Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Eodurm^' Wðkynnum bækurnar Hver var Voga-Jón? í bókinni Vonarland segir Gylfi Gröndal ævisögu Jóns frá Vogum — mannsins er sjálfmenntaður skrifaði greinar í virt erlend fræðirit. Á meðan Jón bjó í Vogum dundu ótrúleg harðindi yfir landið. Jón seldi jörð sína og eigur og hugðist flytja til Brasilíu ásamt konu sinni og fimm ungum börnum, til þess að byrja nýtt líf í betra landi. Ekki einleikið fjallar um hinn hugséða heim og sérkenni- lega viðburði. Árni Óla hefur um langa ævi kappkostað að kynna sér sem best íslensk þjóðfræði, en þó sérstáklega þann þátt þeirra er fjallar um kynni manna af ósýnilegum verum. Þessi bók „Ekki einleikið" er að því leyti frábrugðin fyrri bókum Árna um þessi efni að hér fjallar hann um sína eigin dulrænu reynslu. Þrepin þrettán eftir Gunnar M. Magnúss er frásögn af þrettán æviárum höfundar á æskustöðvum sínum. í bókinni lýsir Gunnar sér- kennilegu fólki og mannlífi á þann hátt sem honum er einum lagið — þar segir m.a. frá því er Friðrik VIII og Hannes Hafstein stigu skyndilega á land á Flateyri. Bak við glæsta framhlið hins fræga listamanns Alberts Thorvaldsen leynist ætíð Berti Gottskálksson úr Grænugötu, skapstór, kven- hollur og kenjóttur, maður sem alls ekki kunni að gera greinarmun á fólki eftir stéttum. Árið 1874 lauk einkaþjónn hans upp leyndardómum um hátterni húsbónda síns. Björn Th. Björnsson hefur annast útgáfuna, þýðingu og myndaval, en í bókinni er mikill fjöldi mynda af dag- legu umhverfi og híbýlum Thorvaldsens, persónulegum hlutum hans og listaverkum. Njósnari meðal nazista gerist á síðustu dögum heims- styrjaldarinnar síðustu í Berlín og Sviss, þegar allt er í upplausn og hver reynir að bjarga eigin skinni. Svik, samsæri, blekkingar, morð og miskunnarleysi hvert sem litið er. Hver svíkur annan til að reyna að komast undan og forða sjálfum sér. Hver veit hvað er sannleikur og hvað er skáldskapur í þessari hörkuspennandi bók um atburði í innsta hring stjórnenda Þriðja ríkisins á síðustu örlagadögum þess? Eina verk sinnar tegundar á íslensku. Bókin er yfirlitsverk, sem gerir grein fyrir meginatriðum í átrúnaði frumstæðra manna og þeirra fornþjóða sem lögðu grundvöll vest- rænnar nútíma menningar. Bókin fjallar einnig um trúar- þrögð Indverja, Kínverja og Japana, svo og um boðskap trúarhöfunda sem næst Kristi eiga flesta iátendur. "’hulurinn Guðmundur Finí.bogason rifjar upp minningar um þjóðlíf, at- vinnuhætti og sérkennilegt fólk. Hann bregður upp lifandi myndum atburða og einstaklinga í erli hins dag- lega lífs og baráttu við höfuðskepnurnar. SETBERG Ástarsaga er fjallar um heitar mannlegar tilfinningar. Náin kynni Róberts og Júlíu rofna við tímabundinn að- skilnað, en örlögin haga því þannig að leiðir þeirra liggja saman á ný. Samstundis lifnar í gömlum glæðum, ást og hatur blossa upp á víxl, en sameinast að iokum í ást og hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.