Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 t»j<’>ðlcikhúsið MÁTTARSTÓLPAR WÓÐFÉLAGSINS cftir Ilcnrii Ibscn. Pýðandii Árni Guðnason scm þýddi vcrkið fyrir útvarp. I>á kafla verksins scm ckki voru mcð í þeirri >?erð hefur Jónas Kristjánsson þýtt. Lýsingi Páll Rajjnarsson. Lcikmynd ob búningari Snorri Sveinn Friðriksson. Lcikstjórii Baldvin Ilalldórsson. Máttarstólpar þjóðfélaíjsins eru daemi um vel heppnaða samfélaKSfjaíínrýni. Ibsen hitti beint í mark með þessu verki sínu sem hann lauk 1877. Tvennt var honum í mun að afhjúpa: stöðu konunnar í karlveldi o(> fífldirfsku útgerðarmanna sem sendu menn á haf út á fúnum skipum. Verkiö í heild er upp- tíjör við lytíina sem menn bytíí'ja líf sitt á og sýnir fram á nauðsyn þess að sannleikurinn nái fram aö ííanga til þess að maðurinn geti öðlast frelsi. Ibsen var mikiil samfélagsgagn- rýnandi og sá manna best það sem miður fór, beindi list sinni gegn hræsni og yfirdrepsskap; skáldskapur hans var eins konar raun fremur hljóðlátt í túlkun sinni, en undir niðri eiga sér stað mikil átök sem ná hámarki í lokin þegar Karsten Bernick konsúll ákveður að vera sjálfum sér trúr og afneitar lyginni. Hann skorar almenningsálitið á hólm og stendur eftir berskjaldaður, en með hreina samvisku. Það er mest um vert. Það ánægjulega hefur gerst að sýning Þjóðleikhússins á Máttarstólpum þjóðfélagsins er í senn heilsteypt og vönduð. Hún er trú anda Ibsens. Aftur á móti verður ekki sagt að hún sé á neinn hátt nýstárleg. En það hefur tekist að leika Ibsen þannig að öllum er til sóma. Hér er á ferðinni fuligild sýning sem þjcnar vel þeim tilgangi sínum að minna á að 150 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins. Erlingur Gíslason og Rúrik Ilaraldsson í hlutverkum sínum hvítur galdur. Hann vildi ekki rífa niður, heldur reisa manneskjuna úr dufti auvirðileikans, gera hana sterka og einstæða í skinhelgum heimi. Um þetta hefur verið svo margt rætt og ritað að ekki gerist þörf að tíunda það á þessum vett- vangi. En Máttarstólpar þjóð- félagsins geta leitt hugann að samtíð okkar því að margt er skylt með henni og tímum Ibsens. Boðskapur Ibsens væri naumast markverður ef hann hefði ekki gætt þess að færa orð sín í listrænan búning. Máttar- stólpar þjóðfélagsins mörkuðu típiamót í raunsærri leikrita- gerð og áttu eftir að hafa áhrif víða. Leikhúsmenn í Evrópu, ekki síst Þýskalandi sem jafnan var opið fyrir norrænum menningarstraumum, heilluðust af verkinu, léku það og lærðu af því. Þetta efnismikla verk er í Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Ibsen eins og við þekkjum hann Ibscn Erlingur Gíslason leikur Karsten Bernick. Hann er þrótt- mikill leikari sem skilar hér erfiðu hlutverki með glæsibrag. Túlkun hans er að mínu viti nýr áfangi á merkum leikferli og mun eftir þetta litið á Erling sem einn okkar fremstu leikara. Margrét Guðmundsdóttir leikur konu konsúlsins, Betty Berinck. Margrét er óaðfinnan- leg í þessu hlutverki. Ólafur, sonur þeirra hjóna, er leikinn af Stefáni Jónssyni og stóð þessi ungi leikari sig með prýði. Bríet Héðinsdóttir er að verða æ meiri senuþjófur og er túlkun hennar á systur konsúlsins, Ungfrú Bernick, enn eitt dæmið um það. Hákon Waage hefur stundum verið nokkuð fumkenndur í hlutverkum sínum, en að þessu sinni tókst honum mjög sóma- samlega að túlka hlutverk sitt: Jóhann Tönnesen, bróður konsúlfrúarinnar. Þá er komið að því hlutverki sem mikið ríður á að sé í höndum góðs leikara. Lóna Hessel er fulltrúi nýs tíma í Máttarstólpum þjóðfélagsins. Hlutverkið var Ibsen hjartans mál og meðal helstu nýjunga hans í verkinu. Guðrún Þ. Stephensen var sannfærandi Lóna. Hún bar með sér birtu nýrra viðhorfa inn í smásmugu- legt umhverfi konsúlhjónanna og hins norska smáþorps, lagði réttar áherslur á orð skáldsins. Annað hlutverk sem ekki er minna um vert og var einnig leikið af miklu öryggi er Hilmar Tönnesen, frændi konsúlfrúar- innar. Gunnar Eyjólfsson lék Hilmar á ísmeygilegan hátt. Skemmst er að minnast góðr- ar frammistöðu Bjarna Stein- grímssonar í Vopn frú Carrar. Hann stóð við gefin fyrirheit í hlutverki Rörlunds kennara. Meðal annarra hlutverka sem sérstök ástæða er til að nefna er Dína Dorf leikin af Guðrúnu Þórðardóttur, ungri leikkonu. Kaupmenn, fulltrúi, skipasmið- ur, frúr og ungfrúr nutu sín einnig öll í höndum hæfra leikara. Snorri Sveinn Friðriksson gerði leikmynd og búninga. Verk hans var stílhreint og einfalt, en húsgögnin kannski of létt þegar ákafi hljóp í leikarana. Fáein mistök á frumsýningu verða skrifuð á reikning hins kunna skjálfta. Árni Guðnason var einn þeirra hljóðlátu manna sem vinna mikið gagn með starfi sínu. Þýðing hans ætti að vera til vitnis um það. Leikstjórinn Baldvin Halldórsson hefur kynnt okkur Ibsen eins og við þekkjum hann og viljum að hann sé. Hann gerir ekki til okkar neinar aðrar kröfur en þær að við sitjum á okkar stað og dáumst að göml- um skáldmæringi. Það er líka list sem ber að virða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.