Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 2
Sjá bls. 68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 ^óða handsjónauka, því að blossastjarna þessi sást ágæt- lega í þeim, á mismunandi tímum og skráðu hjá sér helztu upplýsingar um stjörnuna. Síð- an voru athugunirnar bornar saman og samræmdar og þessar upplýsingar síðan sendar til athugunarstöðvar í Bretlandi og bornar þar saman við upplýs- ingar sem bárust annarsstaðar frá.“ Samskipti við erlenda aðila eru að öðru leyti ekki veruleg. Félagið fær að vísu fyrir tilstilli Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings upplýsingar um allt hið helzta, sem er að gerast innan stjörnufræðinnar frá bandarískri stjarnfræðistofnun og einnig eru nokkrir félags- manna í sambandi við brezku stjarnfræðistofnunina auk þess sem félagsmenn sjálfir lesa það sem þeir komast yfir af sér- fræðilegum ritum um þetta efni. En til að mynda fékk félagið fyrir nokkru bréf frá norrænum áhugamönnum um stjörnuskoð- un með boði um þátttöku í þeim samtökum en því var hafnað á þeirri forsendu að félagið væri ekki tilbúið til slíkrar samvinnu vegna smæðar sinnar, eða öllu heldur vegna reynsluleysis og fárra félagsmanna. Félagarnir gera hvað þeir geta til að skiptast á skoðunum og upplýsingum um það sem fyrir augu þeirra ber úti í himingeimnum. Töluvert er haldið af fræðslu- og rabbfund- um. Til fræðslufundanna hefur verið boðið sérfræðingum, sem þarna hafa m.a. flutt erindi um fyrirbæri eins og nifteinda- stjörnur, dulstirni, um jarð- fræði Marz og sitthvað fleira. Rabbfundirnir eru hins vegar lokaðir fundir, þar sem félagar skiptast á upplýsingum. * Ekki allt sem sýnist Algent er, að stjörnuskoðarar leggi fyrir sig tiltölulega sér- hæft svið eftir að þeir hafa orðið sér fyrst úti um sæmilega haldgóða grundvallarþekkingu á því, sem á himni má sjá héðan af jörðu niðri. Einn þremenn- inganna, Þorsteinn, hefur til dæmis undanfarin þrjú ár lagt megináherzlu á sólina og breyt- ingar sem á henni verða. Þá háfa þeir Grétar og Þorsteinn í vetur einnig fengizt við að ljósmynda himinþokur, sem þeir segja að sé reyndar bæði sein- legt og dýrt fyrirtæki, því að þetta er allt tekið á litfilmur. „Þegar maður hefur fengizt við stjörnuskoðun dálítinn tíma þá kemst maður að raun um, að alltaf er eitthvað sem kemur manni á óvart, alltaf eitthvað að gerast," segir Þorsteinn. „í stjörnufræðinni getur maður átt von á öllu, eins og vænta má þegar þess er gætt hvílíkan risaheim hún spannar. Og það er ekki allt sem sýnist, þegar litið er þarna upp með aðstoð sjónaukans." Guðmundur leggur áherzlu á að áhugamenn um stjörnuskoð- un geti gert ótrúlega mikið sjálfir, jafnvel heima hjá sér, með góðum sjónauka og það sé alls ekki nauðsynlegt í hvert skipti sem sæmileg skilyrði eru að leggja leið sína út í Valhúsa- skóla til að komast þar í stóra kíkinn. En hvaða fyrirbæri eru það aðallega sem vekja áhuga stjörnuskoðaranna? Þremenn- ingarnir segja að það sé mjög mismunandi. Sumir hafi fyrst og fremst áhuga á plánetunum og/eða tunglum þeirra hér í okkar sólkerfi, ýmsum hluf am á borð við smástirni sem err í ferð í nánd við jörðu. Þegar geim- ferðir eru til tiltekinna plánetna er það einnig segin saga, að áhugi fyrir þeim vex og þannig var það þegar Vikingleiðangur- inn var til Marz 1976. Þá voru það margir sem vildu fá að koma og skoða plánetuna í stjörnukíkinum í Valhúsaskóla. * Af reikistjörnum, Þokum og svartholum Þremenningarnar segja að af