Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Drottinn kemur í dýrð 2. sunnudayur í aöventu Pistill: Róm. 15, 1,-13: Guö vonarinnar fylli yöur öllum fögnuöi oy friöi í trúnni, svo aö þér séuö auöuyir aö voninni í krafti heilags anda. Guöspjall: Lúk. 21, 25—33: Himinn oy jörö munu líöa undir lok, en mín orö munu alls ekki undir lok líöa. spádómakertinu og Betlehemskertinu. Um leiö skulum viö eiya helyistund viö aöventukransinn: I nafni Guös, fööur, sonar oy heilays anda. Amen. Einn: Kertiö í day heitir Betlehemskertið. Jesús fæddist í Betlehem, litilli bory, sem lifði d fornri fræyö, Irví þar haföi Davíð konungur búiö, og spámennirnir sayt. fyrir um, aö Messías myndi fœðast þar: Og þú Betlehem ... þótt þú sért einna minnst af héraösboryunum í Júda þá skal þó frá þér koma sá, sem vera skal drottnari í Israel, oy ætterni hans skal vera frá umliöinni öld, frá fortíðar dögum. Fyrir því mun hann framselja þd til þess tíma, ersú hefurfœtt, erfœða skal, en þá munu leifar ættbrœöra hans hverfa aftur til Israelsmanna. Þá mun hann standa oy halda þeim til haga í krafti Drottins, í hinu tiynarlega nafni Drottins, Guös síns, oy þeir skulu óhultir búa, því að þá skal hann mikill vera til endimarka jaröar. (Míka 5, 1—U) Viö skulum biöja: Drottinn, borgin þin haföi ekkert rúm fyrir þig, er þú komst, hjálpa okkur að lifa þanniy, aö viöfáum faynaö þér er þú kemur. Viö biöjum þiy ... (bænaefni) Við ]>ökkum þér (þakkarefni) A: Faöir vor þú sem ert á himnum... E: Friöur Guös, sem æöri er öllum skilningi, varöveiti hjörtu vor oy huysanir í samfélayinu viö Krist Jesúm. Amen. Myndin hér að ofan minnir okkur á að nú á jóiaföstu mun Hjálparstofnun kirkjunnar gangast fyrir landssöfnun undir kjörorðinu „Brauð handa hungruðum heimi“. Á sama tíma í fyrra var haldin slík söfnun þar sem þátttaka landsmanna var mikil og almenn. Á næstu dögum berast söfnunarbaukar inn á hvert heimili landsmanna ásamt fréttabréfi Hjálparstofnunar, þar sem þetta málefni er nánar kynnt. Hjálparstofnun kirkjunnar vonar að menn bregðist vel við þessari söfnun og láti ekki sitt eftir liggja. ENDIR Allt á jörðu á sitt upphaf og öllu er takmörk sett. Okkur er það alls ekki framandi hugsun. Mannkyn býr nú yfir þeirri þekkingu og tækni, sem gerir mögulegt að eyða öllu lífi á jörðu mörgum sinnum. En orð Guðs mun ekki undir lok líða. Orðið sem kallar okkur að snúa baki við lífslygi og blekkingum og fylgja Kristi, lifa með honum. Orð Guðs, kærleikurinn, miskunnsemin, réttlætið, friðurinn, fögnuður- inn, sem við sjáum og reynum í Jesú Kristi. Sá sem á hlutdeild í því, trúna á hann, á það, sem er eilíft og mun aldrei undir lok líða. Hvenær dómsdagur verður veit enginn, nema Guð einn. En mikil- HVER VARHANN? Aðeins 14 dagar til jóla og jólaundirbúningurinn í fullum gangi. Að kvöldi aðfangadags jóla kalla kirkjuklukkurnar til aftansöngs og kirkjurnar fyll; ast af fóiki sem syngur: í Betlchem er barn oss fætt! Jarðneskt líf Jesú frá Nasaret hcyrir sögunni til. Það eru liðin nærri 2000 ár síðan hann gekk um í Gyðingalandi og vakti spurningunai Ilver er hann? Og enn er þetta brenn- andi spurning á vörum fjöl- margra. A sama hátt og þá deila menn um það hver hann raun- verulega var og svör manna nú eru ekki síður margvísleg. Fyrirmyndin Biblían sýnir okkur að Jesús var einstaklega hjartahlýr maður, ef til vill besti maður sem uppi hefur verið. Hann er því hin mikla fyrirmynd. Líf hans sýnir okkur að það ber árangur að keppa eftir siðferði- lega hreinu og háleitu lífi, aðeins ef hin góðu og uppbyggí- legu öfl komast að. Ofstækisfullur sértrúarieiðtogi Aðrir álíta að sá Jesús sem Nýja testamentið vitnar um sé hrópandi andstæða mannkær- leika og umburðarlyndis. Hann sé hinn valdamikli leiðtogi, sem ,í krafti gáfna sinna og stöðu hafi þvingað fólk með „fagnað- arerindi" sem ekki þoldi þá sem hugsuðu eða trúðu á annan hátt. Sérhverjum sem ekki laut þessu valdi var vísað út í ystu myrkur. Skæruliða- foringinn Hin sanna mynd