Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Númer 15 Hamilton Eg hef í undangengnum greinum reynt að leggja ljóst og sannfærandi fyrir ykkur meðborgara mína hversu mikil- vægt Sambandsveldið er stjórn- málaöryggi ykkar og hamingju. Eg hef rakið fyrir ykkur þær margvíslegu hættur sem biðu ykkar ef þið leyfðuð að þau heilögu bönd, sem binda amerísku þjóðina saman, yrðu leyst vegna valdafýkni eða fégræðgi, af öfund eða meö prettum. Síðar í þeirri rannsókn sem við gerum nú saman, munum við finna áður óþekktar . staðreyndir sem styðja þann málstað sem ég vil sannfæra ykkur um. Ef ykkur finnst leiðin sem þið þurfið að fara sums staðar torfarin og þreytandi þá ættuð þið að minnast þess að þið eruð að leita upplýsinga um málefni sem er mikilvægara en nokkuð annað sem frjálst fólk getur beitt athygli sinni að. Leitarsvæðið sem þið verðið að fara um er vítt og leiðin vandrataðri en vera þyrfti ef hártoganir og villukenningar hefðu ekki hlaðið þar villuleiti. Markmið mitt er að ryðja vegartálmum úr vegi ykkar eins vel og auðið er án þess að hagnýti sé fórnað fvrir flýti. Það er næst fvrir í áætlun minni um þessa umræðu að athuga hvers vegna núverandi Bandalag nægir ekki til að varðveita Sambandsveldið. Nú kunna einhverjir að spyrja hvaða nauðsyn beri til að þeim séu færð rök og sannanir til að skýra afstöðu sem enginn and- mælir eða efast um að sé rétt, afstöðu sem tilfinningar og skynsemi manna af óllum stéttum styður og andstæðingar Stjórnarskrárinnar jafnt sem formælendur hennar viður- kenna er rétt að efni til. Við hljótum að viðurkenna að hvernig svo sem menn greinir á að öðru leyti þá virðast þeir samdóma um það að allsherjar- stjórn okkar sé raunverulega gölluð í ýmsu og að nauðsyn sé að aðhafast eitthvað til að forða henni frá yfirvofandi stjórn- leysi. Staðreyndir sem styðja þessa skoðun taka af allan efa. Þær hafa þrengt sér inn í vitund allrar þjóðarinnar og loksins neytt þá sem með röngum ákvörðunum hafa átt drýgstan þátt í að leiða okkur út í stórvandræði til að játa beriega að ágallarnir á skipan banda- lagsstjórnarinnar eru raunveru- legir. Skynsamir vinir Sam- bandsveldisins hafa lengi bent á þessa galla og harmað þá. Við getum með réttu sagt að við séum nú komin á lægsta þrep niðurlægingar í þjóð- málum. Það er varla nokkuð það sem sært gæti stolt sjálfstæðrar þjóðar eða spillt anda hennar sem við verðum ekki fyrir. Höfum við skyldur sem allt krefst að við gegnum? Við bregðumst þeim stöðugt og kinnroðalaust. Erum við skuldug. erlendum mönnum og eigin borgurum vegna framlags þeirra þegar bráð hætta steðjaði að stjórnmálalegri tilveru okkar? Engar viðeigandi og fullnægjandi ráðstafanir hafa verið gerðar til að endurgjalda vélgerðarmönnum okkar. Eru verðmæt landsvæði okkar og mikilvægar herstöðvar í höndum erlends ríkis sem ætti þó samkvæmt samningum að hafa látið þær af hendi fyrir löngu? Þeim er enn haldið og það rýrir hagsmuni okkar og rétt. Höfum við aðstöðu til að andmæla árásinni eða hrinda henni? Við höfum hvorki herlið, fjármuni, né heldur stjórn fyrir Sambandsveldið allt. Getum við þá að minnsta kosti mótmælt með virðingu? Við yrðum fyrst að bæta fyrir þær vanefndir á sama samning sem á okkur eru bornar með réttu. Eigum við ekki náttururétt og samnings- rétt á frjálsum siglingum um Mississippi-fljót. Spánn bannar okkur þær. Er ekki á hættu- tímum ómetanlegt að geta aflað fjármagns sem opinberum lán- um? Við virðumst telja þessa fjármögnunarleið til örþrifa- ráða sem ómögulegt sé að grípa til. Eru verslunarviðskipti auð- sæld þjóðarinnar mikilvæg? Verslun okkar í rústum. Er gott álit með öðrum þjóðum vörn gegn erlendri áreitni? Vitleysi stjórnar okkar aftrar því jafnvel að þær hafi samneyti við okkur. Sendiherrar okkar erlendis eru aðeins skrúðleikarar ímyndaðs fullveldis. Er skyndilegt og óeðlilegt verðfall á landeignum merki um þjóðarvandræði? Verð ræktaðs lands er víðast hvar miklu lægra en framboð óræktaðs lands gefur tilefni til. Einu skýringarnar á þessu lága verði er að leita í vantrausti almennings í garð hins opin- bera. Þetta