látra manna, kannski á mjög óheppilegum stað á kvikmynda- sýningu. * Ævintýri og kórvillur Þremmenningarnir höfðu all- ir séð bæði Star Wars og Close Encounters, og létu svo sem ágætlega af þeirri lífsreynslu. Þeir áttu meira að segja hlý orð til handa Lucas fyrir Stjörnu- stríðið, því að í henni hefðu verið færri kórvillur en kannski búast hefði mátt við. Þeir Þorsteinn og Guðmundur kváð- ust þó ekki geta annað en brosað í kampinn, þegar ein söguhetjan í Stjörnustríði var að lýsa því að hann hefði farið á milli staða á svona og svona mörgum parsek- úndum. „Það stenzt því miður ekki,“ sögðu þeir, „ „parsek" er ekki tímaeining heldur lengdar- einirtg og samsvarar 3,26 ljósára vegalengd. Þýðandinn var hins vegar enn lengra frá hinu rétta, því að hann greip til þess ráðs að þýða parsek sem samsek- úndu, sem er merkingarlaust þótt orðið sé svo sem ágætt. Hina réttu merkingu hefði hann getað orðið sér úti um með því að fletta einfaldlega upp í Stjörnufræði Þorsteins Sæm- undssonar." Það sem þó gerir áhugamönn- um um stjörnufræði e.t.v. erfið- ara fyrir með að lifa sig inn í myndir á borð við Stjörnustríð og Close Encounters er vitneskj- an um þær fjarlægðir, sem eru á milli stjarnanna í himingeimn- um, þegar það tekur ljósið, það sem fer með mestum hraða af öllu því sem við þekkjum eða með 300 þúsund km hraða á sekúndu, jafnvel milljónir ljós- ára að fara þarna á milli vetrarbrautanna. „Við trúum því auðvitað að víðar sé líf að finna í himin- geimnum en hér á jörðu, enda er varla orðinn til sá vísindamað- ur, sem ekki telur allmiklar líkur á því að einhvers konar líf sé að finna mjög víða í himin- geimnum. Hinir svartsýnustu komast varla neðar en svo að segja að líf hljóti að vera á að minnsta kosti milljón reiki- stjörnum, því að það eru til yfir þúsund milljón vetrarbrautir og aðeins í okkar vetrarbraut einni eru yfir 100 þúsund milljónir sólstjarna í líkingu við sólina sem hver um sig getur verið með mismunandi margar reiki- stjörnur. Hvernig komast á þarna á milli er hins vegar vandamálið, sem við þekkjum ekkert svar við enn sem komið er. Það tekur ljósið t.d. 4 ár að fara milli jarðar og nálægustu .sólstjörnu í vetrarbrautinni og það eru 200 þúsund ljósár yfir í næstu vetrarbraut, Magellan- skýin. Andrómeduþokan sem er eina vetrarbrautin sem sést með berum augum á himni, er í um 2 milljón ljósárafjarlægð.“ Hugðarefni forsvarsmanna Stjörnuskoðarafélags Seltjarn- arness eru nærtækari en að ná sambandi við lífverur á öðrum hnöttum. Þeir vilja efla félagið sitt og stuðla að almennari þekkingu almennings á himin- geimnum. „Við látum okkur koma til hugar að koma á einfaldri kennslu á stjörnu- merkjunum sem blasa við okk- ur. Þau eru hluti af þeirri náttúru sem við hrærumst í og höfum fyrir augunum daglega, og með auknum áhuga almenn- ings á útivist og náttúru þykir okkur líklegt að einhverjum þyki gagnlegt eða gaman að kunna skil á merkjunum og jafnvel að geta ratað eftir þeim. Þar með kann líka að vakna frekari fróðleiksfýsn um stjörn- urnar á himninum og áhugi á að skoða þær nánar.