Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 71 sveitin styrkt til slíkra afreka? Auk þess virðist ekki skorta áhuga almennings, það sýnir aðsóknin á síðustu þremur óperuverkum, Leð- urblökunni, Carmen og Kátu ekkjunni. Þessar óperur voru allar sýndar fyrir fullu húsi í langan tíma.“ „Aö hlusta og sjá er helmingur námsins" „í Leiklistarskóla Lárusar heit- ins Pálssonar fengu nemendurnir úthlutað kortum sem gerðu þeim fært að sækja ókeypis sýningar Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur. Lárus sagði nefni- lega að helmingur námsins væri að horfa á aðra leika. Uti í Múnchen keypti ég mér miða á stæði í óperunni, vel minnug orða míns gamla meistara, og var þar flest kvöld. En þetta er ekki fyrir hendi fyrir unga söngvara hér heima, því miður. Hér er engin ópera, ekkert að sjá og heyra á sviði. Það er hreint og beint sorglegt að söngurinn skuli hafa orðið eins útundan og raun ber vitni og á ég þá auðvitað fyrst og fremst við óperusönginn." „Söngvarar og hljóöfæra- leikarar ekki í sama bási“ Um launakjör söngvara hér á landi sagði Ingveldur: Mér finnst að fólk haldi að launin séu ekkert mál. Söngvari á í flestra augum að geta staðið upp hvenær sem er og sungið endur- gjaldslaust einungis vegna þess að hljóðfæri hans er í hálsinum. Komi hljóðfæraleikari aftur á móti með hljóðfærið sitt í tösku finnst öllum sjálfsagt að hann fái borgun fyrir. Ég veit ekki hvort þetta er vegna þess að söngvarar hafa ekki staðið nógu mikið saman þegar um er að ræða launakjörin. Söngurinn útheimtir nefnilega gífurlega mikið nám og í rauninni er maður aldrei búipn að læra nóg. En það er nú svo að þrátt fyrir erfiðar aðstæður og lítil laun þá er söngurinn eins og önnur brenn- andi áhugamál, maður getur ekki án hans verið." Eru söngvarar of eigingjarnir? „Það sem mér finnst einkenna islenska söngvara frekar öðru er að þeir eru í tíma og ótíma að taka að sér að syngja alls konar lög sem ekki hæfa þeirra rödd. Þeir hugsa kannski ekki um að þetta sérstaka lag sem söngvari er beðinn um að syngja hæfi annarri rödd betur en hans eigin. Sem dæmi um þennan hugsunarhátt er mér minnisstætt að fyrir nokkrum árum var ég beðin um að syngja tiltekið lag við visst tækifæri. Þar sem ég áleit að önnur söngkona myndi gera þessu sérstaka lagi betri skil lagði ég til í sakleysi mínu að hún yrði fengin til þess að syngja það. Mig rak í rogastans þegar mér var í vinsemd bent á að þetta ætti ég ekki að gera, ég væri að hleypa öðrum að — keppinauti á takmörkuðum markaði. Að mínum dómi er þannig hugsunarháttur tóm della. Söngvari á að syngja það sem hann hefur unun af og hæfir rödd hans. Og ég vildi gjarnan enda þetta samtal okkar með því að taka undir orð okkar mikilhæfu listakonu Þuríðar Pálsdóttur sem mest hefur stappað í mig stálinu og stutt við bakið á mér síðari árin: „Verkin sem sungin eru verða að klæða rödd söngvarans“.“ Er við vorum að kveðja Ingveldi hringdi síminn. „Nei, vinan, það er ekki hægt. Ég er á æfingu í kvöld. Annað kvöld? Nei, það get ég ekki heldur, þá er ég að kenna og fer síðan beint á æfingu á eftir. Geturðu ekki bara komið núna strax? Það er alltaf nóg að gera,“ sagði Ingveldur brosandi, og með þeim orðum kvöddum við söngkonuna. r.m.n. Prenthúsið: Þar sem ern- irnir deyja Út er komin bókin ÞAR SEM ERNIRNIR DEYJA, eftir Louis Masterson. Söguhetja bókarinnar, Morgan Kane, er mörgum íslenzkum les- endum kunnur úr vasabrotsbókum Prenthússins. Þessi saga lýsir aðdraganda og atburðarrás blóðugustu orrustu vestursins, orrustunnar við Little Big Horn, 26. júní 1876. Sagan greinir frá hlutverki Morgans Kane sem spæjara í 7. riddaraliðsherdeildar Custer’s. Bókin er 300 blaðsíður í vönduðu bandi. Þýðandi bókarinnar er Hallur Hermannsson. Rauði krossinnn með sjúkratöskur STJÓRN Reykjavíkurdeildar R.K.