Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 20

Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Tilraunir með gras- tegundir Rannsóknastofnun land- búnaðarins heíur sent út skýrslu um tilraunir á árunum 1975 — 1977 með grastegundir með tilliti til uppræktunar og viðnáms við uppblæstri. En sem kunnugt er hófust umfangsmikl- ar rannsóknir eftir að þjóðargjöf- in svonefnda kom til á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar 1974. Er þarna gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum á þessu sviði. Tilraunirnar fóru fram á eyði- sandi og fjórum öðrum stöðum í mismunandi hæð yfir sjávarmáli. Tilraunastaðirnir eru: Skógasand- ur, Gunnarsholt, Búrfell, Sigalda og Reykjavík. Alls voru 274 afbrigði af 60 tegundum ræktuð á 1205 5 ferm. lands. Og til viðbótar var sáð í 129 minni reiti afbrigðum sem fengin voru frá USDA, Beltsville í Bandaríkjunum. Ganga tilraunirnar út á að finna þétt- leika, mesta afrakstur og hæfi- leika til jarðvegsverndunar. Sýna tilraunirnar að tegundirnar hafa allmismunandi hæfileika til land- vinnslu á Islandi, og afbrigðin eru einnig mismunandi innan hverrar tegundar. Kjörgripir. Kristall fra Kosta Boda. Sameinar fagurt handverk og fijóar hugmyndir Sænsku glersmiöjurnar Kosta og Boda hafa löngum verið viðurkenndar fyrir listmunagerð sína. Kosta'elsta glersmiðja Svíþjóðar var stofnuð 1742, en Boda var stofnsett 1864. íbáðum þessum glersmiðjum hefur glerblástur þróast kynslóð af kynslóð og ætíð verið lögð áhersla á fullkomnun fágaðs handbragðs. Heimsfrœgir listamenn eru fengnir til samstarfs, jafnt í hugmyndaleit og hönnun, sem í fram- leiðslu. Árangurinn, víðfrœgur listiðnaður, er nú eftir- sóttur um allan heim. Boda Oktav Skálar, vasar og glös. Boda Zelda Vasar, skálar og ljósker. Kosta kertastjakar Ótal tegundir af fallegum stjökum. Boda Troll Skálar Klingjandi kristall-kærkomin gjöf KOSTAlÍBODA Verslanahöllinni, Laugavegi 26. Sími 13122 Kosta Party Skálar, glös, diskar og bakkar Fjármál bæjarsjóðs Kópavogs: Rangfærsl- um svarað - Fjárhagsblekking- ar meirihlutans Undanfarið hafa kommúnistar og kratar, sem mynda meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs, ásamt Framsókn, gert mikið úr fjárhags- vandræðum bæjarsjóðs. Auðheyrt er, að hér tala ráð- lausir menn, sem vex allt í augum, þegar þeir standa sjálfir frammi fyrir vandamálunum. Þeir leita því skjóls á bak við moldviðri blekkinga til aö hylja andlega nekt sína, vánmátt og getuleysi. Ódæl börn vilja stundum kenna öðrum um. Það hafa áður verið uppi vanda- mál í fjármálum bæjarsjóðs og annarra sveitarfélaga. Það er ekkert nýtt, eins og síðar mun að vikið. Sjálfstæðismenn hafa marg- oft staðið frammi fyrir miklum vandamálum á þessu sviði, en þeir hafa ekki borið þau á torg og miklað þau fyrir sjálfum sér og öðrum, heldur leyst þau. Fjárhagsvandi sveitarfélaganna Orsakir fjárhagsvanda bæjar- sjóðs Kópavogs og annarra sveitarfélaga eru óðaverðbólgan í landinu. Tekjustofnar þeirra eru að langmestu leyti óverðtryggðir. Utsvörin, aðal tekjustofninn, eru miðuð við tekjur bæjarbúa árið áður, en útgjöldin verða sveitar- félögin, eins ög aðrir, að greiða á verðlagi þess tíma, sem stofnað er til þeirra og þau gjaldfalla. Því hærra og því sneggra, sem verð- bólgualda rís, þeim mun meiri verður fjárhagsvandi sveitarfélag- anna. Þetta skeði líka 1974 þegar verðbólgualdan reis sem hæst. Þá leysti þáverandi meirihluti bæjar- stjórnar einfaldlega þann vanda, sem var tiltölulega meiri en sá, sem við hefur verið að glíma á þessu ári. Þá var ekkert hrópað, en verk unnin. Þegar slíkt ástand skapast í landinu, eins og að framan er getið, getur vandinn orðið ekki hvað sízt mestur í Kópavogi. Hér er mörgum verkefnum bæjarins ólokið og þarf sízt að tíunda það fyrir Kópavogsbúum. Fram- kvæmdaþþörfin er ótvíræð og krefur því margs, en stundum leiðir það til þess, að teflt er á tæpara vað fjárhagslega en ella. Þetta má öllum ljóst vera. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 1978 Þegar fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir þetta ár var gerð í desember 1977 var reiknað með 28% verð- bólgu á þessu ári, samkvæmt þeim upplýsingum, sem þjóðhagsstofn- un gaf sveitarfélögunum. Verð- bólgan hefur hinsvegar reynst vera um 50%. Sjá þá allir hvað hlýtur að ske, ef ekki er að gert. Ekki trúi ég öðru, en eitthvað hefði heyrst í fyrrverandi minni- hluta, kommum og krötum, ef í árslok 1977 við gerð fjárhags- áætlunar hefði verið reiknað með 50% verðbólgu og því verið hafnað að áætla fé til ýmissa fram- kvæmda. Fjárhagsvandi — greiðslustaða Sá margnefndi fjárhagsvandi, sem skapast hefur hjá bæjarsjóði Kópavogs á þessu ári eins og oft áður, er einungis fólginn í því, að greiðslustaða bæjarsjóðs varð erfið. Þessum vanda hefur á hverju ári orðið að mæta, í mismunandi miklum mæli, með breytingum á fjárhagsáætlun, frestun einhverra verklegra fram- kvæmda, samdrætti á ýmsum sviðum, lántökum o.fl. ráðstöfun- um. Það þarf því engan að undra þó nú hafi orðið að breyta fjárhagsáætlun eins og endranær, sérstaklega þegar verðbólgan tók slíkt stökk, sem nú varð raun á. Það hefði verið gert hvaða meiri- hluti, sem verið hefði við stjórn hér í Kópavogi. Varnaglar í fjárhagsáætlun I fjárhagsáætlun ársins voru ýmsir varnaglar af hálfu fyrrver- andi meirihluta. Vegna vanhalda á Iðnnemar mótmæla lækkun fjárveitingar til Iðnfræðsluráðs Á Sambandsstjórnafundi Iðn- nemasambands íslands, sem hald- LíHðbarn hefur lítið sjónsvið inn var fyrir skömmu, kom fram, að fjármagnsbeiðni til iðn- fræðsluráðs hefur verið skorin niður. Fulltrúar iðnfræðsluráðs sjá um eftirlit með námi iðnnema á vinnustöðum. Er það talið mjög brýnt vegna þess að nemar eru iðulega látnir vinna mjög einhæfa vinnu á samningstímabilinu, segir í fréttatilkynningu frá Iðnnema- sambandi Islands. Krefjast Iðn- nemasamtökin þess, að fjármagns- þörf iðnfræðsluráðs í þessum málum verði ekki lækkuð. Ennfremur kom fram, að nauðsynlegt er talið að veita aukið fé til námsskrár- og námsgagna- gerðar, sem mun auðvelda eftirlit með náminu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.