Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 15 0, hve dýrlegt er að sjá ö ennar 2), 'oru Dóra litla draurn sér á, aö dafna fljótt og veröa há. Fjögra ára er fyrir skömmu fœr að búa hjá yabba og mömmu. Hún er allra augasteinn, ennið bjart og svipur hreinn. Pabbi á stóran bóndabœ og barrtré sígrcen undir snœ. Hann á kindur, kýr og hesta, kálfa, hœnsn og uxann bezta. Skundar hann um skógarslóö, skoðar þar sitt grenistóö. Dóra þaðan heyrir högg, hendist upp á fœti snögg, hleypur út að hrópa og kalla, en heyrir aðeins grenið falla. Sorg aö Dóru setur þá, sem þó pabbi bœgir frá. II. í bœinn Dóra dag einn fer aö dást að öllu, sem þar er. Dóttur sinni með er mamma, JÓLASAGA í LJDÐUM EFTIR A mikiö þcer um götur þramma. Jólagjafir góöar sjá, er gefa ungri stúlku má. Sjá þcer brúðu og bilafjöld, börnin eru glöð í kvöld, en loks er orðið lítið gaman, sú litla er þreytt á öllu saman, labbar heim i huga sneypt og hefur engar gjafir keypt. III. Dóra út í eldhús gekk, eitthvað lá þar stórt á bekk. Pabbi hefur krafta í kögglum, - kom með fang af skrítnum bögglum. Dóra er feikna forvitin, fljótt í stofu er rekin inn. Hvað er þetta, hvað er hitt, hvað er mamma svona litt, eins og sumarblóm í beði? Byrst þá verður mamma i geði, segir Dóra, þegi þú,. þetta er í matinn, hana nú. IV. Litla tréð með Ijósafjöld, Ijómar skcert á jólakvöld. Ljósinn blinda litlu Dóru, er létt hún tifar með þeim stóru kringum tréð og syngur scett söng um barh á jólum fcett. Efst í trésins toppi sjá telpuaugun himin blá, stjörnu eina undurskæra, öllum, sem vill boðskap fœra, minnir hana á hirði þá, er helga barnið fengu að sjá. Nú er lokið sálmasöng, sœkir mamma veizluföng. Koma í leitir gjafir góðar, af gleði kinnar veröa rjóðar. Eitthvað nýtt þar allir fá, og hún Dóra böggla þrjá. Jólakvöld með kyrrð og frið kemur yfir heimilið. Jesú barnsins blessuð fœðing bœgir frá því kulda og nœðing. Jólastjarnan blikar blá, björtum nœturhimni á. Friöur Jól - Jólin enn einu sinni. Skraut, tilbreyting, ljósadýrð og gjafir — á dimm- asta tíma ársins. Allt eru þetta þó umbúðir — og stundum geta umbúðir skyggt á sjálfa gjöfina, ef þær eru alltof miklar. Þær trufla, þær tefja, þær ergja. Umbúðirn- ar mega ekki vera of miklar. Vitringarnir fundu ekki gull og gersamar í jötunni forðum. Þeir fundu lítið barn í jötu. Samt glöddust þeir, tilbáðu það og færðu því gjafir. Þeir fundu það, sem hjörtu þeirra þráðu og höfðu þörf fyrir, JESÚM KRIST, SON GUÐS, FRELSARA MANNANNA. Endur fyrir löngu gaf konungur nokkur dóttur sinni járnepli í afmælis- gjöf. Hún fleygði því frá sér í fússi. Þá opnaðist járneplið, og í ljós kom silfur epli. Hún tók það upp, en snerti þá f jöður, sem opnaði það. Og viti menn, í Ijós kom gullepli, sem í var demantur af fegurstu gerð! Ganga lærisvein- anna forðum með Jesú, var oft erfið og óskiljanleg. En hjá Honum áttu þeir at- hvarf og öryggi. Ganga trúarinnar er ekki dans á rósum — en hjá Jesú finnum við sífellt marga hulda fjársjóði, sem verða okkur æ meira virði eftir því, sem við eldumst. Megi þessi jól færa ykkur frið og fögnuð yfir hinni sönnu jóla- gjöf — umbúðalaust — sjálfu jólabarninu í jötunni. Gleðileg jól. Þ. Ingibjörg Sveinsdóttir, 6 ára teiknaði. Ó, hve dýrleg er að sjá alstirnd himins festing blá, þar sem ljósin gullnu glitra, glöðu leika brosi og titra, og oss benda upp til sín. 2. Nóttin helga hálfnuð var, huldust nærfellt stjörnurnar. Þá frá himinboga að bragði birti af stjörnu, um jörðu lagði ljómann hennar sem af sól. 3. Vitringar úr austurátt Ei því dvöldu, en fóru brátt þess hins komna kóngs að leita, kóngi lotning þeim að veita, mestur sem að alinn cr. 4. Stjarnan skær þeim lýsti leið leiðin þannig varð þeim greið, uns þeir sveininn fundu fríða. Fátæk móðir vafði hinn blíða helgri í sælu að hjarta sér. 5. Stjarna veitt oss einnig er, og ef henni fylgjum vér, hennar leiðarljósið bjarta leiða um jarðarhúmið svarta oss mun loks til lausnarans. 6. Villustig sú aldrei á undrastjarnan leiðir há, orðið Guðs hún er hið skæra, oss er Drottinn virtist færa, svo hún væri oss leiðarljós N.F.S. Grundtvig — Stefán Thorarensen. Kristrún M. Heiðberg, 11 ára teiknaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.