Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 23 manna, sem er saknað. Þá þegar eru fjórir strandmenn, sem best eru á sig komnir, fluttir að Klaustri en hinir til læknisseturs- ins að Breiðabólsstað, þar sem Bjarni læknir Jensson gegnir störfum og tekur þegar til við hjúkrun hinna sárþjáðu manna. Honum til aðstoðar er fenginn Þorgrímur læknir Þórðarson frá Borgum í Hornafirði, en sérstakt orð fór af honum við aðgerðir útvortis, einkum þó skurðaðgerðir. Og því sem þá fór fram að læknissetrinu að Breiðabólsstað á Síðu, er best lýst með tilvitnun úr ævisögu Þorleifs alþingismanns Jónssonar í Hólum, Hornafirði, þar sem haft er eftir Guðlaugi sýslumanni eftirfarandi: „Þorgrímur er kominn langt með að „aflima" strandmennina og það hefur allt heppnast prýðisvel að þessu og verður svo vonandi fram úr, en ekki var það árenni- legt í fyrstu. Hann hefur fjötrað mig á þeim blóðvelli aUa daga og látið mig hafa þá yirðulegu atvinnu að „halda fótunum", og kann ég honum enga þökk fyrir.“ Og til að árétta þessa miklu og tímafreku læknisaðgerð er rétt að birta aðra tilvitnun úr æfisögu Þorleifs, en það er fréttagrein í Fjallkonunni 12. apríl 1903. „Þorgrímur læknir er fyrir skömmu kominn heim til sín vestan af Síðu. Hann hefur verið þar yfir þýskum mönnum af Friedrich Albert frá Gestemunde, sem strandaði á Svínafellsfjöru 19. janúar s.l. og er búinn að taka af þeim fimm mönnum, sem kól, átta fætur, og allar tær af tvéim fótum. Þeir eru nú að mestu grónir og líður vel, eru allfrískir og kátir." Fyrir þessa miklu læknishjálp voru læknarnir Bjarni og Þor- grímur heiðraðir með prússnesku rauðu arnarorðunni, og þýskir læknar höfðu orð á ágætum frágangi og umbúnaði íslensku iæknanna. ★ ★ ★ Þessi sorglegi atburður varð til þess að Ditlev Thomsen, kaupmað- ur og þýskur konsúll í Reykjavík, hófst að eigin frumkvæði og á eigin kostnað handa um að reisa skipbrotsmannaskýli á Kálfafells- melum á Skeiðarársandi. Var þetta hið þarfasta verk og var Magnús prófastur Bjarnason á Prestbakka á Síðu þar með í ráðum um staðarval, gerð og búnað. Skýlið var timburhús 3.75x3.75 metrar, svart-tjargað með hvítum krossi, hinu mikla tákni mannúðar og kærleika. Það var útbúið með matvöru, fatnaði, lyfjum og ýmsum verkfærum, bæði til að nota í skýlinu sjálfu og á leið til byggða. Þá voru og leiðbeiningar til skipsbrotsmanna, hvað gera skyldi til þess að ná sambandi við mannabyggðir. Jafn- framt var stauraröð sett frá fjöru að húsinu. En það sem réði staðarvalinu á Kálfafellsmelum hefur sennilega verið það, að Kálfafellsmelar voru einu mel- kollarnir á þessum slóðum upp úr Skeiðarársandi nógu nálægt sjávarmáli. Árið 1925 var Thomsen-skýlið endurbyggt vegna þess hve fúið það var orðið og mikið sokkið í sand. Var því lyft og sett á steyptar undirstöður. Þarna stóð þessi fyrsti vísir um sjóslysavarnir við suðurströndina allt til ársins 1954, að Skeiðarárhlaup gróf undan því melkollana og færði það í kaf. En í febrúar 1906 leituðu þangað 13 menn af þýska togaran- um Wurttemberg frá Gestemúnde sem strandaði við Skeiðarársand. Höfðust þeir við í skýlinu í tvo sólarhringa, áður en Svínfellingar sóttu þá og fluttu að Núpsstað í Fljótshverfi. Við þann atburð er tengt merkt slysavarna- og björg- unarstarf sr. Jóns Norðfjörðs Jóhannessonar, er þjónaði að Sandfelli í Öræfum. En það er önnur saga. ★ ★ ★ Hinn 1. desember 1928 ritar þáverandi vita- og hafnarmála- stjóri Th. Krabbe bók, er hann nefnir „Vitar íslands," í tilefni þess, að þá voru 50 ár liðin frá því að kveikt var á fyrsta vitanum, sem reistur hafði verið á Reykja- Myndin sýnir staði og fjölda skipa, sem strandað hafa milli Ingólfshöfða og Dyrhólaeyjar frá 1928—1977 að báðum árum meðtöldum. nesi. Þar er getið sérstaklega um sandauðnir og hafnleysur suður- strandarinnar, er auðsýnilega veldur höfundinum nokkrum áhyggjum og efablandinn lítur hann fram á leið. Nú hafði það sýnt sig, að Thomsensskýlið hafði komið í góðar þarfir og bjargað strandmönnum frá því að verða úti eða svelta í hel á þessari ægilegu eyðimörk. Árið 1913 er reist annað skýli á söndunum og því valinn staður í Máfabót á Hörglandsfjöru. Voru það