Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 VlK> kafwno i (0 Allir í hátana. — Fyrst konur og börn. Særingamaður. — Þú verður að gera eitthvað í þessu vegna reKndansaraskólans. Þú sagðir alltaf að þú Katir aÍKreitt hann með bæði au^un lokuð. Nú er tækifærið. Ennar áhyggjur skaltu hafa af húðinni, því meðan þú ert hér á spítalanum, kemur þangað ekki nokkur maður. Einkarekstur eda rlkisf ors já? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson ÞAf) V \R nokkuð gott hjá spilaranum í suður. að horfa á félaga sinn í upphafi rúbertunn- ar. Eftir það var óþarfi að líta á hann aftur að loknu spilinu hér að neðan. Enda rétt því vitað var nákvæmlega hvernig svipur hans var. Suður gaf, norður-suður á hættu. Norður S. K72 H. K52 T. K92 Vestur L. KG43 Austur S. 1084 S. 5 H. D H. G1094 T. D1086 o A T. 7543 L. 109872 nUDrG%3 L.ÁD65 H. Á8763 T. ÁG L. - Suður varð sagnhafi í sex spöðum, fékk út lauftíu, gosi drottning og tromp. Sem varúðar- ráðstöfun tók suður þvínæst þrjá slagi á Iromp og tók síðan á tvö hæstu hjörtun. Og þegar vestur lét lauf leit hann undrunaraugum á austur. Varla þorði suður að iíta upp þegar hann sýndi spil sín og sagði: „Einn niður. Maðurinn er eina skepnan, sem hiær“. En norður bætti við: „Hann er líka eina skepnan, sem hefur félaga í bridge." Auðvitað hefur þú séð hvað orsakaði hræðslu suðurs og ónota- lega athugasemd félaga hans. Eftir að hafa trompað laufið var ágætt að taka tvisvar tromp með ás og drottningu. En spaðakónginn var betra að geyma í borðinu þar til síðar. Eftir það mátti vinna spilið með því að taka á hjartaás og spila lágu hjarta frá hendinni. Vestur mætti þá trompa því hann væri þá aðeins að fá óumflýjanleg- an gjafaslag. Lága hjartað færi úr borðinu og seinna mátti taka á hjartakóng og trompa síðan fjórða hjartað með spaðakóngnum. Og með tímanum yrði síðasta hjartað á hendi sagnhafa tólfti slagurinm. En trompi vestur ekki þegar Iága hjartanu er spilað sér kóng- urinn um slaginn Og austur fær næsta slag. P’jórða hjartað má þá trompa með kóngnum, trompa lauf á hendinni tii að ná síðasta trompinu af vestri og eiga þá afganginn. COSPER C05PER, Loksins tókst mér að fremja hinn fullkomna glæp. En yfir því gat ég bara ekki þagað! „Löngum hefur sú árátta verið mjög ofarlega í mörgum ís- lendingnum að ríkisforsjá sé jafnan bezt á öllum sviðum þjónustu og þjóðnýting sé það sem koma skuli. Talsmenn þeirra hugmynda segja að þetta sé jafnan hvað mest hagræði og sparnaður og hver veit hversu margt gott á ekki að vera við þessa skipan mála. Eðlilegt er að menn greini á um þessa hugmyndir og mætti taka ýmis dæmi til að leiða rök að því að hvor hugmyndin um sig, þjóðnýting eða einkarekstur borgi sig betur. Taka mætti dæmi um Póst og síma, þ.e. símaþjónustu á Isiandi og bera hana örlítið saman við símaþjónustu í hinum stóru Bandaríkjum. Þegar hringt er út í bæ í New York heyrist ekki hinn vel þekkti og jafnframt dapurlegi sónn „á tali“ sé síminn upptekinn heldur rödd er segir: Því miður, síminn er upptekinn, en ef þér viljið bíða, gerið svo vel, og síðan er síminn er laus kemur samband. Það þarf með öðrum orðum ekki að hringja aftur og enn aftur sé síminn mikið upptekinn og sú hætta er hverf- andi að menn hætti alveg við að hringja eins og stundum hérlendis. Ánnað dæmi: Sé hringt á skrifstofu Flugleiða í borginni og sé þar á tali kemur röddin og segir: Því miður, það er upptekið en vanti yður upplýsingar um komu- eða brottfarartíma flugvéla félagsins get ég upplýst að ... o.s. frv., eii viljið þér fá samband við einhvern á skrifstofunni þá gerið svo vel að bíða. Ef biðin gerist löng kemur röddin inná línuna öðru hverju og segir: því miður, ennþá upptekið, en gerið svo