Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. PÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1978 Vltf> KAFF/NÖ ^_ %>a TET/r«os X» Það væri skemmtilegt að brcgða sér á ball í kvöld? Svona veður er ekki einu sinni hundaveður! «07 - *¦ > atf* Bara sjá hvað á að borða í dag? Víkur allt fyrir peningum? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I jólaþraut númer tvö þurfti að finna ó'rugga leið til að fá níu slagi í þrem gröndum, lokasb'gn, sem margir hafa sjálfsagt vcrið hissa á og þótt fjó'gur hjörtu eðlilegri. Það má til sanns vegar færa en þá hefði viðfangsefnið heldur ekki verið fyrir hendi. Gjafari suður, allir á hættu. Norður S. KDG53 H. G632 T. KG L. 74 Vestur Austur S. 84 S. Á1096 H. Á1098 H. 4 T-74 Suður T-98652 L. KG853 s 72 L-962 T. KD75 T. ÁD103 L. ÁDIO Andstæðingarnir höfðu allt af sagt pass og vestur spilaði út lauffimmi. Slaginn fékkstu á tíuna og síðan þurfti að velja leið sem gæfi þrjá slagi á hálitina og tryggði þannig vinninginn. Nú sjáum við öll spilin og auðvelt er að sjá hvað skeður sé spaöanum spilað. Austur tekur þá slras á ásinn, spilar iaufi og úr því vestur a hjartaásinn verður ekki hægt að vinna spilið. Við liöfum þá búið til fjóra slagi á hálitina en áöur en við getum notið þeirra hefur vörnin tekið sína fimm. Þannig dugir ekki að spila spöðunum nema vestur eigi ásinn og slík skilyrði nægja okkur ekki. Eins og spilið liggur nægir að spila lágu hjarta að gosanum og þegar hann fær slagínn má snúa sér að spaðanum. En þetta er eingöngu vegna þess, að hjartás- inn er á hendi vesturs. Hefði austur valdið á hjartanu væri uppi sama staða og eftir spaðasókn. Eina örugga leiðin er því að spila hjörtunum frá borðinu. Og því var rétta lausnin að spila lágum tígli frá hendinni eftir að hafa tekið fyrsta slaginn með lauftíu. Ætti austur hjartaásinn þýddi ekki fyrir hann að taka slaginn þegar lágu er spilað frá borðinu. Þar með fengjust slagirn- ir þrír, sem þarf til að vinna spilið, allir á hjarta. En vestur má eiga hjartaásinn. Hann getur ekki gert neitt mein og að lokum fáum við tíu slagi. COSPER (&PIB >>%&* \ COSPER Eg sakna ætíð æskustöðvanna! „Orðið nægjusemi er fallegt orð. Það lýsir fögrum einkennum hvers manns sem af sér lætur leiða fagrar athafnir innan ramma þess. Að kunna að elska og bera virðingu fyrir umhverfi sínu og miðla þeim sem skortir af því sem maður á nóg af sjálfur er dásamleg manhgerð, — og að lifa í hæfilegri fátækt er fallegt líferni og í raun eftirsóknarvert vegna þess að mikið vill ætíð meira og þeir menn eru því miður orðnir of margir sem sett hafa gullkálfinn á altari lífs síns. Við íslendingar erum orðnir hátt skrifaðir á lista yfir vel- megunarþjóðir heimsins og mein velmegunarinnar eru fyrir löngu í ljós komin. Afleiðingarnar eru ískyggilegar. Streitan og áhyggj- urnar yfir öllum eignunum og lausafénu gera orðið að víta- hring ringulreiðar, hroka, eigin- girndar og brjálæðis. Fólk vill fá allt upp í hendurnar. Allt er sjálfsagt. Það vill stórt og rúmgott húsnæði með öllum hugsanlegum þægindum, fleiri en einn bíl til afnota, nógan fatnað, mat, vín og skemmtanir. Ekkert kemst að nema peningar og aftur peningar. Allt skal víkja fyrir þeim. Ástin, kærleikurinn, friðurinn, fjölskyldan, mennirn- ir og Guð, já — og Guð. Hvílíkur vítahringur. Eru það ekki ávextir streitunnar og áhyggnanna sem knýja fólkið til þess að éta sig fullt af pillum, drekkja þeim í áfengi að kvöldi dags og leggja heimilish'f fólks í rúst? Eru það ekki þeir sem éta gat á magann og græðgin sem uppétur friðinn? Já, við ættum að hugsa okkur að minnsta kosti