Í. heíur fengið frá Lærdal í Noregi sjúkratöskur með ýmsum búnaði, sem ætlaður er til fyrstu hjálpar. þegar slys eða óhöpp ber að höndum. í töskunum er greinargóður bæklingur með leiðbeiningum um hvernig bregðast á við slysum og hvernig nota á hin ýmsu hjálpar- gögn, sem í þeim eru, segir í frétt frá Reykjavíkurdeild R.K.Í. Þess má geta að bæklingurinn hefur verið kynntur á alþjóðlegum þingum um hópslys („Kata- strofu“-ráðstefnur) víðsvegar um heim, m.a. hafa aðilar frá Alþjóða heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) lagt blessun sína yfir þessar leiðbeiningar. í Noregi eru allir bílaeigendur hvattir til að hafa þessar töskur í bílum sínum, sem auk þess að vera til öryggis eru ágætir púðar í bílinn. Ekki er síður heppilegt að eiga þessar töskur á heimilum. Þessar töskur eru til sölu á bensínstöðvum borgarinnar svo og í Rauða kross búðunum á sjúkra- húsunum. Jólasveinar á AusturveUi Jólasveinar munu birtast á þaki Nýja kökuhússins við hornið á Landsímahúsinu strax er kveikt hefur verið á jólatrénu á Austur- velli á morgun, sunnudaginn 17. desember. Athöfnin við jólatréð hefst kl. 16. Blásara- tónleikar í Háteigskirkju TÓNLEIKAR verða í Háteigs- kirkju n.k. mánudag og hefj- ast þeir kl. 20i30. Flytjendur eru> á óbói Duncan Campell. Lawrence Frankel á klarinetti Einar Jóhannesson og Óskar Ingólfsson á fagotti Hafsteinn Guðmundsson, Rúnar Vil- bergsson. á horni Gareth Mpllison og Þorkell Jóelsson. Á efnisskrá er verk eftir G.F. Ilándel. forleikur fyrir tvö klarinett og horn, og er þetta frumflutningur verks- ins, en nóturnar fundust ný- lega á safni í Cambridge. Síðara verkið er eftir Mozart, 2 serenöður fyrir biásaraokt- ett. SÖGUSAFN HEIMILANNA NÝÚTKOMNAR SKÁLDSÖGUR FORLAGALEIKURINN eftir Herman Bjurstenog BJARNAR- GREIFARNIR eftir Nataly von Eschstruth eru 23. og24. bókin í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur Sögusafns heimilanna. Spennandi og viðburðaríkar skáldsögur, eins og allar sögurnar í þessum vinsæla bókaflokki. VINNAN GÖFGAR MANNINN og AF ÖLLU HJARTA, 6. og 7. bókin í þessum flokki hafa verið endurprentaðar. KYNLEGUR ÞJÓFUR eftir George E. Walsh ogSELD Á UPP- BOÐI eftir Charles Carvice eru 3. og 4. bókin í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur - 2. flokkur. I fyrra komu út fyrstu tvær bækurnar: BÖRN ÖVEÐURSINS og ÆVINTÝRIÐ í ÞANG- HAFINU. Allt eru þetta úrvals skemmtisögur. SVONA STÓR eftir Ednu Feber og ÁST OG GRUNSEMDIR eftir Anne Maybury eru 6. og 7. bókin í bókaflokknum Grænu skáldsögurnar. Eignist þessar úrvals skáldsögur frá byrjun. ERFINGINN eftir Morten Korch er 4. skáldsagan, sem kemur út eftir þennan vinsæla höfund. ÆVINTÝRI SHERLOCK HOLMES eftir A. Conan Doyle í heildarútgáfu. I fyrsta bindinu eru tvær langar sögur: R ÉTTLÁT HEFND ogTÝNDI FJÁRSJÓÐURINN. Tryggiðykkur eintak af ævintýrum mesta leynilögreglukappa allra tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.