Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
Norðmenn:
Fresta ákvörðun um
lögsögu við Jan Mayen
Frá fréttaritara Mbl.
í Ósló. Jan-Erik Lauré, 14. des.
NORSKA stjórnin hefur ákveðið
að fresta útfærslu efnahagslög-
söKunnar í krinKum Jan Mayen í
200 mflur ok hefur laKt til við
íslendinKa að löndin beiti sér
fyrir sameÍKÍnleKri líffræðileKri
rannsókn á ástandi fiskstofna við
eyna.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun
er að líkindum sú, að Islendingar
hafa kvartað yfir því, að fiskstofn-
ar á þessu svæði væru ofnýttir.
Jens Evensen, norski hafréttar-
ráðherrann, hafði einnig áður gefi
í skyn, að stjórnin teldi ekki liggja
á útfærslu lögsögunnar við eyna.
Knut Frydenlund utanríkisráð-
Fleiri bátar
á vertíð frá
Höfn en áður
Hornafirði, 14. desember.
BÁTASJÓMENN eru nú almennt
komnir í jólafrí hér á Höfn, en að
undanförnu hafa allmargir bátar
verið á lfnu og aflað vel þegar gefið
hefur. Það sem af er desember
hefur nær stanzlaust verið bræla á
miðunum og eftir tveggja vikna
stopp komust einhverjir bátanna út
í gær, en það mun hafa verið síðasti
róður þeirra fyrir jólafrí.
Á vetrarvertíðinni verður 21 bátur
gerður út héðan frá Höfn og hafa
ekki áður verið gerðir út svo margir
bátar héðan á vertíðina. 13 eða 14
þeirra verða á línu, hinir á netum og
trolli. Margt aðkomufólk kemur
hingað til starfa á vertíðinni og mest
fólk, sem komið hefur hingað ár eftir
ár. Hingað hafa ekki verið ráðnir
útlendingar til starfa eins og á svo
mörgum öðrum stöðum. — Jens.
herra tilkynnti íslenzka utanríkis-
ráðherranum um þessa afstöðu
stjórnarinnar á ráðherrafundi
NATO nýverið.
Samtök útgerðarmanna hafa
lýst yfir miklum vonbrigðum með
þessa ákvörðun og telur samband-
ið að fiskifræðilegum rannsóknum
Norðmanna og íslendinga á
svæðinu muni ekki ljúka árið 1979
og því verði fiskverndunarvanda-
málið ekki leyst.
Lei Grönnetvedt framkvæmda-
stjóri sambandsins segir að ef ekki
verði af útfærslu í 200 mílur við
Jan Mayen á næsta ári megi búast
við aukinni ásókn þjóða ein og
Sovétmanna, Grænlendinga, Fær-
eyinga og Islendinga á þessi mið.
Með þessu verði fiskstofnunum á
þessu svæði stefnt í hættu.
Norsk skip hafi veitt afla á
svæðinu, sem hér um ræðir að
verðmæti um 100 milljónir
norskra króna (um 6,2 milljarða
ísl. kr.) á síðasta ári og ljóst sé að
þennan afla mætti auka.
Segir Grönnetvedt að það -sé
ekki í samræmi við hafréttar-
stefnu Norðmanna að lýsa ekki
þegar yfir 200 mílna efnahagslög-
sögu við Jan Mayen.
Hendrik Sv. Björnsson ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að Norðmenn
hefðu ekki enn ákveðið að lýsa yfir
lögsögu við Jan Mayen eða að
hefja viðræður við Islendinga um
það mál og því væri ekki rétt að
tala um frestun. Málið hefði verið
rætt á fundum utanríkisráðherra
þjóðanna og annarra aðila, en
málið hefði enn ekki komist á það
stig að samningaviðræður væru
fyrirhugaðar. Hins vegar hefði
verið ágæt samvinna á milli
Þannig hækka
fas teign agjöld
DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignaskatts 1979 samkvæmt
samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978.
Miðað er við 42% meðalhækkun fasteignamats milli ára, þótt vitað
sé að hækkun húsamats sé víða verulega miklu meiri í ýmsum
hverfum.
Fjölbýlishúsið:
Kleppsvegur 120 (meðalibúð)
Fasteignamat lóðar '79:900.000.- og íbúðar 9.141.000.
1978= Lóðarleiga: Fasteignaskattur: 996,- 27.099.-.
