Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 67 Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Frá Bridgefélagi Hornafjarðar Næst síðasta umferð í aðaltví- menningskeppni félagsins var spiluð sl. fimmtudag. Staðan í keppninni er nú þessii Karl Sigurðsson — Ragnar Björnsson 922 Sigfinnur Gunnarsson — Birgir Björnsson 905 Jón G. Gunnarsson — Eiríkur Guðmundsson 876 Arni Stefánsson — * Jón Sveinsson 865 Björn Júlíusson — Guðbrandur Jóhannsson 846 Kristján Ragnarsson — Guðmundur Finnbogason 828 Ragnar Snjólfsson — Gunnar Snjólfsson 805 Meðrtskor 795 < ' Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Sveit Ingibjargar Halldórs- dóttur heldur sínu striki og hefur nú unnið alla sína leiki með 20 stigum og er komin með 140 stig eftir 7. umferðina sem spiluð var sl. fimmtudag. Röð sveitanna er annars þessi: Hans Nielsen 114 Elís R. Helgason 109 Oskar Þráinsson 87 Sigríður Pálsdóttir 86 Magnús Björnsson 78 Hreinn Hjartarson 70 Áttunda umferðin verður spiluð á fimmtudaginn. Bridgedeild Hún- vetningafélagsins Hraðsveitakeppninni er lokið með sigri sveitar Valdimars Jóhannssonar sem hlaut alls 2224 stig. Ásamt honum eru í sveitinnii Þórarinn Árnason, Haukur ísaksson og Steinn Sveinsson. Röð næstu sveita: Jakob Þorsteinsson 2150 Zophanías Benediktsson 2140 Hermann Jónsson 2105 Meðalárangur 2052 Hlé verður nú gert á keppni, en aðalsveitakeppnin hefst 10. janúar 1979. Bridgefélag Reykjavíkur Þá er lokið 6 umferðum af 9 í „Board-a-match“-sveitakeppni félagsins. 12 sveitir taka þátt í keppninni, og er staða efstu sveita nú þessi: Sveit stig Páls Bergssonar 74 Helga Jónssonar 65 Óðals 65 Hjalta Elíassonar 65 Guðbrands Sigurbergssonaf 64 Sigmundar Stefánssonar* 64 Keppni fyrir jól, lýkur næsta miðvikudag. Hjónaklúbburinn Hraðsveitakeppni stendur yfir og er tveimur umferðum lokið af þremur. Staðan: Erla — Gunnar Sigríður Jóhann 1005 Dóra — Guðjón Einar — Dröfn 980 Erla — Kristmundur Dúa — Jón 924 Síðasta umferðin verður spil- uð þriðjudginn 19. desember og er fólk vinsamlega beðið að mæta stundvíslega. Lambalærið lækkaði — en lifrin hækkaði EFTIR síðustu verðákvörðun sex- manna nefndar Framleiðsluráðs landbúnaðarins og þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka niður- greiðslur er verð á nokkrum helztu búvörum sem hér segin Smásöluverð á súpukjöti í- 1. verðflokki, þ.e. frampartar og síður verður 871 króna hvert kíló og lækkar töluvert því að þetta verð var áður 953 krónur. Heil lamba- læri kosta nú 1150 krónur kílóið en kostuðu áður 1161, kótelettur kosta nú 1288 kr. hvert kíló en kostuðu áður 1314 krónur og heilir skrokkar sem skipt .er eftir ósk kaupenda kosta 832 kr. kílóið en kostuðu áður 941, svo að í öllum þessum tilfellum er um lækkun að ræða. Smásöluverð á lifur verður kr. 1305 kr, kílóið en var áður 1223 krónur, svo að þarna er um nokkra hækkun að ræða og sviðnir hausar kosta nú í smásölu 204 kr. kílóið en kostuðu áður 191 kr. og hækka þannig einnig. Niðurgreiðslur á kindakjöti í úrvalsflokki og 1. verðflokki eru nú 774 kr. á hvert kíló en vóru áður 581 og í 2. verðflokki eru þær 712 kr. á kílóið en voru 475 krónur. Mjólk í eins lítra fernum kostar nú í smásölu 135 kr. en niður- greiðsla á hvern lítra er 111 krórfur, kíló af smjöri kostar 1887 kr^nijr og niðurgreiðslan er 1150 krónur, rjómi í xh lítra fernum kostar 457 krónur en þar er niðurgreiðslan 400 kr. á hvern lítra. 45% ostur kostar nú 1608 kr. kg en niðurgreiðslan er 272 kr. Undanrennan kostar 125 krónur í eins lítra fernum og niðurgreiðslan er 43 krónur hver lítri. Skyr kostar 204 krónur kg, en niðurgreiðslan er 208 krónur. Verð á riautakjöti er yfirleitt óbreytt frá því sem var, enda niðurgreiðslur auknar þannig að fyrir kjöt í 1. verðflokki er niðurgreiðslan 579 kr. hvert kg, en var 445 og í 2. flokki 518 kr. en var 400 krónur hvert kg. Smásöluverð á jkartöflum í 2,5 kg pokum er 263 krónur pokinn en var áður 303 krónur, en niðurgreiðslur á kartöfl- um í 1. verðflokki eru 135 kr. en voru áður 100 kr. á hvert kg. Skipið nær bry«Kjunni er japanskt o« er stærsta skip er lagst hefur að bryggju í Si«lufirði. tæp 8000 tonn. Ljósm. Steingrímur. Stærsta skip er lagst hef- ur að bryggju 1 Siglufirði Siglufirði, 8.12. TVÖ erlend skip voru stödd hér fyrir stuttu og lestuðu lýsi og mjöl. Skipið nær bryggjunni á myndinni er japanskt og er tæp 8000 tonn, en það er stærsta skip sem lagst hefur að bryggju hér í Siglufirði. Skipið lestaði mjöl til flutnings til Júgó- slavíu. Hitt skipið er liggur utan við er norskt og tók lýsisfarm en þegar búið var að lesta það komst það ekki frá bryggjunni og varð Stapavíkin að aðstoða það út úr höfninni, og koma því á flot. Höfnin hér er orðin of grunn á nokkrum stöðum og þyrfti því að lagfæra það. Byrjað er að undirbúa jólin hér í bæ og í dag opnaði t.d. ný verzlun, Álfhóll, en hún verzlar með fatnað og hljómtæki og er til húsa við Aðalgötu. Matthías eru að keppast við að ná. Nýja 20AX in-line kerfið tryggir að þessir eðlilegu litir endist ár eftir ár, þeir fölna ekki og geta ekki runnið saman. - i > PHILIPS með eðlilegum litum Heiðblár himinn, tær bergvatnsá, grænn hraun- gróður. Litir íslenskrar náttúru geta verið ótrúlega tærir og hreinir. Allt þetta kemur vel til skila í 7. PHILIPS litsjónvarpstækinu, þar sem er að sjá litina jafn eðlilega og í sjálfri náttúrunni. Fyrir utan þessa nýjung hefur PHILIPS litsjónvarpstæki að sjálfsögðu til að bera alla aðra kosti góðs tækis, sem áralöng & tækniforusta PHILIPS tryggir. Æ PHILIPS hafa fyrir löngu náð því takmarki að framleiða litsjónvarpstæki með eðlilegum lituni, takmarki sem PHILIPS 20AX IN-LINE SVÍKLR EKKI LIT. margir framleiðendur &:km, &3 5S& HAFNARSTRÆTl 3 —, 20455 - SÆTUN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.