Morgunblaðið - 15.12.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
7
Veöur öll
válynd
Engum dylst aö veöur
hafa veriö válynd á
stjórnarheimilinu. Mis-
gengi skoðana er mikiö,
kvikuhlaup tilfinninga í
allar áttir, jaröhræringar í
pingflokkum og leirgos í
einstökum stjórnarping-
mönnum. Engin leiö er
Þó aö spá í framvindu
mála. Loftbólur verða oft
að litlu — Þó aö fyrir-
ferðarmiklar séu á út-
blástursaugnablikuml
í upphafi pessarar viku
mun stjórnarliöið að
mestu hafa komið sér
saman um útgjaldahlið
fjárlagafrumvarpsins.
Ekki mun hafa verið
teljandi ágreiningur um
eyðslustefnuna. Tekju-
hliðin, skattheimtuleiðir,
framkallaði hins vegar
mikið fum og fuður,
a.m.k. á yfirborði. „Það er
stutt leið til Bessastaða,"
sagði forsætisráðherra,
Þegar vinnukonuupp-
reisnin reis hæst í liði
hans, — og hótaði Þar
með að biðjast lausnar
fyrir sig og samráðherra,
ef storminn herti í
vatnsglasinu. Þá sættust
menn á skattvísitöluna,
sem mælir okkur tekju-
skattinn, „launamanna-
skattinn", sem AlÞýðu-
flokkurinn kallar svo. Sá
skattur mun aö líkindum
hækka um 90% milli ára,
á heildina litið, sem er í
takt við aðrar efndir
Þingmanna AlÞýðu-
flokksins. Þeir berja sér
Þó enn á brjóst í einhvers
konar Tarsanhlutverki —
en „pissa síðan í skóinn
sinn“, eins og sagt var á
gömlu alÞýðumáli.
Tíminn um
sam-
starfsflokkana
Leiðarí Tímans sl. miö-
vikudag fjallar um vinnu-
konuflokkana á stjórnar-
heimili Ólafs Jóhannes-
sonar. Þar segir m.a.:
„Eins og alÞjóö er löngu
kunnugt og bezt hefur
sannast á undangengn-
um mánuðum bregður
AlÞýðubandalagiö sér í
ólíklegustu kvikinda líki
Þegar svo ber undir.
Stundum eru hamskiptin
til fagnaðar en iðulega
ekki, og stundum er
nokkur skemmtun að
Þeim. Nýjasta líki AlÞýðu-
bandalagsins er gervi
tyftunarmeistarans ...
Gorgeír og yfirlæti eins
og Það sem Þeír (alÞýðu-
bandalagsmenn) hafa nú
sýnt einni af sínum
minnstu systrum í
borgarstjórn Reykjavíkur
hlýtur að skilja eftir sig
sár...“
„Það er svo annað
mál,“ segir Tíminn, „að
öll vinnubrögð
AIÞýðuflokksins ... eru
með Þvílíkum eindæmum
og slíkum öngÞveitisbrag
að torvelt er aö skilja
hvað er á seyöi... Sann-
leikurinn er sá aö gaman
Það sem alikratarnir
stunda á kostnað al-
mennings um Þessar
mundir er svo villt og
hömlulaust að aðeins
getur... torveidað sam-
starf við flokkinn ...“
Niðurstaðan í dómnum
um AIÞýöuflokkinn er „að
hann sé milli vita og viti
ekki sitt rjúkandi ráð“.
Þannig er húsbónda-
dómurinn yfir hjúunum.
Og ekki eru meðmælin
allra beztu tegundar.
Gorgeir og
yfirlæti
Tíminn talar hér um
gorgeir og yfirlæti
kommaklíkunnar í garð
annars borgarfulltrúa Al-
Þýöuflokksins, Þess sem
felldi sorphirðugjaldið,
sem var eitt af blómunum
í gróskuríku skattabeði
Alpýöubandalagsins.
Persónulegt skítkast í
garð Þessa borgarfulltrúa
AlÞýöuflokksins hefur
verið með eindæmum —
Þó að löngum hafi verið
nægur efniviður í slíkar
sendingar og vilji og
hæfileiki til að koma
Þeim á framfæri í Þessum
herbúðum. Leiðari Þjóð-
viljans bennan sama dag
ber Þessari lýsingu
Tímans á hlutverki
tyftunarmeistarans
glöggt vitni.
Þar segir að „AlÞýðu-
flokkurinn hafi nú sett
tryggingu fyrir Því að
flokkurinn standi
framvegis sem ein heild
að samÞykktum sem
gerðar eru í borgarmála-
ráði hans... og líta beri á
uppákomuna í borgar-
stjórn sem slys. Vörnum
hafi verið viö komið til
pess að koma í veg fyrir
að slíkt endurtaki sig“.
Hefur pá „tyftunar-
meistarinn“, sem Tíminn
kallar svo, komið AlÞýöu-
flokknum á hlýðnisbás?
Hefur alræði AlÞýðu-
bandalagsins í borgar-
stjórn Reykjavíkur verið
tryggt? Eða er hér ósk-
hyggja í orðum, sem lýsir
yfirlæti og hroka, sem
Tíminn segir einkenna
AlÞýðubandalagið?
Tilvitnaöur leiöarí Þjóð-
viljans ber yfirskriftina:
„Samstarfið tryggt í
borgarstjórn". Hins vegar
vantar undirfyrirsögn,
sem gæti hafa hljóðaó
svo: Að ekki sé nú talað
um ríkisstjórninal
Valhúsgögn
Hinir margeftirspurðu símabekkir komnir.
Einnig hornhillur, innskotsborö og margt fleira.
Vitjið pantana strax.
Valhúsgögn,
Ármúla 4.
Adam er i hörku formi þessa dagana enda
aldrei veriö eins vel buinn til vetrarins. Kjallar-
inn er undirlagður af peysum i margvislegum
stærðum og gerðum. Einhver þeirra er örugglega
við þitt hæfi. Líttu inn og kynntu þér nýju linuna
hjá Adam. Hún er glæsileg.
#flDAm
LAUGAVEGI 47 SÍM117575
Kynnum nýtt vörumerki, Hagkaup
Hagkaupsverð er
hagsloett veið
Krakus jarðarber 1/1 Okker verð 555,-
Perur 1/3 465.-
Perur 1/2 295.-
Ananassafi 1/2 235,-
Rauðkál 570 gr. 675.-
Súpukjöt 3 kg. 2.343,-
Leyfil. verð Okkar verð
Svið 1 kg. 717,- 595,-
Lambalifur 1 kg. 1.305,- 850.-
Kjúklingar 1 kg. 1.555,-
Unghænur 1 kg. 1.235,-
Opió til I o ■ 3
09 laugardagskvöld
HAGKAUP