Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
21
útsvörum var reiknað með 60
millj. kr., áætlaðar voru 80 millj.
kr. til greiðslu lausaskulda. Ekki
var gert ráð fyrir lántökum sem
heitið gæti nema þeim sem myndu
fylgja með landakaupum bæjarins,
þannig var ekki áætlað að fjár-
magna framkvæmdir með lánum
og því ýmsir lánsfjármöguleikar
ónýttir, eins og síðan hefur komið í
ljós.
Breyting
fjárhagsáætlunar
Meirihluti bæjarstjórn'ar lét
gera úttekt á greiðslustöðu bæjar:
sjóðs og áætlun til n.k. áramóta. I
ljós kom, að útgreiðslur umfram
niðurgreiðslur, miðað við þær
forsendur, sem gengið var út frá,
myndu til áramóta nema um 420
Eftir
Richard
Björgvinsson
millj. kr., ef engu yrði breytt og
ekkert að gert og dökku litirnir
voru nú ekki sparaðir.
Meirihluti bæjarstjórnar breytti
síðan fjárhagsáætlun ársins, en að
því loknu var fjárvöntun ekki
nema 159 millj. kr., en þá hafði
meirihlutinn hækkað framlög til
framkvæmda og hækkað kaup-
greiðslur til starfsfólks bæjarins,
sem nam hvorutveggja um 41
millj. kr. Þetta var tiltölulega
mun minni vandi en þurfti að
mæta 1974. Þetta hefur nú verið
brúað með nýrri lántöku.
Hvað vildi
Alþýðubandalagið
við gerð f járhags-
áætlunar ársins?
Eðlilegt er að menn spyrji,
hvaða tillögur gerði Alþýðubanda-
lagið við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar í byrjun ársins.
í stórum dráttum vildu þeir
ákveða ýmsar auknar fram-
kvæmdir, svo sem 35 millj. kr. til
Kópavogsræsis, hækkun til fram-
kvæmda í miðbænum upp á 18
millj. kr. og aukningu ýmissa
framkvæmda á félagslega sviðinu,
eins og framlag til nýrra verka-
mannabústaða o.fl. fyrir um 24
millj. kr., samtals var þetta rúmar
77 millj. kr.
Á móti vildu þeir draga úr
framlagi til gatnagerðar um 20
millj. kr. Þeir vildu minnka
rekstrarútgjöld með því að draga
2% frá fjölmörgum rekstraliðum
og ná með því á pappírnum 22,8
millj. kr. lækkun útgjalda. Þeim
láðist hinsvegar að geta þess hvað
raunverulega ætti að spara í
rekstri, hvaöa ráðstafanir ætti að
gera til að ná þessum sparnaði, en
tóku hinsvegar fram, að ekki
mætti minnka neina þjónustu í
þeim málaflokkum, þar sem
sparnaðurinn átti að koma niður.
Þetta var að sjálfsögðu ekki
raunhæf tillaga. Þeir hafa nú
sjálfir orðið að stórhækka einmitt
þessa liði við breytingu á fjárhags-
áætlun.
Loks vildi Alþýðubandalagið
hækka áætluð útsvör um 40 millj.
kr. Vegna þessa þrýstings frá
þáverandi minnihluta kom fyrr-
verandi meirihluti til móts við
hann og samþykkti helminginn
eða 20 millj. kr. hækkun á
áætluðum útsvörum. Hver varð
svo raunin? Þegar álagning lá
fyrir á s.l. sumri, reyndist hún
vera 18 millj. kr. lægri en
endanleg áætlun. Upphafleg
áætlun meirihlutans þá var aðeins
2 millj. kr. of lág. Ekki einu sinni
helmingurinn af tillögu Alþýðu-
bandalagsins stóðst, aðeins 2 millj.
kr. af 40 millj. kr. tillögu stóðst í
raun.
Þegar á heildina er litið hefðu
tillögur Alþýðubandalagsins, ef
farið hefði verið eftir þeim, aukið
fjárhagsvanda bæjarsjóðs á þessu
ári um 60 millj. kr.
