Morgunblaðið - 15.12.1978, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður:
Um smágvenda
og aðra gvenda
Vegna skrifa Þjóðviljans dagana
5. og 6. desember um atvinnuleys-
isvofuna í Grundarfirði og þá
sérstaklega um landanir togarans
Runólfs erlendis, ætla ég að gera
nokkrar athugasemdir.
„Orkar allt tvímælis þá gert er“,
einnig það að svara Þjóðvilja-
þvaðri frá fjarstýrðum smá gvend-
um.
Verkalýðsfélagið Stjarnan í
Grundarfirði efndi til fundar 28.
nóv. s.l. þar sem fjalla átti um
atvinnumál staðarins. All margar
konur höfðu misst vinnu sína um
skeið í Hraðfrystihúsinu. Orsök
þessa mátti rekja til siglinga
togarans Runólfs, en varla fannst
þeim verkalýðsforkólfunum taka
því að fara orðum um aðrar
útgerðir staðarins, sem eiga þó
betra skilið.
A þessum fundi kom ekki margt
fram til úrbóta frá þeim verka-
lýðsmönnum, nema það helst að
það væri óæskilegt að vel rekinn
togari væri í höndum einstaklinga,
en það er bjargræði, sem býsna
erfitt er að skilja.
I fundarboði verkalýðsfélagsins
kom fram, að þeir hyggðust leggja
fram tillögur til úrbóta. En þær
tillögur birtust aldrei, ef til vill af
því að þeir vita vel að fiskkaupend-
um í Grundarfirði hefur staðið til
boða all lengi að gera samning um
afla togarans b/v Runólfs og það
tilboð stendur enn.
Aðrar skýringar sem fram komu
á fundinum hafa þeir eflaust ekki
skilið, eða af trúarbragðaástæðum
ekkert gert með.
Rekstur togarans Runólfs hefur
gengið vel frá upphafi, en þrátt
fyrir það hefur ekki tekist að
standa í skilum með allar skuld-
bindingar togarans og hefur
Byggðasjóður helst verið látinn
gjalda þess.
Greiðsluerfiðleikar fiskkaup-
enda, sem alþjóð eru vel kunnar af
Jólagjöfin þeirra:
Hlý og miúk
ullarteppi
Verð frá kr. 5.900.-
Lítið við í verslun okkar.
Gjafaúrvalið hefur aldrei verið fallegra.
RAMMAGERÐIN
Hafnarstræti 19
fréttum valda hér miklu um, þótt
ekki hafi verið gert mikið úr þeim
við Breiðafjörð.
Greiðsluerfiðleikar þessir voru
það miklir, að ekki var annað
sjáanlegt en að útgerð b/v Runólfs
færi í strand. Byggðasjóður hafði
ítrekað beiðni sína til sýslumanns
í Snæfellsnessýslu um uppboð á
skipinu vegna vanskila á vöxtum
og afborgunum á vestur þýsku láni
DM 1.000.000, sem í dag er allmikil
upphæð.
Það kom líka fram á umræddum
fundi, að hráefnisskuldir 5 af 7
fyrirtækjum á Snæfellsnesi, sem
keypt höfðu afla af b/v Runólfi
voru um 40 milljónir króna, er
siglingar togarans hófust, og eru
enn yfir 17 milljónir króna
(óvaxtareiknað). Það skal tekið
fram að sum þessara fyrirtækja
tóku aflann hreinlega til að bjarga
verðmætum, þegar aflahrotan í
júlí og ágúst 8.1. stóð sem hæst.
Það kom einnig fram, að þegar
Byggðasjóður herti á sfnum inn-
heimtuaðgerðum. var stærsti fisk-
kaupandi staðarins beðinn aðstoð-
ar við að greiða Byggðasjóði kr. 10
milljónir, en það virtist sem það
væri honum um megn, í það
minnsta varð hann ekki við
þessari beiðni.
Það var skýrt rækilega fyrir
viðstöddum, að hér þyrftum við
ekki að vera að jagast um hráefni,
ef eigendur togarans hefðu ekki
manndóm til að bjarga sínum
málum af eigin rammleik.
Kommar gera lítið með þannig
skýringar, þeir taka heldur undir
úrlausnir, sem hljóða á þann hátt,
að gera skuli ríkisstjórn grein
fyrir hinum alvarlegu rekstrarerf-
- Einkaframtakiö
orsök þess, að
oft berst svo
mikill afli
að landi í
Grundarfirði,
að vinna
verður um
helgar
iðleikum bæjarútgerðar, því þá er
ekki þörf að leita úrræða, sem
höfða til manndóms eða ábyrgðar
einstaklingsins.
Nú segir komminn í Verkalýðs-
formanninum: „Togaraeigandinn
Guðmundur Runólfsson telur sig
greinilega engra hagsmuna eiga að
gæta gagnvart atvinnu í heima-
byggð sinni".
Nokkuð gott hjá honum, ef hann
gæti bent á að félagshyggjubræður
hans hefðu gert betur.
Jón Karl Helgason heldur ræðu á lokafundi. Til hægri er form.
Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Sjöfn Sigurbjörnsdótir, en til vinstri
leiðbeinendurnir Tryggvi Gunnarsson og ólafur Oddsson.
Félagsmálanámskeið Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur
Félagsmálanámskeið á vegum
Æskulýðsráðs Reykjavíkur fyrir
fulltrúa úr skólafélögum grunn-
skólans í Reykjavík var haldið að
Fríkirkjuvegi 11 nú fyrir
skömmu og stóð i nokra daga.
Námskeiðið sóttu um 30 ung-
menni úr 13 skólum, en leiðbein-
endur voru Tryggvi Gunnarsson
og ólafur Oddsson.
Námskeið sem þessi hafa verið
haldin undanfarin ár og eru þar
kennd almenn félagsstörf, svo sem
skipulag og framkvæmd funda,
hlutverk forystumanna, áætlana-
gerð og ræðumennska ásamt öðru.
Með þessu starfi er að því stefnt
að efla hæfni skólanemenda til
forystustarfa í félagsmálum og
auka með því líkur á þróttmiklu
félagsstarfi í skólahverfum borg-
arinnar, eins og segir í fréttatil-
kynningu.
Á lokafundi námskeiðsins fluttu
nokkrir þátttakendanna ræður, og
formaður Æskulýðsráðs Reykja-
víkur, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,
ávarpaði námskeiðsfólkið og af-
henti því skírteini sín.