1979. Lóðarleiga: (0,145%) 1.302-
Fasteignaskattur: (0,5%) 45.705-
vísindamanna frá þjóðunum um
verndun loðnustofnsins og loðnu-
veiði á þessu svæði, en það hefði
verið með vísindalega verndun
ákeðins fiskstofns í huga. Þar
hefði verið um gagnkvæmt hags-
munamál að ræða og samvinna því
verið allnáin.
Svanhvft Egilsdóttir
Svanhvít Egilsdóttir
skipuð prófessor í Vín
Wiener Zeitung, sem gefið er út
í Vínarborg, skýrir frá því, að
forseti Austurríkis hafi skipað
Svanhvíti Egilsdóttur í fast
prófessorsembætti í söng og
raddbeitingu við „Hochschule fiir
Musik und darstellende Kunst“ í
Vínarborg.
Svanhvít hefur kennt við
háskólann undanfarin 18 ár, jafn-
framt því sem hún hefur haldið
söngnámsskeið á vegum skólans í
ýmsum löndum. Meðal þekktra
listamanna, sem eru hjá henni í
reglulegri raddþjálfun, eru óperu-
söngkonurnar Renate Holm og
Gundulla Janowitz, og leikarinn
Josef Meinrad.
Keypti 9 tnnn
af bókum á
4.8 milljónir
GUMUNDUR Axelsson kaup-
maður og uppboðshaldari í
Klausturhólum keypti í síð-
ustu viku bókasafn Sigurðar
heitins Draumlands. Auglýst
hafði verið eftir tilboðum í
safnið og kom hæsta boðið frá
Gumundi. Ilijóðaði það upp á
4.8 milljónir króna, en næsta
tilboð nam 4,3 milljónum og
var það frá Árna Bjarnasyni.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Guðmundur að þetta
væri mikið safn og hefði það
vegið rétt 9 tonn. Hann væri
hálfnaður að fara í gegnum
safnið og væri þarna margt
merkilegra bóka, innlendra sem
erlendra. mikið af ættfræði- og
ferðabókum.
I Akureyrarblaðinu ís-
lendingi segir m.a. að flestar
íslenzku bækurnar hafi verið
frá síðustu áratugum, en í
safninu hafi einnig verið um
150 verulega gamlar bækur. í
blaðinu segir að ríkið hafi verið
erfingi að eignum Sigurðar
Draumlands.
Sameiginleg tillaga fjárveitinganefndar:
3,4 mijljarða hækk-
un ríkisútgj alda
- frá útgjaldaáætlun f járlagafrumvarps 1979
FRAM eru komnar þær breyt-
ingartillögur við fjárlagafrum-
varp komandi árs, sem fjárveit-
ingarnefnd flytur sameiginlega,
að fjárhæð samtals 3.398.4 m.kr.
Að þeim samþykktum er gjalda-
hlið fjárlagafrumvarps komin í
tæpa 202 milljarða króna (fjárlög
yfirstandandi árs námu rúmum
138 milljörðum). Þá eru eftir
hugsanlegar breytingartillögur
frá einstökum þingmönnum, sem
að jafnaði hafa verið allnokkrar.
I breytingartillögum fjárveit-
ingarnefndar er gert ráð fyrir
2.000 m. kr. hækkun til verklegra
framkvæmda, þar af 400 m. kr. til
hafnarframkvæmda (auk 44,7 m.
kr. hækkunar til hafnarbótasjóðs),
400 m. kr. til menntastofnana og
350 m. kr. til heilbrigðisstofnana.
Til aukinnar niðurgreiðslna er lagt
til að verja 350 m. kr.
Tillögur til breytinga á tekjuhlið
frumvarpsins eru enn ekki fram
komnar. Ekki er því hægt að gera
grein fyrir ráðgerðum tekju- og
rekstrarafgangi, sem þingUokkar
hafa verið sammála um að stefna
að.
Gert er ráð fyrir því að önnur
umræða um fjárlagafrumvarpið
fari fram n.k. laugardag — og
laugardagskvöld ef þurfa þykir —
en atkvæðagreiðsla um breyt-
ingartillögur og einstaka frum-
varpsliði fari fram árdegis n.k.
mánudag. Stefnt er að því, að sögn
form. fjárveitinganefndar, Geirs
Gunnarssonar, að lyktir fjárlaga-
afgreiðslu verði 22. desember n.k.
