Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Sherlock Holmes í heildarútgáfu SÖGUSAFN heimilanna hefur hafið heildarútgáfu á sögum og ævintýrum Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle. Á kápusíðu segir m.a.: „Ohætt er að fullyrða að ein þekktasta sögupersóna leyni- lögreglubókmenntanna er Sherlock Holmes eftir A. Cohan Doyle. Gáfum, skarp- skyggni, stálminni, þolinmæði og réttlætiskennd þessa óvið- jafnanlega leynilögreglukappa er viðbrugðið. Sherlock Holmes hefur verið átrúnaðargoð milljóna manna um heim allan, frá því fyrstu ævintýri hans byrjuðu að koma nokkru fyrir aldamótin og er enn þann dag í dag.“ I þessu fyrsta bindi eru tvær langar sögur, „Réttlát hefnd“ og „Týndi fjársjóður- inn“. — Þýðendur eru Helgi Sæmundsson og Jón Sigurðs- son. Gerirþúþér grein fyrir hve réttur bakgrunnur er mikilvægur? Þarftu ekkiaö endumýja bakgrunn heimiiisins lýrír hátíðar? i Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Sími33433 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: FIMM Nóbelsverðlaun verða afhent í dag við hátfðlega athöfn í Konserthúsinu í Stokkhólmi, en í dag eru 82 ár liðin frá því, að Alfred Nobel lézt í San ffemo á Ítalíu. Alfred Nobel var ókvæntur og barnlaus, en mjög efnaður, og ákvað í erfðaskrá sinni, sem hann skrifaði í París árið 1895, að árstekjunum af eignum hans ætti að skipta f fimm jafna hluta og veita sem verðlaun „þeim sem á síðastliðnu ári hafa unnið mannkyninu mest gagn.“ Nóbelsstofnunin sér um eignir Nobels, sem voru 32 millj. s.kr. eða 457 millj. kr. á núverandi gengi, þegar hann lézt,'Nóbelsverðlaunin í ár eru 725.000. s.kr. í hverri grein, en auk þess fá verð- Alfred Nobel og Nóbels- verðlaunin launahafarnir heiðursskjal og gullpening fyrir störf sín. Alfred Nobel fæddist í Svíþjóð árið 1833, en fluttist níu ára gamall til Rússlands. Hann ferðaðist víða um Evrópu og stundaði nám í efnafræði. Auð sinn átti hann að þakka uppfinningu sinni á dýnamíti, sem kom að góðum notum í þeirri iðnbyltingu, sem þá var hafin. Alfred Nobel las, talaði og skrifaði fimm tungumál, en þær greinar, sem verðlaun hans eru veitt í, bera vitni um helztu áhugamál hans. Eðlisfræði og efnafræði þekkti hann bezt og bjóst við miklum framförum í þessum greinum í framtíðinni. Hann var heilsuveill allt sitt líf og hafði því mikinn áhuga á rannsóknum í læknisfræði og hafði jafnvel kenningar sjálfur, sem síðar hlutu al- menna viðurkenningu. Hann las mjög mikið af bókmennt- um á þeim tungumálum, sem hann var sérstaklega hrifinn af, meðal þeirra var sænska skáldkonan Selma Lagerlöf, sem fékk bókmenntaverðlaun Nobels árið 1909. Friðarverð- launin eru veitt vegna sér- staks áhuga Nobels á friði í heiminum og skilningi hans á þörf fyrir friðarumræður og samstarf. Nobelsverðlaunin í hagfræði voru fyrst veitt árið 1968, en sænski seðlabankinn stofnaði til þeirra með sjóði, sem er í vörzlu Nobels- stofnunarinnar. Val verðlaunahafanna er í höndum fimm nefnda, sem starfa hver á sínu sviði. Þeim berast uppástungur um verð- launahafa víðs vegar að fyrir 1. febrúar ár hvert, en vinna síðan úr þeim og tilkynna niðurstöður sínar um mánaða- mótin október/ nóvember. Að þessu sinni skiptast Nobels- verðlaunin milli 11 manna alls. Verðlaunin í eðlisfræði skiptast milli Rússans Peter Leonidevitch Kapitsa, sem er 84 ára gamall og fær helming verðlaunanna fyrir starf sitt á sviði lághitaeðlisfræði, og Bandaríkjamannanna Arno A. Penzias, 45 ára og Robert W. Wilson, 42 ára, sem báðir starfa hjá Bell-símafélaginu í New Jersey. Þeir fá helming verðlaunanna saman fyrir uppgötvun þeirra á örbylgjum í himinhvolfinu. Sjö vísinda- menn frá Bell-símafélaginu hafa áður fengið Nobelsverð- laun, en viss hundraðshluti af kostnaði hvers símtals í Bandaríkjunum fer til vís- indalegra rannsóknarstarfa. Bretinn Peter Mitchell fær verðlaunin í efnafræði fyrir að stuðla að skilningi á líffræði- legum orkutilflutningi. Mitch- ell er 58 ára og mjög efnaður. Fyrir nokkrum árum keypti hann höllina Glynn í Corn- wall, þar sem hann hefur nú eigin rannsóknarstofnun. Að undanförnu hefur hugur hans hneigzt í átt að félagsfræði og nú vinnur hann að rannsókn- um á árásarhneigð mann- skepnunnar. Verðlaunin í læknisfræði skiptast á milli þriggja að þessu sinni. Svisslendingurinn Werner Arber, 49 ára, og Bandaríkjamennirnir Daniel Nathans, 50 ára, og Hamilton 0. Smith, 47 ára, fá verðlaunin fyrir uppfinningar sínar á vissum hvötum og notkun þeirra í sameindaerfðafræði. Isaac Bashevis Singer, 74 ára Bandaríkjamaður, sem skrifar á jiddisku, fær bók- menntaverðlaunin fyrir frá- sagnarlist sína, sem á rætur í pólskri Gyðingamenningu og sýnir aðstæður mannanná ljóslifandi. Verðlaunin í hag- fræði fær Bandaríkjamaður- inn Herbert A. Simon, 62 ára, fyrir rannsóknir sínár á ákvarðanatöku fyrirtækja. Simon er prófessor í tölvu- og sálfræði og er þetta í fyrsta skipti.sem verðlaunin í hag- fræði eru ekki veitt hagfræð- ingi í venjulegasta skilningi þess orðs. . Friðarverðlaun Nobels eru afhent í Ósló. Þau falla í hlut Anwar Sadats Egyptalands- forseta, og Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, fyrir friðarviðræður þeirra um löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs. Fjórir verðlaunahafanna að þessu sinni, þeir Nathans, Penzias, Singer og Begin, eru Gyðingar. Þetta er svipað hlutfall og áður hefur verið, en síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk hafa ávallt um 30% verðlaunahafanna verið Gyð- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.