Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 3 Seldu vín og bjór á bryggjunni BRYTINN á danska skipinu Anne Johanne viðurkenndi í Keflavík á föstudag að hafa tekið 230 vín- flöskur úr innsiglaðri geymslu í skipinu og selt 50 um borð og 180 flöskur í landi auk nokkurra tuga kassa af bjór. Trygging var lögð fyrir sektargreiðslu og fékk Anne Johanne þá að leggja úr höfn áleiðis til Danmerkur, en skipið hafði verið kyrrsett í Keflavík daglangt vegna smyglsins. Austurstræti 17, II. hæö. Símar 26611 og 20100 Myndin er tekin á æfingu fyrir tónieikana. Tónleikar í Háteigskirkju FIMMTUDAGINN 28. des. kl. 20.30, verða haldnir tónleikar í Háteigskirkju. Þar koma fram um 20 ungir og efnilegir strengjaleikarar. Margir þeirra hafa lokið einleikara- eða kennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Flestir eru við nám og störf erlendis og hafa komið fram víða, bæði í kammermúsík og sem einleikarar. Þeir úr hópn- um sem starfa hér heima eru í minnihluta og má þar m.a. nefna Guðnýju Guðmundsdótt- ur konsertmeistara. Þeir sem koma fram á tónleikinum auk hennar eru: Unnur og Helga Sveinbjarnardætur, Unnur María og Inga Rós Ingólfsdæt- ur, systkinin Hlíf Sigurjóns- dóttir og Ólafur Spur Sigur- jónsson, Laufey Sigurðardóttir, Kolbrún Hjaltadóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Lilja Hjalta- dóttir Mark Reedman, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Helga Þórar- insdóttir, Sesselja Halldórs- dóttir, Sophy M. Cartledge, Lovísa Fjeldsted, Páll Einars- son, Scott Gleckler og Lawrence Frankel, sem leikur á sembal. Á efnisskránni verður ein- göngu barokk-tónlist: Cha- conna eftir Purcell, þrír con- serti grossi eftir Corelli, Viv- aldi og Hándel, ásamt Branden- borgarkonsert nr. 3 eftir Bach. Segja má að þetta sé dálítið óvenjulegur tónlistarviðburður, þar sem ekki er víst hvort þessi hópur verður allur samankom- inn aftur í náinni framtíð. Veitingasalur okkar verður opinn um jól og áramót sem hér segir: r Aöfangadagur opiö til kl. 15.00 Jóladagur lokaö allan daginn Annar í jólum opnaö kl. 19.00 Gamlársdagur opið til kl. 15.00 Nýársdagur opnaö kl. 19.00 V ... v Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. „Jóla- sveinar” geta verið hœttulegir East London. SuAurAfrfku, 22. desember AP MAÐUR að nafni Winston Wittstock sá í dag á götu mann sem minnti hann mjög á jólasveininn blessaðan svo hann vatt sér að viðkomandi og sagði honum skoðun sína. Viðkomandi var ekki yfir sig hrifinn af athugasemd Wittstocks, dró upp byssu og skaut hann niður með það sama. Wittstock var fluttur í skyndingu til sjúkrahúss í grenndinni og var sagður úr lífshættu í kvöld. „Jólasveinn- inn“ var handtekinn og ákærður fyrir morðtilraun. Nýta heimild um tollafgreiðslugengi Fjármálaráðuneytið hef- ur ákveðið að nýta heimild í 11. gr. tollskrárlaga til að ákveða, að það sölugengi krónunnar sem skráð er hér á landi við opnun banka þann 28. hvers mánaðar, skuli gilda við ákvörðun tollverðs innfluttrar vöru næsta almanaksmánuð þar á eftir. Ákvæði þessi taka gildi 1. janúar 1979 og gilda þar til öðru vísi kann að verða ákveðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.