samtök. i vændum er útifundur um jafnrétti, sem fjölmiölar munu fylgjast með og innan samtakanna er lögð áhersla á þaö viö félagsmenn aö þeir takmarki ofbeldiö. Örfáum dögum fyrir útifund- inn er hvítri konu nauögaö af svertingja og við það hitnar svo í kolunum, að hvert ofbeldisverkiö rekur annaö. Lögreglustjórinn (Lee Marvin) reynir að sigla milli skers og báru í þessum átökum (hann heldur starfi sínu aöeins vegna tengsla við KKK, en hann hefur þó megnustu andúö á samtökunum), en er að lokum neyddur tll að taka opinbera afstöðu gegn sam- tökunum, þegar þau ákveöa aö fara gegn vini hans, Breck (Richard Burton), uppgjafa- hermanni, sem er svertingj- unum vinsamlegur. Burton virðist ekki falla fullkomlega inn í þetta hlutverk, sér í lagi ekki þegar hann þarf aö sýna kunnáttusemi sína í karate, þó aö leikstjórinn komist sæmilega frá því. Enginn svertingi fær nokkra úrvinnslu í persónusköpun í myndinni, sem er talandi tákn um yfirborðsmennsku myndar- innar, sem eyðir mestum tíma í að lýsa hinum ógeöfelldu meðlimum KKK. Myndin er því orðin einhvers konar úthverfa á gömlu indíána- hasarmyndunum, en í staöinn fyrir vondu indíánana (án skilgreiningar) sem góðu hvítu mennirnir drápu, eru hér vondir hvítir menn, sem ofsækja góðu svertingjana (án skilgreiningar). Hin ein- falda afstaöa myndarinnar sem er styrkur hennar til að æsa upp blint ofstæki, verður henni jafnframt að falli, þar sem illmögulegt er að taka myndina mjög alvarlega. Samuel Fuller, annar hand- ritshöfundanna, hefur gert allmargar myndir sem leik- stjóri og eftir því sem ég kemst næst, fjalla þær allar um veruleg átök mismunandi skoöana. Fuller hefur m.a. sagt: „Það er ekki hægt aö þröngva fólki til aö elska hvert annaö, til aö hugsa á sama hátt. Það er ekkl hægt, og það gleður mig. Ég hef gaman að ringulreið, mót- sögnum, deilum. Það væri hryllilegt ef allir hugsuðu eins. Jafnvel þó að þú hafir rétt fyrir þér hefur þú engan rétt til að þröngva þínum skoðun- um upp á mig.“ Það er hægt aö taka undir þessi orð Fullers en ef til vill heföi verið árangursríkara fyrir hann að hafa þau í huga, þegar hann samdi handritið að þessari mynd, því hin einfalda skipting í svart og hvítt, vont og gott, gefur ekki tilefni til mikilla umræðna. SSP. Fyrir skömmu barst Síö- unni eftirfarandi bréf úr höfuðstað okkar nyrðra: „Ekki get ég talið mig mikínn áhugamann um kvik- myndir en pó hef ég ekki getað komist hjá Því að hrífast af skínandi smá- myndum, sem sýndar hafa verið í sjónvarpinu undan- farna mánuði. Þessar myndir hafa flestar verið um dýralíf en einnig flug, litbrigði í vatni og fleíra. Þær eiga Þaö allar sammerkt aö vera listilega vel teknar, svo að ber af öðrum fræöslumynd- um, og einnig er fléttað saman á áhrifaríkan og óvenjulegan hátt mynd og hljóði. Höfundur og myndatöku- maður er sagður ROBERT LEHMAN. Nú bætti mér fróðlegt að vita hvort Þú gætir ekki gefiö mér og öðrum lesendum Morgun- blaðsins einhverjar upplýs- ingar um téöan Lehman og afrek hans á sviði kvik- myndalistarinnar. Ég er viss um að Það væri vel pegið af fleirum en mér. Meö vinsemd og virðingu Kristján Kristjánsson Skarðshlið 19, Akureyri. Því miöur er það nú svo, af einhverjum ástæöum, að tímaritum eða bókum um kvikmyndir verður ekki tíð- rætt um heimildarkvikmyndir — nema um sé að ræöa