Morgunblaðið - 15.12.1978, Qupperneq 11
11
jafnt fræðum og list. Af vísindum
lagði hann mesta stund á þjóðleg
fræði af margvíslegu tagi, þjóðtrú
og þjóðsögur. Hér á undan var
getið doktorsritgerðar hans, sem
fjallaði um Seið. Víða birtust
ritgerðir eftir hann, skemmri eða
lengri,1 svo sem í tímaritunum
„Arv“ og „Saga och sed“, sem hann
hafði ritstjórn á (frá 1969 og 1952)
o.s.frv. Ein hinna síðari ritsmíða
frá hans hendi fjallar um kristni-
tökuna á íslandi (1975). Allmörg-
um ritgerða hans er safnað saman
og prentaðar í bók, sem nefnist
„Folklore och filologi“, heppilegt
nafn, því að hann kunni á
hvorutveggja skil. Mörgum
vísindamönnum verður það, að
þeir láta hugann fljúga, án þess að
hafa taumhald á honum, og
aðgæta ekki, að meira virði en
hugarflugið er gaumgæfileg leit að
traustum röksemdum. Svo að tekið
sé dæmi til samanburðar, má líkja
þessu við það, þegar kaþólskir
menn reyna að ákveða hvort
dýrlingaefni þeirra verðskuldi að
vera tekin í heilagra manna tölu,
og eru þá hafðir tveir málafærslu-
menn til að rekja röksemdir með
og móti. Þetta skildi Dag Ström-
báck mætavel, og því eru vísinda-
legar ritgerðir hans til fyrirmynd-
ar.
Eins og fyrr var getið, var
Dagur hár maður og svaraði sér
vel, skemmtinn og hvers manns
hugljúfi, og þótti öllum gaman að
verá þar sem hann var og hafa
orðræður við hann.
Þegar menn fara að komast á
sjöunda áratuginn, fara flestir að
þreytast nokkuð svo. Sá er þetta
ritar hitti hann í haust og sáust þá
lítil eða engin ellimerki á honum.
En mér er tjáð, að hann hafi
sunnudaginn 26. nóvember fengið
hjartaslag, sem þó leið hjá, en kom
aftur, svo að hann andaðist 1.
desember. Hann hafði fulla rænu
fram á síðustu stund.
Hvíl þú í friði, tryggi vinur!
Einar 01. Sveinsson.
mmúmm
/mmm
CSTWKISHÖLMUR^
JC Stykkishólm-
ur dreifir end-
urskinsmerkj-
um til barna
BYGGÐAMÁLANEFND
Junior Chamber Stykkis-
hólms mun dagana 13.—14.
desember dreifa endur-
skinsmerkjum til allra
barna í Stykkishólmi 0—16
ára.
Farið verður í skólana, í
leikskólann og áð síðustu
gengið í hús til að fullvisst
sé að ekkert barn verði
útundan. Þetta er liður í
verkefni JC íslands fyrir
starfsárið 1978—79, „Eflum
öryggi æskunnar". í til-
kynningu frá JC Stykkis-
hólmi segir að þó að endur-
skinsmerki séu ódýrasta
líftryggingin hafi þau ekki
verið auðfengin í byggðar-
laginu en nú muni verða
ráðin bót á. Vilja félgsmenn
stuðla að því að notkun
endurskinsmerkja verði
jafn sjálfsögð og að draga
andann.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
PER HANSSON
ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941
Ógnardagar í oktober er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti
firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu f jöldamorðum
heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem
bjuggu í bænum Kragujevec í Júgóslavíu voru teknir af lífi.
Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá
í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum
draugabæ. biðu þess að skæruliðarnir kæmu. — og svo
sannariega komu skæruliðarnir.
Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu,
stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Höfundur-
inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hans. Teflt á tvær
hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama
knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en Ognardagar í
október er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk.
KNUT HAUKELID
BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNIÐ
Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða
bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og
járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu
norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna
í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að
geta framleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns-
verksmiðjan í Evrópu.
Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að einbeitni,
hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði
í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun
þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar
síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi
hetjusaga á vart sinn líka í stríðsbókmenntum, svo æsileg er
hún.
Stefán Aðalsteinsson
Svarfdælingar
Þetta er seinna bindi mikils ritverks um Svarf-
dælinga, þar sem gerð er grein fyrir bændum og
búaliði sem setið hefur Svarfaðardal, svo og
niðjum þeirra, eins langt aftur í aldirnar og
heimildir hrökkva til með sæmilegu móti.
