Morgunblaðið - 15.12.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
5
Gamalt í»
fólk gengurJ ! hœgar
Barnaguðs-
þjónusta í
Dómkirkjunni
N.K. SUNNUDAG verður barna-
Kuðsþjónusta í Dómkirkjunni kl.
11 f.h.
Það er orðin venja í Dómkirkj-
unni, að síðasta sunnudaginn fyrir
jól sé þar bara ein messa,
barnaguðsþjónusta. Að þessu sinni
talar sr. Þórir Stephensen við
börnin, Kristinn Hallsson óperu-
söngvari stjórnar almennum söng,
en dómorganistinn Marteinn H.
Friðriksson verður við oreglið.
Einnig leikur lúðrasveit barna
úr Laugarnesskólanum jólalög
undir stjóru Stefáns Þ. Stephen-
sen og sr. Hjalti Guðmundsson les
jólasögu.
Ég vil minna börnin á, að vegna
þessa verður engin barnasamkoma
í Vesturbæjarskólanum á laugar-
dag, en ég vænti þess, að þau komi
í kirkju á sunnudag. Ég vil einnig
og eindregið hvetja foreldra til að
koma með börnunum til kirkjunn-
ar á sunnudag, en jafnframt um
jólin og endranær, því kirkjulegt
barnastarf getur, þótt gott sé,
aldrei skapað þá hluti sem skapast
við sameiginlega kirkjugöngu for-
eldra og barna, ekki síst þar sem
slíkt verður að reglu eða venju.
Það þekki ég vel bæði úr mínu
eigin starfi og ekki síður af eigin
reynd.
Þórir Stephensen.
Sjónvarp í kvöld kl. 21.40:
„Kaupránsmálin” — Bílabrask — Félagi Jesús
Kastljós hefst að venju í
sjónvarpi kl. 21.40 í kvöld.
Að þessu sinni er þátturinn í
umsjá Guðjóns Einarssonar.
Þrjú mál eru á dagskrá og
verður fyrst fjallað um mis-
munandi afstöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar til aðgerða
núverandi og fyrrverandi
ríkisstjórnar varðandi skerð-
ingu verðbóta á laun. Munu
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasam-
bands íslands, og Guðmundur
H. Garðarsson skiptast á
skoðunum um það efni.
Þá verður fjallað um svik
þau, sem komið hafa upp í
viðskiptum með notaða bíla.
Rætt verður um hvernig hægt
er að auka eftirlit með þessum
viðskiptum og skapa aðhald til
að koma 1 veg fyrir, að fólk sé
féflett.
Loks verður vikið að bókinni
Félagi Jesús, en mikið hefur
verið skrifað í blöðum um
bókina að undanförnu. Af því
tilefni munu þeir ræðast við
Sigurður Pálsson námsstjóri í
kristnum fræðum og Árni
Bergmann ritstjóri. Báðir hafa
skrifað um bókina og eru ekki
á einu máli.
Hjartans þakkir færi ég öllum,
sem geröu mér sjötíu ára
afmælisdaginn 21. nóvember
s:l., ógleymanlegan.
Guö blessi ykkur öll.
Matthías Karlsson,
Berghólum, Bergi,
Keflavík.
Innilegar þakkir færi ég öllum
þeim, sem á einn eða annan
hátt glöddu mig og sýndu mér
vinarhug á sjötugs afmæli mínu
þann 5. desember sl.
Lifið heil.
Guðmann Magnússon,
Dysjum.