Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 15
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1978 Verðlaunasögur og Ijóð Eins og mörg ykkar vita, efndi Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins til verðlaunasamkeppni í nóvember, en skilafrestur var til 15. des.Þökkum við öllum þeim, sem tóku þátt í keppninni, bæði þeim yngri og eldri, en óskum þeim þremur, sem báru sigur úr býtum að þessu sinni, innilega til hamingju. Birtast sögur þeirra og ljóð á þessari síðu, eins og auglýst hafði verið. Við að þið verðið áfram dugleg við að skrifa, semja og teikna, minnug þess, að æfingin skapar meistarann. Mun Barna- og f jölskyldusíðan birta áfram frumsamdar sögur, ljóð, teikningar og annað efni, sem berst frá lesendum, og er ávallt vel þegið. óskum við ykkur gæfu og gengis um ókomna framtíð. Stekkjastaur eftir E.P. Reykjavík Nú eru jólasveinarnir farnir að koma til byggða. Þeir koma úr Skálafelli þetta árið eða það segja þeir sjálfir. Sá fyrsti kom 11. des., en af því að snjórinn, sem var kominn, fór varð hann að labba í bæinn, nema þegar einn og einn góður bílstjóri leyfði honum að sitja í spottakorn. Þegar hann kom í bæinn faldi hann sig, þangað til komið var kvöld. Þá fór Stekkjastaur, því að hann kom nefnilega fyrstur, í öll húsin, þar sem þægir krakkar eiga heima. Leiðindaskjóða, dóttir Grýlu og Leppalúða, átti hins vegar að heimsækja alla krakka, sem vissu, að jólasveinarnir eru níu. En Leiðindaskjóða er síst verri en hinir jólasveinarnir. En þegar Stekkjastaur kom að Geitastekk 8, vissi hann ekkert hvað hann átti að gera. Það var nefnilega enginn skór úti í glugganum. Stelpan, sem átti heima þar, hafði gleymt að setja skóinn út í glugga. Stekkjastaur ákvað að skríða inn um gluggann og láta gjöfina í skóinn, sem stóð fyrir framan rúmið. Þetta gekk samt ekki sem best fyrir aumingja Stekkjastaur, þar sem hann var með tréfót og gluggakistan var full af kaktusum. Hvað gat nú aumingja Stekkjastaur gert? Hann ákvað loks að láta bara gjöfina í einn blómapottinn, og svo gekk hann burtu og söng ósköp lágt vísuna um sig, en hún er svonai „Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í f járhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, þá varð þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, það gekk nú ekki vel.“ (Jóhannes úr Kötlum) Þetta voru nefnilega einu vísurnar, sem hann kunni. Jólin eftir Kristínu Helgu Káradóttur, 10 ára Reykjavík 2. í daK cr hátíð haldin jólaljós og aldin. Allir bera pakka og scgjai ég þakka. Taka allir upp sitt dót cr nú haldið jólablót. Fara seint að sofa svo má Jesú lofa. Undirbúa allir jól Unnur fær þá nýjan kjól. Konur baka kökur, karlar snyrta hökur. Gólfin vcrða glansandi, góðu börnin dansandi, hlakka þau til jóla og flýta sér til bóla. Sómi OQ Depill eftir Sólveigu Birnu Stefáns- dóttur,Kagaðar- hóli Austur-Hún • Kötturinn minn hcitir Sómi. Ilann er svartur með hvfta bringu, hvítar hosur og hvíta blesu. Mamma Sóma hét . Snælda, en pabbi hans Sokki. Sómi er úr hópi sjö systkina. Aðeins tveir kettlingar fengu að lifa. Annar þeirra var Sómi, en hinn heitir Depill. Gunna, systir mín, fékk að eiga hann. Sómi og Depill fengu báðir að vera með móður sinni. beir voru fæddir í júlí. Fyrst voru þeir hafðir í stórum kassa, sem þeir komust ekki úr, en kisa. mamma þeirra, komst hins vegar upp úr honum. Stundum veiddi hún fugla handa þeim, en það þurfti hún ekki að gera, því að við gáfum þeim bæði kjöt og fisk. Seinna kenndum við þeim að drekka. Við fengum okkur plastdalla og létum mjólk f þá. Dýfðum við trýnunum á Sóma og Depli ofan í dallana. Dépill fór fljótt að drekka, en Sómi var mesti óþekktarangi og vildi ekkert drekka í fyrstu. Sómi og Depill léku sér mikið. Stundum fóru þeir í eltingaleik, hlupu upp á snúrustaur eða eltu skottið á sér. beir stækkuðu ört, og um haustið höfðu þeir lært að þekkja nafnið sitt. begar við létum þá inn kölluðum við bara á þá og þeir komu strax. Veturinn gekk í garð og Sómi og Depill voru hafðir í geymslunni. þangað til þeir voru hættir að vera með mömmu sinni. Næsta vor kom ókunnur köttur. Dvaldist hann mest uppi á gömlum fjósrústum. Sómi og Depill reyndu að hlanda sem minnstu geði við hann. Um sumarið urðu þeir eins árs og voru byrjaðir að veiða fugla. En um haustið. þegar fuglarnir flugu til heitu landanna, hættu þeir þvf í bili. Sómi var lítill og ljúflyndur, cn Depill stór og harðgerður. beir voru því frekar ólíkir að iundarfari, en alltaf bestu vinir. Báðir voru þeir spakir, svo að alltaf reyndist auðvelt að ná þeim. Um veturinn voru þeir hafðir í f jósinu. bar var hlýtt og þar áttu þeir bæli. Fjórir gluggar voru opnir á því, svo að auðvelt var fyrir útileguköttinn að komast þangað inn. Gerðist hann nú mjög ágcngur. Hann lá í bælinu þeirra og stal matnum frá þeim ef hann gat. bess vegna þurfti að reka hann í burtu. Eftir nokkrar tilraunir tókst okkur það og hvarf hann þá með öllu. Um veturinn, á jólanótt. hvarf Depill. Hefur hann ekki sést sfðan okkur til mikilla vonbrigða. Nú síðastliðið sum- ar varð Sómi tveggja ára. Alltaf man hann eftir bróður sfnum. begar við segjum Depill, lítur hann í kringum sig og mjálmar. Við vonum, að Depill eigi eftir að koma aftur, það gerir Sómi lfka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.