Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 91 vegum Bandaríkjanna. Því lengri leiðir sem þeir fara því hærri eru tekjurnar. Þá er dögum saman eini fé- lagsskapurinn country- rokk, c/b-talstöðin sem þeir nota til að halda sambandi hver við annan, ósjaldan fjalla þeir þá um ferðir vegalögreglumanna, og amphetamin sem þeir nota óspart við að halda sér vakandi, enda er vinnudag- urinn ósjaldan 20 tímar — dögum saman. Þeir valda mun meira tjóni hlutfalls- lega en aðrir vegfarendur, setja sér gjarnan sín eigin lög og víða ríkir hatur á milli þessara einmana öku- þóra og ekki síður harðsnú- inna umferðarlögreglu- manna. Ekki að ósekju hafa því þessir hvað síðustu fulltrúar einstaklingsbar- áttunnar verið nefndir: „kúrekar hraðbrautanna“, og hlotið nokkra hetju- ímynd í augum almennings. Ökutæki þeirra eru alis ólík þeim sem við eigum að venjast. Mack, Reo, GMC Jimmy og General, White, Orða þjóðsagnahetjunnar. Peterbilt, þetta eru vinsæl- ustu gæðingarnir. Geysi- kraftmiklir dísil-dráttar- vagnar með svefnplássi, ósjaldan með tvo tengi- vagna. Þrjátíu til sextíu tonna ferlíki eru hér á ferð. Þetta er bakgrunnur nýj- asta óðs Peckinpahs. til dáða og karlmennsku, óneitanlega heppilegur jarðvegur. Myndin er a.m.l. byggð á samnefndu lagi/ljóði eftir C.W.McCall, en það naut mikilla vin- sælda á síðasta ári. Hann fjallar um skærur lögregl- unnar og hinna „frjálsu" trukkstjóra. Örlítill brodd- ur pólitískrar ádeilu er í kvæðinu og í kringum hann og garpskap „Rubber Duck“ (Kris Kristofersson), er efnisþráðurinn snunninn. svo þekktur fyrir. Hér eru reyndar, ein, ærleg slags- mál, en þau eru svo listilega vel gerð, eðlileg og raun- veruleg að þau verða einn af hápunktum myndarinn- ar. Andi CONWOY er létt- ur, minnir frekar á ballöð- una um CABLE HOUGE en t.d. STRAW DOGS. Megingallinn er frekar flatur og óljós efnisþráður (vegna of mikillar teyging- ar og andleysis við snúning textans yfir í kvikmynda- handrit), en fagmaðurinn Peckinpah bætir hann upp með mörgum vel útfærðum atriðum, hraða og oft skemmtilegum uppátækj- um. Peckinpah, þó honum séu svo sannarlega mis- lagðar hendur, er það ör- uggur og hæfileikaríkur leikstjóri að meðalmynd frá hans hendi er hátt yfir hið almenna meðallag hafið. Hér nægir að geta snilldar- handbragðsins sem kemur m.a. fram í nokkrum stór- kostlegum atriðum: akstur- inn í sandinum; upphafs- atriðið þegar svarti „Makk- Eitt af aðalsmerkjum Packinpahs er óaðfinnan- legt leikaraval. Kristofers- son er næstum eins góður leikari og lagasmiður. Ali MacGraw er ágæt sem hin dæmigerða kvensnift Peckinpahs og öll minni hlutverkin eru valin af áðurnefndri smekkvísi. Kvikmyndataka er í ör- uggum höndum Harry Stradling jr. Tónlist er sparlega notuð, aðeins óm- ur countrytónlistar frá út- varpsstöðvum, vinsælum meðal bílstjóra. I got 10 forward gears and a Georgia overdrive I’m takin’ little white pills and my eyes are open wide I just passed a Jimmy and a White I been passin’ everything in sight Six days on the road, and i’m gonna make it home tonight. — „Six days on the Road“, e. Earl Green og Carl Montgomery. c 1963 Newkevs Music Inc. Raunverulegur „kúreki hraðbrautanna" við gæð- inginn sinn. IdSiTli®) It started with the kiling of a prostitute... INTERNATIONAL FILM GUIDE 1979 ^#5 AWmbyJtnK&Joíl SAUS rm V INMHUII,MtXOIOI m INTERNÁTlONÁt Fll 1070 mwÆ EDITED BY PETER COWIE OgEOQRS Of THE Y£AR The season's opener■ new big market - the Feetíval with a difference. aFilmFest. Beriin (03())3«3«1 TatM: 18»2S9t«*»d A Hin ómissandi handbók Peter Cowies, INTER- NATIONAL FILM GUIDE 1979, var að berast innum dyrnar á Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar. Það