“ — b.v.s. Stjörnuathugunarstöðin á Seltjarnarnesi séð að utan. Félagarnir í litlu kytrunni undir kíkinum, par sem Þeir hafa komið sér upp dálítilli aðstöðu og geta fflett sérfræðiritum um stjarnfræði og stjörnuskoðun í góöu tómi. Mynd af Herkúlesar-kúlu- pokunni, tekin af peim Þorsteini og Grétari. plánetunum sé einna skemmti- legast að skoða Marz og Satúrn- us með hringabeltið sitt að ógleymdum Júpíter með sín síbreytilegu loftlagsbelti. Venus, sem nú er svo mjög í fréttum, skærasta stjarnan á kvöldhimn- inum og morgunhimninum, og sumir segja hin fegursta, er hins vegar ekki sérlega tilkomumikil í sjónaukanum, þannig að flestir sem skoða hana þar verða heldur fyrir vonbrigðum. Glögg- ir menn með sterka handsjón- auka eiga þó að geta greint kvartelaskipti Venusar. Mikil birta Venusar og lítil hæð yfir sjóndeildarhring getur villt mönnum sýn, þannig að sumir hafa talið sig sjá ýmsa torkenni- lega hluti, m.a. fljúgandi furðu- hluti. Þá má benda á það að þegar Venus er mjög lágt á lofti, þá getur ljósbrot í andrúmsloft- inu valdið þvíað hún flaggar öllum litum regnbogans. Þokur eru annað fyrirbrigði sem stjörnuskoðarar leggja töluverða rækt við en þær geta verið mismunandi að eðli — annars vegar getur verið um að ræða geimský, sem myndast hefur eftir mikil umbrot í geimnum. í þeim tilfellum er algengt að kjarni sólstjörnunn- ar hafi fallið saman en ytri lofthjúpur stjörnunnar þeytist burt út í geiminn, svo að þannig getur stjarna bæði sprungið og fallið saman í senn. Lofthjúpur- inn sem þeytist út í himinheim- inn myndar geimský sem oft nefnast „hringþokur". Geimský getur einnig verið merki þess að ný stjarna sé að myndast og eru þá oft nefndar ljómþokur. Hins vegar geta þokur verið fjarlæg- ar vetrarbrautir á borð við þá sem sólin okkar og reikistjörnur hennar eru brot af. Þá má nefna stjörnuþyrpingar sem geta ým- ist verið innan okkar vetrar- brautar eða innari annarra vetrarbrauta. Þær eru tvenns konar og nefnast opnar þyrping- ar eða kúluþyrpingar (lokaðar). Þær fyrrnefndu eru lausari í sér og innihalda 10—1000 stjörnur en hinar síðarnefndu þéttari og innihalda um 1 milljón stjarna. Stjörnufræðin geymir enn margan leyndardóminn en nýjar uppgötvanir sjá dagsins ljós, og það sem í dag var kannski aðeins fræðileg tilgáta er á morgun orðin vísindaleg stað- reynd. Þannig er varið um svartholin svokölluðu, sem til skamms tíma var einungis stærðfræðilegt líkan en vísinda- menn telja sig nú vera farna að sjá raunveruleg merki um á einum stað í tilteknu stjörnu- merki. Þar virðist vera geysistór stjarna, og um hana snýst önnur stjarna, sem virðist vera svart- hol. Svarthol er eitthvað sem hefur svo geysilega saman- þjappaðan massa og aðdráttar- afl að það hleypir ekki frá sér neinu ljósi, en hins vegar talið að unnt geti verið að greina svartholið þegar hlutur fellur niður í svartholið, því að þá stafi röntgengeislar frá fyrirbærinu. Annað fyrirbrigði eru kvasar eða dulstirni. Þau virðast vera geysilega langt í burtu eða nálægt endimörkum hins sýni- lega heims, en gefa frá sér gífurlegt ljósmagn, sem aftur gefur til kynna að þarna fari mikil orkuspretta, þar sem þær eru svona feikilega bjartar en hins vegar aðeins fáein ljósár í þvermál. Til samanburðar má nefna að vetrarbrautin okkar er 100 þúsund ljósár í þvermál og 20—30 þúsund ljósár á þykkt. Fyrir öllu þessu hafa áhuga- menn um stjörnuskoðun og stjörnufræði mikinn áhuga, þótt þeir ráði ekki yfir tækjum til að fylgjast með þeim af eigin raun heldur verði að styðjast við frásagnir og athuganir sér- fróðra manna. Það er þess vegna eins gott fyrir þá rithöfunda og kvikmyndagerðarmenn, sem eru að daðra við vísindaskáldsögur í máli og myndum nú á tímum, að hafa lesið vel heima í fræðun- um, vilji þeir ekki eiga yfir höfði sér hæðnishlátur fárra en vald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.