Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 18

Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Samvinnutryggingar: 40% íðgjaldalækkun á skyldutryggingum húsa Vilja breytingar á lögum um brunatryggingar Samvinnutryggingar haía ákveðið að lækka iðgjöld á skyldutryggingum húsa um 40% miðað við næstu endurnýjun sem er 1. janúar n.k. Á blaðamannafundi sem for svarsmcnn trygginganna héldu í gær sögðu þeir að ástæðurnar fyrir því að iðgjaldalækkun væri möguleg væri þróun í orkumál- um, betri brunavarnir, betri húsagerð og betri skrifstofu- tækni. Það kom fram á fundin- um að á hverju ári væri veruleg- ur tekjuafgangur en þó að þessi lækkun kæmi til framkvæmda yrði um 10% tekjuafgangur samkvæmt gerðri áætlun fyrir næsta ár. Samvinnutryggingar hafa einn- ig hugsað sér að reyna að fá einhvern þingmann til þess að flytja breytingartillögu við lög- boðnar brunatryggingar húsa. Reykjavíkurborg hefur heimild skv. ákvæðum 1. greinar laga um brunatryggingar í Reykjavík til að sjá sjálf um tryggingar húsa í Reykjavík. Sveitarfélög skulu einnig semja við Brunabótafélag íslands en hafa þó heimild til að fara annað. Er það tillaga Sam- vinnutrygginga að gera þetta val frjálst eins og það er þegar orðið í Framkvæmdarstjóri Raunvísindastofn- unar Háskólans Menntamálaráðuneytið hefur sett Hallgrím Ólafsson viðskipta- fræðing framkvæmdastjóra Raun- vísindastofnunar Háskólans um eins árs skeið frá 1. janúar 1979 að telja. flestum ríkjum Evrópu sem þó hafa öll haft svipað kerfi og hér er við lýði. Tillögur Samvinnutrygginga eru: 1. Að jafnrétti verði komið á milli brunatrygginga í landinu varðandi brunatryggingar húsa með því að nema úr gildi einka- réttarákvæði laga um BÍ. 2. Að nema úr gildi lög um brunatrygg- ingar húsa í þeim tilgangi að fella þessi vátryggingaviðskipti undir almenn lagaákvæði um vátrygg- ingar. 3. Að endurskipuleggja eignamat í landinu á þann veg að einu samræmdu húseignamati verði komið á. 4. Að breyta lögum um brunavarnir og brunamál þannig að nýtt ákvæði komi í lög um að eigendur húsa í landinu séu skyldir að brunatryggja húseignir sínar samkvæmt opinberu hús- eignamati. Hella upp á 2—12 bolla í einu og halda heitu. Philips vörur — Philips þjónusta HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 kaffikönnur þessar meö eilífðarpokanum . , ■ . ■ iJ íiiiil Héðinn Emilsson deiidarstjóri brunadeildar Samvinnutrygginga, Benedikt Sigurðsson lögfrseðingur, Hallgrímur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Bruno Hjaltested aðstoðarfram- kvæmdastjóri skýra fréttamönnum frá fyrirhuguðum iðgjaldalækkun- um á blaðamannafundinum f gær. Ljósm. Kristján Steingrímur sýnir á Kjarvalsstöðum STEINGRÍMUR Sigurðsson list- málari opnar í kvöld kl. 20.30 málverkasýningu á Kjarvals- stöðum. Á sýningunni eru 60—70 myndir allar málaðar á þessu ári og flestar þeirra eru til sölu. Þetta er 41. sýning Steingríms og jafnframt 2. sýning hans á Kjar- valsstöðum. Steingrímur hélt sína fyrstu sýningu í Bogasalnum í desember árið 1966 og hefur síðan sýnt víða um land og einnig erlendis. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opin til 22. desember. Steingrímur við eitt olíumálverka sinna er sýnir Hest við ísaf jarðardjúp (séð úr Vigur). Ljósm. Emilía. Jólagetraun um umferðarmál fyr- ir börn í Reykjavík UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa til allra skólabarna í Reykjavík á aldinum 6—12 ára jólagetraunum um um- ferðarmál. Börnin fá get- raunablaðið í skóla sínum og er ætlast til að þau fari með það heim og svari síðan spurningum með aðstoð annarra á heimilinu. Þeim tíma sem hver fjölskylda notar til að ræða um vanda- mál umferðarinnar er vel varið. Dagana 15—20 desember verða sérstakir póstkassar í lyfjabúðum borgarinnar fyrir getraunablöðin. Skömmu fyrir jól verða dregin út 175 verðlaun en þau eru stórar litprentaðar bækur með sígildum sögum. Á aðfanga- dag heimsækja lögregluþjón- ar 175 börn í Reykjavík og færa þeim verðlaunin. Þetta er í tólfta sinn sem lögreglan og umferðarnefnd Reykja- víkur senda út jólagetraun til skólabarna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.