vantraust er ríkjandi á öllum stigum þjóð- félagsins og stuðlar beint að því að lækka verð hvers kyns eigna. Er lánstraust einkaðila vinur og verndari framleiðslu? Mikil- vægasti þáttur lánastarf- seminnar, en það eru lántökur og lánveitingar í peningum, hefur nú dregist mjög saman og stafar það fremur af öryggis- leysi en peningaskorti. Til þess að stytta upptalningu einstakra atriða, sem hvorki eru ánægju- leg né lærdómsrík má almennt spyrja; við njótum óvenjulegra landgæða en hvaða merki um óreglu, fátækt og eymd einnar þjóðar eru það sem ekki má finna í sorgarsögu gæfuleysis okkar í opinberum málum.? Þau sömu ráð og skoðanir sem nú vilja aftra okkur frá því að samþykkja stjórnarskrártil- löguna, hafa steypt okkur í þetta eymdarástand. Það nægir ekki að hafa leitt okkur út á ystu nöf, heldur virðist áformað að hrinda okkur fram af niður í hyldýpið sem bíður okkar. Hér, samlandar mínir, skulum við hlýða öllum þeim röddum sem eiga að hafa áhrif á upplýst fólk og standa fast á friði okkar, öryggi, virðingu og mannorði. Við skulum nú loksins brjóta af okkur þau banvænu álög sem leitt hafa okkur af leið gæfu og velsældar. Það er satt sem áður var nefnt að harðar staðreyndir sem ekki verður móti mælt, hafa komið á einskonar almennu samkomu- lagi um þá óhlutbundnu staðhæfingu að ýmsir efnislegir gallar séu á þjóðkerfi okkar. En viðurkenning gamalla and- stæðinga allsherjarfram- kvæmdar á þessu glatar hag- nýtu gildi við harða andspyrnu þeirra gegn úrbótum sem reist eru á einu aðferðunum sem tryggt geta lokasigur. Þótt þeir viðurkenni að stjórn Bandaríkj- anna skorti allan styrk, berjast þeir gegn því að henni séu falin þau völd er þyrfti til að veita henni styrk. Þeir virðast enn stefna að hlutum sem eru mótsagnakenndir og geta ekki farið saman: að eflingu alls- herjarvalds án skerðingar á valdi Ríkjanna; að fullveldi Sambandsveldisins og fullu sjálfstæði meðlimaríkjanna. Þeir virðast í stuttu máli enn í blindni vera hliðhollir því stjórnmálaskrýmsli sem felst í ríki í ríkinu. Þannig er nauðsyn að rekja til fullnustu helstu annmarka Bandalagsins til þess að sýna að þau vandræði, sem við verðum nú að reyna, stafa ekki af minniháttar ágöllum í smáum atriðum, heldur eiga þau rætur að rekja til grundvallar- galla í gerð hússins, sem ekki verða lagfærðir nema grunnfor- sendum og máttarstoðum byggingarinnar allrar verði breytt. Stærsti og djúpstæðasti lösturinn á skipan núverandi Bandalags er sú regla að lög eru sett um Ríki og Stjórnir sem félagslegar eða stjórnmálalegar Ileildir en ekki um Einstaklingana sem þau ná til. Þótt þessi regla gildi ekki um öll völd sem falin eru í hendur Sambandsveldinu þá nær hún til þeirra valda sem nauðsynleg eru til að öðrum völdum verði beitt. Fari Bandaríkin eftir lögbundn- um reglum um kostnaðarskipt- ingu, hafa þau fullan rétt til að biðja Ríkin um öll nauðsynleg fjárframlög eða mannafla, en hvorugs geta þau aflað sjálf eftir reglum sem næðu til einstakra borgara Ameríku. Afleiðing þessa er sú að þótt ákvarðingar í þessum efnum séu lög samkvæmt öllum kenning- um og bindi meðlimaríkin að stjórnlögum þá eru slíkar ákvarðanir í rauninni aðeins tilmæli sem Ríkin verða við eða hafna að eigin geðþótta. Þar er skýrt dæmi um brigðulleik mannlegs vits að þrátt fyrir ótvíræða reynslu okkar í þessum efnum skuli enn vera til menn sem eru andsnúnir hinni nýju Stjórnarskrá af því hún víkur frá þeim ákvæðum hinnar eldri sem orsaka vanda okkar og eru þar að auki í mótsögn við allar hugmyndir Þegar hin nýja stjórnarskrá Bandaríkjanna gekk í gildi 1789 tók allsherjarstjórnin til starfa í Nevv York borg til bráðabirgða. Það var ekki búið að velja stjórninni aðsetur til frambúð- ar. Alexander Hamilton fjár- málaráðherra notaði sér þessa óvissu til að koma fram í þinginu máli sem annars hefði ekki náð f ram að ganga. Haustið 1790 fól þingið Ham- ilton að leggja fyrir þingið þrjár greinargerðir og tillögur um efnahagsmál, þ.e. um skuldir ríkisins, um bankamál og um iðnað. Tillögur hans um skuldir ríkisins, um bankamál og um iðnað. Tillögur hans