Þingmenn ættu því að komast í
jólafrí á Þorláksdag.
Aukalið í jólapóstinum
SÍÐASTI móttökudagur fyrir póst innanbæjar í Reykjavík er mánudagur-
inn 18. desember og verða póststofur þá opnar til klukkan 22. Starfsmenn
póststofanna í Reykjavík leggja mikla áherzlu á að fólk setji strax í póst
þau jólakort. sem skrifað hefur vcrið á, svo unnt verði að lesa þau í sundur
um helgina. Á þriðjudaginn verður síðan byrjað að bera út jólapóstinn.
Unnið er á tvöföldum vöktum hjá póstinum þessa síðustu daga fyrir jól. Það
nægir þó ekki og hefur 250 manns verið bætt við starfsliðið þessa daga. Er þar
eingöngu um skólafólk að ræða og vinnur það ýmist við útburð eða við að lesa
póstinn í sundur. Mikil ásókn var í þessi störf hjá Póstinum og þegar í
októberlok voru komnir biðlistar vegna starfsins.
Innflutningstollur á erlent sælgæti:
„Gagnslaus ráðstöfun — niður-
greiðsla mjólkurdufts eina leiðin”
„IIUGMYNDIN um þcnnan 40%
innflutningstoll á sælgætið er
ekki ný, því að þeir voru með
þessa sömu hugmynd í fyrrahaust
og tilgangurinn með henni er að
komast undan því að greiða niður
mjólkurduftið til sælgætisgerð-
anna,“ sagði Ilallgrímur Björns-
son, forstjóri Brjóstsykurs-
gerðarinnar Nóa, þegar Mbl.
spurði hann álits á þeim hug-
myndum sem nú eru til mcðferð-
ar í viðskiptaráðuneytinu til
stuðnings við sælgætisframleið-
endur hér á landi í ljósi sam-
keppninnar við erlent sælgæti.
Hallgrímur kvað þessa ráðstöf-
un þó mundu hrökkva skammt, því
að mjóik hækkaði svo hratt. Til
dæmis hefði kílóið af nýmjólkinni
fyrir ári síðan kostað milli 600 og
700 krónur en núna væri kílóið
komið upp í 1533 krónur, og ef
þessi þróun héldi áfram væri þessi
aðgerð algjörlega gagnslaus.
Mjólkin erlendis væri það ódýr,
það mikið greidd niður, að ekki
þýddi fyrir innlenda sælgætis-
framleiðendur að keppa við
erlenda framleiðendur á súkkulaði
við þessar aðstæður.
Hallgrímur sagði að frumvarpi í
þessa veru hafi í fyrra verið
mótmælt bæði af Félagi ísl.
iðnrekenda og sælgætisfram-
leiðendum og á þeirri forsendu að í
þessu fælist ekki nein lausn, því að
hraði verðbólgunnar sæi til þess
að súkkulaðiverksmiðjurnar
fengju alltaf veigamesta hráefni
sitt, mjólkurduftið, á mun lakari
kjörum en erlendir samkeppnis-
aðilar. „Nú þykjast menn vera
búnir að leysa þetta mál aftur, en
mér sýnist þetta hins vegar ekkert
þýða annað en það þegar fram í
sækir að við munum hætta fram-
leiðslu á súkkulaði, sem mjólkur-
duftið er notað í,“ sagði Hallgrím-
Hallgrímur sagði ennfremur, að
mjólkurduftið væri einasta
mjólkurafurðin núna sem ekki
væri greidd niður en það væri í
reynd einasta raunhæfa lausnin í
þessu máli, þannig að fram-
leiðendur súkkulaðis fengju helzta
hráefni sitt á svipuðu verði og þær
verksmiðjur sem íslenzka súkku-
laðið þyrfti að keppa við hér á
markaðinum, ellegar að gefa
sælgætisframleiðendum leyfi til
að flytja mjólkurduftið inn erlend-
is frá.
Súkkulaðiframleiðendur eru
meðal stærstu notenda mjólkur-
dufts hér á iandi, nota á að gizka
30—40 tonn á ári, að því er
Hallgrímur sagði. Tregðan við að
greiða niður mjólkurduftið stafaði
síðan af því, að það rúmaðist ekki
innan þeirrar upphæðar sem
ríkinu er skylt að greiða niður
samkvæmt lögum af því að um-
framframleiðslan á landbúnaðar-
vörum væri orðin svo mikil.