vel að bíða ef þér viljið, og að lokum kemst símnotandinn í samband við þann sem hann hugðist ná tali af. Þetta er örlítið dæmi um hvern- ig þjónustu er að fá hjá sumum þeirra fyrirtækja í Bandaríkjun- um er sjá um að reka síma fyrir fólk. Þjónslund þeirra er mjög mikil og svo mikil að það er áreiðanlega gjörsamlega óþekkt fyrirbæri að menn þurfi að bíða eftir að fá síma í nokkra mánuði og jafnvel ár eins og gerist hér á landi. Vanti þig nýjan síma pantar „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi fyrir síg í þe.ssum hransa. Og þar eð Einar Einarsen er umboðsmaður fyrir flestar helztu stjiirnurnar er það hann sem hefur síðasta orðið. — ftg kalla það nú hara eintómt svindl. Maðurinn er ríkisstarísmaður. Hann er yfir- maður skemmtideildar sjún- varpsins og getur kallað á alla þá listamenn hvenar sem hann óskar eítir því. Ilann ... — Ga'ttu að hlóðþrýstingn- um. vinur minn. Reyndu að æsa þig ekki upp. — Óh. þetta er hreint og klárt alveg vonlaust. Ég ætla að fá mér giingutúr. Hermann Kelvin lauk úr sjerríglasinu í einum sopa og rauk með gusti út úr stofunni. en kona hans fékk sér annan konfektmola. eilítið íhugul á svip þó. Moli með marsipan og mjúku núggabragði hlaut náð fyrir augum hennar. Annars hugar stakk hún molanum upp í sig. lagði hægt lokið á öskjuna og starði alvörugefin út í myrkrið fyrir utan gluggann. Gitta opnaði dyrnar inn í herbergi Martins og stillti sér upp í dyragættinni. — Og svo átti ég að segja þér að okkar elskaði frændi hefur boðið Einari Einarsen í mat í kvöld. — Nei. fjárinn sjálfur ... ekki í kvöld. Martin stökk upp úr stóln- um. þar sem hann hafði látið fara vel um sig með pípustert og bók að lesa. — Einmitt í kvöld. Það verður svo yndislegt. Þú með þína sa tu litlu kærustu og ég með minn íyrrverandi elsk- huga sem ... — Ég var nú ekki beinlínis að hugsa þetta út frá tilfinn- ingalegu sjónarmiði. Ég var að hugsa um samninginn. Ég verð að ná þessum samningi — fá hann að’ minnsta kosti fram- lengdan í eitt ár í viðbót. Hann reis upp og gekk órólegur fram og aftur — Gitta ... getur þú ekki... getur þú ekki talað við hann. svo að ég geti fengið pínulítinn frið með Susanne. — Hvort ég geti talað við hann, svo að j,ú getir einbeitt þér að Susanne? Grágræn kattaraugu stúlk- unnar pírðust saman í mjótt strik. — Þú vilt fá allt sem þú bendir á, ekki satt ka-ri vin? Rödd hennar var dálitið drafandi og hann leit upp eilítið undrandi. — Spyrðu heldur þessa elsku Susanne hvort hún geti ekki bara séð um það. Hún hlýtur að þekkja hann líka. því að mér skilst þau vinni bæði við sjónvarpið. — Eg vil ekki blanda Susanne inn í mína erfiðleika. Riidd hans varð biðjandi. — Þetta er nú í fyrsta og cina skiptið sem ég bið þig að gera eitthvað fyrir mig. — Og svarið er hreinlega nei. Gitta smeygði sér út um dyrnar. jafn hljóðlátlega og hún hafði komið inn og Martin horfði stund á pípuna sem hann stóð með í hendinni. Svo lagði hann hana frá sér í öskubakkann og gekk niður að sækja regnfrakkann sinn. Stóri Mercedesbíllinn rann hljóðlaust áfram í rigningunni. Þetta var óþolandi holóttur verur og það lá við hann kenndi í brjósti um bi'linn að þurfa að hlunnkast eftir vegin- um. en samt gat hann ekki vari/.t að finna til þórðargleði, þegar honum varð hugsað um heimboðið á Eikarmosahæ. Ein- ar Einarsen brosti. Hann hlakkaði til að sjá andlit Gittu. Hann hlakkaði til að ra>ða um samninginn við Martin ... það var satt að segja býsna margt sem hann hlakkaði til og allt var þetta þrautskipulagt ... vera sem stiikk skyndilcga fram á veginn fékk hann til að stíga bremsurnar í botn og hann ætlaði að fara að rífast þegar hann uppgiitvaði hver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.