þrisvar um áður en við veljum það að renna okkur niður rennibraut þessara lífshátta. Því mikið eiga þeir gott sem lifa sínu einfalda lífi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af biluðu þvottavélinni sinni og þurfa ekki að keppast við að moka inn peningurri fyrir nýjum „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaqa ettir Else Fischer Johanna Knsttonsdottir Dyddi 19 Eftir að hafa sofið vært og rólega hallaðist Susanne að því morguninn eftir að hyggilegast væri að afskrífa með öllu hinar hvimleiðu upplifanir dagsins áður. Að vísu varð kúlan á ennínu æ iitskrúðugri og minnti hana á svo að ekki varð um villzt að atburður hafði gerzt í raun og veru. En núna í birtunni og blíðunni fannst hcnni ógerningur að taka þetta cins alvarlega og daginn áður. Vissulcga var það fráleitt að láta sér detta í hug að maðurin á veginum hefði verið dauður eða sa-rður. Hann hafði auðvitað — eins og þau hin héldu fram — verið hlindfullur og hann hafði veríð á flakki með iSðrum af þvf sauðahúsi og af einhverri ástæðu kærði sá sig ekki um að hún færi að blanda sér í málið. Hún þurfti að minnsta kosti ekki að óttast að særðir cða meðvitundarlaus- ir menn lægju þarna á skógar- stignum, nú þegar bæði lög- reglan og ýmsir úr fjölskyld- unni hb'fðu farið um allt nágrennið Susannc teygði úr sér í rúminu og lét fara vel um sig. Klukkan var ekki nema átta að morgni og Susanne ákvað að íara á fætur svo að hún gæti notið dagsins sem iengst og mest — þessa indæla dags sem hún átti að eiga með Martin. Hún stakk fótunum í inniskóna og fór í slopp og hugðist fara fram í baðherbergið en fyrst ætlaði hún að loka glugganum, svo að hlýnaði eilítið í herberginu. Hún stóð við gluggann og dáðist að átsýninu þegar hun allt í einu kom auga á einhvern nálgast húsið. Fyrst var hún sannfærð um að þar hlyti Gitta að vera á íerð og hefði hún veríð í morgun- göngu, en þegar hun hugði nánar að kom í ljós að það var Lydia. H6n glæsilega og fullkomna Lydia var þá morgunhani og náttúruunn- andi. Lydia f gömImn síðbuxiim og rcgnkápu, en snyrtileg og fáguð sem fyrr. Hún smeygði sér inn í litla stíginn svo að hún þyrfti ekki að fara yfir hlaðið og þegar Susanne heyrði dyr falla að stöfum gerði hún því skóna að Lydia hefði farið inn cldhúsmcgin í húsið. Þegar Susanne kom niður stigann klukkutima síðar mætti hún ringlaðri cn ákveðinni Mögnu frænku f forsalnum. Hún var að draga upp stóru Borgundarhólms- kíukkuna og þegar hún varð vb'r við Susanne hætti hún verki sínu og Susannc tðk eftir því að hún hafði gleymt að loka og taka lykilinn úr þegar hún kom hríiðum og ögn fátiegum skrefum til móts víð Susanne. — Já, ég sendi Martin imn í þorpið eftir rjónia, svo að við tvær verðum að skcmmta hvor annarri, sagði hfm og leiddi Susanne aftur tíl herbergis hennar. Syf juleg Gitta birtist á gang- inum en þegar hún sá þær var cins og birti yfir andliti henn- ar. Hún hafði sveipað um sig slopp og kom á eftir þeim inn í herbergi Susanne. — Við þurfum ekki á fleir- um að halda. Magna frænka leit hálf reiðilega á Gittu og það augnaráö hefði dugað til að hrekja ílesta á braut. — Susanne og ég þurfum að tala saman undir fjögur augu. Gitta. — Ég held ég þekki þig, þcgar þú þarft að tala við einhvern undir fjögur augu. Gitta dró upp lóinn sígar- ettupakka upp úr vasanum á sloppnum og rétti að Susanne áður en hún fékk sér sfgarettu. — Susannc á auðvitað að gera eitthvert viðvik fyrir þig það þykist ég nokkurn veginn vita... Hán dró að sér reykinn og horfði hugsi á Mognu frænku. — Ef þa vilt endiiega blanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.