Svarfdælingar I—II er mikið r(t að vöxtum, um
eitt þúsund bis., og mannamyndir rúmlega sex
hundruö talsins. Eftir lát höfundarins hlaut að
koma í annarra hlut að ganga að fullu frá verki
hans. Ýmsir góðir menn hafa lagt því máli liö í
samstarfi við dr. Kristján Eldjárn, sem ( öllum
greinum hafði forystu um að búa ritið til prent-
unar.
Jón Espólín og Einar Bjarnason
Saga frá Skagfirðingum
Þetta er þriðja og næst síðasta bindi viðamikils
heimildarrits í árbókarformi um tíðindi, menn
og aldarhátt í Skagafirði 1685—1847, en jafn-
framt nær frásögnin í og með til annarra héraöa. í
þessu bindi ritsins hefur sögunni miðaó fram
til ársins 1842. Einar Bjarnason heldur á penna
mjög ( þeim anda sem EspóKn hafði gert og
segir margt frá nafnkunnum mönnum og minn-
isverðum tíðindum ( Skagafirði,— Útgáfuna
annast Hannes Pétursson, Kristmundur
Bjarnason og Ögmundur Helgason.
Klemenz á Sámsstöðum
Siglaugur Brynleifsson skráði
Endurminningar eins helsta brautryðjanda og
frumherja í (slenskum ræktunarmálum á þess-
ari öld sem hefur margs aö minnast frá ævi-
starfi s(nu og kynnum af miklum fjölda sam-
tíöarmanna. Auk þess segir hér frá bernsku-
árunum í Grunnavíkurhreppi, Reykjavikurár-
unum á öndverðri öldinni, vinnumennsku hjá
Guðmundi bónda á Stóra-Hofi og Einari Bene-
diktssyni skáldi. Og síðast en ekki síst minn-
ist hann á eftirminnilegan hátt bróður sfns,
Sverris sagnfræðirtgs, en með þeim bræðrum
var ávallt mjög kært, þótt óilkir væru um margt.
Jóhann Hjálmarsson
Lífið er skáldlegt
Llfið er skáldlegt — lífið ( kringum okkur, fólkið
sem okkur þykir vænt um, árstíðirnar, stundir
dags og nætur, hversdagslegar athafnir. Skáld-
ió sér hversdagsKfið sínum augum — fyrir
okkur hin sem erum að týna okkur í amstri
dægranna og gefum okkur ekki tíma til að sjá
að lífið er skáldlegt! Þetta er ellefta Ijóðabók
Jóhanns og er hún mjög i anda síðustu Ijóöa-
bókar hans.
Bræóraborgarstig 16 Síml 12923-19156
Esbjern Hiort og Helge Finsen
Steinhúsin gömlu á íslandi
Tveir arkitektar segja hér i stuttu og læsilegu
máli hina merkilegu sögu sem liggur að baki
elstu húsa á íslandi, steinhúsanna gömlu sem
reist voru á seinni hluta 18. aldar og eru löngu
oröin hluti af íslenskri menningararfleifð. Enn á
vorum dögum eru þetta veglegar byggingar og
tvær þeirra hýsa æóstu stjórn landsins: Stjórn-
arráðshúsið í Reykjayík og forsetasetrið að
Bessastöðum. Bókin er prýdd myndum og upp-
dráttum, sem auka mjög gildl hennar og hún er
grundvölluð á nákvæmri heimildakönnun og
rannsókn á húsunum. — Dr. Kristján Eldjárn-
íslenskaði.
Haraldur Jóhannsson
PéturG. Guðmundsson
og upphaf samtaka atþýðu
Á fyrsta skeiði verkalýðshreyfingarinnar vann
PéturG. Guðmundsson bókbindari mannaötul-
legast að stofnun landssambands verkalýðs-
félaga og stjórnmálasamtaka þeirra. Hann var
einn stofnenda Verkamannafélagslns Dags-
brúnar 1906 og formaður þess nokkur ár. Fyrsti
bæjarfulltrúi verkamanna ( Reykjavík var hann
kjörinn 1910, ritstjóri Alþýðublaðsins gamla var
hann 1906—1907 og Verkamannablaðs 1913—
1914. í bókinni er fylgt frásögn sonar Péturs,
Þorsteins, sem í hálfan sjötta áratug hefur
unnið í þágu verkalýöshreyfingarinnar.