Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 55 Oftast nær er nú aðeins einn drepinn en öðru hverju fer allt úr böndum og af hljótast fjöldavíg.. (SJÁ: Blóðhefndir) Þeir hafa vinnu og eru allt um Það iðjulausir! umleikis. Af þessum sökum er atvinnuleysi nú meira í Japan en nokkurn tíma frá því 1959. Og raunverulegir atvinnuleysingjar eru langtum færri en hinir sem haida launum sínum, og starfi að nafninu til, þótt þeir hafi ekkert að gera. Æviráðningar eru hefð- bundnar í Japan, og reyna fyrir- tæki hvað þau geta að halda starfsmönnum sínum fram að eftirlaunaaldri og segja þeim helzt ekki upp þótt þau hafi engin verkefni handa þeim. Þau fimm hundruð þúsund manns, sem nú eru atvinnulaus og þó ekki, eru kölluð „stólhitarar" í daglegu tali og þykir ekki sérlega virðuleg nafnbót. Það er vitanlega ekki stólhiturum að kenna að þeir hafa ekkert að gera. En það getur varla hjá því farið að félagar þeirra á vinnustað taki að líta þá hornauga þegar fram í sækir fyrir það, að þeir hafast ekkert að. Enda erú stólhitarar margir orðnir þunglyndir og sumir hafa jafnvel kiknað undir fyrirlitningu vinnu- félaganna og ráðið sér bana. Japanir eru kunnir að mikilli iðni, svo og að taumlausri hollustu við húsbændur og yfirvöld og þess gjalda nú umræddir atvinnuleys- ingjar, eða verkefnaleysingjar öllu heldur, að þeir vinna fyrirtækjum sínum ekkert. Það er hámark vesældóms í Japan. KRABBAVALDAR Alltaf er verið að leita krabbameinsvalda í fæðu manna og umhverfi og fyrir stuttu bárust stórtíðindi af þeim vettvangi. Það kom sem sé út í Bandaríkjunum opinber skýrsla þar sem segir, að rannsóknir hafi leitt í ljós, að sakkarín sé hugsanlegur krabbavaldur og auk þess hugs- anlegur „krabbahvati“, sem svo er kallaður, þ.e. hvati á aðra krabbavalda. Vitnað er í ýmsar rannsóknir þessu til stuðnings, m.a. rann- sóknir á rottum, sem fram fóru í London. Þar eru rottur aldar á „vanalegu" fæði en þeim gefið sakkarín að auki. Öðrum var gefið sama fóður en auk þess skammtur af öðrum krabba- valdi. Breiddist blöðrukrabbi þá fljótlega út í síðartalda hópn- um, og miklu meira en ætla mátti eftir skammtinum af aukaefninu, en í fyrrnefnda hópnum gætti blöðrukrabba lítið sem ekki. Þetta virðist koma heim og saman við niðurstöður rann- sókna sem fram fóru fyrir einum tveim áratugum en hefur verið lítill gaumur gefinn fram að þessu, og enn fremur hníga ýmsar niðurstöður nýlegri rannsókna í sömu átt. Verður nú væntanlega farið að leita annarra hugsanlegra krabbahvata, efna sem verka kunna á önnur efni er valda algengari tegundum krabba. M.a. standa vonir til að skýrist tengsl þau sem virðast vera með fituríkum mat og ristilkrabba. Líkaminn framleiðir sýrur til þess að vinna á fitunni. Er hugsanlegt, að sýrurnar séu hvatar á krabbavaldana í fæð- unni. Enn fremur má telja tengslin milli tóbaksreykinga og lungnakrabba. Það er ljóst af margendurteknum rannsókn- um, að hættan á lungnakrabba LANGRÆKNI: 90,000 vegnir á fjórum áratugum aðeíns einn drepinn en öðru hverju fer allt úr böndum og af hljótast fjöldavíg. Eitt sinn voru 27 drepnir og fjölmargir særðir, allt út af einni stúlku; en „sök“ hennar var sú, að maður úr næsta porpi hafði beðið hennar... Öðru sinni féllu 17 manns í skotbardaga og var petta mannfall sprottið af pví að maður hafði beðið stúlku sem búið var að heita öðrum. Biðlarnir buðu hver út sínum „her“ og skutust menn svo á par til 17 lágu dauðir og par á meðal foringjarnir báðir... Loks er hér ein álíka, pótt ekki væri par kvennamálum til að dreifa: pað gerðist í mat- vöruverzlun í Kaíró. Verzlunin var full af fólki. Allt í einu veður inn maöur vopnaður vélbyssu, hefur að skjóta og hættir ekki fyrr en 11 liggja í valnum. Maðurinn hafði átt eitthvað sökótt viö kaupmanninn. Kaup- manninn sakaöi ekki... - IRENE BEESON. minnkar smám saman eftir að maður hættir að reykja og eftir 15 ár er honum aðeins örlitlu hættara við krabba en manni sem aldrei hefur reykt. í tóbaksreyk eru bæði beinir krabbavaldar og krabbahvatar. Er hugsanlegt að krabbavald- arnir séu þá hættulegastir er krabbahvatarnir berast jafnt og þétt í líkamann en hættan minnki svo aftur smám saman er hvatarnir eru ekki lengur fyrir hendi. I stuttu máli sagt er hugsan- legt að margar tegundir krabbameins hefjist þannig, að fyrst hleypur eitthvað í litning- ana en síðar koma til hvatar í mat eða öðru sem berst í líkamann, og þeir leysa