Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 1
56 SIÐUR 296. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 108 fórust vid strönd Palermo, Sikiley, 23. des. AP — Reuter FLOTI herskipa. fiskibáta og þyrilvængja lcitaði í morgun að farþegum sem komust lífs af og líkum þeirra sem fórust þegar þota af gerðinni DC-9 frá flug- félaginu Alitalia hrapaði í hafið er hún átti skammt eftir ófarið til Sikileyjar. en óttast var að 108 manns hefðu farizt með flug- vélinni sem var að flytja fólk í jólaleyfi. Flugmálayfirvöld á ítalíu skýrðu frá því fyrir hádegið að 21 hefði komist af úr slysinu og að lík 24 hefðu fundist, en þá var enn í flugslysi Sikileyjar óttast um afdrif 84 til viðbótar. Flestir farþeganna voru Italir. Slysið varð skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt laugardags. Flugvélin var í sérstakri ferð frá Róm til Palermo og Kataníu á Sikiley. Sjónarvottar söðgu að vélin hefði lent á hafinu um Þrióji heimurinn: Lágmarkslífsskilyrði barna ekki fy rir hendi WashlnKton. 23. desember. Reuter. FULLTRÚAR Alþjóðabankans tilkynntu á fundi með frcttambnnum í dag að hundruð milljóna barna í löndum þriðja hcimsins lifðu við aðsta;ður sem með engu móti gætu talist uppfylla lágmarks-lífsskilyrði. Sérstaklega væri ástandið sla>mt í Afríku- og Asíulöndum þar sem tugir milljóna barna dæju árlega úr fæðuskorti. Upplýsingar þessar eru byggðar einuðu þjóðanna á næsta ári. barna grunnmenntun, sem þó er á mjög umfangsmikilli skýrslu I skýrslunni kemur fram að töluvert meiri en sú sem börnin í sem bankinn hefur unnið fyrir aðeins um 58% barna í hinum hinum fátækari löndum fá. — Þá Sameinuðu þjóðirnar um stöðu fátækari löndum fá einhverja eru um 32% barna í þróunarlönd- barnsins á hinum ýmsu stöðum í lágmarksmenntun en í hinum unum farin að vinna fulla vinnu heiminum vegna Barnaárs Sam- iðnvædda heimi fá yfir 80% allra áður en þau ná 14 ára aldri. fimm kílómetra frá flugvellinum. Einn þeirra sem komust af sagði að skrokkur vélarinnar hefði brotnað í lendingunni, og að vélin hefði sokkið á nokkrum sekúndum. Ekki vannst tími til að setja út björgunarbáta. Annar sem komst lífs af úr slysinu sagði að mikil skelfing hefði gripið um sig meðal farþega þegar þeir urðu þess áskynja að flugvélin var að lenda á sjónum. Hann sagði að rétt eftir lendinguna hefði sprenging orðið í framhluta vélarinriar og efaðist viðkomandi að áhöfn, og þeir sem fremstir sátu, hefðu komist lífs af. Ekkert var vitað um orsakir slyssins í morgun. Talsmenn flug- vallarins í Palermo sögðu að vélin hefði verið í aðflugi í talsverðum vindi þegar samband skyndilega rofnaði. Opinber rannsókn á til- drögum slyssins hefur verið fyrir- skipuð, en þetta er annað meiri háttar flugslysiö sem verður í nágrenni Punta Raisi flugvallarins í Palermo á nokkrum árum. Árið 1972 fórst vél af DC-8 gerð í fjallshlíð við flugvöllinn og fórust allir sem um borð voru, alls 115 manns. Toppfundur Carters og Breznevs Moskvu. 23. desember — AP MOSKVUÚTVARPIÐ skýrði frá því f dag að samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í svonefndum SALT-við- ræðum í Gcnf þar scm rætt er um gagnkvæma minnkun kjarn- orkuvígbúnaðar þjóðanna hafi orðið ásáttir um að fresta viðræðum scm komnar voru á lokastig og ákveðið væri að stofna til fundar æðstu manna rikjanna í næsta mánuði til að undirrita samninginn. Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað heyrist frá Sovétmönn- um frá, því að sendinefndir ríkjanna hófu viðræður sínar í Genf fyrir viku síðan en þeim lauk með sameiginlegum fundi Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Andrei Grom- yko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna í morgun. Þeir sögðu eftir fund sinn að báðir aðilar væru sammála um að allir stærstu erfiðleikarnir í samningunum væru yfirstaðnir og því væri ekkert annað eftir en að fínpússa nýtt uppkast og undirrita nýjan SALT-samning á fundi æðstu manna ríkjanna sem haldinn vrði í næsta mánuði. b-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.