pólitískt hástemmdar myndir, sem fá þá virðulegu umfjöllun í kvikmyndamálgögnum við- komandi trúarbragðahópa. Heimildarkvikmyndir hafa því sjaldan náð því umræöustigi, að vera metnar sem mismun- andi listaverk, eins og leiknu kvikmyndirnar, þó að í mörg- um tilfellum séu þær betur komnar að slíkri umræöu en meiri hlutinn af leiknu mynd- unum. Þar sem myndir Leh- mans eru saklausar af pólit- ískum áróðri, er maöurinn mér algjörlega ókunnur sök- um heimildaskorts og einu upplýsingarnar, sem mér tókst aö afla, er auglýsinga- bæklingur frá dreifiaðila myndanna, sölubæklingur, sem hrósar aöeins Lehman og myndum hans upp í hástert. Af upplýsingum er þetta helst að hafa: „Robin Lehman er fæddur 1936 og lagöi stund á listnám frá fimm ára aldri til tvítugs. Frá listnáminu sneri hann sér að tónlist og nam m.a. hjá Nadia Boulanger í París á árunum 1959—1965. Tveimur árum seinna hóf hann aö vinna viö kvikmyndir og hefur verið aö leika sér með myndavélar æ síöan. Allt frá því Lehman var undir tvítugu hefur hann lagt stund á köfun og könnunar- ferðir neðansjávar. Hann eyddi fjórum árum í að fullkomna sína elgin tækni til neöansjávarmyndatöku og byggöi sér sérstakt hylki utan um kvikmyndavélina. Árang- urinn af þessu má sjá í myndinni Undercurrents, sem I myndahátíðinni í Moskvu, hlaut silfurverðlaunin á kvik- I 1973. Myndir hans hafa verið sýndar á mörgum alþjóöa kvikmyndahátíðum, og tvær 'mynda hans hlutu Gullbjörnin 'í Berlín, Colters Hell 1973, og Flyaway, 1972.“ Framhaldið af þessu er mest skrúðmælgi um ágæti Lehmans og mynda hans, en þar hnaut ég þó um eftirtekt- arvert atriði. Verið er að lýsa ferðalögum Lehmans, sem er með stuttu millibili annað- hvort að kvikmynda við Rauðahafiö, elta fiðrildi í New York, athuga prentun mynda sinna í London eða að „stúd- era lífið á íslandi. Hann segist hafa „áhuga á öllu sem skríður, flýgur, talar eða bara situr um kyrrt.““ Ekki er mér Ijóst hvar við föllum innan þessarar skilgreiningar en hafi Lehman gert mynd hér á landi, ætti íslenska sjónvarpiö að leggja metnað sinn í að fá hana til sýningar. Því miður hef ég ekki séð nema örfáar af þessum myndum, (Colters Hell, Wings and Things), en ég er algjör- lega sammála þeim skoðun- um, sem koma fram í bréfinu og sérstaklega er hugmynda- rík notkun hljóösins hress- andi. Hér er hins vegar ekki að ræða um neinar nýjar hugmyndir, hvorki í mynd- uppbyggingu eða hljóðnotk- un og þó að mikil vinna sé lögð í aö koma þessu öllu smekklega saman þá vantaði aðalatriðið, amk. í tveimur fyrrnefndum myndum. Hug- myndina að baki verkinu. Efnislega leiddu þessar myndir aöeins inn í blindgötu endurtekninga, sem gerði myndirnar fráhrindandi, þó að þær væru ekki lengri en 10 mínútur. Það er líkt og að vera boðin á málverkasýn- ingu, þar sem aðeins ramm- arnir hanga uppi. Annars er það íhugunarefni, að þessar myndir Lehmans skuli vekja sérstaka athygli. í fyrsta lagi er það jákvætt, því að í þessum myndum nær kvik- myndaformið (án tals) aö njóta sín allvel, en í öðru lagi neikvætt, því að þessi ser- staka athygli bendir til þess, að myndir Lehmans standi upp úr því flóði myndefnis, sem sjónvarpið hellir yfir okkur. Ef svo er þá er svo sannarlega kominn tími til að athuga þetta myndaflóð öllu nánar. SSP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.