togaraeigendur í Hull og Grimsby, er voru frumkvöðlar að þessu verki. Gáfu þeir efnivið allan, svo og búnað, en landssjóður tók að sér allan kostnað við byggingu og viðhald. Auk skýlisins var þarna reist 17 metra hátt sjómerki, er fengið var frá Eng- landi, og stauraröð var sett upp á hættulegasta svæðinu með bend- ingu um í hvaða átt skyldi halda. Árið 1918 er þriðja skipbrots- mannaskýlið reist og því valinn staður í Ingólfshöfða. Og enn er það Ditlev Thomsen, sem þar er að verki og lætur reisa það skýli. Það eru því aðeins þrjú skipbrots- mannaskýli hér á landi, þegar Krabbe ritar grein sína í desember 1928. En í byrjun þess árs hafði sá atburður átt sér stað, sem miklar vonir voru tengdar við, enda segir í fyrrnefndri grein. „Gagngerðar ráðstafanir um björgun skipbrots- manna hafa ekki enn verið gerðar hér á landi. Björgunarmálið er ekki komið í fast horf, nema hvað hið nýstofnaða Slysavarnafélag Islands kann að framkvæma á því sviði.“ Því er ekki úr vegi að staldra við og aðgæta, hvað áunnist hefur á þeim árum, sem liðið hafa. Þegar eftir stofnun SVFÍ er tekist á við þennan vanda og þegar fyrstu kvennadeildirnar taka til starfa kemst skriður á þetta mál. Eitt skýlið eftir annað rís suður á Söndum og stikur settar á fjörur til að leiðbeina sjóhröktum mönn- um að skýlunum og síðan frá þeim til næstu mannabyggða. í dag starfrækir SVFÍ 12 skipbrots- mannaskýli á söndunum frá Ingólfshöfða í Hjörleifshöfða og 7 vel búnar björgunarsveitir ávallt tilbúnar að skunda til hjálpar, þegar þess gerist þörf og neyðar- kall berst á öldum ljósvakans. Það hafa þær svo margoft gert, eins og alkunna er, og margir eru þeir sjómennirnir, sem eiga þeim líf sitt að þakka. ★ ★ ★ Á þessum fimm áratugum hafa 42 skip strandað á hinum ægilegu auðnum sandanna, er teygja sig á milli Ingólfshöfða og Dyrhólaeyj- ar, og skiptast þannig eftir þjóð- erni. íslensk skip 9 talsins, bresk 16, þýsk 7, belgísk 3, norsk 2, dönsk 2, færeyskt 1, pólskt 1 og franskt 1. Á skipum þessum voru samtals 620 manns og af þeim var 597 bjargað, en 23 hafa farist, annað hvort drukknað eða orðið úti á leið til byggða. Athyglisvert er, að ekkert íslenskt skip strandar á þessum slóðum frá 1931, að togarinn Leiknir strandaði skammt vestan Kúðaóss það ár og þar til vélbáturinn Hafþór frá Vestmannaeyjum strandaði á sandspildunni milli Dýralækja- kvíslar og Blautukvíslar árið 1962. Á sama tíma stranda 23 erlend skip á þessum slóðum. I þessu sambandi er rétt að hafa hugfast, að langflest hinna erlendu skipa stranda, þegar þau eru á leið til landsins, en straumar og vindar hafa borið þau af leið. Þá er og líka hins að gæta, að siglingatækin, sem við þekkjum í dag og teljum ómissandi, voru fyrst framan af þessum árum óþekkt með öllu eða þá mjög ófullkomin. Jafnvel rat- sjáin villti um, eftir að hún var tekin í notkun. Að baki sandanna rís fjallahringurinn, sem fylgir strandlengjunni ótrúlega mikið og hefur áreiðanlega blekkt margan skipstjórnarmanninn, þegar fjar- lægð við landtöku var ákvörðuð, og staðarþekking takmörkuð. Eftir þjóðerni skiptast strand- menn þannig: íslendingar 67 og allir bjargast svo og um 91 Neyðar- og björgunarskýli SVFÍ eru nú orðin 73 að tölu Hér má sjá eitt af skipbrotsmannaskýlum SVFÍ, þetta er á Sléttu í Jökulf jörðum. Þjóðverja, 34 Norðmenn, 19 Fær- eyinga og 18 Pólverja. Af 273 Englendingum hafa 265 bjargast en 8 farist. Af 14 Dönum hafa 8 bjargast en 6 farist. Af 29 Frökkum hefur 24 verið bjargað en 5 farist, og af 75 Belgum hefur 71 verið bjargað en 4 farist. Viðhald björgunar- og neyðar- skýla SVFI er í höndum þeirra sveita, sem næst eru. Hins vegar leggur Slysavarnafélagið fram efni til viðhaldsins og endurnýjar búnað skýlanna. Viðhald og endur- nýjun búnaðar kostar mikla vinnu, sem öll er unnin í sjálfboðaliðs- vinnu. Mörg þessara skýla eru þannig staðsett að mjög erfitt er að komast að þeim, t.d. skýlin á Hornströndum og á söndunum á suðurströndinni. En þess ber einnig að geta að slysavarnamenn hafa alla tíð notið framúrskarandi aðstoðar Landhelgisgæzlunnar og hennar manna við þessi störf. Sjá nœstu síðu A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.