Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 75 Ferðamál: Farþegum hef- ur fækkað um 200 þúsund... í síðasta hefti Fjármálatíðinda, sem Seðlabanki Islands gefur út, ritar Valdimar Kristinsson grein um samgöngumál okkar íslendinga er hann nefnir „Samgöngur og ferðamál“. Því miður er ekki unnt að gera grein þessari full skil að þessu sinni og því birtist hér einungis nokkrir fróðleikspunktar úr henni. Farþegaflutningar innanlands Einna athyglisverðasta frásögn um þennan þátt samgöngumála er í sambandi við fólksflutninga með sérleyfisbifreiðum, þó ekki á Hafn- arfjarðarleið, en þeir námu 1973 samtals 655.926 manns en var komið niður í rétt rúm 450 þús. manns á síðasta ári. Á sama tíma hefur farþegafjöldi í innanlands- flugi vaxið úr 183 þús. manns í 235 þús. 1977. Annað hvort hefur því ferðalögum fækkað innanlands eða það að hlutur einkabílsins hefur farið vaxandi. Helztu orsakir aukn- ingarinnar í innanlandsfluginu telur Valdimar vera bættan efna- hag og lélegt vegakerfi. Athyglis- verð er frásögn Valdimars á með- ferð þess fjármagns sem varið er til vegagerðar. Takmarkað fjármagn nýtist einnig illa, þegar verkefnin eru bútuð sundur í litlar einingar. Sem dæmi nefnir hann að með sama áframhaldi og hingað til muni taka um áratug að leggja 10 km vegakafla yfir Hrútafjarðarháld. „Að því loknu má búast við að Vegagerðinni verði neitað um að leggja bundið slitlag á veginn og byrjar þá yfirborðið strax að fjúka burt auk meðfylgjandi holumynd- unar og grjótflugs...“ segir grein- arhöfundur m.a. F arþegaf lutningur milli landa Á meðfylgjandi töflu má sjá hver þróun farþegaflutninga til landsins hefur verið á árunum 1967 til 1977. Einkennandi er í fyrsta lagi sú stöðnun sem átt hefur sér stað í fjölda erlendra ferðamanna til landsins síðustu árin og i öðru lagi að fjöldinn 1977 er mjög svipaður en 1971 voru hinir erlendu ferðamenn nær tvöfalt fleiri. Valdimar nefnir það 1 grein sinni að þessi stöðnun í fjölda erlendra ferðamanna geti bæði verið orsök og afleiðing þess að hótelrými landsmanna hefur ekki aukist neitt að ráði hin seinni ár. Fram kemur í greininni að fjöldi farþega í millilendingu á Keflavík- urflugvelli hafi verið tæp 255 þús. manns á síðasta ári og hafi sú tala lækkað um 120 þús. síðan 1971 aðallega vegna minnkandi leigu- flugs erlendra flugfélaga hingað. Alls fóru um 530 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Farþegaflutnincjar til íslanrls / 1967.1977 þús. ■■ Útlendingar d3 Islendingar 80 - ■ - VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Jólapakkakvöld Síðasta skemmtikvöld Hótels Loftleiða á jólaföst- unni verður sunnudaginn 17. desember í Blóma- salnum. Kvöldið nefnum við jólapakkakvöld, því að þá verður efnt til jólapakkahappdrættis. Allir matargestir fá ó/ceypis happdrættismiða við inn- ganginn, og dregið verður um veglega vinninga á staðnum. — Módelsamtökin sýna tískufatnað frá Dömunni, Lækjargötu og Viktoríu, Laugavegi. Sigurður Guðmundsson leikur á Hammondorgel. Garðar Cortes syngur jólalög við undirleik Jóns Stefánssonar. Sérstök kynning verður á kristalsmunum frá Kosta Boda, Verslanahöllinni. Matseðill: Humarsúpa að hætti hússins. Fylltur grísahryggur á silfurvagni. Appelsínuundur í ábæti. Matur framreiddur frá kl. 19 en dagskráin hefst klukkan 20. Borðpantanir í símum 22321 og22322. Skammdegisskemmtun fyrir alla. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Alger nýjung árg.1979 CROWN 5100 Tækl sem beöiö var eftir. Verð: 188.780 Tilboð 1) Staögreiösla meö 4% staögreiðsluafslætti eöa heyrnatæki stereo. 2) 60% út og rest 2 mán. vaxtalaust. 3) 50% út og rest á 3 mán. Model — 5100 1979 Sambyggt hljómtæki meö: 1) MAGNARA: 20 wött musik. 2) ÚTVARPI: FM stero, LW, MW. 3) SEGULBANDSTÆKI: meö sjálfvirkri upptöku. 4) PLÖTUSPILARI: fyrir allar plötur. 5) TVEIR HÁTALARAR FYLGJA. SUÐIN Skipholti 19. Sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.