um skuldir ríkisins, sem stöfuðu flestar af stríðsrekstrinum, voru þess efn- is að allsherjarstjórnin skyldi takast á hendur allar skuldir sem stofnað hafði verið til vegna Frelsisstríðsins og greiða þær á nafnverði á alllöngum tíma. Það varð enginn ágreiningur um' greiðslu þeirra skulda sem allsherjarríkið sjálft hafði stofnað til. En hin einstöku Ríki höfðu einnig stofnað til skulda vegna stríðsins og um þessar Höfuðborg Banda- ríkjanna staðsett skuldir varð verulegur ágrein- ingur. Ríkin höfðu á meðan á stríðinu stóð selt íbúum sínum skuldabréf, sem gengið gátu kaupum og sölum á frjálsum markaði. Þegar stríðinu lauk og ljóst varð að sum Ríkin myndu sjálf ekki geta innleyst þessi skuldabréf í bráð, féllu þau mjög í verði. Verðfallið varð mismunandi í hinum mismun- andi en mest í landbúnaðarríkj- unum syðst í landinu og seldu bændur þar skuldabréf sín langt undir nafnverði. Það voru eink- um íbúar Norðurríkjanna, þar sem iðnaöur og verslun voru með blóma, sem keyptu skulda- bréfin. Suðurríkjamönnum þótti því óeðlilegt að allsherjarstjórn- in tæki við skuldunum á nafn- • verði og greiddi þær síðan af skatttekjum af landinu öllu. Þeim þóttu Norðurríkjamenn hagnast á þessum viöskiptum án þess að þeir legðu fram nokkuð er réttlætti hagnaðinn, Suður- ríkjunum væri með þessum aðgerðum gert að greiða óeðli- lega stóran hluta af kostnaði styrjaldarinnar. Jafnframt höfðu sum Ríkjanna þegar greitt verulegan hluta af skuld- um sínum og sáu enga ástæðu til að þau þyrftu jafnframt að greiða hluta af skuldum ann- arra Ríkja. Formælandi Suðurríkjanna í þessu málefni var Thomas Jeff- erson, utanríkisráðherra, og eftir að þingið hafði hafnað tillögum Hamiltons, sneri hann sér til Jeffersons til að fá ákvörðunina endurskoðaða. Hamilton bauð Jefferson að styðja það að höfuðborgin yrði flutt suður í landið ef Jefferson fengi tillöguna um skuldaskilin samþykkta. Jefferson gekk að þessu. Þótt ákvörðun um staðsetn- ingu höfuðborgarinnar væri þannig tekin 1790, flutti stjórn- in ekki til Washington fyrr en 1801. Thomas Jefferson var fyrsti forsetinn sem þar átti aðsetur. Eftir að fyrirrennarar hans höfðu um stund setið í New York flutti aðsetur stjórnarinn- ar til Philadelphiu um tíma. Halldór Guðjónsson. um stjórn. Ákvæði, sem í stuttu málí er þannig að séu þau á annað borð framkvæmanleg þá setja þau heiftúðug og blóðug hernaðarátök í stað mildra áhrifa embættisvaldsins. Það er ekkert fárániegt eða óframkvæmanlegt við þá hug- mynd að sjálfstæð ríki geti gert með sér bandalag eða sáttmála í ákveðnum tilgangi með samningi er tiltaki í smá- atriðum stund og stað, aðstæður og framlög, en veiti ekkert svigrúm til síðari ákvarðana. En framkvæmd slíkra samninga er háð góðum vilja samningsaðila. Slíkir samningar eru til með öllum siðuðum þjóðum en gildi þeirra veltur á því hvort friður ríkir eða styrjöld er í aðsigi, á því hvort samningsaðilar -vilja halda þá eða ekki í ljósi eigin hagsmuna og afstöðu. Snemma á þessari öld var það almenn tísk í Evrópu að gera slíka samninga. Stjórnmála- menn þeirra tíma gerðu sér miklar vonir um árangur af þessu en hann kom aldrei fram. Tilgangurinn var að koma á valdajafnvægi og friði í þeim heimshluta. Öllum ráðum til samningagerðar var beitt, gerðir voru þrefaldir og fjór- faldir sáttmálar. En þeir voru varla fyrr gengnir í gildi en þeir voru rofnir. Af þessu á mannkyn að draga þann dýrmæta og dýrkeypta lærdóm að lítið traust er setjandi á samninga án viðurlaga; samninga sem aðeins höfða til drengskapar- skyldu samningsaðila og etja saman almennum óskum um frið og réttlæti annars vegar og sérhverjum kröfum nærtækra hagsmuna eöa aðstöðu hins vegar. Ef einstök Ríki þessa lands vilja tengjast þannig eins og ónnur sjálfstæð Ríki en gefa frá sér öll áform um yfirstjórn sem hefði frumkvæðisvald, þá væri það illvænlegt þar sem það stefndi okkur í þær ógöngur sem taldar voru upp hér að framan. En slík fyrirætlan hefði þó þann kost að vera sjálfir sér sam- kvæm og framkvæmanleg. Með Greinar Bandalagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.