Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 71 félk í fréttum + KAFBÁTUR. Hinn heimsfrægi könnuður undir- djúpanna, Svisslendingurinn Jacques Piccard, situr hér undir stefni nýs kafbáts, sem hann hefur látið smíða fyrir sig og hann kallar PX-28. Hann ætlar að vígja hann núna í þessum mánuði og fara í könnunarleiðangur í einhverju af vötnum Sviss. Kúlan eða kafbáturinn er 7,5x2,2 m og rúmar alls þrjá menn. + GIORGIO de Chirico, sem blöð á Ítalíu telja fremsta listmálara þar í landi á þessari öld, er nýlega látinn, níræður að aldri. Svo sem við er að búast þegar um slíka lista- menn er um að ræða, þá eru verk þeirra eðlilega á flestum ef ekki öllum listasöfnum í heimalöndum þeirra. Þessu er einnig svo farið með listasöfn- in á Ítalíu. Ekki var hann innfæddur ítali, heldur fæddist hann í Grikklandi. Hann var ungur að árum er hann kom til Rómar. Var þar síðan að heita má öllum stundum og fór sjaldan úr bænum. Hann var mjög afkastamikill listmálari. Hafði látið þau orð falla um nútíma myndlist að sér þætti hún hryllileg. Hann lætur eftir sig konu sfna. Hundruð málverka, sem hann hafði heima hjá sér, munu nægja til að ekkjan hafi nægan lífeyri, má lesa í einu Rómarblaðanna. • WATERGATE-hneykslið mikla, sem olli því að Richard Nixon varð að segja af sér forsetaembættinu í Bandaríkjunum, er nú í kvikmyndun. — Það er útvarps- og sjónvarpsfélagið bandaríska, CBS, sem er að láta gera kvikmynd um þetta mikla hneykslismál. Fer gerð myndarinnar fram í borginni Los Angeles. Myndin mun verða fullgerð næsta vor og frumsýnd í maímánuði. Myndin heitir á ensku „Blind Ambition“. Á myndinni er einn af fyrrum starfsmönnum Nixons, John Dean (í ljósa jakkanum). Að baki hans með báða handleggi á lofti og V-táknið (sigurtákn Nixons) er leikarinn Rip Torn, sem leikur Richard Nixon. — Myndin er tekin í hléi á myndaupptökunni. Orð Krossins Fagnaöarerindiö Veröur flutt á íslenzku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudagskvöldi kl. 23.15—22.30. Sent veröur á miöbylgju 205 (1466 KHz) Orö Krossins, pósthólf 4187, Reykjavík. Undursamlega jörð, Jf mynd þína hefur mig lengi I langað til að mála. Þannig kemst Jón úr Vör að orði í Þessari nýju bók, sem er tíunda Ijóðabókin hans. Og þó að hann segi af sínu alkunna yfirlætísleysi að sín fátæklegu orð dugi ekki í myndina, Þá er Það hans dómur en ekki okkar. Þvi að Þeir fletir jarðar og mannlífs sem hann hefur dregiö upp í Ijóðum sínum gegnum árin eru ekki einungis skýrir og fagrir, _____________heldur einnig svo sérstæðir og persónulegir að ekkert annað (JD Almenna bókafélagið Austurstrætí 16 — Sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055 Glœsilegt kápuúrval Laugalæk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.