Viðtökuskattar
vinstri manna
Meirihlutamenn, þá einkum
fulltrúar kommúnista og krata,
hafa galað hátt um viðskilnaðar-
skatta íhaldsins, sem þeir svo
nefna (þeir minnast helzt ekki á
aumingja Framsókn).
En mennirnir þurfa endilega að
reyna að afsaka nýja skattá sína,
nýjar álögur. Við hverju var að
búast, þetta eru þeirra ær og kýr,
meiri álögur, vinstri menn hafa
aldrei komið auga á önnur úrræði.
Nú síðast hafa þeir hækkað
stórkostlega fasteignagjöld á
Kópavogsbúum.
Það eru því sannkallaðir við-
tökuskattar vinstri manna, sem
bæjarbúar fá yfir sig. Það kostar
mikið að fela vinstri mönnum
forsjá bæjarmálanna, eins og
sjálfstæðismenn vöruðu við fyrir
síðustu kosningar.
Richard Björgvinsson.
Jólasveinar
á Akranesi
JÓLASVEINAR verða á Akratorgi
á Akranesi á morgun, laugardag
kl. 16 en þá verður kveikt á
jólatrénu sem vinabær Akraness,
Tönder á Jótlandi, hefur gefið
bænum.
Þorvaldur Þorvaldsson formað-
ur Norræna félagsins á Akranesi
afhendir tréð fyrir hönd gefenda,
barnakór Akraness syngur undir
stjórn Jóns Karls Einarssonar og á
eftir verður dagskrá á vegum
Æskulýðsnefndar og Skagaleik-
flokksins.
Þorlákur R. Haldórsen við nokkur verka sinna á sýningunni.
Málverkasýning í
„Listmálar anum’’
11 íslenzkar
konur sóttu
alþjóðamót snyrti-
sérfræðinga
ALÞJÓÐAMÓT snyrtisérfræð-
inga á vegum Comité Internation-
al d'Esthétique de Cosmétologie,
var haldið í Brighton í Englandi f
október síðastliðnum og stóð í
fimm daga. Saman komnar voru
konur úr öllum heimsálfum, en
mótið sóttu 11 konur frá Félagi
íslenzkra snyrtisérfræðinga,
FÍSS.
Fjölmargir fyrirlestrar voru
fluttir, en sérstaklega var fjallað
um meðhöndlun á óhreinni ungl-
ingahúð og mikilvægi þess, að
unglingar, sem eiga við húðvanda-
mál að stríða, leiti meðhöndlunar.
Þá var rætt um áhrif útlits á
sálarlíf unglinga, og möguleika
snyrtisérfræðinga til að ráða þar
einhverja bót á.
Einnig var kynnt ný aðferð til
þess að fjarlægja dökka flekki á
húð og til þess notað efnið
Pharbacos. Er það borið á flekkina
og verða þeir eins og hrúður og
falla af eftir nokkra daga, þegar
húðin undir hefur náð að endur-
nýjast. Efni þetta verður sett á
markað fljótlega, en ekki er vitað
hvenær það kemur hingað, en
aðeins þeir, sem hafa viðurkennd
próf, mega nota efnið.
Sýning á verkum Þorláks R.
Ilaldórsen í Listmálaranum
Laugavegi 21, var opnuð 8.
desember síðastliðinn. Er þetta
um tuttugasta sýning Þorláks, en
hann hefur haði haldið einka- og
samsýningar.
Verkin á sýningunni, sem eru
fjörutíu talsins, eru landslags-
myndir frá Suð- og Suðvesturlandi
og Reykjavík, unnar í olíu- og
pastellitum. Flestar myndanna
eru gerðar á síðustu tveimur
árum.
Sýning Þorláks stendur yfir til
jóla og er opin alla virka daga frá
kl. 14.00 og fylgir lokunartíma
verzlunarinnar.
Töskuúrvalið
er í hámarki hjá okkur
í Pennanum þessa dagana
• Skjalatöskur,
• skólatöskur og
• feröatöskur
í mörgum stæröum og geröum.
Ótrúlega hagstætt verð.
Hafnarstræti 18
Laugavegi 84
Hallarmúla 2.