er ekkí orðum aukið að segja, að IFG gefi langbestu yfirsýn yfir heimsframleiðslu hvers árs, auk þess sem að í henni er að finna greinagóðar upplýsingar um þær kvik- myndabækur sem út komu á árinu, kvikmyndablöð og tímarit, kvikmyndaskóla, kvikmyndahátíðir og verð- laun o.fl. o.fl. Hverju sinni velur Cowie 5 „leikstjóra ársins“, að þessu sinni urðu fyrir valinu Chyam Benegal, 44ra ára gamall Indverji, stórt nafn í kvikmyndagerð síns heima- lands. Vann við sjónvarp fram til ársins 1974 en síðan hefur hann lokið við sjö langar kvikmyndir, en þetta samdarheiti fær hann fyrir nýjustu mynd sína, A FLIGHT OF PIGEONS. Werner Herzog er mun þekktara nafn, en hann er einna kunnastur hinna v-þýsku nýbylgjuleikstjóra. Hann kemur hér við sögu vegna myndarinnar STORSZEK (sýnd hér á kvikmyndahátíð). Um þessar mundir vinnur Herzog að mynd um greifann nafntog- aða, Dracula, og heiti mynd- arinner er vel þekkt úr kvikmyndasögunni: NOSFERAUTU. M.eð aðal- hlutverkin fara þau Klaus Kinski (en hann lék einmitt í einni fyrstu mynd Herzog sem vakti alþjóðlega eftir- tekt: AGUIRRE, DER ZORN GOTTES, og hin undurfagra franska leikkona Isabelle Adjani. Eini kvenmaðurinn i hópn- um er örugglega lítt kunnur öðrum hérlendis en þröngum hópi kvikmynda-„sjúklinga“, en það er Ungverjinn Márta Mézáros. Hún er fædd 1931 í Buda-Pest og gerði fyrstu mynd sína árið 1964, þá nýgift öðrum manni sínum, þekktasta leikstjóra Ung- verja að öðrum ólöstuðum, Miklós Janscó. Myndin, sem kom nú Janscó á síður IFG, nefnist OLYAN, MINT OTTHON / RÉTT EINSOG HEIMA. Fáir kannast sjálfsagt við Mézáros, en örugglega enn færri við Hollendinginn í hópnum, Fons Rademakers. Það breytir samt engu um það að hér er um að ræða einn kunnasta kvikmynda- gerðarmann Niðurlanda. Kunnust mynda hans er MAX HAVELAAR, gerð í ár. Sá síðasti af leikstjórunum fjórum, er þeirra langþekkt- astur — Martin Scorsese — einn hinna sex, ungu, stóru bandarisku nýbylgju-kvik- myndagerðarmanna, hinir eru Coppola, Lucas, Spiel- berg, Milius og De Palma. Það er því svo sannarlega umhugsunarefni að aðeins tvær mynda hans hafa verið sv ndar „ héx; ».,< BOXCA R BERTHA rtg 'MXI DRIVER. Nýjasta mynd þessa ágæta leikstjóra er THE LAST WALTZ, kveðjutónleikar hinnar feykivinsælu hljóm- sveitar The Band. Einnig kemur fram á þeim fjöldi frægra gesta. Kvikmynda- tökumenn Scorseses eru m.a. engir aðrir en tékknesku snillingarnir Vilmos Zsig- mond og László Kovács. Höfuðpaurinn, Ali MacGraw. „Rubber Duck" og Melissa — Kris og HAFNARBÍÓ: WOY. Ensk, frá EMI, gerð 1978. Handritt B.W.L. Norton, byggt á ljóði e. C.W. McCall. Panavision. Technicolor. Kvikmynduni llarry Stradling Jr. Aðal- hlutverk Kris Kristofers- son, Ali MacGraw, Burt Young. Leikstjóri. Sam Pcckinpah. Vörubílstjórar eru hálf- gerðir gallagripir á þjóð- Aðalstjarna CONWOY, svarti Mackinn. Inn í CONWOY er felld frekar ótrúleg ástarsaga, sem frekar veikir hana en stvrkir. CONWOY verður að telj- ast meðalgóð mynd af hendi Packinpahs. Kemst ekki nálægt hans bestu, en er líka víðsfjarri verstu myndum hans einsog BRING ME THE HEAD OF ALFREDO GARCIA. Hér er í lágmarki hið gamalkunna, svæsna of- beldi sem leikstjórinn er inn“ birtist hægt og sígandi á tjaldinu; slagsmálin á áningarstaðnum og síðast en ekki síst lok myndarinn- ar þegar McCall flytur textann og atburðarás hans er sýnd með klippingum úr myndinni. En þessi kafli fór framhjá mörgum á þeirri sýningu sem undirr. sá — það er ekki ný bóla að íslenskir kvikmyndahús- gestir ákveði sín myndarlok og rjúki út eftir eigin hentisemi. Kúrekar hraðbrautanna CON-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.