af Jesú er myndin af hinum pólitíska byltingarleiðtoga, segja sumir. Hann var Che Guevara síns tíma, hetjan og frelsarinn sem gerði uppreisn gegn íhaldsöflun- um. Hann gekk í fylkingar- brjósti þeirra sem lítils máttu sín og voru fyrirlitnir í baráttu þeirra gegn kúgun og ofbeldi. Takmark hans var aðeins eitt: Félagslegt réttlæti. En kirkjan hefur svikið Jesú. Hún hefur hlekkjað frelsishetj- una og snúið hinum róttæka boðskap háns í hættulausa kenningu um frelsun sálarinnar handan grafar. Þetta verður ekki liðið. Það verður að endur- vinna Jesú fyrir þennan heim — fyrir hinn pólitíska raunveru- leika. VITNISBURÐUR NÝJA TESTAMENTISINS Vinsældirnar sem hurfu Nýja testamentið segir marg- ar sögur af þeim miklu áhrifum sem Jesús hafði. Hópar fólks snerust til fylgdar við hann, þannig að hinir andlegu leiðtog- ar fólksins töldu stöðu sinni ógnað. En ótti þeirra hvarf smám saman. Fylgismönnum Jesú fækkaði. Áheyrendunum hætti að falla ræða hans í geð og hneyksluðust á framferði hans. Og jafnvel margir af nánustu fylgjendum hans sneru við honum baki. Boðskapur hans var of strang- ur fyrir marga af áheyrendun- um. Vitnisburður hans of krefj- andi. Það var ekki hin skýra boðun á vilja Guðs sem menn steyttu á, enda þótt hún færi fyrir brjóstið á mörgum hinna skriftlærðu. Það var heldur ekki hinn spá- mannlegi boðskapur um endi veraldar og sigur Guðsríkisins. Allt þetta þekktu trúaðir Gyð- ingar frá fyrri tíð. Hneykslunarhellan, það sem að líkum réð úrslitum, var sú staða sem Jesús ætlaði sjálfum sér í myndinni. Boðun hans snerist of mikið um hann sjálfan. Allt of margir þættir voru tengdir hans eigin persónu og voru fram settir með þeim hætti að nálgaðist guðlast. Menn undruðust stundum hvort Jesús hefði alveg gleymt, að Guð einn er Guð, og fyrir honum eru mennirnir aðeins duft. Jesús sagði við þá. „Ég er brauð lífsins. Þann 'mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ (Jóhannesarguðspj. 6. kafli). Jesús segir við hann. „Ég er vcgurinn. sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föður- ins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14. kafli). „Ég og faðirinn erum eitt.“ (Jóh. 10. kafli). Venjulegur maður, en jafnframt Guð Jesús gerir kröfu til þess að hafa sérstætt samband við Guð. Hann er sonur Guðs, sem þekkir föðurinn og hefur séð hann, já er eitt með honum. Þess vegna er enginn annar vegur til föðurins nema um soninn. Eng- inn sannleikur og ekkert raun- verulegt líf er til annað en það sem Jesús gefur. Biblían segir okkur að Jesús var það sem enginn hafði áður verið og enginn mun nokkru sinni verða. Hann er einstæður. Guðs sonur. Frelsarinn. En Biblían segir okkur einnig að Jesús hafi jafnframt verið venjulegur maður. Og þeir sögðu. „Er það ekki hann Jesús Jósefsson? Og þekkjum vér ekki föður hans og móður? Hvernig segir hann þá nú. Ég hef stigið niður af himni? (Jóh. 6. kafli). Hann lifði sem venjulegur maður, varð þreyttur og kvíðinn. Hann borðaði og svaf, hann varð þyrstur og svangur, gladd- ist og hryggðist. Þannig var hann háður öllum þeim takmörkunum, sem mönn- um eru settar. Orð hans voru ékki ómótstæðileg. Menn gátu látið ógert að hlusta á boðskap hans. Hann var hræddur, fang- elsaður og krossfestur. Þannig var hann sem einn af okkur. Hann var venjulegur maður. er. Hann læknar sjúka, vekur upp dauða og fyrirgefur syndir, og tekur sér þar með það vald og tign, sem Guð einn hefur. (Frh.) vægari en dómsdagur er þó dagurinn í dag. í dag færðu tækifæri að heyra orð Drottins og taka á móti því. Orðið eilífa. Eigirðu rótfestu í því orði áttu óbifanlegan grundvöll að standa á jafnt í lífi sem dauða. Biblíulestur Vikuna 10.—16. des. Sunnudagur 10. des. Lúk. 21:25—36 Mánudagur 11. des. Jes. 1*1*: 1- -18 Þriðjudagur 12. des. Jes. 1*5:15 -25 Miðvikudagur 13. des. Jes. 1*9:1— 13 Fimmtudagur 11*. des. Jes. 50:1- -10 Föstudagur 15. des. Jes. 51:1- -8 Laugardagur 16. des. Jes. 52:1— 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.