krabba- valdana úr læðingi. Sumir vísindamenn telja að hvatarnir stuðli að myndun efnakljúfa í líkamanum en kljúfarnir hvetji hins vegar skaddaðar frumur. Þær taka þá að margfaldast unz þær bera heilbrigðu frumurnar ofurliði ... - TIIE ECONOMIST. Detta gerðist líke .... Sjá roöann í austri! Andófsmenn í Moskvu skýra svo frá að enn hafi sovésk stjórnvöld látið til skarar skríða gegn einstaklingi sem mælti fyrír stofnun frjálsrar verkalýðshreyfingar. í petta sinn var pað kona að nafni Valeria Novodvorskaya, sem var tekin í vörslu lögregiunnar, en hún er meðlimur í hópi sem í síðastliönum mánuði kunngerði stofnun stéttarfélags sem væri óháð ríkisvaldinu. Novodvorskaya var úrskurðuð í varðhald eftir að lögreglumenn höfðu leitað á henni og fundiö í tösku hennar eintak af fréttabréfi, sem andófsmenn par eystra gefa út í trássi viö yfirvöld. Gestaþrautir Að lokinni níu mánaða rannsókn á vandamálinu hafa læknar og hjúkrunarfólk við nýjasta sjúkrahús Breta í York samið eínskonar siðalögmál fyrir fólk sem heimsækir sjúklinga. Hinar sundurliöuöu leiðbeiningar hafa meira að segja veriö prentaðar, og er hverjum gesti, sem kemur í sjúkrahúsið, afhenK eintak. Markverðustu ábendingar: 1) Fólk er hvatt til að foröast að sitja sitt hvoru megin við rúm sjúklingsins, pegar gest- kvæmt er hjá honum. Það hlífir honum við pví að purfa sífellt að vera að sveifla til höfðinu („eins og hann væri staddur á tenniskeppni"), sem lyktar iðulega með slæmum hálsríg. 2) Heitið er á menn að peir færi hinum sjúka ekkert matarkyns án leyfis hjúkrunarliðsins. 3) Gestum er eindregið ráðið frá pví að tala fjálglega um „uppskuröinn minn“. 4) Og svo eru menn beðnir að sitja ekki yfir sjúklingnum lengur en hálfa klukkustund. Það stóra Sotheby’s, hiö fræga breska uppboðsfyrirtæki, tilkynnti í síðastliðinni viku að pað heföi slegið rétt eitt metið. Það var samt ekki metverð, sem fyrirtækið gat státað af í petta skiptið, heldur sló fyrirferð málverksins, sem pví var faliö að bjóða upp, öil met. Það var sjö metrar á lengd og fimm á hæð og seldist fyrir tæpar 5.8 milljónir. Franskur listamaður að nafni Charles Giron málaði báknið fyrir tæpum hundrað árum og er viðfangsefnið götulífið í París. Talsmaður Sotheby’s tjáði fréttamönnum: „Við porðum engu aö spá um pað hve mikið fengist fyrir málverkið. Allir voru stórhrifnir af pví, en nánast enginn virtist ráða yfir nægilegu veggplássi. Það hefði fariö fyrir mun hærri upphæð ef stærðin hefi verið svolítið hóflegri.“ Hœðarmet Hu Chun-Chang, 17 ára gömul kínversk stúlka, er hæsta kona veraldar, ef marka má tímaritið „China Reconstructs", sem gefið er út á ensku. Það vantar ekki nema 13 millimetra uppá aö hún sé fullir 2.30 metrar. í „The Guinnes Book of Records" er Bandaríkjakonan Sandy Allen talin hæst allra kvenna. En samkvæmt pví sem par er skráð vantar samt liðlega sentimetra uppá að hún gnæfi jafn hátt og sú kínverska. Sitt litið af hverju Bandaríska stórfyrírtækið Westinghouse Electric Corporation, sem fyrir skemmstu viöurkenndi aö hafa greitt egypskum aðstoðar-forsætisráðherra á fjórða hundraö púsundir dala í mútur var í vikunni leið sektað um 300.000 dollara fyrir tiltækið ... Rúmenskum aöstoðarráðherra, sem var staðinn að pví í fyrra að ráðast með barsmíð á rithöfundinn og andófsmanninn Paul Goma, hefur verið vikið úr stjórninni ... Ævisaga Brigitte Bardot eftir Willi Frischauer hefur verið bönn- uð í Suður Afríku. Engin ástæða er gefin. ... Fornleifafræöingum á Sikiley hefur í bráð að minnsta kosti tekist að fá yfirvöld til pess að hefta jarðýturnar sem voru byrjaðar að bylta viö bæjarrústum skammt frá Palermo til undir- búnings lóðaúthlutunar undir rán- dýr einbýlishús. Þessi „Bernhöfts- torfa" peirra Sikileyinga er 2,500 ára gömul. ... Lögreglan í París bannaði á dögunum fyrirhugað uppboð par í borg á ýmiskonar dóti úr fórum Hitlers sáluga. Háværar raddir hafa verið uppi um pað í Frakklandi upp á síðkastið að nasistar par séu að færa sig upp á skaftiö ... Dómari í knattspyrnuleik í Júgóslavíu borgaði fyrir pað meö lífi sínu um næstliðna helgi pegar hann vísaöi tveimur leikmönnum af leikvelli. Áhorfandi, sem réðst að honum með hníf, særði hann til ólífis. ... Farpegar í strætisvagni í Karachi, sem ók á mótorhjól og banaöi báðum sem á pví voru, urðu svo æfir að peir báru eld aö bílnum og brenndu hann til ösku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.